Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 18
Verkamannafélagið Dagsbrún og Sjómannafélag Reykjavíkur halda skemmtifund og félagsvist fyrir eldri félagsmenn laugardaginn 30. mars kl. 15 í Lindarbæ, Lindargötu 9. Stjórnir féiaganna. Tölvuútboð Alþingis Alþingi óskar eftir að kaupa 14 einka- tölvur og viðeigandi búnað til ritvinnslu og spjaldskrárvinnslu. Útboðsgögn liggja frammi á skrifstofu Alþingis frá kl. 10 mánudaginn 1. apríl og verða skýrð á fundi í Vonarstræti 12, kl. 10 þriðjudaginn 2. apríl. Tilboð verða opn- uð á skrifstofu forseta sameinaðs Al- þingis kl. 10 mánudaginn 29. apríl n.k. ÚTBOD Stjórnir verkamannabústaða á eftirtöldum stöðum, óska eftir tilboðum í byggingu íbúðarhúsa. Ibúðunum skal skila fullfrágengnum samkvæmt nánari dagsetningum í útboðs- gögnum. Afhending útboðsgagna er á viðkomandi bæjar-, sveitar- stjórnarskrifstofum og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins gegn kr. 10.000 - skilatryggingum. Tilboðum skal skila á sömu staði, samkvæmt nánari dag- setningum og verða opnuð að viðstöddum bjóðendum. HVERAGERÐI 4 íbúðir í tveim parhúsum 187 m2 665m3, 166 m2 589 m3. Afhending útboðsgagna frá 2. apríl n.k. Opnun tilboða 23. apríl n.k. kl. 11.00. FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR 2 íbúðir í raðhúsi 145 m2 836 m3. Afhending útboðsgagna frá 2. apríl n.k. Opnun tilboða 23. apríl n.k. kl. 13.30. ESKIFJÖRÐUR 2 íbúðir í parhúsi 123 m2 627 m3. Afhending útboðsgagna frá 2. apríl n.k. Opnun tilboða 23. apríl n.k. kl. 15.00. STÖÐVARFJÖRÐUR 4 íbúðir í tveim parhúsum 123 m2 627 m3. Afhending útboðsgagna frá 2. apríl n.k. Opnun tilboða 24. apríl n.k. kl. 11.00. GRUNDARFJÖRÐUR 2 íbúðir í parhúsi 179 m2 323 m3. Afhending útboðsgagna frá 2. apríl n.k. Opnun tilboða 24. apríl n.k. kl. 13.30. ANDAKÍLSHREPPUR 1 íbúð í einbýlishúsi 137 m2 462 m3. Afhending útboðsgagna frá 3. apríl n.k. hjá hr. Jóni Blöndal. Langholti, Andakílshreppi, sími 93-5255. Opnun tilboða 24. apríl n.k. kl. 15.00. SEYLUHREPPUR (VARMAHLÍÐ) 2 íbúðir í einbýlishúsum 125 m2 410 m3. Afhending útboðsgagna frá 10. apríl n.k. hjá hr. Kristjáni Sigurpálssyni, Varmahlíð, sími 95-6218. Opnun tilboða 30. apríl n.k. kl. 13.30. f.h. Stjórna verkamannabústaða, tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins c§3HúsnæÖisstofnun ríkisins ___________________SKÁK___________________ Deildakeppnin '84 - '85 Miklir yfirburðir NV-sveitar T.R. Um síðusfu helgi fór fram seinni hluti Deildakeppni Skóksambands íslands 1984-1985. Fyrri hlutinn fór fram síðastliðið haust og var keppnin klóruð nú. í 1. deild hafði NV-sveit Taflfélags Reykjavíkur gífurlega yfirburði, hlaut 42 vinninga af 56 mögulegum. Búist hafði verið við að sveitirnar tvær frá T.R. yrðu þær sem berðust um sigur, en NV-sveitin gerði út um mögu- leika SA-sveitarinnar með því að sigra hana (í haust) með 6V2 vinn- ingi gegn IV2! Nefna má að Jó- hann Hjartarson og Margeir Pét- ursson tefldu ásamt fleirum sterkum skákmönnum fyrir NV- sveitina. Annað sætið hreppti SA-sveit Taflfélags Reykjavíkur með 34Vz vinning og án efa eru einhverjir meðlimir þessarar sveitar óá- nægðir með vinningstöluna. 13. sæti hafnaði Taflfélag Sel- tjarnarness með 32*/2 vinning og verður það að teljast mjög góður árangur hjá félaginu. Hér á árum áður var Skákfélag Akureyrar „næststerkasta" félagið (á eftir Taflfélagi Reykjavíkur) en nú virðist sem Taflfélag Seltjarnar- ness hafi skotið Norðlendingum ref fyrir rass! Skáklíf Seltirninga hefur verið í miklum blóma á sið- ustu árum og kemur það glögg- lega í ljós í árangri félagsins í þessari keppni Urslit í 1. deild urðu annars þessi: 1. Taflfélag Rvíkur NV 42 af 56 2. Taflfélag Rvíkur SA 34>/2 3. Taflfélag Seltjn. 32*/2 4. Skákfélag Akureyrar 30 5. Taflfélag Garðabæjar 23 6-7. Skákfélag Keflavíkur 22 6-7. Skáksamband Vestfj. 22 8. Taflfélag Kópavogs 18 Meðlimir Taflfélags Kópavogs verða að bíta í það súra epli að falla í 2. deild. Skákfélag Hafnarfjarðar endurheimtir nú sæti sitt í 1. deild eftir að hafa borið sigur út býtum í 2. deildinni. Útslit í 2. deild: 1. Skákfélag Hafnarfj. 30 af 42 2. Taflfélag Rvíkur C-sv.27V2 3. Taflfélag Seltj.n. B-SV.23VÍ 4. Skákfélag U.M.S.E. 21132 5-6. Taflfélag Rvíkur D-sv.21 5-6. Taflfélag Sauðárkróks 21 7. Taflfélag Seltjn. C-sv. 13V2 8. Taflfélag Húsavíkur 10 Úrslit í 3. deild: 1. Skáksamband Austurl.31 af 36 2. Skákfélag AkureyrarB-sv.26 3. Taflfélag Hreyfils 22>/2 4. Skáksv. A-Barðastr. og Daiamanna I7Vi 5. Taflfélag Vestm.eyja 14'/2 6. Skákf. heyrnardaufra 10 7. Skaftfellingar 4V2 í 5. umferð leiddu saman hesta sína tveir af fremstu skák- mönnum þjóðarinnar, Ingvar Ásmundsson og Jón Kristinsson. Samkvæmt nýja íslenska skák- stigalistanum er Jón áttundi stig- ahæstur með 2390 stig og Ingvar er í 10. sæti með 2370 stig. Hvítt: Ingvar Ásmundsson (Taflfélag Seltjarnarness) Svart: Jón Kristinsson (Skáksamband Vestfjarða) Spænskur leikur 1. e4 e5 2. RO Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 Uppskipta-afbrigðið sést sjald- an á skákmótum núorðið. Það kemur þó ekki á óvart að Ingvar skuli tefla það hér; hann er jú af „gamla skólanum“! 4. - dxc6 5. 0-0 5. Rxe5 - 5. - Dd4 5. - Dd6 Annar góður leikur er 5. - Bd6. 6. d3 Re7 7. Hel Rg6 8. Be3 Be7 9. Rbd2 Be6 10. d4 f6 Hér kom 10. - exd4 sterklega til greina. Eftir t.d. 11. Rxd4 Re5! 12. h3 c5 13. Rb3 b6 stendur svartur vel. Eftir textaleikinn nær hvítur betra tafli. 11. c3-0-0 12. Dc2 f5? Svartur, sem hefur biskupa- parið, reynir að opna taflið en í ljós kemur að það er einungis hví- tum í hag. Hugmynd hvíts var einfaldlega 13. Hadl og svarta drottningin stendur þá illa á d- línunni. Kannski var skást að leika 12. - Dd8 ásamt De8-f7. 13. dxe5 Rxe5 14. Rxe5 Dxe5 15. Bd4 Dd6 16. exf5 Bxf5 17. Db3+ Kh8 18. Rc4! b7-peðið var að sjálfsögðu eitrað: 11. Dxb7?? Hfb8 og hvíta drottningin er fönguð. 18. - Dd7 19. Re5 Dd5 20. Dxb7 Þar með hrynur svarta staðan. Peðin á drottningarvængnum stráfalla. 20. - Be4 21. Dxc7 c5 Ef 21. - Bd6 þá 22. Rg6+! ásamt 23. Dxg7+ mát. 22. Dxe7 cxd4 23. Hxe4! Og svartur gafst upp. 23. - Dxe4 er svarað með 24. Rf7+! og vinnur og 23. - hae8 24. Hxd4! Dxd4 25. Dxf8+! vinnur einnig. Eftirfarandi skák var einnig tefld í 5. umferð: Hvítt: Björn Þorsteinsson (Taflfélag Reykjavíkur SA-sveit) Svart: Jörundur Þórðarson (Taflfélag Kópavogs) Sikileyjarvörn (Dreka-afbrigðið) 1. e4 c5 2. RO d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 „Drekinn ógurlegi“ er eitt mesta þrætubókarafbrigði skák- fræðinnar og eru nýjungarnar gífurlega tíðar. Það er líklega ástæðan fyrir þ ví að sumir telj a að ekki sé heilbrigt að tefla þessa byrjun! 6. Be3 Bg7 7. O Rc6 8. Bc4 Bd7 9. Dd2 Hc8 10. Bb3 0-0 11. 0-0-0 Re5 12. h4 h5 Þessi leikur olli „straumhvörf- um“ í þróun Dreka-afbrigðisins á sínum tíma. Gamla leiðin er 12. - Rc4 13. Bxc4 Hxc4 14. h5 Rxh5 15. g4 Rf6 16. Rde2 og hvítur hefur sterka sókn. 13. g4!? A. Miles fer ekki fögrum orð- um um þennan leik í bók sinni um þetta afbrigði. Björn er hins veg- ar ekki á sama máli og breski stórmeistarinn því að einmitt með þessum leik hefur Björn unnið góða sigra. 13. - hxg4 14. h5 Rxh5 15. Bh6 Rc4?? Hér gerir svartur sig sekan um „þekkt“ mistök. Það sýnir sig að til að geta teflt þessa byrjun með einhverjum árangri þarf maður að vera öllum hnútum kunnugur. „Teórían“ er 15. - e6! 16. Hdgl Df6 17. Bxg7 Dxg7 18. hxg4 Rf6 19. Hh4 g5 20. Hh3 Hc5!? (20. - Hfd8 21. Hghl Kf8? 22. Rf5! og hvítur vinnur, sbr. skákin Björn Þorsteinsson - Björgvin Jónsson Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur 1984) og svartur stendur vel. 16. Bxc4 Hxc4 17. Bxg7 Kxg7 18. Hxh5! Auðvitað! Nú leiðir 18. - gxh5 'beint til máts: 19. Dg5+ Kh7 20. Dxh5+ Kg7 21. Dg5+ Kh7 22. Hhí+ mát. 18. - Hh8 19. Hxh8 Dxh8 20. fxg4 Bxg4 21. Hfl Staða svarts er hartnær vonlaus þrátt fyrir að hann hafi 2 peð fyrir manninn. Björn stýrir vinningn- • um af miklu öryggi í höfn. Lokin þarfnast ekki skýringa. 21. - Dh3 22. Df2 f6 23. Hgl a6 24. Kbl Bd7 25. Rd5 K17 26. b3 Hc5 27. Rf4 Dh7 28. Rxg6 Hh5 29. Rf5 Hh2 30. Dd4 Og svartur gafst upp. - HL 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.