Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTILL Hjá oss sat aldrei kœrri gestur Fögnuður íslendinga yfir leið- angri Gaimards og merkur eftirmáli Þorleifs Repps. Aldrei er nóg af því gert í landi sem er sem óöast að tapa minninu aö rifja upp merkileg tíöindi úr sögu. Óvæntur bókarfundur í París hefur beint athygli manna að miklum frönskum leiðangri til ís- lands fyrir nær 150 árum. Dr. Sig- urður Jónsson komst yfir frum- eintak af þeim myndum sem Paul Gaimard lét þá gera og hafði bók- in líka verið notuð sem gestabók í frægu samkvæmi sem íslendingar í Kaupmannahöfn héldu hinum franska „lækni og ágætum náttúr- ufræðingi um leið“ (Ben. Gröndal) í janúar árið 1839. Pað var þá að Jónas Hallgrímsson flutti kvæði sitt sem hefst á orð- unum „Þú stóðst á tindi Heklu hám“ og „er það fallegt kvæði“ segir í bréfi frá einum þeirra sem viðstaddir voru. Sá hinn sami, Stefán Pálsson, segir svo í bréfi til Páls bróður síns: Góða veislu gjöra skal „Dr. Gaimard var hér í vetur og er nýkominn á stað.Hann var okkur fslendingum mikið vei og hefði hann ekki getað verið betri, þó við hefðum verið landar hans. Á nýjárskvöld bauð hann okkur öllum til sín og veitti vel. Kom okkur ásamt að gjalda hon- um í sömu mynt og gjörðum við honum heimboð aftur. Gengust þeir Magnússen (prófessor) og Repp fyrir því og var það allgóð veisla". Stefán segir síðan frá því að „þeir sem hagmæltir voru fóru að yrkja“ og nefnir að sjálfsögðu fyrst til kvæði Jónasar. Það var sungið í veislunni. Benedikt Gröndal segir frá því í Dægra- dvöl, að Páll Melsteð hafi þýtt kvæðið á latínu fyrir Gaimard, enda hafi enginn íslendingur kunnað frönsku að gagni um þær mundir, en Gaimard hafi komist við og tárast „af fögnuði og gleði yfir þeirri viðurkenningu sem honum var sýnd“. Þetta hefur verið indæl veisla og allir glaðir. íslendingar hafa verið mikið þakklátir Páli Gai- mard fyrir leiðangurinn og þau skrif og þá útgáfu um ísland sem á eftir kom og boðuð var. „Hjá oss sat aldrei kærri gestur" segir í veislukvæði Jónasar. Benedikt Gröndal lýsir ástæðunum fyrir þessum mikla hlýhug á þessa leið í Dægradvöl sinni: Góðar gjafir „Frakkar sýndu hér af sér mikið göfuglyndi með því þeir ekki einungis voru hinir viðmóts- bestu og kurteisustu menn, lausir við allt tildur og hleypidóma, fyr- irlitu ekki þjóðarsiðina og menn- ina eins og ýmsir aðrir ferðamenn gerðu og gera enn - heldur og gáfu þeir hér stórgjafir og sjald- gæfa hluti... (Telur Benedikt síð- an upp nokkrar gjafir til Latínu- skólans og einstaklinga). Var okkur þá sýndur meiri vegur en nú, þar sem ekki einungis útlend- ingar, heldur einnig íslenskir stúdentar og „doktorar", sem landið hefur dregið upp úr fá- tækt, gera sér allt far um að rýra oss og enda hæðast að þeim sem vilja halda fósturjörð sinni nokk- uð fram“. Menntanna brunnur Benedikt Gröndal er, eftir á að hyggja, ekki alveg sjálfum sér samkvæmur í þessu máli: í næstu andrá er hann farinn að tala um það „tildur" í Gaimard að dreifa um allt land bílætum af sjálfum sér í einkennisbúningi. Hann minnir og á það, með tilvísun í Skírni, að íslendingar kunni að hafa verið helst til fúsir að láta af hendi við Fransmenn merka gripi - bækur, „gömul myndskurðar- verk, hljóðfæri og klæðnað“. En Dægradvöl var skrifuð löngu eftir veisluna góðu. í henni virðist hafa ríkt fögnuður og þakklætis- kennd sem engan skugga bar á. Páll Gaimard er t.a.m. í kvæði Jónasar Hallgrímssonar orðinn sá sem skilur smáa nýlenduþjóð öðrum betur um leið og hann er bróðir vor í vísindum og mun ekki aðeins klifra með oss upp á Heklu heldur og á viskunnar helga fjall: Við vitum glöggt að anntu okkur frakkneskur maður, frjálsri þjóð því andinn lifir æ hinn sami þótt afl og þroska nauðir lami. Menntanna brunni að bergja á besta skal okkur hressing Ijá. Það er ekki nóg með að vísind- in efli alla dáð. Litli bróðir í Dan- aveldi leitar sér yls í franskri náð- arsól. Og engum virðist detta í hug að Frökkum, sem þá eru mest stórveldi á meginlandinu, geti nokkuð annað gengið til með miklum leiðangri til rannsókna á náttúru og þjóðlífi á íslandi en einlæg umhyggja fyrir skærum guðdómseldi vísindanna og sam- úð með söguríkri smáþjóð. Að vísu var Þorleifur Repp í veislunni og hélt ræðu. Við vitum ekki enn, hvað hann sagði. En það er næsta ólíklegt að hann hafi staðið í veisluspjöllum. Ekki fara af því neinar sögur að minnsta kosti. Dýrafjarðar- œvintýrið En hvers vegna er ég að tala um Þorleif Repp, þennan snjalla Dr. Sigurður Jónsson með bókina góðu sem geymir áritanir þeirra sem tóku þátt í samstilltum fögnuði hjartna í janúar 1839 (Ijósm. emj.). furðumann sem menn vita færra um en skyldi? Ástæða er reyndar fyrir því og ekki lítil. Sextán árum síðar kemur upp Dýrafjarðarmálið svonefnda. Þar er átt við tilmæli Frakka um að fá að stofna einskonar nýlendu til útgerðarstarfsemi við Dýra- fjörð og ef það hefði gengið eftir hefði þar risið erlendur bær, sem gat fljótlega orðið hinn stærsti á Islandi. Um þessi tilmæli urðu fróðlegar deilur á alþingi og víðar, sem eru einkar fróðlegar öllum þeim, sem finna vilja hlið- stæður í erlendri ásælni fyrr og síðar. (Vísast um það til viðtals við Kjartan Ólafsson í Þjv. 17. júní sl.). En einn þeirra sem áhrifasterkum hætti mótmælti málaleitan Frakka var einmitt Þorleifur Repp. Ormurinn ógurlegi Á fundi íslendinga í Kaup- mannahöfn um málið árið 1856 heldur hann eftirminnilega ræðu um þetta „galló-íslénska“ mál sem hann kallar svo. Hann líkir því við orminn í Lagarfljóti sem vex af því að liggja á gulli. Um þetta segir Þorleifur Repp m.a.: „Og nú er ormur þessi hinn gallóíslenski orðinn svo mikill, að það undrum gegnir. Hann leggst um land allt og smeygir sér inn í alla fjörðu og mikil ógn stendur mér af augum hans. Og svo er hann með miklu tröllmagni, að hann líkist því kvikindi sem Basi- liens heitir, og þegar honum verður litið á suma menn, svo tætir hann þá til sín með augnar- áði svo þeir vilja hlaupa í hvoft honum að hann gleypi þá“. Þegar Þorleifur hefur lokið þessari „sannsögulegu allegóríu" sem hann kallar svo bregður hann á hversdagslegri lýsingu á þessu máli. Og kemur þá á dag- inn, að hann hefur smíðað sér merkilega túlkun á því, að allt frá því að Fransmenn fóru að stunda fiskveiðar við fsland um 1830 hafi þeir stefnt að því að „gleypa“ ís- lendinga rétt sem ormurinn ógur- legi. Hann segir: „Fyrst, um árið 1830, fóru frönsk fiskiskip til íslands og tóku fisk og var sá meiri og betri en þeir höfðu áður séð. Á þessu bar í fyrstu lítið... En bráðum jókst fiskiskipafjöldinn og þá kallaði Loðvík Filippus (konungur Fra- kklands) það nauðsynlegt að senda með fiskimönnum herskip þeim til verndar en vart gátu þó aðrir menn séð móti hverjum háska vernda skyldi. En svo fór hér sem oftar, að þeir sem vilja seilast til valda þykjast æ vera í háska staddir og verndar þurfi“. Gott hjá Repp og hefur hann verið langt á undan sinni samtíð í að skilja sjálfsréttlætingaráróður stórvelda. Hann segir svo, að þessi herskip hafi ekki verið iðju- laus, þau hafi siglt í kringum landið og kortlagt djúp og vega- lengdir, auk þess hafi Fransmenn í auknum mæli vingast við lands- fólkið, boðið mönnum út á skip sín og sýnt þeim „miklu rausnar- legri gestrisni en landsbúar gátu á móti sýnt“. Holl og skemmtileg áminning reyndar um það, að menn eigi ekki að eltast mikið við gestrisni sem þeir geta ekki endurgoldið. Og síðan kemur að því, að Þorleifur Repp reiknar leiðangur Gaimards beint inn í stigvaxandi viðleitni Frakka til að ná hér traustri fótfestu: Markmið Frakka „Sendi Loðvík konungur þá vildarmenn sína til íslands þess erindis að þeir skyldu kynna sér landslag og landskostu landsbúa og þeirra siðferði og ástand allt og gnægtir og nauðsynjar og nátt- úruríkin öll. í þeirri ferð voru fræðimenn og vísindamenn, læknar og uppdráttarmenn og málarar... Páll Gaimard var fyrir- liði sendimanna, ástsæll maður og blíður í viðmóti og vel að sér gjörrum marga hluti. Hann flutti til íslands stórgjafir í bókum frá Loðvíki konungi en sérhvað það sem Frakkar þurftu af íslending- um að þiggja, hvort sem það var í störfum eða annarri þjónkan þá var það allt rausnarlega borgað“. Fleira rekur Þorleifur af af- skiptum Gaimards af íslending- um, meðal annars það, að hann hafi boðið piltum íslenskum til náms í Parísarborg. En niður- staða Þorleifs Repps er svo þessi: „Miklu voru Frakkar nær sínu aðal markmiði en áður eftir þessa ferð“. Hann skýrir ekki nákvæmlega hvað við er átt með „aðalmark- miði“ - en segir að Frökkum hafi sýnst sem þeir hefðu fundið greindan og eftirtektarsaman landslýð í vanræktu landi og að því er virðist einskis manns landi að því er viðvíkur „algjörðri og fullorðinni civilization". Líklegt má þykja að Þorleifur Repp vilji láta menn skilja, að Frakkar hafi viljað í áföngum ráða ísland undan Dönum með vinskap, gjöfum, fyrirgreiðslu og því næst atvinnurekstri. Nú vitum við ekki, hvort nokk- urn tíma hefur verið gerð í frönskum stjórnarskrifstofum einhver langtímaáætlun um fram- sókn Frakka á norðurslóðum. Hitt gæti líklegra verið, að eitt leiði af öðru án slíkrar áætlunar- en þá eftir líkindum sem fylgdu landvinninga- og nýlendustefnu aldarinnar. Þetta gerist allt á þeim tíma, þegar fáum dettur í hug að þjóð á stærð við hina ís- lensku geti risið undir sjálfstæðu ríki - en þeim mun meira var um tilfærslur á löndum og eyjum milli þeirra ríkja sem ætluðu sér stóran hlut undir sólinni. Ekki fyrir það skotið, að sniðugum mönnum í Fransi hafi dottið í hug, að það væri ómaksins vert að ýta undir sérvisku eyjar- skeggja og óánægju með Dani kannski - með það fyrir augum að seinna meir þyrftu þeir aðra „verndara" og öflugri. Hver veit? Annað eins hefur nú gerst. Þetta er allt mjög merkilegt. Ekki síst er Þorleifur Repp merk- ur sjálfur í þeirri túlkun sinni á samhengi hlutanna, sem er óra- langt frá samstilltum fögnuði hjartnanna í veislunni góðu í Kaupmannahöfn 1839, þegar franskur hirðmaður grét fögrum tárum yfir latínuþýðingu á dýr- legu kvæði Jónasar Hallgríms- sonar: Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsœldum vefja lýð og láð... ÁB 8 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 31. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.