Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 14
SOFINN BÆLDUR ® LAUSAR STÖÐUR HJÁ _____I REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.: Forstöðumaður óskast viö skóladagheimiliö Hóla- kot. Umsjónarfóstra óskast við eftirlit með dagmæðrum og umsjón með gæsluvöllum. Fóstrur, þroskaþjálfar eða starfsmenn með aðra uppeldislega menntun til þess að sinna börnum með sérþarfir. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjónar- fóstrur á skrifstofu dagvistar barna, í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 15. apríl 1985. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.: Hjúkrunarfræðing óskast til afleysingar og lengri tíma við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og einnig á kvöldvakt í heimahjúkrun. Sjúkraliðar óskast til afleysinga og lengri tíma við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Ljósmæður óskast til afleysinga og lengri tíma við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Læknaritarar í 50% starf frá 1. júní n.k. á heilsugæslustöð - Asparfelli, starfsreynsla æskileg. Hjúkrunarfræðingur við ungbarnaeftirlit í 100% starf, frá 1. júní n.k. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 75100 og framkvæmdastjóri heilsugæslustöðva í síma 22400. Umsókn ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavík- urborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 16. apríl 1985. Alþýðubandalagið Miðstjórnarfundur 29. og 30. mars Kjarabaráttan 1985 Aðferðir og áherslur Föstudag 29. mars kl. 20.00. 1. Verkalýðssamtökin sem baráttuafl. Samvinna ASI, BSRB og annarra samtaka launafólks. Frummælandi: Guðmundur Árna- son varaformaður Kennarasambands íslands. Laugardag 30. mars kl. 10.00 2. Kjarbaráttan og kröfugerð 1985 Launakerfi - launajöfnuður - kaupmáttartrygging - skatta- breytingar - velferðarþjónusta. Frummælandi: Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iðnverkafólks. Laugardag 30. mars kl. 13.00 3. Tengsl verkalýðsbaráttu og flokksstarfs. Samvinna Alþýðubandalagsmanna í verkalýðshreyfingunni - störf verkalýðsmálaráðs. Frummælandi: Bjarnfríður Leósdóttir formaður verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins. Almennar umræður frá kl. 15 til 17. Alþýðubandalagið í Kópavogi Opið hús ABK býður þér að koma við í Þinghóli Hamraborg 11 á skírdag milli kl. 15 og 18. Á borðum verða kaffi og kökur. Ávörp og skemmtiatriði. Allir velkomnir! Stjórn ABK Umboðsmenn vantar í Hafnarfjörð strax. ÞJÓÐVILJINN. Skáld, oi og grunnmá Ég hefi verið að ganga svona um bæinn í góða veðrinu og sumir hafa brosað framan í mig og ég hef brosað framan í þá. Þannig líður okkur öllum vel. Af hverju er líka þessi fúlmennska og óstand á fólkinu? Ég skil það ekki. Ég vil viðhalda manngildinu og brosa framan í fólk, eins þótt það sé á kafi í löngu dragúldnum lífsviðmiðunum. Eg hitti til dæmis eitt af þessum fimmtán þúsund króna skáldum sem var verið að útnefna og óskaði honum hjartanlega til hamingju. Farðu í fjandans rass, sagði hann. Verk mín eru ekki metin að verðleikum til peningalegra launa. Mér þótti leiðinlegt hve illa manninum leið en ég gat svosem ekki gert margt. Þá bar þar að Árna Johnsen þingmann og hann lýsti strax samúð með manninum, sem var víst úr Suðurlandskjördæmi. Mikið skil ég þig vel, sagði Árni. Þú sem skrifar á sjálfu grunnmálinu sem ég fer með rétt- argæslu á. Þú færð skid og ingen- ting meðan einhverjir apar úti í Svíþjóð sem alltaf eru að þrengja að lunganum úr menningunni með því að tala sænsku eða dalamál en ekki grunnmálið, þeir kannski fá ekta valútu og verð- laun og vita ekki einu sinni að það er sitthvað jaðarmál og grunnmál og skilja það ekki að grunnmálið okkar góða er hinn sanni sleppi- búnaður á menningarskútunni. Svona menn ættu að fá á kjaftinn. Og þó fyrr hefði verið. Mér er sama, sagði skáldið. Þeir geta átt sína valútu. Ég vil fá uppreisn æru gagnvart rógburð- inum í markaðsöflunum. Hér og nú. Það er ekkert náttúrulögmál að ég sé fátækt skáld. Elsku vin, sagði Árni. Skáldið er alltaf ríkt. Spurðu bara Matthí- Manngildið er fyrir öllu, sagði ég hughreystandi. Skáldið tók stein af götu sinni og henti í mig en hitti ekki sem betur fór. Ég hefi alltaf verið á móti því að fá í mig grjót, það er svo ómanneskjulegt. Heyrðu mig, sagði Árni. Þér er sama um grunnmálið og þú ert með öfund og leiðindi. Ertu sænskdanskur kommakrati? Ertu fæddur á höllum stöðum? Ertu skakkur hornsteinn undir þjóðar- vitundinni? Ertu slitinn þráður í þjóðarvefnum? Ertu lekur björg- unarbátur á varðskipi andans? Er du gal í hovedet? Mér fannst þeir ætla að rjúka hvor á annan og ég stillti mér á milli þeirra og minnti þá á það, að gott væri blessað veðrið, sólin björt og útsýnið mikilfenglegt. Þá réðust þeir á mig og börðu mig. Ekki mjög fast samt, svo það var allt í lagi. Þeim er það velkomið þessum stóru mönnum sem eiga sér hugsjónir og list. Ég mun halda áfram að ganga um göturnar og stuðla að því að öllum líði vel sem mega vera að því þar til minkurinn, bjórinn, saltverksmiðjan og grunnmálið dembast yfir okkur aftur. Meira ljós. Alexander. as. Éttu skít, sagði skáldið. ALÞYÐUBANDALAGK) Áhugafólk um landbúnaðarmál Umræðufundur um stöðu landbúnaðarmála í flokksmiðstöðinni Hverfisgötu 105 sunnudaginn 31. mars kl. 13.00 (daginn eftir miðstjórnarfund). - Stjórn LAL. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Stjórn ÆFR boðar til fundar sunnudaginn 31. mars kl. 17.00. Tekin verða fyrir fjármál ÆFR og því nauðsynlegt að sem flestir mæti. Fundurinn er opinn öllum félögum í ÆF. - Stjórnin. Framtíð með friði Ráðstefna ÆFAB í tilefni 40 ára í skugga kjarnorkusprengjunnar verður haldin að Hverfisgötu 105 á skírdag 4. apríl og hefst kl. 13:30. Dagskrá: 13.30 Setning ráðstefnunnar: Ragnar A. Þórsson. 13.40 Orsakir vígbúnaðarkapphlaupsins og hersetunnar: Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur. 14.05 Tengsl kjarnorkuvígbúnaðarins við herstöðvar á íslandi og þróunina á Norður-Atlantshafi: Árni Hjartarson, formaður SHA. 14.30 HLÉ. 14.40 Afleiðingar hugsanlegra kjarnorkuátaka. Kjarnorkuveturinn: Páll Bergþórsson, veðurfræðingur. 15.10 Hlutverk og staöa friðarhreyfinga á (slandi og erlendis: Mar- grét Björnsdóttir, félagsfræðingur. 15.35 HLÉ 15.45 Nýjar leiðir í friðarbaráttunni. Þriðja aflið sem mótvægi við hernaðarbandalögin: Ólafur Ragnar Grímsson, foseti PWO. 16.10 Nýjustu fréttir af samnorrænum vettvangi: Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Guðmundur Auðunsson. 16.40 Almennar umræður. 18.00 Ráðstefnuslit: Ólafur Ólafsson. Fyrirspurnir og stuttar athugasemdir að loknu hverju erindi. Fundarstjóri: Ragnar A. Þórsson. Kaffi og meðlæti á staðnum. Ráðstefnan er öllum opin. ÆFAB. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. mars 1985 Stóra stundin nálgast Nú eru aðeins 5 dagar til stefnu. Skirnarhátíð ÆFAB verður hald- in 4. apríl. Húsið opnað kl. 20.00 og verður létt tónlist til kl. 21.30, þá byrja skemmtiatriði. Það verður happ- drætti, leiklistarhópur ÆF treður upp, auk ýmissa annarra kunnra skemmtikrafta. Gleymið bara ekki að mæta að Hverfisgötu 105 kl. 20.00 þann 4. apríl... Sjáumst. Skemmtinefndin SKJLVRÐI Þau krefjast réttra viðbragða ökumanna. Þeir sem að jafnaði aka á vegum með bundnu slit- lagi þurfa tíma til þess að venjast malarvegum og eiga því að aká á hæfilegum hraða. Skilin þar sem malarvegur tekur við af bundnu slitlagi hafa reynst mörgum hættuleg. yUMFERÐAR RÁÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.