Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 20
Bítlunum dœmdar stórar fúlgur Fyrirtœkin EMI og Northern Songs verða að punga út með hundruð miljóna vegna vangoldinna greiðslna fyrir útgdfuréttó lögum Bítlanna Á Englandi féll nýverið dómur í máli sem Paul McCartney og Yoko Ono, ekkja Johns Lenn- on, hafa staðið í gegn hljóm- plötufyrirtækinu Thorn EMI undanfarin sex ár vegna van- goldinna greiðslna fyrir út- gáfurétt á lögum The Beatles. Geysilegar upphæðir eru í veði og því er spáð að þessi dómureigieftir að hleypa af stað skrfðu svipaðra dóma á hinum ýmsu CV/l'Al I•!»'+'' ____ wYíwUhi iiöid. Samkvæmt dómsniöurstöðum ber EMI að greiða sem svarar 100 miljónum íslenskra króna fyrir útgáfurétt að mörgum vinsælustu lögum Bítlanna, þám. Hey Jude, Yesterday, Yellow Submarine og Help, fyrir árin 1966-79. Áður höfðu þau Paul og Yoko náð samkomulagi í deilu sem þau höfðu staðið í í fimmtán ár við fyrirtækið Northern songs og téiisí fynrtækið á að greiöa upp- hæð sem er á bilinu 50-100 milj- ónir króna fyrir lög sem fyrirtæk- ið á útgáfurétt að. Það sem hér um ræðir er að fyrirtækin seldu útgáfurétt til ým- issa aðila á lögum þeirra Pauls og Johns en gáfu upp miklu lægri tekjur af þessari sölu en í raun komu inn. Útgáfufyrirtæki Bítl- anna, Apple, krafðist þess árið 1980 að rannsókn yrði gerð á bóknaidi EMTyfir þessi viðskipti og varð niðurstaðan sú að mikill munur væri á raunverulegum tekjum og þeim tekjum sem upp voru gefnar. Dómarinn sem kvað upp úr- skurðinn lét þau orð falla að ástæða væri til að ætla að margt væri öðruvísi en skyldi í höfund- arréttarmálum af þessu tagi. Geta ýmis fyrirtæki átt von á kröfugerð fré iisíainönnum í kjölfar dómsins yfir EMI. Þess má geta að dómurinn yfir EMI nær ekki til Bandaríkjanna en þau Paul og Yoko hafa höfðað mál á hendur dótturfyrirtæki EMI í Bandaríkjunum og krefj- ast hartnær fjögurra miljarða króna í vangoldnar höfundar- greiðslur frá því. - ÞH. •V v>‘V‘ Valhnetutertur lyómatertur Bananatertur Kransakökur Brauðtertur Marsipantertur Bolero Kransakörfur Pantið tímanlega í síma 77060 Marsipantertur Snittur Kiwitertur J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.