Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 12
ÆTTFRÆÐI Sumardvöl í Reykjadal Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra starfrækir sumar- dvalarheimili í Reykjadal eins og endranær mánuðina júní, júlí og ágúst. Áformað er að skipta sumrinu í 3 dvalartímabil, sem hvert verður u.þ.b. 1 mánuður. Tekið er á móti umsóknum til 19. apríl nk. á Æfinga- stöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Háaleitis- braut 13, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Jónína Guðmundsdóttir, for- stöðukona, í síma 84999. Listskreytingasjóður ríkisins Listskreytingasjóður ríkisins starfar samkvæmt lögum nr 34/1982 og er ætlað að stuðla að fegrun opinberra bygginga með listaverk- um. Verksvið sjóðsins tekur til bygginga, sem ríkissjóður fjármagn- ar að nokkru eða öllu leyti. Með listskreytingu er átt við hvers konar fasta og lausa listmuni, svo sem veggskreytingar innan húss og utan, höggmyndir, málverk, veggábreiður og hvers konar listræna fegrun. Skal leitast við að dreifa verkefnum milli listgreina, þannig að í hverri byggingu séu fleiri en ein tegund listskreytinga. Þegar ákveðið hefur verið að reisa mannvirki sem lögin um List- skreytingasjóð ríkisins taka til, ber arkitekt mannvirkisins og bygg- inganefnd sem hlut á að máli að hafa samband við stjórn Listskreyt- ingasjóðs, þannig að byggingin verði frá öndverðu hönnuð með þær listskreytingar í huga sem ráðlegar teljast. Heimilt er einnig að verja fé úr sjóðnum til listskreytingar bygginga sem þegar eru fullbyggðar. Umsóknum um framlög úr Listskreytingasjóði skal beint til stjórnar Listskreytingasjóðs ríkisins, menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Æskilegt er, að umsóknir vegna framlaga 1985 berist fyrir 1. september n.k. Reykjavík, 27. mars 1985. Stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins. ÚTBOÐ Tilboö óskast í smíði og fullnaðarfrágang innréttinga og lofta vegna breytinga á deild nr. 2, Kópavogshæli. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11:00 f.h. föstu- daginn 26. apríl 1985. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Samtök Psoriasis- og Exemsjúklinga Aðalfundur SPOEX 1985 verður haldinn miðvikudag- inn 10. apríl nk. að Hótel Esju kl. 20.30. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Umræður um skipulag SPOES-deilda 3. Lanzarote-ferðir 4. Önnur mál. Stjórnin ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í flugvallarveg á Djúpavogi. (Fylling og burðarlag 7.200 m3 og skeringar 1.400 m3). Verki skal lokið fyrir 15. júlí 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík og á Reyðarfirði frá og með 1. apríl n.k. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 þann 15. apríl 1985. Vegamálastjóri ©Sankti Jósefsspítalinn Landakoti Sjúkraþjálfari óskast í sumarafleysingar. Upplýsingar gefur yfirsjúkraþjálfari í síma 19600/266. /Ettfrœðigetraun 12 Að þessu sinni er ættfræðiget- raunin með því gamalkunna sniði að finna út hverjir eru tvímenn- ingar (systkinabörn, bræðra- eða systrabörn) á myndunum en þar eru alls 6 pör af þeim. Eru t.d. Guðrún Svava Svavarsdóttir og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir tví- menningar? Dregið verður úr réttum lausnum ef margar berast. Þær sendist Þjóðviljanum, Síðumúla 6, merktar Ættfræðigetraun og er nauðsynlegt að setja þær í póst fljótlega eftir helgi því að dregið verður úr réttum lausnum nk. föstudag og rétt svör birtast í næsta sunnudagsblaði. Ef blaðið berst mjög seint til staða úti á landi má hringja inn lausnir til Guðjóns Friðrikssonar í síma 81333. 1. Guðrún Jónsdóttir geðlæknir 2. Guðrún Svava Svavarsdóttir myndlistarmaður 3. Helgi Þorláksson sagnfræðingur 4. Hörður Einarsson framkvstj. DV 5. Jón B. Jónasson 6. Jón Óttar skrifstofustjóri Ragnarsson mat- sj ávarútvegsráðuneytis vælafræðingur 7. Kjartan Gunnars- son framkvstj. Sjálfstæðisflokks 8. Magnús Sigurðs- son lögfræðingur Verðlaunabókin 9. Matthías Á. Mathiesen við- skiptaráðherra Frá- sagnir Þórbergs Meistari Þórbergur á heiðurinn af verðlaunabók ættfræðigetraunarinnar að þessu sinni. Bókin er Frásagnir sem Mál og menning gaf út fyrir nokkr- um árum. 10. Ragnar AðaP steinsson lög- fræðingur 11. Ragnheiður Ásta 12. Vernharður Pétursdóttir Linnet kennar þula og jazzgeggjari Meðal stórkostlegra frá- sagna í þessari bók eru rit- gerðir um Barnakrossferðir, lifnaðarhætti í Reykjavík á sfðari helmingi 19. aldar, um Indriða miðil, Viðfjarðar- undrin, Vatnadaginn mikla, uppskeru lyginnar, alþingis- kosningarnar 1902, Unuhús ásamt fleira hnossgæti. Lausn á œttfrœðigetraun 11 Dregið hefur verið úr réttum lausnum á ætt- fræðigetraun 11 og kom upp nafn Stefaníu Kjart- ansdóttur Hraunbæ 84. Rétt svör voru þessi: 1. Anna Sigurðardóttir for- stöðum. Kvennasögusafnsins er systir Valborgar, konu Ár- manns Snævarr. 2. Arinbjörn Kolbeinsson læknir er kvæntur Sigþrúði, systur dr. Sturlu Friðriksson- ar. 3. Davíð Scheving Thor- steinsson er bróðir Gyðu, konu Jóns H. Bergs forstjóra SS. 4. Erlendur Einarsson for- stjóri SÍS er kvæntur Mar- gréti, systur Jóns Helgasonar dómsmálaráðherra. 5. Guðrún Porbergsdóttir bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi er systir Auðar, konu Hann- esar Kr. Davíðssonar arki- tekts. 6. Jón A. Skúlason póst- og símamálastjóri er kvæntur Ingu, systur Þórðar Gröndal verkfræðings. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.