Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 16
LEIDARAOPNA Kristinn Gunnarsson Ný viðhorf til utanríkis- mála Það sem sett hefur mark sitt á ákvarðanir um staðsetningu rat- sjárstöðvar hér heima er leynim- akkið sem ríkt hefur frá upphafi, sagði Kristinn Gunnarsson bæjarfulltrúi á Bolungarvík. - Okkur hefur þótt áberandi að stjórnvöld hafa ekki lagt fram upplýsingar um stöðina, þannig að hægt væri að sjá rök með og á móti, heldur var einungis gefið út álit ratsjárverndar, sem var ein- hliða áróðursplagg fyrir ratsjár- stöðum. - Ég held að það sé einkum tvennt sem ræður því að örfáir menn hér í byggðarlaginu eru fylgjandi ratstjárstöð. Annars vegar er það hagnaðarvon, annað hvort persónu'eg ellegar fyrir byggðarlagið - og hins vegar 6- sjálfstæði í utanríkismálum.Þá er sagt að vinir okkar vilja þetta, við erum í Nató og verðum að axla ábyrgðina og svo framvegis. - Máske er það einna merki- legast að 1. desember hreyfingin hér er afsprengi ákveðinna breytinga sem orðið hafa í við- horfum fólks til utanríkismála og risaveldanna. Áður var ríkjandi viðhorf, að menn trúðu á ein- hvern óvin, - í þessu tilfelli So- vétríkin, og byggðu afstöðu sína til varna og hernaðarmannvirkja á þessari óvinatrú. Þetta hefur breyst þann veg, að sífellt fleiri hafa breytt fjandaímyndinni, óvinurinn er orðinn vígbúnað- arkapphlaupið og allt sem því fylgir. Þetta er komið í víðara samhengi, er ekki lengur jafn ein- falt og það var. - Samstarf okkar Vestfirðinga í andófinu gegn hernaðarmann- virkjum gengur þvert á flokka. Og í starfinu finnum við engan mun á afstöðu manna eftir stjórnmálaflokkum, þetta er lífs- barátta og mjög gott andrúmsloft er ríkjandi í þessu starfi. Ég held líka að svosem skoðanakönnun DV sýndi, að meirihluti manna sé andvígur ratsjárstöðvum. Við erum ekki í nokkrum vafa um að það sem ræður andstöðu manna byggir á upplýsingum, ýt- arlegri upplýsingum og í því felst starfið í auknum mæli. Að lokum vil ég minna á að Heiðar Guð- brandsson frá Súðavík flytur ávarp á 30. mars fundinum í Háskólabíói og ég hvet sunnan- menn að fjölmenna á fundinn, sagði Kristinn Gunnarsson að lokum. -óg Steingrímur Sigfússon Ratsjár- stöðvar undirstrikun á ósjálfstœði Steingrímur Sigfússon alþing- ismaður sem ættaður er úr Þistilfirði mælti fyrir þings- ályktunartillögu sem hann flytur ásamt Kolbrúnu Jóns- dóttur á alþingi á dögunum. Steingrímur nefndi nokkur at- riði sem valda andstöðu við ratsjárstöðvarnar: 1) Óumdeilanleg aukning á hernaðarumsvifum. 2) Þær flækja okkur enn fastar í vígbúnaðarnetið og gerir stöðu okkar sem eyþjóðar í Norður Atlantshafinu alvarlegri en ella. 3) Ratsjárstöðvarnar yrðu ef af yrði, hernaðarmannvirki í lands- hlutum sem engin slík mannvirki hafa fvrir. 4) Ákvörðun um framkvæmdir er um leið lóð íslands á vitlausa vogarskál, vogarskál áframhald- andi - vígbúnaðar, áframhald- andi tortryggni í stað þess að reyna að stuðla að afvopnun og slökun. 5) Með ratsjárstöðunum er ætl- unin að flækja alíslenskar stofn- anir, svo sem Landsíma, Flugum- ferðarstjórn, Landhelgiígæslu og Tilkynningaskyldu inn í hernað- arlega hluti. Þessar stofnanir yrðu efnahagslega háðar þessum umsvifum. 6) Engin haldbær rök eru fyrir því að tilkoma þessara stöðva auki á öryggi íslensku þjóðarinn- ar. 7) Sá málflutningur þeirra manna sem vilja gagnrýnislaust beygja sig og taka á móti þessum ratsjárstöðvum er undirstrikun á ósjálfstæði fslendinga í utanríkis- málum. 8) Siðferðislegt skipbrot fyrir íslendinga, ef alþingi, sem flutt hefur fjöldann af tillögum um af- vopnunarmál, læturþað afskipta- laust að ákvörðun sé tekin til að auka vígbúnað á íslandi. 9) Málið snýst einnig um rétt þess fólks sem býr í viðkomandi héruðum og stöðu þessa til þess að ráða sjálft málum í sínu byggð- arlagi. -ög Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Virða óskir heima- manna Kvennalistinn telur aö virða beri óskir heimamanna um aö mannvirki þessi verði ekki reist við bæjardyr þeirra, sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir á alþingi þegar ratsjárstöðvarnar voru tilumræðu. „Við kvennalistakonur erum mótfallnar allri aukningu á her- búnaði hér á landi, hverju nafni sem nefnist og þar sem hernað- arratsjárstöðvar er óumdeilan- lega ný hernaðarmannvirki og má þar m.a. vísa til nýútkom- innar skýrslu Öryggismálanefnd- ar um Keflavíkurstöðina, þá erum við mótfallnar því að slíkar stöðvar verði reistar hér á landi,“ sagði Sigríður Dúna. -óg Geir Hallgrímsson Tryggja fullveldið með ratsjár- stöðvum „Ég get ekki fengið mig til að trúa því að það séu til Islend- ingar sem í raun og veru vilja láta undan þrýstingi frá So- vétríkjunum og halda þvífram að bygging ratsjárstöðvaog rekstur ratsjárstöðva til að fylgjast með umferð í okkar eigin efnahagslögsögu sé ög- run við önnur ríki, sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra í sl. viku á alþingi. „Til- gangur ratsjárstöðva erfyrst og fremst sá, að tryggja fullveldi landsins," sagði ráð- herraennfremur. Geir Hallgrímsson sagði að hæpið væri að fela íbúum á „af- mörkuðu landssvæði" úrslitavald í þessum efnum. Hann sagði í upphafi ræðu sinnar, að íslend- ingar væru í Nató og því fylgdu skyldur sem frjáls og fullvalda þjóð yrði að taka þátt í, „m.a. að fylgjast með umferð umhverfis landið. Það er lágmarksskylda frjálsrar og fullvalda þjóðar“. LEIÐARI Andstaðan við ratsjárstöðvarnar Um þessa helgi eru liöin 36 ár frá því ísland gerðist aðili að Nató eftir sáralitla lýðræðislega umfjöllun og mikið leyni- makk. Þess er minnst á 30. mars fundi í Háskólabíó kl. 17.00 á laugardag. Á leið- araopnu Þjóðviljans er fjallað um áform ofstækisfullrar ríkisstjórnar um að koma fyrir ratsjárstöðvum fyrir Nató og Banda- ríkjaher í tveimur landsfjórðungum. Krist- inn Gunnarsson bæjarfulltrúi í Bolungarvík segir að til að byrja með hafi leynimakkið sett mark sitt á þessi áform stjórnvalda, en andófsmenn hafi getað miðlað upplýsing- um um þessar stöðvar, þannig að sífellt fleiri hafi lagst á árar gegn áformum ríkis- stjórnarinnar, Nató og Bandaríkjahers. Aðmírállinn á Keflavíkurvelli mun fyrstur hafa orðað þá hugmynd að staðsetja rat- sjárstöðvar á Norðausturlandi og á Vest- fjörðum. Geir Hallgrímsson varð svo fyrst- ur hérlendra manna til að vekja máls á hugmyndinni, sumarið 1983 í Varðarferð. Mörgum heimamönnum brá í brún þeg- ar sendimenn frá hernum og stofnanir ríkisstjórnarinnar hófu að sveima yfir frið- sælum byggðum vestra og nyrðra einsog hrægammar í leit að nýjum hreiðrum. Og þegar Ijóst varð, að hugmyndin væri sú að koma fyrir ratsjárstöðvum annarsvegar í námunda við Bolungarvík og hinsvegar á Langanesi tóku heimamenn höndum saman um að hrinda af sér þessum vá- gesti vígbúnaðarkapphlaups stórveld- anna. Friðarhópar voru settir á laggirnar bæði á Norð-Austurlandi og á Vestfjörð- um, settar hafa verið saman bænaskrár að fornum sið, farnarfriðargöngurog blysfarir til að vekja athygli á málinu. Þá hafa heimamenn verið ötulir í greinaskrifum í dagblöð og andstæðingar ratsjárstöðv- anna hafa sjálfir gefið út blað og dreift á hvert heimili á Vestfjörðum og víða á Norð- Austurlandi. Á Vestfjörðum ályktuðu stjórnmála- flokkarnir á kjördæmisþingum 1983 gegn hernaðarmannvirkjunum: Það gerði Al- þýðubandalagið, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn. Einungis Sjálfstæð- isflokkurinn í kjördæminu hefur ekki álykt- að gegn staðsetningu ratsjárstöðva. Engu að síður er fjöldi nafnkunnra flokksmanna í þeim flokki einnig í fylkingarbrjósti þeirra sem andæfa gegn mannvirkjunum. Svipaða sögu er að segja úr Norður- landskjördæmi eystra, þar sem Framsóknarflokkurinn hefur einu sinni ál- yktað gegn ratsjárstöðvum og þingmaður Bandalags Jafnaðarmanna í kjördæminu er meðflutningsmaður Steingríms Sigfús- sonar á þingsályktunartillögu gegn stað- setningu slíkra mannvirkja hér á landi. Þingmenn viðkomandi flokka hafa hins vegar ekki að sama skapi endurspeglað þau viðhorf sem áberandi eru í heima- byggðunum. Það er því Ijóst að andstaðan við ratsjár- stöðvar er þverpólitísk og mjög margir yfir- lýstir stuðningsmenn Nató eru andvígir þessum hernaðarmannvirkjum. Það er því í meira lagi ósmekklegt þegar Geir Hall- grímsson og förunautar hans í málflutningi brigsla andstæðingum ratsjárstöðva um stuðning við utanríkisstefnu Sovétríkj- anna, óþjóðhollustu og hvað eina sem þessum smekkmönnum dettur í hug þegar þeir fjalla um andmælendur sína. Hinsvegar má binda vonir við friðarstarf heimamanna, - og gera þá kröfu til stjórnvalda að þeir ráði umhverfi sínu sjálfir. Svosem virða ber sjálfsákvörðun- arrétt einstaklinga og þjóða ber að virða þann sama rétt fólks á landsbyggðinni. Og einsog Steingrímur Sigfússon alþingis- maður sagði í framsögu sinni fyrir tillög- unni gegn ratsjárstöðvum eru margir ís- lendingar reiðubúnir að raka sjálfir per- sónulega nokkra áhættu til þess að reyna að komast úr þeim vítahring vígvæðingar- innar sem mannkynið er nú fast í. -óg LEIÐARAOPNA Friðarblys. Víðs vegar um landið hafa verið farnar friðargöngur og blysfarir til að mótmæla hernaðarmannvirkjum hér á landi og vígbúnaðarkapphlaupinu. Þessi mynd var tekín í desember í Reykjavík. Mynd-E.ÓI. Póll Pétursson Tvímœla- laust hernaðar- mannvirki Ratsjárstöðvar eru tvímæla- laust hernaðarmannvirki ko- staðaraf vígbúnaðarfé, sagði Páll Pétursson þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins á alþingi 21. þessa mánaðar. „Ég er andvígur auknum hern- aðarumsvifum á íslandi. Það er ekki meirihluti fyrir því á alþingi að láta herinn fara að sinni og því verðum við að búa við óbreytt ástand.“ „Ég vil ekki standa að byggingu mannvirkja sem eru óvelkomin í þeim byggðarlögum þar sem þau eru fyrirhuguð. Ég vil ekki nauðga fólki til að taka við framkvæmdum sem því eru á móti skapi“. -óg Eiður Guðnason Bergmál frá Sovét- ríkjunum? „Það kemur auðvitað ekki á óvart að þingmaður Alþýðu- bandalagsins skuli flytjatil- lögu á borð við þessa, það kemur ekki á óvart,“ sagði Eiður Guðnason þingflokks- formaður Alþýðuflokksins í umræðunni um tillöguna um að synja öllum beiðnum um staðsetningu ratsjárstöðva hérálandi. „Það er bara í samræmi við þeirra utanríkisstefnu sem við höfum alloft rætt hér og ég hef stundum leyft mér að segja að mætti líta á sem bergmál af stefnu Sovétríkjanna í utanríkismál- um“. Og í lok ræðu sinnar sagði Eiður: „Við Alþýðuflokksmenn erum svo sem ég áður sagði and- vígir þessari tillögu og munum greiða atkvæði gegn henni". -óg Kolbrún Jónsdóttir Með Nató - móti ratsjár- stöðvum 'Ég tel að stjórnvöld komist ekki hjá því að taka tillit til þess fólks sem mótmælir þessum stöðvum, þetta er ekki pólitísk andstaða, heldurandstaða við uppbyggingu hernaðar- mannvirkja sem almenningur sér ekki ástæðu til að reisa,“ sagði Kolbrún Jónsdóttir þingmaður Bandalags Jafn- aðarmanna í umræðunni á þingi. „Ég er þeirrar skoðunar að ís- land eigi að vera í Nató með þeim þjóðum sem við höfum mest sam- skipti við, bæði á sviði menningar og efnhagsmála, að ógleymdri legu landsins. Það kann einhver að segja með sjálfum sér: Hvað er hún eiginlega að fara? Hún er með veru íslands í Nató en samt á móti ratsjárstöðvum, sem Nató telur nauðsynlegt að byggja hér- .. .En það er að mínu mati aðalat- riðið hvort íslendingar telji þess- ar ratsjárstöðvar nauðsynlegar vegna varna landsins eða hvort þetta sé einn þáttur í hernaðar- kapphlaupi stórveldanna,“ sagði Kolbrún m.a. -óg N-Austurland Fjöldi ályktana, blaða- útgáfa, friðar- ganga Á Norð-Austurlandi hefur komið til greina að komafyrir ratsjárstöð annað hvort á Heiðarfjalli eða Gunnólfsvík- urfjalli. Fólkið í þessum byggðarlögum hefur haft í frammi margvíslegaraðgerðir til að undirstrika andstöðu sína við hernaðarmannvirki í héraðinu. Hreppsnefnd Sauðaneshrepps ályktaði gegn staðsetningu rat- sjárstöðva, það var einnig gert á almennum borgarafundi í Sval- barðshreppi. Þá má minna á friðargönguna á Þórshöfn sumar- ið 1984 þar sem á þriðja hundrað mannsfóruímótmælagöngu. 107 manns skrifuðu undir bænarskrá gegn ratsjárstöðvum þar í sveit- um. Þar voru N-Þingeyingar þátt- takendur í blaðaútgáfu með friðarsinnum á Vestfjörðum um blaðið Ratsjá sem fór inná hvert heimili vestra og mjög víða á N- Austurlandi. Þá hafa friðarsinnar á N-Austurlandi skrifað greinar í dagblöðin um málið. —óg N-Austurland Víðtœk andstaða flokkanna I Norðurlandskjördæmi ey- stra hafa auk Alþýðubanda- lagsins, Framsóknarflokkur- inn og Bandalag Jafnaðar- manna lýst andstöðu sinni við staðsetninga ratsjárstöðva í kjördæminu. Alþýðubandalagið hefur álykt- að margsinnis gegn staðsetningu ratsjárstöðva í kjördæminu, Framsóknarflokkurinn í hitteð- fyrra og þingmaður Bandalags Jafnaðarmanna í kjördæminu, Kolbrún Jónsdóttir, er meðflutn- ingsmaður á tillögu Steingríms Sigfússonar á alþingi gegn stað- setningu fleiri ratsjárstöðva hér á landi. Ekki er kunnugt um að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkur inn í kjördæminu hafa ályktað um málið. —óg Vestfirðir Öflug andstaða Á Vestfjörðum er áformað að koma ratsjárstöðinni fyrir á Stigahlíðarfjalli, en heima- menn telja margir réttara að tala um Bolafjall í námunda við Bolungarvík. Vestfirðingar hafa lagt mikla vinnu í and- stöðuna við ratsjárstöðvar, einstaklingar úr öllum flokk- um. í fyrra var samþykkt ályktun á Prestastefnu Vestfjarða gegn hernaðarmannvirkjum í fjórð- ungnum og prestar hafa að mörgu leyti staðið fremst í fylk- ingu efasemdarmanna um rat- sjárstöðina vestra. lOOnafnkunn- ir Vestfirðingar sendu bænarskrá sl. haust um að ekki yrði komið upp ratsjárstöð í héraðinu. Upp- úr því var stofnaður 1. des- hópurinn sem vann að gerð blaðsins Ratsjá sem borið var út inná hvert heimili á Vestfjörðum. Á Bolungarvík var farin blysför í desember mánuði, haldnir hafa verið fundir á ísafirði og svo mætti lengi telja. -óg Vestfirðir Allir flokkar nema Sjálfstœðis- flokkurinn á móti? Á Vestfjörðum hefur andstað- an verið jafnvel enn almenn- ari en á Norð-Austurlandi. Á kjördæmisþingum hafaallir flokkar nema Sjálfstæðis- flokkur sent frá sér ályktanir gegn staðsetningu ratsjár- stöðva í kjördæminu. Á þingi Framsóknarflokksins á Vestfjörðum 1983 var samþykkt harðorð ályktun um hugmyndir af þessum toga, en á sl. ári var ályktun sama efnis vísað frá með bolabrögðum. Þá gengu margir fulltrúar út og lýstu yfir óánægju sinni með þverbrotin fundar- sköp. Á kjördæmisþingi Alþýðu- flokksins 1983 var sömuleiðis samþykkt ályktun gegn staðsetn- ingu ratsjárstöðva. Sjálfstæðisflokkurinn á Vest- fjörðum hefur ekki ályktað um þetta mál, en engu að síður er vitað að fjölmargir nafnkunnir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu eru stöðvunum and- vígir. Engu að síður er talið að enginn þingmaður frá Vestfjörð- um muni verða fulltrúi andstöð- unnar á alþingi. —óg Sunnudagur 31. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.