Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 7
enga stærðfræðigráðu og er stúd- ent úr máladeild. Þessi nýju störf eru ákaflega fjölbreytt, í sumum þeirra nýttist tækni- og stærðf- ræðiþekking, en í öðrum er ein- mitt þörf fyrir fólk með ólíkan bakgrunn. Það er þörf fyrir fólk sem hefur áhuga og þekkingu á þeim störfum sem verið er að tölvuvæða. Tölvurnar eru orðnar svo auðveldar í notkun og það er mikilvægt að konur fari í þessi nýju störf ef þær ætla ekki að missa af lestinni. Það ríkir áberandi ótti við tölv- uvæðinguna. Þessi ótti hefur við rök að styðjast ef þróunin er óskipulögð. Þá getur hún leitt til atvinnuleysis og tæknihyggju sem tekur ekkert tillit til hins mann- lega þáttar. Þetta má ekki eiga sér stað. Það er vissara fyrir bæði konur og karla að ná tökum á þróuninni og notfæra sér tæknina til að skapa það þjóðfélag sem við viljum. Það er ágætt ef einhæf og erfið störf hverfa ef það leiðir til styttri vinnutíma. Þetta er mikið mál fyrir verka- lýðshreyfinguna. Hún verður að móta ákveðna stefnu og athuga í tíma hvaða áhrif þær miklu breytingar sem óhjákvæmlega munu fylgja í kjölfar tölvuvæð- ingarinnar hafa á störf sinna fé- lagsmanna. Hún mun breyta miklu fyrir félagsmenn í VR svo dæmi sé tekið af mínu félagi. Það þarf að móta sér stefnu og setja fram kröfur um endurmenntun, forgang starfsmanna að nýjum störfum o.fl. Tölvuvæðingin er ekkert einkamál ' sérfræðinga. Það eru ekki tölvuseljendur sem eiga að ráða því hvernig tæknin nýtist þjóðfélaginu." - Að hvaða leyti standa konur verr að vígi en karlar andspœnis tölvuvœðingunni? „Aðalvandinn er í hve fáum störfum konur eru. í samræmi við hefðbundið starfsval kvenna þjappa þær sér saman í u.þ.b. lA af öllum störfum og það eru ein- mitt mörg af þessum störfum sem tölvuvæðingin mun gera óþörf. Það skiptir sköpum að tekið sé tillit til þessa við þá nýsköpun sem í undirbúningi er. Og konur þurfa að velja sér fjölbreyttari menntun en þær hafa gert, til þess að vera færar um að taka við nýj- um störfum sem skapast og þeim sem nú eru nefnd karlastörf. Við ræddum þessi mál á kvenn- astefnunni og urðum sammála um að hvatning til kvenna um að velja sér fjölbreyttari menntun verði að koma í skólunum. Þar þarf að ýta við hefðbundnu starfsvali kynjanna. í þessu felst ekkert vanmat á hefðbundnum kvennastörfum. En konur munu innan skamms standa frammi fyrir úrslitakostum: annað hvort verða þær að taka sér tak í menntunarmálum eða þeirra bíð- ur atvinnuleysið. Þriðji kosturinn er að konur sætti sig við að sitja áfram á botninum sem lægst launaði hópurinn." Stelpur missa áhugann - Nú hefur það komið fram að börn standa sig vel í tölvunámi, burtséð frá kynferði, en svo helt- ast konurnar úr lestinni. Hvað veldur? „Já, börn sýna mikinn áhuga á tölvutækninni en þegar kemur fram á unglingsárin missa stelp- urnar áhugaunn en strákamir halda áfram. Strákamir em miklu ákveðnari í að verða eitthvað, en stelpurnar em miklu óráðnari og þurfa meiri hvatn- ingu. Það er eins og þær hugsi sem svo að þær eigi eftir að giftast og eignaðist börn og þurfi því ekki eins mikið á starfsmenntun að halda. En staðreyndin er sú að flestar konur eyða meirihluta ævinnar á vinnumarkaði og þurfa að treysta algerlega á sjálfa sig til framfærslu. Þarna þarf að koma til starfs- fræðsla. Það þarf að sýna stelpun- um fram á að þær þurfi starfs- menntun til að geta framfleytt sér og gera þeim ljóst að það em til fleiri störf en hefðin býður upp á. Þær þurfa mikla hvatningu til að fara ótroðnar slóðir og okkur ber skylda til að miðla þessum stað- reyndum til þeirra, án þess þó að þeim finnist að það sé verið að þvinga þær.“ - Hvernig geta konur á vinn- umarkaði bœtt stöðu sína? „Fyrir þær er endurmenntun og símenntun ákaflega brýn. Nú er boðið upp á endurmenntun hér og þar en hún þarf að vera kerfisbundin og þeim sem hennar njóta að kostnaðarlausu. Þarna gætu stéttarfélögin lagt sitt af mörkum. Ég komst t.d. í mitt nám fyrir tilstilli stéttarfélagsins, fyrst á bókhaldsnámskeið en þar var mér bent á tölvuskólann. Það er ekki síður mikilvægt að konur sigrist á eigin ótta við tæknina. Konur eru ragar við að taka að sér störf sem ekki eru hefðbundin og þær eru feimnar við að taka að sér ábyrgðarstörf. Þær eru líka gjarnar á að mikla fyrir sér böndin sem binda þær heimilinu. Auðvitað eru ýmis ljón í vegi þeirra kvenna sem vilja láta til sín taka á vinnumarkaði en oft finnst mér konur nota þessar hindranir sem afsökun fyrir því að takast ekki á við vandasama hluti. Ég þekki þetta frá sjálfri mér, ég finn fyrir ákveðinni tregðu þegar ég þarf að setja mig inn í eitthvað nýtt. Þá segi ég stundum við sjálfa mig að best sé að halda sig að því sem maður kann. Einnig eru konur hræddar við að gera mistök. Þær þurfa að sannfæra sjálfar sig um að þær séu jafnokar karla og að karlar geri líka mistök." Breytt samspil kynjanna - Hvernig líkar þér í þínu „karlastarfi"? „Mjög vel, það er skemmtileg lífsreynsla að koma úr hefð- bundnu kvennastarfi á skrifstofu inn á vinnustað þar sem konur og karlar vinna saman á jafnréttisgrundvelli. Það ríkir allt annað andrúmsloft á slíkum vinnustað. Auðvitað hefur kvennasamfélagið á vinnustöð- um sína kosti, en mér finnst heilbrigðara að þurfa ekki að pæla í því hvors kyns vinnufélag- arnir eru. Svona blöndun getur líka breytt samspili kynjanna á vinnustaðnum. Fólk sem upplifir hvert annað sem jafningja i vinnu fer að upplifa það eins á öðrum sviðum," sagði Helga Sigurjóns- dóttir. -ÞH TILGLDGGVUNAR Til að sjá eru páskaegg eiginlega ekki mjög frábrugðin hvert öðru. En vegna þess hve þau eru ólík að bragðiog innihaldi er mikilvægt að geta greint á milli tegunda. Hér fylgir því ofurlítill leiðarvísir um páskaegg frá Nóa og Síríus. Verði ykkur að góðu! ímod ö iras öruggasta leiðm er auðvitað að kaupa egg, brjota það og bita i Pá finna bragðlaukarmr hvort um rétt egg er að ræða En það má lika treysta þvi, að ef miði með 5 litlum og sætum ungum prýðir pokann, er eggið frá Nóa Siríus Poki úr glæru plastefni Ganga má úr skugga um að um réttan poka sé að ræða, með þvi að blása hann upp, halda fyrir opið og slá siðan þéttingsfast á botninn með lausu höndinm. Á pokinn þá að gefa frá sér hátt og hvellt hljóð tilmerkisumaðhannsé frá Nóa Sírius Súkkulaðibragðið á að minna ákveðið á bragðið af Sirius hjúpsúkkulaði og Pippi Kúlur, kropp, konfekt, karamellur og brjóstsykur benda eindregið til þess að eggið sé frá Nóa Sirius Pó þvi aðeins að bragðið sé Ijúffengt. Gulur ungi af vandaðri þýskri gerð Athugið þó að aðrir framleiðendur hafa einnig gula unga á eggjum sinum Hnyttinn, rammislenskur málsháttur skráður með svörtu letri á litaðan borða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.