Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 13
HfíNS PETERSEN HF Japönsk fjölskylda: konan mín er „kanai“ en konan þín er „okusama". Hvernig mál er japanska? Af kurteisum sögnum og ókurteislegum Sjónvarpið er áhrifamikið tœki eins og menn vita. Og nú þegar verið er að sýna þáttinn sem gerður er eftir metsölubókinni Shogun, fer ekki hjá því að unglingar taki upp glefsur úr japönsku - segi að minnsta kosti doso og domo og hœ. Og aðrir spyrja: Hvernig mál er eiginlega japanska? Er hún erfið eða einföld? Kínverskt letur Margir halda að um náinn skyldleika sé að ræða milli kínversku og japönsku en það er alrangt. Það eina sem þessi mál eiga sameiginlegt er það, að Japanir hafa fengið að láni kínverskt letur og mikið af tökuorðum einnig. Annars eru málin gerólík að byggingu og orðaforða. Japanskt ritmál er reyndar undarleg blanda eða málamiðlun sem tengist því að japanska er beygingamál en kínverka ekki.Tii dæmis þegar skrifa þarf orðið kakimashita (skrifaði) þá er tekið kínverska táknið fyrir að skrifa til að tákna kak - en svo koma kínversk tákn sem eru látin hafa hljóðgildi í japönsku og tákna samstöfurnar ki-ma-shi-ta. Orð í japönsku eru venjulega miklu lengri en í kínversku. Sérhljóðar geta verið langir og stuttir og sumir hverfa næstum því alveg í framburði: arimasu þýðir „er“ eða „eru“ og er einatt borið fram „arimas“. Kynleysi Japanska hefur ekki kyn orða og ,rsan“ sem notað er á eftir nöfnum í ávarpi getur bæði þýtt herra, fröken og frú. Kynferði er hægt að láta í ljós með öðrum hætti: otoko no ko er „karlbarn" og onna no ko er stúlkubarn, eða bókstaflega „konubarn“. Japanir leggja litla áherslu á persónu, þótt hægt sé að nota orð eins og ég, þú, hann, við og þeir ef menn telja nauðsynlegt. En venjulega er slíkum per- sónufornöfnum sleppt. „Doko e ikimasu ka“ þýðir allt í senn: hvert ert (eru) þú, hann, við, þeir að fara? Viðskeyti tákna frumlag (wa og ga), andlag (ni eða wo) eignarfall (no) og svo framvegis. Orðaröð er ströng. Það eru margar bækur uppi á borðinu verður á japönsku „tsukue no ue ni hon ga takusan arimasu” („borðinu ofan á bók mörg er“). Skrýtnar sagnir Japanska sögnin er kapítuli út af fyrir sig. Hún er með öllu ópersónuleg, persónuendingar eru engar. Aftur á móti taka þær á sig ýmsar myndir eftir því hvort menn eru ávarpaðir kumpánlega eða með virðingu, og tíðir eru margar. Taberu er að éta, en þá mynd orðsins er aðeins hægt að nota í góðra vina hópi. Ef menn vilja vera kurteisir segja þeir tabemasu. Ef menn vilja vera yfirmáta kurteisir þurfa þeir að grípa til annarrar ræðu og segja meshiagaru. Útlendingur hefði lítið við vinskaparform sagna að gera, ef ekki væri vegna þess, að í aukasetningum er það notað, enda þótt sögnin í aðalsetn- ingunni sé kurteisleg. Kurteisleg fortíð sagna er munduð með viðskeytinu - imashita, en óákveðin framtíð er mynduð með því að segja desho á eftir vinskaparformi sagnar. Viðtengingarháttur er myndaður með viðskeytinu - imasureba. Þegar spurt er, er bætt við spurnarendingunni ka. Og er þá aðeins fátt eitt upp talið. Japanir nota tvennskonar töluorð - önnur röðin er lánuð úr kínversku en hin er heimafengin. Góðan daginn er á japönsku ohajo, en vertu sæll er ,rsajonara“ (bókstaflega „ef það verður svo að vera“). Afar algengt er að segja ,jhiga(a ga nai“ sem þýðir: ekkert verður við því gert. Það eru mjög flókin vísindi að fara rétt með fjölskyldutengsl á japönsku. Sá sem er að tala um sína eiginkonu segir tsuma eða kanai, en ef hann er að tala um eiginkonu viðmælandans segir hann okusama. Shujin er maðurinn minn en dannasan er maðurinn þinn. Það eru ekki mörg orð úr japönsku sem hafa fundið sér stað í öðrum tungumálum: kimono, geisha, samurai eru þau helstu - fyrir utan þau orð sem fylgja japanskri glímu. Á seinni árum hefur japanskan tekið mörg orð að láni úr ensku, ekki síst þau sem tákna matvæli, fatnað og fleira - orðin koma einatt með vestrænum varningi. AB tók saman. \09- YASHICA MF2 i kr.2990 nett mundavél sem notar,35mm filmu • Innbyggt eilílðarllass, sem geíur merki sé notkun þess þörf. • Rafhlöður endast á u.þ.b. 250 flassmyndir. • Engar stillingar MYNDARLEG GJÖF - 30. MARS - Baráttusamkoma í Háskólabíói ísland úr Nató - herinn burt og Aldrei aftur Hírósíma - Nagasaki Dagskrá: Setning: Kristín Ólafsdóttir fundarstjóri. • Úr verkum Ólafs Jóhanns Sigurössonar. Þorsteinn Gunnarsson leikari les. • Kveðja að vestan og norðan. Heiðar Guðbrandsson og Sveinn Rúnar Hauksson. • Friðartónar. Flautuleikur Kolbeins Bjarnasonar við gítarundirleik Páls Eyjólfssonar. • „Glataða kynslóðin". Heimildakvikmynd um kjarnorkuárásina á Hírósíma, gerð úr filmubútum sem bandaríski herinn tók, en saman eru fléttuð viðtöl við þau fórnarlömb sprengjunnar sem sjást í kvikmyndinni og lifðu af. • Fjöldasöngur - Diddi fiðla sér um stemmninguna. Barnagæsla verður á staðnum þar sem myndböndum og föndri verður haldið að yngstu kynslóðinni. Mætum öll! Sunnudagur 31. mars 1985 ÞJÖÐVILJINN — SlÐA 13 AUK hf. 91.46

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.