Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 9
Lúsfluga berst með gráhegra Á síðasta ári fannst lúsflugu- tegund, sem ekki hafði sést áður hér á landi, á gráhegra sem hing- að barst. En gráhegrar eru tíðir gestir hér á landi að haustlagi. Lúsflugur eru blóðsugur á fugl- um og spendýrum, en ein og sama tegund leggst að öðru jöfnu ekki á bæði fugla og spendýr, þannig að við ættum að vera óhult fyrir þessum nýja gesti. Fyrir eru tvær lúsflugutegundir landlægar hér á landi, önnur hin svokallaða fuglafluga sem leggst á margar tegundir fugla en hin er færilúsin, sem lifir á sauðkind- inni. Jafnframt hafa þrjár aðrar lúsflugutegundir fundist á flæk- ingsflugum hér á landi. Þessi fundur er merkilegur að því leyti að hann sýnir hvernig nýjar tegundir geta borist landa á milli. Þessar upplýsingar koma fram í grein eftir Erling Ólafsson í Blika, tímariti um fugla sem Náttúrufræðistofnun gefur út í samvinnu við Fuglaverndarfélag íslands. ÖS Betra kynlíf á mat- seðlinum Margar konur eiga við kyn- ferðisleg vandamál að stríða í sambandi við streitu sem fylgir því að tíðir fara í hönd. Nú hafa breskir læknar komist að þeirri niðurstöðu, að hægt sé að bæta kynlífið stórlega með því að breyta um mataræði. Þeir telja það einkar skaðlegt fyrir heilbrigt kynlíf og spennu- aukandi fyrir tíðir að éta „rusla- fóður“ - hamborgara og franskar og annað þessháttar. Þeir mæla með því að dregið sé mjög úr neyslu sykurs, salts, tes, kaffis og alkóhóls. En aftur á móti er æskilegt að konur borði sem mest af grænmeti og trefjafóðri ýmis- konar. Þegar heilnæmt mataræði er svo tengt við útivist og slökun segja læknar þessir, þá mun fyrir- tíðastreita minnka og kynlíf batna stórum. Swaziland Dauða refsing fyrir manna kjöt Þingmaður í Swazilandi hefur lagt til, að dauðarefsing verði látin ná yfir þá sem nást með mannakjöt eða líkamsparta af mönnum í fórum sínum. En í Swazilandi er slíkt notað til ým- issa trúarathafna sem enn tíð- kast. „Maður sem finnst með mannakjöt, til dæmis handlegg ætti að hengjast," sagði þingmað- urinn. Járniðnaðarmenn Vegagerð ríkisins óskar að ráða járniðnaðarmenn til starfa í járnsmiðjunni í Grafarvogi. Upplýsingar veitir Ingimar Sigurðsson í síma 81130 á daginn og í síma 40232 á kvöldin milli kl. 18 og 20. 1 15 80 Allir með Steindóri! ALLAR STÆRÐIR SENDIBÍLA SYSTEWl^uw panasonic SYSTENl kassettutseWi útvarps kassettutaeki útvarps Panason'C hncci ntrúlega samstæð einst3ett. pessi ótrú'ega ^ l emu eðakr.T*-4 wJAPIS hf BRAUTARHOLTI 2 SÍMI27I33 Sunnudagur ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.