Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 3
Önot í Hallgrím? Þegar Þjóöviljinn greindi frá því aö Megas ætlaði að syngja Passíusálmana opin- berlega varö einum blaða- manni Þjóðviljans að orði: Drottni er eflaust sýndur sómi og sálirnar borga þar gjöld sem laglausir gaula lágum rómi leirburð frá 17. öld.M Flokksátök á okkar kostnað Klofningurinn og upplausnin innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins eru nú farin að taka á sig alvarlega mynd. Þeir Sverrir Hermannsson og Al- bert Guðmundsson eru komnir í stríð og beita fyrir sig fjármunum og eignum ríkisins til að ná sér niður hvor á öðr- um. Sverrir segir aðríkið sé hætt að veita peningum til saltvinnslunnar á Reykjanesi, þetta sé vonlaust fyrirtæki. Skömmu síðar veitir Albert 15 miljónum króna til fyrirtækis- ins og segir að þetta beri að gera samkvæmt lögum, hvað sem Sverrir segi. Því næst leggur Albert fram frumvarp um ríkisábyrgð til handa Stálfélaginu. Skömmu síðar segir Sverrir að frumvarpið verði afturkallað (það er ekki hægt samkvæmt lögum, um það verður að fjalla) og segir Stálfélagið enga ríkisábyrgð fá. Það kemur þjóðinni ekki við þótt allt logi í innbyrðis- deilum hjá Sjálfstæðisflokkn- um, en mönnum ofbýður þeg- ar farið er að tefla með al- mannafé og eignir í valdata- flinu í Valhöll.B Alexander fékk viðvörun Áður en Alexander Stefáns- son réði karl í embætti skrif- stofustjóra í félagsmálaráðu- neytinu höfðu nokkrir framá- menn og -konur í Framsókn- I arflokknum varað hann við að ganga framhjá Hólmfríði Snæbjörnsdóttur, fulltrúa í ráðuneytinu. Ráðherranum var kurteislega bent á þá gagnrýni sem Framsóknar- flokkurinn hefur sætt um að vera andvígur jafnréttisbar- áttu kvenna og sagt að þeim áróðri verði að hrinda með því að sýna hið gagnstæða í verki. Meðal þeirra sem skrif- uðu undir plaggið og skoruðu á ráðherra að nota tækifærið og ráða Hólmfríði voru Þórar- inn Þórarinsson, Sigrún Magnúsdóttir, Sigrún Sturlu- dóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir og Inga Þyrí Kjartansdóttir. Á- skorunin mun hafa legiðfram- mi á skrifstofu flokksins, en verið snarlega kippt úr um- ferð.B Bubbl syngur um konur Sósíalísk umræða er ekki útkljáð á íslandi 4 þættir til stefnu- mótunar kommúnista er brýnt innlegg I umræðuna Þar er fjallað um: Stéttir — ríkisvald — lýðræði sósíalisma og pólitískt skipulag. Fæst í M&M, Bóksölu stúdenta og Gramminu. Verð kr. 30,- ®i Ritari Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í utanríkis- þjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu öðru tungu- máli auk góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir_þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritar- inn verði sendur til starfa í sendiráðum íslands erlendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavík, fyrir 10. apríl n.k. Utanríkisráðuneytið. Blllffl! Nætur- vörður til sölu Margar gerðir sem kosta frá 396 krónum. / Bubbi Morthens er nú að leggja síðustu hönd á sóló- hljómplötu sem hann hyggst gefa út í júnímánuði nk.. Á þessari plötu gætir áhrifa frá gamalli svingmúsík frá 3. og 4. áratugi aldarinnar og að sögn Bubba eru lögin öll frek- ar „djollí" enda ætlunin að láta fólki líða vel meðan hlýtt er á söngvana. Textarnir fjalla að mestu leyti um konur og til- einkar tónlistarmaðurinn kvenþjóðinni þessa plötu.B I Ódýrt en öruggt þjófavarnartœki, sem tryggir nœtursvefninn — hvort sem þú ert heima eða að heiman. Ódýri nceturvörðurinn — litla \nterquartz þjófavarnartœkið er hægt að festa innan á allar hurðir, án nokkurra tenginga, og um leið og óboðinn gestur gerir tilraun til að komast inn fer kerfið í gang. í einbýlishúsið, íbúðina, geymsluna, garðhúsið eða verkstæðið. Öruggur og einfaldur. ^SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMI 68 79/0 OCTAVO 09.31

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.