Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 6
Helga Sigurjónsdóttir: Ríkjandi goðsögn að tölvutæknin krefjist mikillar stærðfræðikunnáttu. Það er allsekki tilfellið, tæknin verðuræ auðveldari í notkun. (Mynd: E.ÖI.). Tölvuseljendur eiga ekki aö stjórna þróuninni Ekki alls fyrir löngu kom út á vegum Kvenréttindafélags íslands skýrsla sem bertitil- inn Tölvutœknin - hlutur kvenna og karla á vinnu- markaðnum. Skýrsla þessi er unnin af þremur ungum kon- um, þeim Ragnheiði Harðar- dóttur, Sigrúnu Jónsdóttur og Sveinþjörgu J. Svavarsdóttur. íhenni koma fram ýmsar merkar upplýsingar um áhrif tölvuvœðingarinna á kynja- skiptinguna á vinnumarkaði. f skýrslu þessari er vakin at- hygli á þeirri staðreynd að „kon- ur sem starfa innan tölvuiðnaðar- ins hafa mun minni menntun en karlar og fá þar af leiðandi ekki sérhæfð störf á þessum vettvangi, heldur þau störf þar sem minni menntunar sé krafist.“ Þegar þær athuguðu skiptingu kynjanna á nokkur starfssvið innan fyrir- tækja sem nota tölvutækni kom í ljós að karlar voru í yfirgnæfandi meirihluta (92-98%) á þessum starfssviðum: þróun hugbúnaðar og vélbúnaðar, sölustörfum og stjórnun. Eina sviðið þar sem nokkurt jafnvægi ríkti voru al- menn skrifstofustörf. Þetta segir sína sögu. Ein þeirra kvenna sem hefur andæft gegn þessari þróun er Helga Sigurjónsdóttir. Hún starf- ar við kerfishönnun, forritun og skyld störf hjá Verk- og kerfis- fræðistofunni í Húsi verslunar- innar. Helga á sæti í stjórn Kvenréttindafélags fslands og hún gerði samantekt um konur og tölvuvæðingu fyrir kvennast- efnu sem konur í Alþýðubanda- laginu héldu í Ölfusborgum ekki alls fyrir löngu. Við báðum hana fyrst að lýsa starfi sínu og vinnu- stað. Eins árs tölvunám „Þetta fyrirtæki, VKS, telur um 20 manns og er í örum vexti. Það fæst einkum við þróun tækni- legra eftirlits- og stjórnkerfa ann- ars vegar, t.d. gerði það nýlega svonefndan kerfisráð fyrir Hita- veitu Reykjavíkur. Hins vegar fæst það við gerð tölvukerfa fyrir viðskiptafyrirtæki og að því vinn ég, enda miðast menntun mín við það.“ - Hvernig ertu menntuð? „Ég veit nú ekki almennilega hvaða titil ég hef, en á dönsku nefnist ég EDB-assistent. Þetta er ekki háskólamenntun heldur fór ég í tölvuskóla sem rekinn er í tengslum við verslunarskólakerf- ið í Danmörku. Hann stendur í 1-2 ár eftir því hve mikinn undir- búning maður hefur. Mér nægði eitt ár en þetta var nokkuð mikil vinna, 35 tímar á viku og talsvert heimanám í ellefu mánuði. Þarna fær maður það góða praktíska þjálfun að maður getur farið að vinna að forritun og hugbúnaðar- gerð strax að námi loknu. Það er hins vegar ekki mjög fræðilegt. Mér finnst vanta eitthvað svipað þessu námi hérlendis. Án þess að ég viti það nákvæmlega held ég að hlutfall kynjanna í tölvufyrir- tækjum sé öllu hagstæðara ícon- um í Danmörku en hér. Þessi námsbraut gæti verið ein skýring- in á því. Þarna var hlutfall kvenna milli 30 og 40 af hundraði." Bein lína í bönkunum - Hvaða áhrif hefur tölvuvœð- ingin haft hér á landi? „Við erum nokkrum árum á eftir nágrannalöndum okkar á þessu sviði. Enn er það svo að tölvuvæðingin í viðskiptalífinu nær víðast hvar aðeins til ein- stakra verkþátta, það er einungis í örfáum stórfyrirtækjum þar sem tölvurspanna alla starfsemina. Á þessu hefur þó ekki verið gerð nein úttekt. Starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins er að rannsaka þessi mál og spá í þró- unina. Verkefni hans ber heitið Áhrif nýrrar tækni á íslenska at- vinnuvegi og ber að skoða það í ljósi þess markmiðs ríkisstjórnar- innar að stuðla að nýsköpun at- vinnulífsins og kanna möguleika íslands í nýrri tækni. En það hlýtur að verða mikil breyting, um það ber öllum sam- an. Tölvubúnaður verður æ ódýr- ari og í kjölfar þess hlýtur að koma til miklu víðtækari tölvu- væðing í viðskiptalífi og iðnaði en nú er raunin. Það er alls staðar reynt að tölvuvæða einhæfustu störfin, rútínustörfin, og þar er þróunin lengst komin á sviði skrifstofuhalds. Nú er bókhaldið að mestu komið inn í tölvur, uppflettingar fara fram á skjá en ekki í bókum og ritvinnsla hefur leyst vélritun af hólmi. Þarna erum við enn nokkrum árum á eftir eins og ég sagði áðan. í Danmörku er t.d. búið að taka í notkun svonefnt beinlínukerfi í öllum bönkum. Það þýðir að þú snýrð þér beint til gjaldkera sem afgreiðir þig og skráir innleggið eða úttektina strax inn í tölvu- kerfið. Þetta hefur í för með sér að fólki við afgreiðslu fækkar mjög. í Danmörku hefur ekki beinlínis komið til atvinnuleysis vegna þessarar þróunar. En bankarnir hafa dregið mjög úr nýráðningum og störfum hefur fækkað, störfum sem t.d. konur hefðu annars átt kost á. Ég er hrædd um að þessi þróun bitni verst á konum því það eru einkum hefðbundin kvennastörf sem hverfa. Stjórnvöld verða að taka tillit til þessa í þeiri ný- sköpun sem stefnt er að. Þetta gerir kröfur til þess að endur- menntun kvenna sé gefinn gaumur.“ Kynslóða- skipti - Er ekki hœtta á því að tölvu- vœðingin leiði til atvinnuleysis? „Um það er erfitt að segja. Oft er talað um kynslóðir í tölvuvæð- ingu. í viðskiptalífinu einkennist Á þessu súluriti sést glöggt hvernig kynskipt- ingin er innan íslenskra tölvufyrirtækja. Karlar eru allsráðandi (yfir 90%) í sölustörfum, þróun hug- og vélbúnaðar og stjórn- un. Einastarfssviðið þar sem jafnvægi ríkir eru al- menn skrifstofustörf. (Úr skýrslu KRFÍ um tölvu- tækni). t' /\ Karlar StarfshHiti 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. mars 1985 fyrsta kynslóð hins sjálfvirka skrifstofuhalds af afmörkuðum kerfum þar sem viss störf eru tölvuvædd, t.d. ritvinnslaog bók- hald. Þetta er algengt hér á landi og breytir oft ekki svo miklu í skipulagi fyrirtækja. Næsta kyn- slóð eru upplýsingakerfi sem t.d. gætu byggt á svonefndum tölv- unetum, þar sem einkatölvur eru samtengdar í gegnum móður- tölvu og allt starfsferlið er tölvu- vætt. Þetta býður heim miklu víð- tækari skipulagsbreytingum og þar með breytingum á störfum og verkaskiptingu innan fyrirtækja. Stjórnendur geta til dæmis leyst af hendi miklu fleiri störf beint við tölvuna. Þau störf sem nú fe- last í ýmiss konar skýrslugerð og eftirliti fyrir stjórnendur verða þá óþörf. Við þetta verður hætta á að starfsliðið skiptist upp í tvo hópa: annars vegar fáa há- launaða stjórnendur, hins vegar marga lágt setta starfsmenn á lágum launum. Einnig er til í dæminu að fyrirtæki færi alla gagnaskráningu o.þ.h. út í tölv- umiðstöðvar, t.d. í úthverfum jaar sem húsmæður sætu við skjá- ina. Þessi þróun er þegar orðin að veruleika í Bandaríkjunum og jafnvel víðar en mér finnst þetta ekkert sérlega freistandi framtíð- arsýn.“ Ánnars getur verið hæpið að draga beinar ályktanir fyrir ís- land af því sem gerist erlendis. Fyrirtækin eru t.d. miklu smærri hér. Einnig hefur það áhrif hvort atvinnuleysi ríkir. Það er hægt að finna dæmi um störf sem hafa horfið hér, en það hafa enn ekki orðið neinar uppsagnir í stórum stfl eins og reyndin virðist vera sums staðar erlendis. í Þýska- landi er því t.d. spáð að á næstu árum muni tugþúsundir skrif- stofustarfa hverfa." Átti við tölvuvœðingu - En nýju störfin sem verða til, eru það einungis „karlastörf'? „Nei, konur eiga fullt eins mikið erindi í þessi nýju störf og karlar. Þessi störf eru umvafin ýmsum goðsögum, t.d. óttast margar konur að þær þurfi að kunna mikla stærðfræði til að eiga möguleika á þeim. Ég hef

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.