Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.03.1985, Blaðsíða 5
 ' 30. mars Viðviljum finna nýja leið Eiríkur Hjálmarsson fulltrúi œskunnar á 30. marsfundinum í Háskólabíói tekinn tali Þetta verður hugleiðing um valdakerfið í heiminum: Hvernig risaveldin tvö skipta heiminum í áhrifasvœði og um stöðu íslands meðal þessara risa: kórdrengur hjá Bandaríkjastjórn, sagði Eirík- ur Hjálmarsson sagnfrœði- nemi fspjalli við Þjóðviljann en hann flytur rœðu á fundi herstöðvaandstœðinga í Háskólabíói, í dag laugar- dag 30. mars kl. 17.00. Eiríkur Hjálmarsson hóf nám í háskólanum sl. haust og er ötull félagsmálamaður. Hann var í ne- mendastjórn MH í fyrra, á árum áður í stjórn Æskulýðsfylkingar- innar, er nú í stjórn félags sagnf- ræðinema og stúdentaráði. Þá hefur hann leikið með Leikfélagi Kópavogs og Stúdentaleikhús- inu. - Fólk er í auknum mæli að afneita þessu kerfi gjöreyðinga- vopnanna, svosem friðarhreyf- ingarnar bera vott um. Friðarbar- áttan á mikinn hljómgrunn meðal ungs fólks, - þó sú barátta sé undir mismunandi formerkjum. í fljótu bragði kann að vera erfitt að átta sig á því hvar skilur á milli raunverulegrar friðarbaráttu og vopnfíkni sem kölluð er „friða- rbarátta“, saman ber þegar talað er um að hernaðarbandalagið Nató sé friðarhreyfing. - - Fólk er almennt orðið þreytt á tvískiptingu heimsins í skugga þessara tveggja risavelda og það vill finna nýjar leiðir bæði sem einstaklingar og þjóðir. Ég held Eiríkur Hjálmarsson. Við erum að tala um von mannkynsins. (Mynd - eik). að vaxandi gengi friðarhreyfinga auki líkurnar á því að aðrar þjóð- ir en risaveldin og þó sérstaklega þjóðir þriðja heimsins finni hina þriðju leið friðsamlegrar sam- búðar. Von mannkynsins er sú að hægt verði að stöðva vígbúnaða- ræðið og þess vegna viljum við friðarbaráttu, sagði Eiríkur Hjálmarsson. - Að lokum var Eiríkur spurð- ur hvernig hann kynni við sig í sagnfræðinni. - Blessaður vertu, prýðilega. Margir halda að þetta sé rykfallin fræðigrein en hún er þvert á móti afskaplega lifandi og skemmti- leg. Og uppí sagnfræðideild ríkja ferskir straumar í greininni, sagði Eiríkur Hjálmarsson að lokum. -óg * s ^ " * Listama5urinn Karl Lagerfeld hefur í samvinnu við CHLOÉ-safnið í Paris hannað þessi gullfallegu matar- og kafTistell ..Kalablómið ’sem Hutschenreuther framleiðir úrpostulini af bestu gerð. ® SILFURBUÐIN Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.