Þjóðviljinn - 13.04.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.04.1985, Blaðsíða 1
83. tölublað 50. örgangur SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING Framsóknarflokkurinn Vilja slíta samstarfinu „Steingrímspunktar“ líta dagsins Ijós. SUFvill hœkka kaupið hjá opinberum starfsmönnum. Hœkka tafarlaustskatta áfyrirtœkjum. EfSjálfstœðisflokkurinnsamþykkirekki þáberað rjúfa stjórnarsamstarfið og boða til kosninga á grundvelli tillagnanna „Sé Sjálfstæðisflokkurinn ekki reiðubúinn að standa að þessum uppskurði (á hagkerfinu), þá ber að rjúfa stjórnarsamstarfið og boða til kosninga á grundvelli eftirfarandi tillagna“, segir í til- Ríkisspítalar Einka- draugurinn vakinn upp Yflrstjórn ríkisspítalanna er nú að athuga hvort hægt er að „nýta sér þjónustu einstakra aðila“ á mötuneytum spítalanna, segir Símon Steingrímsson forstjóri. Á sínum tíma var reynt að bjóða út ýmsa þjónustu spítal- anna í mötuneytum og þvotta- húsum en þá bárust engin tilboð. Nú er aftur, án útboðs, verið „lauslega að kanna hvort það er einhver grundvöllur“ fyrir einka- rekstri í þessum geira heilbrigð- iskerfisins. Símon vildi ekki til- taka við hverja væri verið að ræða en samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hefur Pétur Sveinbjarnar- son fyrrum eigandi Asks verið að skoða eldhús Kópavogshælis. Símon sagði um Kópavogshæl- iseldhús að yfirstjórn spítalanna væri „að kanna hvort það sé möguleiki að framleiða mat ein- hvers staðar annars staðar“ en tók fram að niðurstöður lægju alls ekki fyrir. Að auki sagði Símon að verið væri að fara yfir innkaup á hráefnum og kæmu þar til greina „allir aðilar sem eru með þjónustu í stórum stiT,- m lögum Sambands ungra Fram- sóknarmanna til formanns flokksins og er trúnaðarbréfíð dagsett 9. þessa mánaðar. Meðal tillagnanna er krafa um að kjör opinberra starfsmanna verði þeg- ar færð til samræmis við laun á almennum vinnumarkaði. Meðal punktanna sem Fram- sóknarmenn gera að algeru skil- yrði fyrir framhaldi stjórnarsam- starfsins eru: að tryggt verði taf- arlaust að lánskjaravísitalan hækki ekki umfram raunlauna- hækkanir, tekjuskattur einstak- linga verði afnuminn þegar og tekinn verði upp í staðinn stór- eignaskattur, eignaskattar félaga Fiskvinnsla TRÚNAÐARMÁL. TIL,FORMANNS FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS. TILLÖGUR SUF UM FORSENDUR Þjóðmálanefnd SUF. ÁFRAMfiALDANM STJÓRNARSAMSTARFS. q.4. 1985 Nú þegar hafinn- er 3. áfangi á framkvæmd stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar þinnar, þá er mikilvægara en nokkru sin/svi fyrr að hefja hinn róttæka uppskurð á hagkerfi þjóðarinnar sem Framsóknarflokkurinn hefur haft forgöngu ag fyrirtækja verði hækkaður sér- itaklega til að draga úr þenslu í fjárfestingum milliliða og versl- unarfyrirtækja. Skattur á verslunar- og skristofuhúsnæði verði tvöfaldaður, nú þegar verði veittur verulegur skattafrádrátt- ur vegna húsnæðiskaupa og hús- bygginga, tekin verði upp greiðslujöfnun vegna misgengis lánskjara og launa. í tillögunum eru einnig kröfur um að útflutningsbætur á land- búnaðarafurðir verði afnumdar og að hið opinbera hætti nú þegar öllum afskiptum af stjórnun framleiðslu og verðlagningu kinda- og nautakjöts. Fregnir af þessum skilyrðum Framsóknarmanna bárust inn á landsfund Sjálfstæðisflokksins í gær og var þungt í mörgum vegna þessa. Þessar tillögur, sem ganga undir vinnuheitinu „Steingrím- spunktarnir" meðal ungra Fram- sóknarmanna eru stimplaðir sem Trúnaðarmál. - óg/ös. Túnin Tugmiljónir í súginn! Kvótakerfið ótrúlega óhagkvœmt. Ýtir undir aflatoppa á sumrin. Allt unnið íódýrustu pakkningar. Markaðurinn bíður í Bandaríkjunum. Mannekla, skipulagsleysi ogklúður. Einar G. Hjaltason Hnífsdal: Hægt að margfalda aflaverðmœtið. Ótrúlegartölur. Hineinasanna stóriðja! Á hverju sumri tapast miljónir við vinnslu hvers togarafarms sem landað er hérlendis. Ekkert samræmi er þá milli veiða og vinnslu. Togararnir keppast við að ná inn sem stærstum hluta afl- akvóta síns við sem hagstæðustu skilyrði en á sama tíma standa frystihúsin hálftóm eða mönnuð óvönu fólki að stórum hluta. Þá er gripið til þess ráðs að vinna aflann sem berst á land á sem hraðvirkastan hátt í ódýrustu umbúðirnar til að hafa undan. Niðurstaðan verður sú að miljón- ir á miljónir ofan fara bcinlínis í súginn vegna skipulagsleysis og rangrar fískveiðistefnu. Þetta var niðurstaðan í gagn- merku erindi sem Einar G. Hjaltason verkstjóri Hraðfrysti- húss Hnífsdals flutti á námsstefnu Fiskiðnaðar Fagfélags fiskiðnað- arins sem haldin var í gær. Til að sanna mál sitt lagði Einar fram útreikninga fyrir framlegð í frystihúsi sínu í dæmigerðum sumarmánuði sem hann hafði unnið ásamt Herði Geirssyni starfsmanni Pólsins. 50 starfs- menn unnu að 150 tonnum af þorski sem barst á land á einni viku. Til að hafa undan varð að vinna allan aflann í fljótvirkustu pakkningar sem gefa jafnframt minnst af sér. Framleiðsluverð- mætið var um 3.5 miljónir og vinnslukostnaður nær sá sami. Þegar dæmið er hins vegar reiknað út að nýju og miðað við að allur aflinn sé unninn í hag- kvæmustu pakkingar á Banda- ríkjamarkað og þá eingöngrr-r dag- og eftirvinnu kemur í ljós að framleiðsluverðmæti aflans vex um nær 60% eða um rúmar 2 miljónir og framlegðin um nær 1.5 miljónir. „Þetta eru ótrúlegar tölur en hér liggur hin eina sanna stóriðja landsmanna ef rétt er á málum haldið. Menn hafa eingöngu ein- blínt á kvótann og hvenær hag- kvæmast er að ná í hann en gleymt að skoða heildardæmið, hver útkoman er í vinnslunni.“ Kalhætta í lágmarki „Ég hygg að tún líti yfirleitt ákaflega vel út nú og litlar líkur á kali. Eg vil meira að segja taka það djúpt í árinni að segja að ekki hafi á síðari árum, verið minni kalhætta en nú“, sagði Bjarni Guðleifsson tilraunastjóri á Möðruvöllum. „Þetta stafar auðvitað af því hvað veturinn hefur verið óvenju mildur um allt land og því lítið um snjó og svellalög miðað við það, sem oft hefur verið. Við vitum hinsvegar ekki hvernig vorið verður Komi hret og leggist hann í kulda t.d. í maí þá gæti það auðvitað seinkað sprettu. En kal- blettirnir verða varla margir né stórir að þessu sinni.“ - mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.