Þjóðviljinn - 13.04.1985, Side 11

Þjóðviljinn - 13.04.1985, Side 11
ÁMNNULÍF séu aðrir aðilar sem eigi að sjá um sölustarfsemina. Þeir leggja framleiðsluvörurnar á borðið og sölusamtökin bera síðan ábyrgð á að koma þeim í verð. Frumkvæði og ábyrgð skortir af þessum sökum. Þessi brotalöm í útflutn- ingsstarfseminni er e.t.v. sú sem alvarlegust er og mest er kný- jandi að bæta ef blása á til sóknar og efla útflutningsgreinarnar. ■ Byggðastefna Byggðastefna á íslandi hefur nánast verið rekin án ábyrgðar. Þannig fær byggðarlag sem tekur frumkvæði í að draga úr útflutn- ingsbótaþörf, og sparar þar með stórfé úr opinberum sjóðum, enga hlutdeild í sparnaðinum. Ef íbúar hvers landshluta fengju meiru ráðið og bæru meiri ábyrgð á því fé sem varið er til byggða- þróunar er líklegt að forgangs- röðin yrði önnur og árangurinn fyrir heildina meiri. Ákvörðun um vegafé er tekin sérstaklega, sama gildir um framlög til hafnar- mála, skólamála svo og hverslags önnur framlög úr opinberum sjóðum. Slíkar ákvarðanirverður að samræma og auka fjárhagslegt sjálfræði landshluta og einstakra byggðarlaga. Atvinnuuppbygging í stað óstjórnar Verkalýðssamtökin hafa lítið haft sig í frammi varðandi at- vinnumál á íslandi. Almennar yf- irlýsingar hafa verið látnar nægja. Öflug atvinnuuppbygging er í senn forsenda bættra kjara og atvinnuöryggis og samtökin verða því að gera sig betur gild- andi á þessu sviði. Frumkvæðis er ekki að vænta úr öðrum áttum. Afleiðingar stefnuleysu í at- vinnumálum og mikillar verð- bólgu birtast í handahófskennd- um fjárfestingum og skipulags- leysi. Stefnumörkun og samræm- ingu vantar. Verðbólgugróði hef- ur um of verið markmið þeirra sem fjárfesta og reka fyrirtæki. Við þetta bætist, að stjórnun í ís- lenskum fyrirtækjum er almennt ábótavant. Síendurtekin kjaraskerðing hefur verið megineinkenni efna- hagsstjórnar á Islandi síðustu ár. Kjaraskerðing hefur stundum verið lögboðin, enn oftar í mynd endurtekinna gengisfellinga. Það virðist skoðun núverandi stjórnvalda, að skerðing kaup- máttar leysi allan vanda. Skerð- ing kaupmáttar á að draga úr viðskiptahalla, minnka verð- bólgu, treysta atvinnu og tryggja nýsköpun í atvinnulífi. Þessi lausn er hins vegar ekki líkleg til þess að skila tilætluðum árangri. ■ Vaxtaokur tekur nú til sín mik- inn hluta af hagnaði fyrirtækja. ■ Hagnaði fyrirtækja er alltof oft fremur ráðstafað til neyslu eigenda og launaskriðs þeirra hópa sem þeim standa næstir, en til uppbyggingar nýrra fyrirtækja eða aukinnar framleiðslu. ■ Ójöfnuður og slæm afkoma al- mennings leiðir til ósættis í þjóðfélaginu og dregur úr mögu- leikum á uppbyggingu. ■ Stefnumótun kemur ekki af sjálfu sér. Það koma engar einfaldar lausnir í stað samræmdrar stefnumótun- ar og skipulegrar framkvæmdar. Stjórnvöld verða að taka frum- kvæði og leita samstöðu um þjóðfélagsleg markmið. Það verður að ná samstöðu um: atvinnuöryggi traustan kaupmátt réttláta skiptingu félagslegt öryggi og áhrif. Varanlegur árangur í atvinnu- uppbyggingu er háður því, að það sé samstaða um þessi markmið. Án þeirrar samstöðu næst ekki það gagnkvæma tillit og traust sem nauðsynlegt er. Alþýðusambandið hefur lagt fram meginlínur í atvinnumála- stefnu. Má í því sambandi minna á þingsamþykktir og samhljóða ályktun ASÍ og BSRB vorið 1983. Hér hafa verið dregin fram ýmis atriði varðandi atvinnumál, fjallað um ástand og horfur og nauðsynlegar umbætur. Því fer hins vegar fjarri að greinargerðin sé tæmandi í þessu efni. Bæði þarf að fjalla nánar um einstaka þætti og um marga fleiri en þar er að finna. Eftir þær umræður sem verið hafa innan sambandsins má ætla að samtökin séu nægilega nestuð til viðræðna við aðra aðila. Rök- rétt virðist því að óska eftir við- ræðum við VSÍ um atvinnumál þar sem samtökin freisti þess að samræma sjónarmið sín og setja fram sameiginlega gagnvart stjórnvöldum. Einfaldast sýnist að setja á laggirnar nefndir af hálfu beggja aðila til þess að fjalla um vanda- mál og möguleika einstakra greina. Þær nefndir gætu bæði sett niður hópa í sérgreindari verkefni og sótt sérfræðiaðstoð til opinberra aðila. Miðstjórn fengi jafnaðarlega skýrslu um fram- gang vinnunnar á hverju sviði. Vinnan gæti hafist með því að setja fram spurningalista um hverja grein og draga svörin fram í nefndarstarfinu. i. Hugmynd að spurningalista varðandi atvinnumál í sjávarútvegi 1. Hvernig á að tryggja rekstr- argrundvöll í sjávarútvegi? 2. Hefur kvótakerfið leitt til atvinnuleysis á einstökum landssvæðum eða í einstök- um byggðarlögum og hvernig á þá að leysa slík vandamál? 3. Leiðir kvótakerfið til aukins sparnaðar í útgerð og hvaða aðrar leiðir koma til greina í þessu skyni? 4. Er endurnýjun fiskiskipaflot- ans aðkallandi verkefni og hvernig á að standa að henni? 5. Er mögulegt að gera endur- bætur á fiskiskipum sem leiða til lækkunar á útgerðar- kostnaði? 6. Er fiskiskipaflotinn of stór og er þá unnt að nýta afkasta- getu hans með sókn í aðrar tegundir eða veiðum í lög- sögu annarra ríkja? 7. Hverjar eru horfur á afla ein- stakra fisktegunda til skemmri og lengri tíma litið? 8. Hvaða áhrif hafa bætt skil- yrði í sjónum á aflahorfur í næstu framtíð? 9. Hvernig er unnt að auka verðmæti þess afla sem veiddur er? 10. Er hagkvæmt að fjölga at- vinnutækifærum í fiskiðnaði með aukinni úrvinnslu? 11. Hvernig er hægt að nýta nýja tækni í sjávarútvegi til þess að draga úr framleiðslu- kostnaði? Hver verða áhrif nýrrar tækni á atvinnu- ástand? 12. Er hægt að nota verðlagning- arkerfið til að auka gæði þess afla sem að landi berst? 13. Er hægt að ná auknum verð- mætum úr sjávarafla með að- gerðum sem leiða til notkun- ar á öðrum veiðarfærum en nú eru notuð.? 14. Er hægt að auka verðmæti afurðanna með betri stýringu í vinnslu? 15. Eru markaðsmál í lagi eða þarf að leita nýrra markaða, markaðssetja nýjar vöruteg- undir og bregðast betur við síbreytilegum kröfum mark- aðarins? 16. Getum við gert þekkingu okkar á sjávarútvegi að arð- bærum útflutningi? 17. Hverjir eru möguleikar ís- lendinga á sviði fiskeldis? 18. Er unnt að ná betri samhæf- ingu í veiðum og vinnslu með breyttu vinnufyrirkomulagi í fiskvinnslufyrirtækjum? 19. Eru fiskvinnslufyrirtækin búin þeim tækjum sem þarf til þess að ná bestu nýtingu hráefnis? vönrierðið? Æk WC pappír- tvöfaldur.......12 rúiiur 99.90 Lux handsápa ... 85 gr. Bossa bleiur .. Nr. 2, æ í pk. 9.90 188.50 Franskir setubílar fyrir börn ...... 895.00 Sæng og koddi. (sett) Sængurvera- sett......(3 stk í pk.) 995.00 695.00 í gmðyrkjuna: Stunguskófla ... Activ 220.00 Vasadiskó . Harvard 1,595.00 Tropicana .. 1 itr. Jaffa appelsínur. pr. kg. Rauð USA epli . pr. kg. Tómatsósa .... 340 gr. Z snakk.......70 gr. Braga kaffi..250 gr. 5590 39.00 49.00 19.90 22.90 38.90 A kynningu þessa helgk Heilsuvörur - heilsufæði Háskólabolir bama Stærðir: 110-170 Litir: Blár, grár, brúnn, rauður 200; Flauelsbuxur bama Stærðir: 120-170 Litir: Blár, grár, brúnn, rauður, grænn i 390r I litlu magni - lítið til af klukku- prjónspeysum og velúr peysum, einlitum og röndóttum 390t Herraskyrtur Herra denim gallabuxur Stærðir. 30-37 Sloggi nærbuxur, dömu Stærðir: Tanga, mini, midi Litir: Hvítt, drapp Trimm gallar Fullorðinsstærðir A1IKLIG4RDUR MIKIÐFYRIRLtW Laugardagur 13. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.