Þjóðviljinn - 13.04.1985, Qupperneq 9
Tillegg ASÍ í viðrœðum við VSÍ um stefnumótun íatvinnumálum
Forseti Alþýðusambandsins Ásmundur Stefánsson lagði
nýlega fyrir mistjórn ASÍ skýrslu um atvinnumál þar sem
rakin eru meginatriði atvinnuþróunar hérlendis, lagt mat á
núverandi stöðu, fjallað um framtíðarhorfur og loks farið
nokkrum orðum um það sem helst stendur í vegi aukningar
hagvaxtar og hvernig bæta megi úr.
Skýrslan var samþykkt af miðstjórn og formannafundur
ASI samþykkti síðan umræður við Vinnuveitendasamband-
ið um stefnumótun í atvinnumálum á grundvelli þessarar
skýrslu. Reiknað er með að þær umræður hefjist þegar í
næstu viku.
í inngangi skýrslunnar fjallar
forseti ASI um íbúaþróun hér-
lendis á liðnum öldum og fram-
tíðarspár og umskipti í atvinnu-
háttum á þessum tíma. Bendir
hann á að þrátt fyrir stórstígar
efnahagsframfarir á þessari öld
hafi stöðnun ríkt á sl. 10 árum og
íslendingar dregist verulega aftur
úr flestum nálægum löndum.
Þá er fjallað um atvinnuskipt-
ingu þjóðarinnar og m.a. bent á
að hvergi hafi verið um hlutfalls-
lega aukningu mannafla að ræða
nema í þjónustugreinum á sl. 20
árum. Fjöldi ársverka í landbún-
aði, fiskveiðum, fiskiðnaði og
öðrum iðnaði hafi á þessum tíma
aukist um rúmlega 8.500 mannár
en heildarfjöldi ársverka á sama
tíma um nær 42.000 ársverk.
Hvert stefnir?
„Af reynslu liðinna ára verður
aldrei dregin einhlít ályktun um
framtíðina. Ákveðnar vísbend-
ingar má þó fá ef forsendur ein-
stakra greina eru athugaðar,”
segir síðan í skýrslunni.
Landbúnaður
Flest bendir til þess að ársverk-
um í Iandbúnaði muni áfram fara
fækkandi. Nú er veruleg umfram
framleiðsla á kindakjöti og mjólk
svo óhjákvæmilegt er að draga úr
framleiðslu. Söluverð erlendis
greiðir aðeins lítinn hluta fram-
leiðslukostnaðar. Naumast er
réttlætanlegt að viðhalda útflutn-
ingsbótum til lengdar. Einnig er
ljóst, að neysla á þessum vörum
fer minnkandi með breyttum
neysluvenjum og afköst á hvern
mann fara vaxandi, eða gætu far-
ið vaxandi, væri framleiðendum
ekki skammtaður kvóti.
Mikið er rætt um nýjar auka-
búgreinar, einkum loðdýrarækt
og fiskeldi. Mjög erfitt er að
dæma um hve miklir möguleikar
eru fyrir þessar greinar sem auka-
búgreinar. Fiskirækt og fiskeldi í
smáum stíl kann að hafa ein-
hverja möguleika. Fyrst og
Ásmundur Stefánsson: Má taka svo
djúpt í árinni að hér hafi engin stefna
verið (atvinnumálum á undanförnum
árum.
fremst virðist fiskeldi þó vera
stóriðnaður í þeim skilningi, að
fjárfesta þarf í stórum eldisstöðv-
um, þar sem alfarið er notað
framleitt fóður og jarðhiti nýttur
til þess að örva vöxt. Slíkur rekst-
ur verður naumast aukabúgrein
hjá bændum.
Loðdýrarækt hefur á undan-
förnum árum verið í örum vexti
og reynslan virðist benda til þess
að tiltölulega lítil bú geti skilað
þokkalegri afkomu. Með skipu-
legri uppbyggingu, tækniþjón-
ustu, fóðurmiðlun o.fl., getur
slíkur rekstur átt verulega fram-
tíð fyrir sér á bújörðum. Hins
vegar er mjög ólíklegt að nýjar
aukabúgreinar geti vegið upp
þann samdrátt framleiðslu sem
fyrirsjáanlegur er á næstu árum í
hefðbundnum greinum. Því er
óhjákvæmilegt að bændum fækki
og valið stendur aðeins um hvort
byggðin verði grisjuð vítt og
breitt eða hún þrengd þannig, að
byggð leggist af á afmörkuðum
svæðum.Tþessu sambandi er rétt
að hafa í huga, að ekkert bendir
til þess að forsendur fyrir útflutn-
ing búvara breytist okkur í hag á
næstu árum. Sá hluti heims-
byggðarinnar sem hefur efni á að
borga hefur nægan mat. Hinir
sem ekki hafa efni á að borga
verða væntanlega fyrr færir um
að framleiða til eigin þarfa en að
kaupa af okkur búvörur á verði
sem viðunandi væri fyrir alla að-
ila.
Sjávarútvegur
og fiskiðnaður
í fiskveiðum má búast við svip-
uðum mannafla næstu árin. í dag
býr sjávarútvegurinn við veiði-
skömmtun. Kvótakerfið er hins
vegar ekki orsök, heldur af-
leiðing takmarkaðra fiskistofna
við landið. Þótt afli aukist á næstu
árum, er ekki líklegt að veiðar
verði hömlulausar. Það má einn-
ig telja fullvíst, að núverandi
skipastóll og mannafli geti annað
auknum veiðum.
Sjávarafurðir námu á síðasta
ári 68,7% af heildarverðmæti
vöruútflutnings þrátt fyrir afla-
samdrátt síðustu þrjú ár. Vegna
mikilvægis sjávarafurða í heildar-
útflutningi er ljóst, að öflug fram-
sókn í öflun erlends gjaldeyris
getur vart orðið nema með auknu
verðmæti útfluttra sjávarafurða.
10% aukning á þeim 30% sem
aðrar útflutningsgreinar skila
Fiskiönaður: Markmiðið er að fá aukið verðmæti úr sama magni.
Alþýðusamband íslands
Samráðsgrundvöllur
um stefnu í atvinnumálum
Laugardagur 13. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9