Þjóðviljinn - 13.04.1985, Side 8

Þjóðviljinn - 13.04.1985, Side 8
Hilmar Oddsson Óhefðbundin spennumynd Hilmar Oddsson er nýtt nafn í íslenska kvikmyndaheiminum. Hann er 28 ára Reykvíkingur, .úr Mið-Vesturbœnum“ og hefur verið við nám í kvikmyndagerð í Múnchen sl. fjögur ár. Hann fékk tvœr miljónir úr Kvikmynda- sjóði til að gera mynd sem ber heitið „Eins og skepnan deyr“. „Handritið byggir á hugmynd sem ég hef gengið með í magan- um í nokkur ár og verið að vinna við talsvert lengi. Ég starfa sam- kvæmt þeirri reglu að stöðugt megi bæta hlutina. Reyndar er það oft galli á kvikmyndum að forvinnuna vantar". - Um hvað fjallar þessi mynd? „Hún fjaliar um ungan ráð- villtan mann og lagskonu hans. Þau dveljast í eyðifirði í nokkrar vikur við leik og störf en svo ég grípi til frasanna þá fer margt öðruvísi en ætlað var. Það má kalla þessa mynd óhefðbundna spennumynd, spennan kemur frekar innanfrá.“ - Hvenœr hefjast tökur og hvar þœr fram? „Þær hefjast ekki fyrr en í haust því myndin á að gerast á þeim árstíma. Langstærstur hluti myndarinnar verður tekinn í Loðmundarfirði. Ég stefni að því að frumsýna snemma á næsta ári.“ - Ertu búinn að ráða áhöfn? „Að hluta. Aðalhlutverkin verða tvö, þau bera myndina uppi, önnur hlutverk eru lítið meira en statistar. í hlutverki konunnar verður Edda Heiðrún Backman en lagsmaður hennar verður að öllum líkindum leikinn af Þresti Leó Gunnarssyni. Töku- maður verður Sigurður Sverrir Pálsson og honum til aðstoðar Þórarinn Guðnason. Þorgeir Gunnarsson verður mér til að- stoðar við leikstjórn auk þess að sjá um leikmynd,“ sagði Hilmar Oddsson. -ÞH Hilmar Oddsson: - Ráðvillt ungimenni í eyðifirði. (Mynd: Valdís) Guðný Halldórsdóttir Kona í sumarleyfis- basli Guðný Halldórsdóttir fékk 150 þúsund krónur úr Kvikmynda- sjóði til að semja handrit að kvikmynd sem hún nefnir „Stella í orlofi". Guðný starfaði við sjón- varpið og gerði þar nokkrar myndir en auk pess hefur hún gert eina kvikmynd í fullri lengd: „Skiiaboð til Söndru“ eftir skáld- sögu Jökuls Jakobssonar. Sú mynd hafði pá sérstöðu að kon- ur báru hitann og pungann af gerð hennar. „Þetta handrit hefur verið að gerjast í mér og fleiri konum í kvikmyndafélaginu Umba (sem stóð að Söndru) en það er fremur stutt á veg komið. Það fjallar um konu í sumarleyfisbasli. Það get- ur verið erfitt að vera í sumar- fríi.“ - Verður þetta kvennamynd? „Nei, frekar gamanmynd.“ - Og hvenœr á að gera hana? „Sumarið 1986 ef maður kemst að. Mér sýnist svo margir ætla að gera kvikmyndir það sumar að maður verður að passa sig á að þvælast ekki inn í leikmyndina hjá næsta manni.“ - Hvernig gekk Sandra? „Ekki nógu vel, áhorfendur voru rúmlega 20 þúsund og við skuldum meira en miljón. Ég er spæld yfir því að liðið sem situr í stjórn Kvikmyndasjóðs skuli raka til sín stórum summum við þessa úthlutun. En við höfum áhuga á að gera aðra mynd. Það verður svo að koma í ljós hvort það er mögulegt. Myndin hans Þráins, Skammdegi, mun leiða í ljós næstu vikurnar hvort það er hægt að gera kvikmyndir á ís- landi. Ef hún gengur ekki getum við eins snúið okkur að því að gera dýralífsmyndir fyrir sjón- varpið“, sagði Guðný Halldórs- dóttir. - ÞH Þorsteinn Jónsson Algert leyndarmól Þorsteinn Jónsson er óþarff að kynna en hann fékkfvo sfyrki úr Kvikmyndasjóði að þessu sinni. Tvœr og hálfa miljón upp í tapið á Atómstöðinni og 150m þúsund til að gera handrit að mynd sem hann nefnir „Ljós- brot“. Hann vildi ekkert segja um þetta handrit annað en að það væri eftir hann einan. „Ég stefni að því að koma handritinu saman á þessu ári og filma svo sumarið 1986“, sagði Þorsteinn. - Hvaða þýðingu hefur tap- styrkurinn fyrir þig? „Hann bjargar heilmiklu en ekki nærri nógu miklu. Við skuldum eitthvað á bilinu 10-12 miljónir vegna Atómstöðvarinn- ar. Við erum enn að semja við sjónvarpsstöðvar um sýningar á henni en það gengur erfiðlegar en horfur voru á í upphafi. Það er erfitt að koma bókmenntalegum kvikmyndum á markað." - Hve margir hafa séð mynd- ina? „Það sáu hana um 60 þúsund manns hér á landi. Það er verið að sýna hana í bíóum í Danmörku og gengur sæmilega og bráðlega verður hún sýnd í finnskum bíó- um. Það er búið að sýna hana í sjónvarpi í Austur-Þýskalandi og Júgóslavíu og í þessum mánuði verður forsýning á henni í franska sjónvarpinu. Við erum með til- boð frá fleiri sjónvarpsstöðvum sem við erum að skoða,“ sagði Þorsteinn Jónsson. - ÞH Þorsteinn Mareisson Ekki bara afþreying Þorsteinn Marelsson fékk handritastyrk vegna myndar sem hann nefnir „Línudans". Auk hans stóð Valdimar Leifsson dagskrárgerðarmaður í sjón- varpi að umsókninni. Þorsteinn er prentari að mennt en hefur að undanförnu annast umsjón barnatíma í sjónvarpinu. Þar hófst samvinna hans og Vald- imars að kvikmyndagerð. Þor- steinn hefur samið mörg leikrit og handrit að einni sjónvarps- mynd sem Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði. „Ég veit ekki hvað ég á að kalla þessa mynd“, sagði Þorsteinn. „Ætli þetta verði ekki einhvers konar spennumynd en þó verður hún ekki eingöngu afþreying. Hún gerist úti á landi, í þorpi og á eyju úti fyrir því. Þorpsbúar eru að gefast upp á útgerðinni og renna hýru auga til túrismans. Hópur af krökkum er sendur út í eyna til að gera upp hús sem þar eru og þorpsbúar hyggjast reka ferðamannaþjónustu í. Þar ger- ast ýmsir atburðir. Meira get ég ekki sagt.“ - Hvar verður myndin tekin? „Það er óráðið en hugurinn hvarflar vestur á Breiðafjörð." - Og hvenœr verður hafist handa? „Við höfum hug á að hefja tökur sumarið 1986 ef allt gengur upp. Annars er myndin ekki komin á framkvæmdastig. En okkur sýn- ist þetta ekki vera óviðráðanlegt. Hins vegar er ég óhress með hvernig búið er að Kvikmynda- sjóði. Við höfum rætt um að fjár- magna myndina eftir öðrum leiðum en fyrir tilstilli sjóðsins en það gæti reynst erfitt. Mér líst ekkert á að þurfa að selja ofan af mér,“ sagði Þorsteinn. - ÞH Hrafn Gunn- laugsson Keltnesk þjóðsaga Hrafn Gunnlaugsson var sá maður sem mest bar úr býtum við úthlutun úr Kvikmyndasjóði í ár. Hann fékk 2,5 miljónir upp í tap á myndinni „Hrafninn flýgur”, 150 þúsund í handrita- slyrk og 400 þúsund til undir- búnings kvikmynd sem byggir á Tristan og ísóld. Sagan um Tristan og ísóld er upprunnin meðal kelta á Bret- agne og Cornwall og segir frá þessum elskhugum sem ekki fengu að eigast því „þeim var ekki skapað nema skiljast". Þessi þjóðsaga barst um Frakkland til Norðurlanda þar sem ótal sögur, dansar og kvæði hafa orðið til um þau Tristan og fsóld. Hér á ís- landi er til danskvæði og ýmsar útgáfur af rímum og þjóðsögum um elskhugana. Hrafn sagði í viðtali við blaðið að hann hefði lengi verið með þessa hugmynd í kollinum og næsta ár færi í að koma henni í þær umbúðir að hægt yrði að taka afstöðu til þess hvort af gerð myndar yrði. „Ég sótti um styrk til að geta gert prufutökur og til- raunir með staði, búninga oþh. og ætla að gera þær í sumar og haust. Ég hef fengið grænt ljós hjá samstarfsaðilum mínum í Sví- þjóð á að þeir vilji vera með ef þetta reynist kleift. Tony Fors- berg sem var tökumaður í Hrafn- inum verður með mér í sumar. Þessi mynd krefst mikils undir- búnings því hún mun ekki gerast í nútímanum þótt ég færi hana nær okkur í tíma.“ - Hvað þýða þessar2,5 miljón- ir fyrir þinn fjárhag? „Þær þýða að martröðinni er lokið. Tapið á Hrafninn flýgur er 4,6 miljónir en með þessu og við- bótartekjum erlendis frá ætti dæmið að ganga upp á 2-3 árum. Myndin gengur enn í Stokkhólmi og hefur að því er mér er sagt slegið met hvað varðar aðsókn að norrænni mynd. Hún hefur líka hlotið góða aðsókn í Noregi og á næstu dögum verður hún sýnd á bandarískri söluhátíð, Filmex. Við sjáum svo til hvað gerist þar. Þessi styrkur er mér því mikill léttir. En ég hefði viljað sjá Frið- rik Þór Friðriksson fá meira. Myndirnar hans fjórar eru með því djarfasta og frumlegasta sem hér hefur verið gert í kvikmynd- um“, sagði Hrafn Gunnlaugsson. - ÞH Jakob Magnússon Munum halda hópinn Stuðmenn mega bœrilega við úthlutun Kvikmyndasjóðs una, þeir fengu 2,5 miljónir í styrk vegna Hvítra máva og Valgeir Guðjónsson fékk 150 þúsund krónur í handritastyrk fyrir mynd sem ber heitið „Mað- urinn sem fékk högg í höfuðið". Valgeir er ekki á landinu en fé- lagi hans í Stuðmönnum, Jakob Magnússon, staðfesti að hug- mynd Valgeirs vœri „undir þeirra hatti". sama grunni. Það er ágætt í sjálfu sér en óneitanlega væri gaman að hafa meira svigrúm. Okkur lang- ar til að brjóta upp normin og láta vaða á súðum, en því fylgir áhætta“, sagði Jakob. _ þjj Ásgeir Bjarnason Með tvœr í takinu Ásgeir Bjarnason er nýtt nafn í kvikmyndaheiminum. Hann var framkvœmdastjóri f myndinni „Hvitir mávar" og hefur stofnað fyrirtœkið Turn Film í félagi við Karl Óskarsson kvikmyndatöku- mann og Jón Tryggvason leikara. Ásgeir fékk styrk til að gera handrit að mynd sem hann nefnir „Sólarlandaferð- ina“. „Ætli það sé ekki best að lýsa efni hennar með því að vitna í umsóknina en þar segir að mynd- in gerist að hluta til á íslandi. Meginhlutinn fjallar þó um dvöl nokkurra íslendinga á sólar- strönd. Þetta er þjóðfélagsleg ádeila, spennandi farsi sem á meinhæðinn hátt er ætlað að kitla hláturtaugar áhorfenda en jafn- framt að vekja hann til umhugs- unar um líf okkar og tilveru sem sjálfstæðrar þjóðar. Handritið ætti að geta legið fyrir upp úr ný- ári en myndin sjálf gæti orðið að veruleika á næsta sumri, þe. 1986. „Þetta er ágætis hugmynd hjá Valgeiri og full ástæða til að spá í hana. En það er ekki víst að þetta verði næsta verkefni okkar, við eigum nokkrar hugmyndir í banka. Ég reikna með að við látum reyna á það hvort við ger- um mynd eftir þessu handriti. Við ætlum að halda hópinn áfram.“ - Hvernig ganga „Hvítir má- var“? „Ég veit ekki nákvæmlega hve margir eru búnir að sjá hana. Hún fór þokkalega af stað en dal- aði þegar við fengum breiðsíðuna frá blöðunum. Hún er svo að sækja í sig veðrið aftur, við erum að byrja á landsbyggðinni núna. En það er ljóst að íslenska kvikmyndaævintýrið hefur misst dampinn. Þegar það var að blóm- stra kom vídeóæðið og það dreg- ur úr aðsókn að öllum kvikmynd- um. Ég var að koma frá Vestmannaeyjum og þar voru bíóeigendur ansi daprir. Aðsókn að bíóinu þar var 53 þúsund árið 1983 en í fyrra datt hún niður í 19 þúsund. Það sem af er þessu ári er hún svo léleg að þeir hafa fækkað sýningum niður í tvær á viku. Við ætlum samt að gera aðra mynd. Það er ljóst að ekki þýðir að stíla á mikla aðsókn, íslenskar myndir keppa við þær erlendu á Þessa stundina er ég hins vegar að ljúka gerð handrits að annarri mynd í samvinnu við Jón Tryggvason. Við ætlum að hefja töícur á henni um miðjan júní. Við höfum frá upphafi séð fyrir okkur þessar tvær myndir, við töldum það nauðsynlegt til að ná upp hagkvæmni. Með því móti getum við nýtt kostnaðinn bet- ur.“ - Um hvað fjallar sú mynd? „Hún heitir „Ein vika í októ- ber“ og er framtíðarsýn, lýsir ís- lensku samfélagi eins og við ger- um okkur í hugarlund að það verði um aldamótin. Hún ein- kennist af róttækri þjóðfélagsaf- stöðu og í henni verða ýmsar yfir- lýsingar. En við setjum þær í áhugaverðan búning, okkar vinn- uregla er sú að það sé bannað að láta áhorfendum leiðast. íslensk- ir áhorfendur eru orðnir svo mótaðir af amerískri kvikmynda- hefð að þeir kunna ekki að horfa á hægar myndir og við lögum okkur að því. Þetta verður því „aksjónmynd" þar sem ungt fólk er í aðalhlutverkunum.“ - Ertu bjartsýnn á að fjármálin gangi upp? „Já, við stefnum að því að ná inn 30 þúsund áhorfendum, það finnst okkur skynsamlegt og munum miða kostnað við það. - ÞH 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.