Þjóðviljinn - 13.04.1985, Blaðsíða 12
Er Alþýðubandalagið í
kreppu? Eiga forystumenn í
verkalýðshreyfingunni að
segja því fyrir verkum?
Gengur hagsmunagæsla
landsbyggðarþingmanna
þvert á skynsamlega stefnu-
mótun flokksins og vinstri-
hreyfingarinnar? Hvernig eiga
kjósendur að bera traust til for-
ystumanna sem tala hver sinni
tungu í fjölmiðlum? Lítur ungt
fólk á Alþýðubandalagið sem
einn kerfisflokkanna? Eru
flokksstofnanirnar of þung-
lamalegar þegar þarf að svara
spurningum dagsins? Veldur
glæst fortíð íhaldssamri varn-
arstöðu við dagsbrún nýrrar
umbyltingaraldar? Er sjálfs-
sýn flokksins sem forystu-
flokks verkalýðshreyfingar-
innar að verða honum fjötur
um fót?
Á fundi Alþýðubandalagsins í
Reykjavík á fimmtudagskvöld
beindu menn spjótum að sjálfum
sér og skirrðust hvergi við að
vekja skorinort máls á þeim yfir-
skyggðu stöðum stefnu og starfs
sem í stjórnmálaflokkum teljast
yfirleitt best geymdir í lágum
hljóðum undir fjögur augu.
Svavar Gestsson hóf umræður
og reifaði það stjórnmálaástand
sem nú er við að glíma. Fjár-
magnsöflin hafa verið í sókn,
sagði Svavar, - ríkisstjórnin situr
í þeirra þágu og býr þeim í hag-
inn. Verkalýðshreyfingunni hef-
ur ekki tekist að andæfa, að verja
sína ávinninga, þótt henni hafi
sjaldan verið storkað eins og nú.
Frammi fyrir þessu hefur Al-
þýðubandalagið reynt að sam-
eina til átaka gegn stjórninni.
Fannig beitti flokkurinn sér gegn
undanhaldi í febrúarsamningun-
um í fyrra. Og þannig beitti
flokkurinn sér fyrir viðræðum um
nýtt landstjórnarafl, - en við-
brögð við því frumkvæði leiddu í
ljós að í raun eru nýju flokkarnir
ábyrgðarlausir sundrungarflokk-
ar. Alþýðuflokkurinn hefur eng-
an áhuga sýnt slíkri samvinnu,
enda er eftirtektarvert að sókn
Alþýðuflokksins á undanförnum
mánuðum helst ekki í hendur við
aukna andstöðu við ríkisstjórn-
ina í skoðanakönnunum.
AB og
verkalýðshreyfingin
Alþýðubandalagið hefur haft í
frammi margháttaðar tillögur um
þá elda sem heitast brenna á al-
þýðu manna, húsnæðismál, efna-
hagsmál, kaupmáttartrygging.
En þrátt fyrir sterka málefna-
stöðu og gott starf hefur okkur
ekki tekist að brjótast í gegn,
sagði Svavar. Skoðanakannanir
sýna fylgislægð sem menn hafa af
áhyggjur í flokknum. Menn
veröa að líta á gagnrýni innan
flokksins sem jákvæða þegar hún
er borin fram af góðum hug;
deilur um áhersluatriði í okkar
hóp eru ekkert örvæntingarmál.
Hver er ástæða þess að flokk-
urinn hafði frameftir árinu 1984
sterka stöðu, en ekki núna? Hvað
hefur breyst?
í kjarabaráttunni síðasta haust
stefndi Verkamannasambandið
og Iðja í eina átt, BSRB í allt.
aðra. Þessi sundrung innan
verkalýðshreyfingarinnar á sér
félagslegar og faglegar skýringar,
en hún skapar mikla erífiðleika
fyrir hreyfinguna og fyrir Al-
þýðubandalagið.
Var rangt af flokknum að taka
ekki afstöðu á annan hvorn veg-
inn í þessari baráttu? Nei, slíkt
hefði verið útilokað fyrir flokk-
inn. Við tókum þá ákvörðun að
taka ekki afstöðu, og töldum
okkur þá vera að fórna
skammtímaávinningi fyrir lang-
tímaávinning.
Svavar hafði ekki mikla trú á
árangri úr nýhöfnum viðræðum
ASÍ við VSÍ og ríkisstjórnina um
kjaramál, atvinnumál og hús-
næðismál. „En þótt þessari að-
ferð sé beitt yrði Alþýðubanda-
lagið að styðja verkalýðsh-
reyfinguna til að sækja gull í
greipar afturhaldsins”.
Hinsvegar taldi hann greiðfær-
ast að fylkja liði gegn atvinnurek-
endum og ríkisvaldi þeirra, - al-
þýðan ætti öll hagsmunalega
samleið. Af hverju er þessi leið
ekki farin? spurði Svavar, varla
bara vegna þess að tveir ákveðnir
menn geta samkvæmt blaðafrétt-
um ekki talað saman!
Svavar rakti í tölum kjara-
skerðingu síðustu ára og benti á
að hún hefði einkum bitnað á
þeim sem minnst höfðu fyrir.
Hann sagði þróunina þá að samn-
ingar verkalýðsfélaganna yrðu æ
þýðingarminni; atvinnurekendur
réðu launaþróun með samning-
um við hvern og einn.
Að líða lágtaxtastefnuna veikir
verkalýðshreyfinguna til fram-
búðar, sagði Svavar, - og meðal
annars vegna þessa er erfitt að ná
verkalýðshreyfingunni saman um
baráttulínu.
Hin nýja stétt
Merkust verkefni Alþýðu-
bandalagsins fyrir landsfundinn í
október sagði Svavar vera stefnu-
umræðu meðal félaganna, til-
lögur um breytingar í atvinnu-
málum, mótun stefnuskrár um
bætt kjör og félagslega þjónustu,
og umræðu um raunhæfa kosti í
utanríkismálum.
Eitt brýnasta verkefni flokks-
ins væri að auki að fullbúa til-
lögur um uppstokkun á
stjórnkerfinu í landinu. -
Reynsla mfn í ríkisstjórnum segir
mér að það er ekki farandi inní
þetta stjórnkerfi óbreytt, sagði
Svavar. Þetta stjórnkerfi elur af
sér nýja stétt, stétt forréttinda-
manna í austantjaldsstfl, óralangt
frá hinum almenna launamanni.
Þetta er óþolandi.
Við verðum að berjast og safna
liði, sagði Svavar að lokum. Al-
þýðubandalagið á erindi .við alla
launamenn og meirihluta íslend-
inga, ekki síst nú þegar andstæð-
urnar blasa við: okurbúllur
spretta upp á hverju horni en al-
menningur er niðurlægður með
því kaupi sem honum er rétt.
Miðjumoðið getur ekki veitt
Framtíðin opnar
nýjar dyr
Svavar og Ólafur Ragnar á ABR-fundi: umrœður og endurnýjun.
Ýmsar áherslur í viðhorfum til stefnu verkalýðsforystunnar.
íhaldinu mótspyrnu, sagði Svav-
ar, - þrátt fyrir neitun krata, BJ
og kvennalista verður Alþýðu-
bandalagið að mynda nýtt land-
stjórnarafl.
Kreppa
Ólafur Ragnar Grímsson sagði
undarlegt að á tímum kjaraskerð-
ingar, húsnæðiskreppu og óáran-
ar væri baráttuflokkur launafólks
ekki í vexti. Lægð í skoðana-
könnunum meðan nýir flokkar
virtust vera að festa sig í sessi og
Alþýðuflokkurinn yki fylgi sitt.
Nú væri meiri hreyfing í
stjórnmálum en í langan tíma,
meiri en á síðasta áratug, - en sú
hreyfing færi framhjá Alþýðu-
bandalaginu sem í stað vaxtar
virtist stefna til hægfara hnignun-
ar.
- Ég hef lýst því í blaðavið-
tölum, sagði Ólafur, - að Al-
þýðubandalagið sé í kreppu.
Sumir félaga minna í forystusveit
flokksins hafa skammað mig fyrir
þetta, - vissulega óvenjuleg yfir-
lýsing. Og það er von að menn
spyrji: hverskonar kreppu? Ein-
faldasta svarið er að Alþýðu-
bandalagið er í kreppu vegna
þess að það segist vera forystu-
flokkur verkalýðshreyfingarinn-
ar án þess að vera það. Flokkur-
inn er ekki sá drifkraftur í baráttu
launafólks sem hann var. Stefna
forystu verkalýðshreyfingarinnar
er ekkert sem flokkurinn hefur
skrifað uppá; - það er til dæmis
athyglisvert að nýlegt plagg frá
forseta ASÍ um atvinnumál virð-
ist vekja meiri fögnuð í Morgun-
blaðinu en í Þjóðviljanum.
Ólafur benti einnig á að við
næstu kosningar yrði um helm-
ingur kjósenda undir 35 ára aldri,
- fólk sem hefði tekið út þroska
sinn eftir 1970. Þetta fólk þekkti
ekki viðreisnarstjórnina og hefði
alist upp við stjórnarþátttöku Al-
þýðubandalagsins. Mörgu ungu
fólki þætti Alþýðubandalagið
skorta stfl og spennu, vera gam-
aldags, og liti jafnvel á Alþýðu-
bandalagið sem kerfisflokk.
Ólafur vakti athygli á að tveir
þriðju kjósenda byggju í Reykja-
vík, á Reykjanesi og á Akureyri:
- flokkur sem ætlar að vera for-
ystuflokkur launafólks verður að
vera forystuflokkur á þessum
svæðum. Það er hann ekki.
Umræðu um
endurnýjun
Við þurfum að ræða saman í
flokknum, sagði Ólafur Ragnar,
- og til þess er væntanlega góður
tími, kosninga er vart að vænta
fyrren að ári.
Og um hvað? í fyrsta lagi um
flokkinn og verkalýðshreyfing-
una.
Áður fyrr sátu oddvitar flokks-
ins og félagar í forystu verkalýðs-
hreyfingarinnar jafnan á rökstól-
um. Tengslin á milli voru virk og
þeirra vegna fékk flokkurinn
sérstaka vigt framyfir kjörfylgi
sitt.
Á þessu hefði orðið breyting
síðustu misserin. Helstu alþýðu-
bandalagsmenn í verkalýðsfor-
ystu sætu ekki lengur í verkalýðs-
málaráði AB, reglubundnir
samráðsfundir væru úr sögunni,
forystusveit flokksins frétti af
Ólafur Ragnar: við lifum ekki á
sögunni....
stefnu verkalýðsoddvita gegnum
fjölmiðlana. Engu að síður væri
sú krafa gerð til flokksins að hann
styddi stefnu verkalýðsforyst-
unnar án þess að hafa tekið þátt í
að móta hana.
Verkalýðshreyfingin stæði nú
að stefnumótun á öðrum sviðum
en í kjaramálum. Fyrr í vetur
hefðu verkalýðsforingjar setið
yfir skattamálum og jafnvel fjár-
lögum, nú ræddu ASÍ-menn við
ríkisstjórnina um húsnæðismál
og fyrir nokkrum dögum hefði
birst greinargerð frá ASÍ um at-
vinnumál. Þróunin væri sú að
verkalýðshreyfingin tæki upp
beint stjórnmálasamband við
ríkisstjórnina um flest samfél-
agsmál.
Milli skips
og bryggju
Flokkurinn stendur þá í að
þurfa að velja á milli: á hann að
styðja hugsanlegar niðurstöður
úr viðræðum ASÍ, VSÍ og ríkis-
stjórnarinnar, eða á hann að
deila við verkalýðsforystuna um
þessa stefnumótun? - Alþýðu-
bandalagið í kreppu? Efast ein-
hver?
Vandinn er svo enn slungnari,
sagði Ólafur, vegna þess að innan
þessarar verkalýðshreyfingar
ríkir ekki sú samstilling og ein-
drægni sem þörf væri á, - þar er
tortryggni meira áberandi,
jafnvel fjandskapur. Þegar hart
er deilt innan verkalýðshreyfing-
arinnar getur flokkurinn kramist
milli skips og bryggju: - taka af-
stöðu og fá á sig óánægju hinna,
taka enga afstöðu og missa traust
meðal fylgismanna.
Ný byggðastefna
Ólafur taldi að annað brýnt
umræðuefni innanflokks væri að
móta nýja byggðastefnu. Alltof
lengi hefði flokkurinn haldið við
framsóknarlegar áherslur um
varðveislu óbreytts ástands í
stjórnkerfi og atvinnulífi á lands-
byggðinni. Byggðastefna flokks-
ins hefði verið rétt og gefist vel á
fyrri áratugum. Nú væri hún orð-
in úrelt, enda leitaði þorri lands-
byggðarfólks annarra lausna.
Umræður um þetta í flokknum
væru tregar, ef til vill vegna þess
að ýmsir forystumenn flokksins á
landsbyggðinni teldu fylgi sínu
best borgið með hagsmunagæslu í
stjórnkerfinu. Þessu stjórnkerfi
þyrfti hinsvegar að breyta, auka
sjálfstæði byggðanna og færa
valdið í hendur fólksins sjálfs í
staðinn fyrir herradóm
stjórnmála- og embættismanna í
höfuðborginni.
Fjölmiölatök
Fjölmiðlarnir eru burðarásinn
þegar stjórnmálamenn kynna
stefnu sína, sagði Ólafur. í fjöl-
miðlum nær stefna flokksins ekki
skýrum fókus, enda viss óbeit
innanflokks á að reka áróður.
Flokkurinn hefur of þunglama-
legan stíl, er stundum seinn á
vettvang og lætur öðrum eftir
frumkvæðið, - nýjasta dæmið er
bflamál bankastjóranna. Slík mál
ráða auðvitað ekki úrslitum þeg-
ar til lengdar lætur, en á okkar
tímum eru svona mál á við meðal-
virkjun þegar almenningur gerir
upp hug sinn.
Þessu tengist að flokksmenn
eru oft of uppteknir af hinu liðna.
Við lifum ekki á sögunni. Og við
skulum gera okkur grein fyrir að
framtíðin opnar nýja möguleika
fyrir sósíalíska hreyfingu. Nú
standa yfir stórfelldar samfél-
agsbreytingar, og það er mikil-
vægt að vinstrimenn nái að virkja
þær í þágu verkalýðs og allrar al-
þýðu. Við getum ekki látið hægri-
öflunum eftir að eigna sér fram-
tíðina. Við verðum að huga að
nýsköpun, að samfélaginu eins
og við viljum að það verði árið
2000 eða 2010.
Stjórnmálaflokkum líka ekki
óþægileg tíðindi, sagði Ólafur að
lokum, - en við verðum að þola
umræðu, þola að vera ósammála
til að ná tökum á eigin framtíð.
Af stað
Fundarmenn tóku vel hvatn-
ingum framsögumanna um um-
ræður þótt langt væri liðið á
kvöld, og höfðu ræðumenn ýms-
ar meiningar um kjaramál,
verkalýðsforystu, byggðastefnu,
stjórnarsamstarf, ásýnd Alþýðu-
bandalagsins, forystuflokka,
forræðishyggju, hentistefnu,
þingflokk, atvinnulýðræði,
slúbberta, skúrka, sveitarstjórnir
og nýtt samfélag.
Merkur fundur sumsé hjá Al-
þýðubandalaginu í Reykjavík.
-m
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. apríl 1985