Þjóðviljinn - 13.04.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.04.1985, Blaðsíða 2
Laus staða í guðfræðideild Háskóla íslands er laus til umsóknar hálf staða lektors í lítúrgískri söngfræði. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt til þriggja ára frá 1. ágúst 1985 að telja. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf um- sækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 6. maí n.k. Menntamálaráðuneytið, 11. apríi 1985. Ritarastarf Ráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa nú þegar. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist land- búnaðarráðuneytinu, Arnarhvoli, 101 Reykjavík. Landsfundurinn —TORGK)— Helena úr leik Á Gagnrýndiforystuna, en lýsti svo yfir stuðningi við hana. Telur Sjálfstœðisflokkinn vera að missafylgi til Valgerðar Bjarnadóttur ogJóns Baldvins. Já, það er svo margt sem ungir menn gera sér til dundurs. Landbúnaðarráðuneytið, 12. apríl 1985. Útboð Tilboð óskast í endurnýjun dreifikerfis í Fossvogi „Fossvogur endurnýjun 3. áfangi" fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík gegn kr. 5000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 24. apríl n.k. kl. 11 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirk|uvcgi 3 Sirni 25800 KAUPMENN - INNKAUPASTJÓRAR: TÍSKAN FYRIR TÆRNAR! Sívaxandi vinsældir sanna ágæti sokkanna frá Víkurprjóni hf. Kristjánsson hf. Ingólfsstræti 12 Reykjavík sér um dreifingu á hinum viðurkenndu sokkum. KRISTJÁNSSON Ingólfsstræti 12. Sími 12800 Ég gef ekki kost á mér i kosn- ingu til varaformanns Sjálfstæð- isflokksins og lýsi yflr fyllsta stuðningi mínum við Friðrik Sop- husson, sagði Helena Albertsdótt- ir í ræðu á landsfundi flokksins í gær. Helena gagnrýndi forystu flokksins fyrir að hafa ekki stutt nógu vel við bakið á ráðherrum flokksins(!) annars vegar og haft nógu náið samband við hinn al- menna flokksfélaga hins vegar. í þessu sambandi sagði hún foryst- una hafa verið aðgerðarlausa sl. haust meðan áróðurinn hefði dunið á ráðherrum flokksins í BSRB-tíðindum og víðar. Hún kvað lítinn áhuga vera fyrir starfi flokksins og ekki hefði náðst gott samband við ungu kjósendurna þrátt fyrir „unga forystu". Hún kvað Bandalag Jafnaðarmanna undir forystu Valgerðar Bjarna- dóttur og Alþýðuflokk Jóns Baldvins sækja beint fylgi til kjós- enda Sjálfstæðisflokksins og því þyrfti að mæta af fyllstu hörku. Helena kvað marga hafa haft samband við sig vegna framboðs- ins í varaformennsku. Hér væri ekki um vantraust á Friðrik Sop- husson að ræða. Hún vildi hins vegar ekki gefa kost á sér og lýsti yfir stuðningi við Friðrik Sophus- son til varaformennskunnar. Var ræðu hennar vel tekið af fundar- mönnum. -óg. Friðrik styrkist Gagnrýni á ráðherra og ríkisstjórn vel tekið. Reiðilestur landsbyggðarmanna. Kom Framsókn ívegfyrir tíðindi áfundinum? Friðrik Sophusson hefur styrkt nokkuð stöðu sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og var ræðu hans í gær fagnað með langvinnu og dynjandi lófataki. í baksölum landsfundar furða margir fulltrúar sig á deyfðinni á fundinum og spyrja hvers vegna þessum fundi hafi verið flýtt fyrst ekkert eigi þar að gerast. Telja þeir að yfirlýsing Framsóknar- flokksins á dögunum um áfram- haldandi stjórnarsamstarf hafi ráðið tíðindum á fundinum. Ræða Þorsteins olli mörgum þeirra vonbrigðum, þar sem ekk- ert nýtt kom fram eins og þó hafði verið búist við. Vilhjálmur Egilsson hagfræð- ingur VSÍ hlaut dynjandi undir- tektir við ræðu sem hann flutti þingheimi í gær; reiðilestur yfir þingflokki og ráðherrum flokks- ins, sem hann kvað hafa t.d. drepið skattalækkunarleiðina með áhugaleysi sínu. Hann kvað þetta lið þvælast fyrir almenni- legum ákvörðunum. í frjálsum umræðum í gær- morgun kom fram gífurleg reiði hjá ræðumönnum af landsbyggð- inni gagnvart ríkisstjórninni. Ræðumenn tíunduðu samdrátt- inn á landsbyggðinni og þensluna syðra, skilningsleysi ríkisstjórn- arinnar, ráðherra og Sjálfstæðis- flokksins gagnvart þessari ógnvænlegu þróun. -óg Guðsélof sagði Þorsteinn Þorsteinn þakkaði hinum allra heilagstafyrir þegar Þorgeir Ibesen tilkynnti honum símleiðis að hann œtti ekki hlut að stofnun landsmálafélagsins um áramótin. Guði sé lof, sagði Þorsteinn Pálsson í síma við Þorgeir Ibsen í vetur þegar sá síðarnefndi til- kynnti honum að enginn fótur væri fyrir frétt Þjóðviljans um hugleiðingar nokkurra manna um stofnun landsmálafélags innan Sjálfstæðisflokksins um sl. áramót. Þorgeir Ibsen notaði stór orð um þennan meinta skáldskap í Þjóðviljanum. Hann kvaðst hafa hringt í ritstjóra blaðsins, Árna Bergmann, sem hafði komist svo að orði um málið: „Það er svo margt sem ungir menn gera sér til dundurs í skammdeginu". Þorgeir átti hér við frétt í Þjóð- viljanum frá 5. janúar þar sem greint var frá því að ákveðinn andstöðuhópur hefði tekið upp reglulega fundi og íhugaði stofn- un landsmálafélags. í þessum hópi voru samkvæmt traustum heimildum Þjóðviljans eftirtaldir menn: Jón Óttar Ragnarsson, Jón Magnússon, Gísli Baldvins- son, Björn Þórhallsson ásamt Þorgeiri Ibsen. Ellert Schram rit- stjóri DV var nefndur í tengslum 2 StoA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur við hópinn en síðari eftirgrenns- lanir Þjóðviljans leiddu í ljós að hann hafði aldrei mætt á fundi hans. Þegar blaðið birti fréttina þann 5. janúar var hún áður lesin fyrir einn ofantalinna manna sem kvað hana í öllum atriðum sanna. Þann 15. janúar síðastliðinn hittust svo nokkrir úr hópnum og þar var tekin ákvörðun um að „dempa málið“ einsog það var orðað. Það með var það úr sög- unni. Um stundarsakir. -ÖS/óg Hjálpartœkjasýningin Föt fyrir Hér er um nýjung að ræða á íslandi því á þessari sýningu kynnum við í fyrsta skipti sér- hönnuð föt fyrir fatlaða og það er ekki að efa að fatlaðir fagna því að nú gefst þeim kostur á að kaupa föt við hæfi án þess að þurfa að láta sérsauma þau, sagði Eirika Sigurhannesdóttir á Hjálpartækjasýningunni sem hófst á Hótel Loftleiðum í gær. Þessi föt uppfylla sömu kröfur um tísku og þægindi eins og við fatlaða sem ófötluð teljumst gerum þeg- ar við veljum okkur föt, sagði Eiríka ennfremur. Hjálpartækjasýningin heldur áfram í dag og fram á þriðjudags- kvöld. Um helgina má nefna skemmtun í Víkingasal báða dag- ana sem hefst kl. 14.00. Þar er m.a. tískusýning á sérhönnuðum fatnaði, gamanþættir, sýning í hjólastóladansi, erindi og kvik- myndasýningar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.