Þjóðviljinn - 13.04.1985, Page 17

Þjóðviljinn - 13.04.1985, Page 17
Kvikmyndqhatíð Alsino og hrœfuglinn Á kvikmyndahdtíð Litahdtíðarívorverður ma. sýnd nýjasta mynd Miguel Littin um byltinguna í Nicaragua ur kvikmyndastofnunnar Chile hroðalega áður en hún var myrt og gerði hann þá þegar heimild- af böðlum herforingjanna. Fleiri armynd um Allende sem hét Fé- Chilenskir kvikmyndagerðar- lagi forseti. Síðan hófst hann menn hurfu á fyrstu dögum Nú í vor, nánar tiltekið dagana 18.-28. maí, verður haldin kvikmyndahátíð Listahátíðar. Gefst kvikmyndaunnendum þar kostur á að sjá ýmsar merkar myndir og verða þeim helstu gerð skil hér í blaðinu á næstu vikum. Þessi kynning hefst með frásögn af einu mynd- inni frá Rómönsku Ameríku sem verður á hátíð- inni. Sú var gerð árið 1982 í fjórum löndum Mið- Ameríkú: Nicaragua, Kúbu, Mexíkó og Costa Rica. Einn þeirra sem sitja í hátíðarnefndinni hef- ur samið meðfylgjandi pistil um Alsino og hræfugl- inn eftir chílenska kvikmyndaleikstjórann Miguel Littin. -ÞH Alsino y el condor Nicaragua/Kúba/Mexico/Costa Rica 1982 Leikstjóri: Miguel Littin Aðalhlutverk: Alan Esquivel, Dean Stockwell, Carmen Bunster. Á kvikmyndahátíð L.H. í maí næstkomandi gefst íslendingum tækifæri að sjá eitt af stórverkum s-amerískrar kvikmyndagerðar eða Alsino og hræfuglinn eftir Miguel Littin. Littin er eitt af stóru nöfnunum í s-amerískri kvikmyndagerð og eru myndir hans þekktar um allan heim. Hann fæddist árið 1942 í Palmillo í Chile. Littin lauk námi við há- skólann í Santiago en þar stund- aði hann nám í kvikmyndun, leikhús- og sjónvarpsfræðum. Fyrsta mynd hans í fullri lengd var Sjakalinn frá Nahueltoro. Hún var gerð 1968 og var byggð á atburðum sem áttu sér stað í stjórnartíð Allesandri en þá drap fátækur maður alla fjölskyldu sína frekar en að horfa uppá þau deyja úr hungri. Maðurinn var síðan líflátinn eftir að honum hafði verið kennt að meta verð- mæti þjóðfélagsins. Honum var kennt að lesa og hann endur- hæfður á ýmsa vegu, t.d. kennt að meta guðstrú og fleira í þeim dúr. Kvikmyndin var gerð í stjórn- artíð Frei og sýnd 1970 þegar kosningarbaráttan stóð yfir. í Chile sáu mörg hundruð þúsund myndina og er talið að hún hafi átt þátt í sigri Allende sama ár. Miguel Littin var gerður yfirmað- handa við gerð Fyrirheitna lands- ins sem ekki var fulllokið þegar Pinochet hrifsaði völdin í sept- ember 1973. Littin flúði með myndina til Kúbu þar sem hann kláraði að klippa hana. En það voru ekki allir aðstandendur myndarinnar sem náðu að flýja undan morðóð- um hundum Pinochet. Aðal- leikkonan í myndinni, Carmen Bueno, hvarf sporlaust en fullvíst er talið að hún hafi verið pyntuð valdaránsins og voru margir pyntaðir eða líflátnir eins og Jorge Muller tökumaður mynd- arinnar Orrustan um Chile eftir Patrico Guzman. Fyrirheitna landið var sýnd á fyrstu kvik- myndahátíð Listahátíðar 1978. Síðar flutti Miguel Littin til Mexico þar sem honum bauðst að gera nokkrar myndir. Merkust er án efa Boðin frá Marusia sem gerð var 1976 en sú mynd heimfærir valdaránið 1973 uppá Úr Alsino og hræfuglinn eftir Miguel Littin. verkfall kolanámumanna 1907 í Chile sem brotið var á bak aftur af mikilli hörku. Myndin var út- nefnd til Óskarsverðlauna 1976 sem besta erlenda myndin það ár. Þá gerði Littin einnig myndir eftir skáldsögum höfuðskálds S- Ameríku, Alejo Carpentier og Garcia Marquez. Alsino og hrœfuglinn Síðasta mynd Littin, Alsino og hrœfuglinn, þykir einhver besta mynd hans frá upphafi. Þar blandast saman á undraverðan hátt ljóðræn efnismeðferð Littins og s-amerísk frásagnarlist í anda stórskáldsins Garica Marquez. Sögusviðið er Nicaragua 1979, hermenn Sómósa eru við það að bugast. Bandarískir hernaðar- ráðgjafar eru í landinu (einn þeirra er meistaralega leikinn af Dean Stockwell) og styrjaldará- stand ríkir. Alsino er lítill dreng- • ur sem fylgist með styrjaldar- átökunum. fgegnum hann skynj- ar áhorfandinn stríðið líkt og í Bernsku ívans eftir Andrei Tark- ovsky. Drengurinn verður vitni að allskyns hörmungum eins og fjöldamorðum stjórnarhersins á óbreyttum borgurum sem grun- aðir eru um að styðja skæruliða sandinista. Myndin er hlaðin tilvitnunum og myndlíkingum. Drengurinn á til dæmis þá ósk heitasta að fljúga um loftin líkt og hræfuglinn en sú ósk hans rætist dag einn þegar bandarískur hernaðarráðunautur leyfir honum að fljúga með sér í herþyrlu. Myndin er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem kemur frá Nicar- agua og fyrir fólkið sem liðið hef- ur þær hörmungar sem fylgdu einræðisstjórn Sómósa er myndin minnisvarði um þáttaskil í sögu landsins. Myndin var einnig útnefnd til Óskarsverðlauna sem besta er- lenda myndin 1983. Það er einlæg von þeirra sem standa að kvik- myndahátíðinni að fólk sem lætur sig nokkru varða ástand mála í s-ameríku fjölmenni á þennan hvalreka á fjörur kvikmynda- unnenda. Þeir sem sóttu Fjala- kóttinn muna kannski eftir að hafa séð Sjakalann frá Nahuelt- oro sem var sýnd í klúbbnum 1976. Áferðarfalleg - en Háskólabíó: VÍGVELLIR Bandarík- in 1984. Leikstjóri: Roland Joffé. Handrit: Bruce Robinson, eftir sögu Sidneys Schanberg. Tónlist: Mike Oldfield. Aðalhlutverk: Sam Waterston, Dr. Haing Ngor. Stríðið í SA Asíu hefur ekki reynst efni í kvikmyndir í Holly- wood - nema í örfáum tilvikum. John Wayne reyndi að ná upp stemningu þegar hann gerði The Green Berets árið 1969 en það er mynd sem fjallar um sveit af- burðamanna sem eru að berja á litlum gulum skæruliðum í frum- skóginum. The Green Berets hlaut dræmar undirtektir, jafnt meðal John Wayne aðdáenda sem annarra. En hvernig sem annars má túlka tómleika kvikmyndaiðnað- arins gagnvart þessu langvinna stríði, þá er víst að markaðssér- fræðingar Hollywood hafi reiknað út að amerísk alþýða væri búin að fá nægju sína af stríðinu í fréttatímum sjónvarps- ins og hefði ekki andlegt þrek til þess að meðtaka meira í kvik- myndahúsum. Síst af öllu for- heimskandi rugl eins og The Green Berets. Vietnam var fyrsta stórstyrjöldin sem var tekin upp á video og send út inná hvert heim- ili í Bandaríkjunum, oft innan við sólarhring eftir að atburðirnir gerðust. Þær hetjur sem sneru aftur úr þessu stríði voru allar fréttamenn; hermennirnir fengu aldrei uppreisn æru. ANNATHEÓDÓRA RÖGNVALDSDÓT7 Sidney Schanberg, hjá New York Times, er einn þessara fréttamanna. Árið 1976 fékk hann Pulitzer verðlunin fyrir störf sín í Kambódíu. Hann hafði verið í Phnom Penh árið 1973 þegar fyrstu loftárásir Bandaríkj- anna voru gerðar og hann var með þeim síðustu til þess að yfir- gefa borgina þegar Rauðu khmerarnir náðu henni á sitt vald. Kambódíumanninum Dith Pran sem hafði verið náinn sam- starfsmaður Schanbergs og aðal- tengiliður, auðnaðist hinsvegar ekki að komast á brott. Hann varð eftir og týndist í því gífurlega umróti og morðöldu sem fylgdi ógnarstjórninni. Eftirgrennslanir Schanbergs báru lítinn árangur, enda var útlendingum bannað að koma inn í landið. En Dith Pran lifði og tveimur árum seinna hafði honum tekist að komast til flóttamannabúða Rauða krossins á landamærum Thailands. Þessa sögu skráði Sidney Schanberg og birti í Sunnudagsblaði New York Times og á þeirri frásögn er kvik- myndin byggð. Myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, svo og frétta- manna og annarra sem þekktu vel til í Kambódíu þegar þessir atburðir gerðust, enda er mjög samviskusamlega að henni stað- ið. Þetta er jafnframt frumraun leikstjórans, Roland Joffé. Ekki er annað hægt að segja en að myndin sé mjög áferðarfalleg, bæði hvað varðar leikstjórn og kvikmyndatöku. Samt er það svo, að Joffé virðist hvergi bera það við að nota kvikmyndatækni- na sem túlkandi miðil, heldur sættir hann sig við að reyna að endursegja, að sviðsetja atburði sem þegar hafa gerst. I myndinni fljóta hjá örstutt atriði sem gætu verið úr MASH, eða úr Deer- hunter - ímyndir sem fyrir löngu eru orðnar að klisjum - að öðru leyti er myndin mjög sviplaus. Svo einkennilega vill til að í myndinni er atriði þar sem frétta- maðurinn situr inní stofu hj á syst- ur sinni í New York og er að horfa á fréttaskýringarþátt um Kambó- díu í sjónvarpinu. Þessar fáu og litlaus flöktandi myndir á litlum skermi vöktu sterkari tilfinningar en öll myndin Vígvellir samanlögð. Ég hef ekki lesið greinina sem Vígvellir er byggð á, en samt segir mér svo hugur um að henni hafi verið fylgt af nokkurri trú- mennsku. Áð minnsta kosti er nokkuð lagt upp úr því í mynd- inni að sýna hvers konar maður Sidney Schanberg er, hvernig menn þurfa að vera til þess að geta horft á óendanlegar þjáning- ar á degi hverjum og alltaf í lífs- hættu sjálfir. Sidney Schanberg er ekki sympatísk manngerð. Það eitt, og kannski líka sú staðreynd að ekkert kynlíf er í myndinni, er kannski ástæðan fyrir því hversu djarft fyrirtæki þetta þótti vera í Hollywood á sínum tíma. Og kannski furðulegt að hún skuli hafa verið gerð. Haing Ngor fer með hlutverk kambódíska fréttamannsins Dith Pran og fékk Óskarsverðlaun fyrir sem besti leikari í aukahlut- verki. Haing Ngor er kambódísk- ur flóttamaður sem komst út úr landinu um svipað leyti og Sidney Schanberg þó að þeir hafi að sjálfsögðu ekki vitað hvor af öðr- um á þeim tíma. Hann hefur aldrei áður fengist við að leika en hann gerir hlutverki sínu frábær skil og lyftir þessari mynd talsvert upp úr litleysi sínu. Megrunarbók Út er komin hjá Iðunni bókin T-kúrinn eftir Áudrey Eyton. Höfundurinn er einn þekktasti næringarsérfræðingur Bretlands og hefur langa reynslu af megrun- armálum. Bók hennar, T-kúrinn, hefur selst í milljónum eintaka víða um heim. „T-kúrinn eða trefjakúrinn er einn sá hollasti og auðveldasti megrunarkúr sem um getur“, segir í frétt frá forlaginu, „og byggist á mikilvægi trefjaríkrar fæðu fyrir meltinguna. Á síðustu árum hafa menn gert sér grein fyrir því hvernig nútímamaður- inn hefur rænt fæðuna aðalnær- ingargildi hennar með ofvinnslu. Jafnframt hefur verið bent á að þeir næringarkvillar sem sækja á Vesturlandabúa eru nánast ó- þekktir meðal þjóða sem neyta tiltölulega óunninna fæðuteg- unda. Þær þjást hvorki af offitu né magasjúkdómum. En jafn- framt því að vera holl hefur trefj- arík fæða ótvíræða megrunareiginleika.“ Laugardagur 13. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.