Þjóðviljinn - 13.04.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.04.1985, Blaðsíða 13
MENNING Of haminn Sigurður Þórir í Listnnunahúsinu Sigurður Þórir Sigurðsson hef- ur undanfarnar vikur sýnt í Listmunahúsinu við Lækjargötu. Þetta mun vera 9. einkasýning Sigurðar Þóris, ef með eru taldar þær einkasýningar sem hann hef- ur haldið í Kaupmannahöfn og Færeyjum. Ótaldar eru þá einka- sýningar þær sem hann hefur haldið víðsvegar um landið, svo og samsýningar þær sem hann hefur tekið þátt í, en þær eru ekki HALLDÓR B. RUNÓLFSSOf færri. Að þessu sinni sýnir hann 35 myndir. Sigurður Þórir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands frá 1968-70 og frá 1974-78 við Listaháskólann í Kaup- mannahöfn. Þar var hann undir handleiðslu prófessors Dan Ster- up Hansen. Á þeim tíu árum frá því Sigurð- ur Þórir hélt sína fyrstu einkasýn- ingu hefur list hans tekið miklum stakkaskiptum. Einkum hefur hún breyst á undanförnum árum og má segja að listamaðurinn sé enn í mótun. Sigurður Þórir kall- ar þessa sýningu sína „Úr mann- heimum" og undirstrikar það heildarþema hennar; samskipti karls og konu. Svo sem fyrr heldur listamað- urinn sig við hið húmaníska svið þótt forsendurnar hafi breyst. í stað þjóðfélagslegra mynda sem áður einkenndu list hans er kom- inn einkaheimur; samskipta- heimur kynjanna; Adam og Eva í hinum ýmsu stellingum og við hinar ýmsu aðstæður. Hvort hér er um eigin reynslu listamannsins að ræða eða eitthvert allegorískt efni fengið að láni og hermt upp á samtíðina skal látið ósagt. Hitt er greinilegt að myndefnið má túlka mjög vítt e.t.v. of vítt, því það sem í fljótu bragði sýnist vera saga er raunar módelmyndagerð, allfjarri expressionískum frá- sagnarháttum. Það er e.t.v þetta sem dregur óþarflega mikið úr styrk mynd- anna. Þær eru ekki nógu áleitnar til að vekja áhorfandann til um- hugsunar um hvert listamaðurinn ætli sér. Að manni læðist sá grun- ur að Sigurður Þórir hafi viljað segja eitthvað áþreifanlegt um samskipti kynjanna, en hætt við á miðri leið og fundið einhverja málamiðlunarlausn milli frásagn- ar og formalisma. Fyrir vikið verða myndirnar of heftar. Nú ræður listamaðurinn yfir nægri tækni og skortir ekki inn- blástur til að hella sér út í „ak- sjón“. En einhverra hluta vegna kýs hann að hemja sig og halda að Veröld okkar beggja. sér höndunum þótt myndefnið bjóði upp á kraftmikið til- finningaspil. Þrátt fyrir allt hefur þó litameðferð Sigurðar Þóris tekið miklum framförum og ósj- aldan sýnir hann tilþrif í meðferð bláa litarins og veit það á aukinn styrk hans sem málara. Það sem hann á eftir ólært er samhæfing teikningar og pensil- skriftar, en það er eitt hið mikil- vægasta í frjálsu málverki eins og því sem hann leggur stund á. I slíku málverki getur teikning ekki verið eitt og litameðferð annað, heldur verða þessir þættir að sameinast ef fullur árangur á að nást. En það hlýtur að vera takmarkið að koma til skila inn- taki málverksins og túlkun, eða mótun inntaksins. Listin er harð- ur húsbóndi, en alltént sækir Sig- urður Þórir á brattann og á tví- mælalaust eftir að hafa árangur sem erfiði. HBR Vinsœldir Piaf valda vandrœðum Söngleikurinn um Edith Piaf sem Leikfélag Akureyrarsýnir um þessar mundir nýtur mik- illa vinsælda og að sögn Sig- nýjar Pálsdóttur leikhússtjóra eru horfur á að hann gangi langtfram eftirvori. Næstu sýningar verða nú um helg- ina, þ.e. í kvöld, föstudag, og annað kvöld kl. 20.30. Það hljómar eins og þversögn en er því miður allt of algengt í íslensku leiklistarlífi að velgengni leiksýninga setur félögin sem að þeim standa í bobba. Þannig var með Beisk tár Petru von Kant sem Alþýðuleikhúsið varð að hætta sýningum á fyrir fullu húsi, þannig var með sýninguna um Guðmund í Stúdentaleikhúsinu í fýrrasumar og þannig er það með Piaf á Akureyri. Leikfélag Akureyrar stóð frammi fyrir þeim vanda að þurfa að koma upp nýrri leikmynd fyrir barnaleikrit eftir Ólaf Hauk Sím- nonarson án þess að hafa geymslu fyrir leikmyndina í Piaf. Var þá brugðið á það ráð að biðja Messíönu Tómasdóttur að fella nýju leikmyndina inn í þá sem fyrir var og leysti hún vandann með glæsibrag. Gamla leikmynd- in er hulin striga og sést ekki en sú nýja er sett ofan á. Barnaleikrit Ólafs er byggt á sögu eftir Kipling og nefnist Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir. Að sögn Signýjar fjallar það um hvernig villidýrin breytast í húsdýr. I sýningunni koma fram fjögur dýr sem þó er allmikill mannsbragur að, mað- ur, kona og barn. Tónlist við leikritið er eftir Ólaf en útsetn- ingar annast Gunnar Þórðarson sem einnig hefur leikið allan undirleik sinn á segulband. Frumsýning á verki Ólafs verður 29. apríl nk. _þu VERD MED TOLLAEFTIRGJÖF Ryðvörn er ávallt innifalin í okkar veröi. Hagstæðir greiðsluskilmálar LADA SPORT 4X4 305.000. . JÍL- LADA 1200 137.000. LADASAFÍR 153.000.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.