Þjóðviljinn - 13.04.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR
Siðlaus blaðamennska
RHstjóm
NT kærð
Gunnar Sandholt: Ógeðsleg blaðamennska afversta tagi.
Hjördís Hjartardóttir: Sýnir makalaust virðingarleysifyrir
þeim unglingum sem hluteiga að máli.
Fréttir
Fjölskylduheimili fyrir unglinga:
Blóðug f jöldaátök
meðal vistmanna
Glerbrotum grýtt og kylfum sveiflað
pillinu \ið hlu' |ha\ iuljðj Ai' .m .ii.inciii' Du iiiuiiiin Ull
mijmi '|iiii.iimi|I.i vmuvliciipin. 'iAjn al 'vlluiini lull nioVii
ii umln .itniluin 'iniu.ln.i unJ.nlju' .il •illuni I>I<mViii"iii
h.i-iV 'IjIIuiii m i ••>: •mNiuíii 'im uni
h.ctlulc|:ii i fn i .i'l.intli 't ni |vu I tcii tticii^)jiiii.i toiu llullii
f.iu j 'ItvukiUhji v
Siiiij'jiiih.iinl'l.iu'l t.u \ 11S .itt'ikum jviiu
hvggmguiu þ.u 'cni 'iniiiin t ji hcimil'int t.11 kti«hl .1 vcliv.ing
inih.tntli Sljit"lulkj lil iiðstoðwvið lngicglu.cn hun lil 21*
Ég á vart orð til að lýsa skoðun-
um mínum á þeirri frétta-
mennsku sem birtist á forsíðu NT
í gær, sagði Gunnar Sandholt for-
stöðumaður fjölskyldudeildar
Félagsmáiastofnunar Reykjavík-
ur í samtali við Þjóðviljann í gaer.
Tilefnið var þær fréttamyndir
sem Nútíminn birti á föstudag af
blóðugum unglingi frá Fjöl-
skylduheimili fyrir unglinga, sem
Félagsmálastofnun rekur að Búð-
argerði 9 í Reykjavík. Heimili
þetta er starfrækt fyrir heimilis-
lausa unglinga á aldrinum 14-18
ára.
Hér er um ógeðslega blaða-
mennsku að ræða af versta tagi,
Á rbæjarhverfi
Niður-
troðnar
gras-
flatir
Hestamenn riðu íhópum
yfir og eftir grasflötunum
Þannig eru velflestar grasflatir
miðsvæðis í Árbæjarhverfinu út-
lítandi eftir að hestamenn fóru í
hópum í gegnum hverfið um
páskahelgina. „Þetta er allt út-
sparkað einmitt þegar gróðurinn
er hvað viðkvæmastur. Það
versta við þetta er að þessi leikur
hestamanna að ríða yfir grasflat-
irnar endurtekur sig á hverju
vori”, sagði Steinn Halldórsson
íbúi í Arbæjarhverfi er hann
hafði samband við Þjóðviljann.
Steinn sagði að það virtist bera
lítinn árangur þótt kvartað væri
yfir þessu við hestamenn og yfir-
völd en vonandi lærðu menn að
bera meiri virðingu fyrir gróðri
en sýnt hefði sig hingað til.
Grasflatirnar í Arbæjarhverfi eru margar illa útsparkaðar eftir hestamenn. Mynd
- E.ÓI.
Hagvangur
Lesendum dagblaða
fækkar um fjórðung
sagði Gunnar, sem þjónar ekki
öðrum tilgangi en þeim í versta
falli að staðfesta neikvæða sjálfs-
ímynd unglingsins og eyðileggja
það uppbyggilega starf sem átt
hefur sér stað á Fjöiskylduheimi-
linu í Búðargerði.
Við höfum ákveðið að kæra
þessa umfjöllun fyrir siðanefnd
Blaðamannafélagsins og höfum í
athugun hvort unglingurinn sem
á í hlut muni ekki höfða mál á
hendur ritstjórn Nútímans, sagði
Hjördís Hjartardóttir forstöðu-
kona Fjölskylduheimilisins í sam-
tali við Þjóðviljann.
Við vitum að það gerist því
miður daglega, ef ekki oft á dag,
að lögreglan er kvödd á vettvang í
heimahús til þess að stilla til
friðar. Sem betur fer búum við
við það öryggi að slíkt hefur ekki
talist fréttaefni í fjölmiðlum hing-
að til, sagði Hjördís. Það er þeim
mun furðulegra þegar slíkar
myndbirtingar sem hér um ræðir
eru gerðar að forsíðuefni þar sem
eiga í hlut unglingar sem eiga
undir högg að sækja í okkar
þjóðfélagi. Þetta undirstrikar að
mínu áliti makalaust virðingar-
leysi gagnvart þessum ung-
liiigum, og er um leið til þess fall-
ið að ýta undir þau sjónarmið,
sem því miður eru fyrir hendi í
þjóðfélaginu, að unglingar séu
upp til hópa óþjóðalýður.
-ólg
Gramm
Gefur út plötu með
breskri hljómsveit
„Tónlist árangur helgrar samvinnu”
„Það má líta á þetta albúm sem
heimild um heimsókn breskra
listamanna til íslands”, sagði Ás-
mundur Jónsson í Gramminu við
Þjóðviljann um útgáfu
Grammsins á plötu með hljóm-
sveitinni Psychic TV.
„Þetta er tvöföld plata, gefin út
í takmörkuðu upplagi og hér er
um að ræða upptöku á tónleikum
Psychic TV í Hamrahlíðarskóla
23. nóvember ’83. Auk hljóm-
sveitarinnar sjálfrar lögðu ýmsir
íslenskir tónlistarmenn hönd á
plóginn, þeir Þorsteinn Magnús-
son, Eyjólfur B. Alfreðsson,
Guðlaugur Óttarsson og Hilmar
Örn Hilmarsson sem nú er með-
limur Psychic TV. Eða eins og
segir á umslagi plötunnar „tónl-
istin er árangur helgrar samvinnu
sem að vissu leyti yfirstígur rúm
og tíma”. Sveinbjörn Beinteins-
son allsherjargoði kemur einnig
við sögu en hann gifti 2 meðlimi
hljómsveitarinnar að ásatrúarsið
á Draghálsi og fléttast sá atburð-
ur inní tónlistina. Platan er á
leiðinni til landsins”, sagði Ás-
mundur að lokum. _aró
Blikkiöjan
lönbúð 3, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtiiboð
SÍMI 46711
Skoðanakönnunin býður uppá margs konar túlkanir. Einungis hluti
hennar birtur almenningi.
Háskólamenntaðir
Dagblaðalestur á íslandi hefur
dregist saman um 25% ef miðað
er við könnun á vegum auglýsing-
astofanna sem birt var 4. mars
1983 og framkvæmd af Hagvangi
einsog sú sem nú hefur verið birt.
Einungis Þjóðviljinn og Morgun-
blaðið hafa haldið nokkurn veg-
inn í horfinu meðan NT og DV
hafa misst töluverðan hluta af les-
endahópnum.
Könnun sú sem gerð var í árs-
lok 1982 og birt var í mars 1983
sýnir að gamli Tíminn var þá les-
inn af 29% dagblaðalesenda en
samkvæmt nýbirtu könnuninni
frá Hagvangi lesa 15.8% lands-
manna NT. Þá voru dagblöðin öll
lesin af 179.5% (þ.e. margir lesa
fleiri en eitt blað) en samkvæmt
nýju könnuninni lesa 133.5%
blöðin. Þannig hafa líka öll blöð-
in tapað lesendum, Morgunblað-
ið minnst eða 10.8% og NT mest
yfir 45% samdráttur.
í Reykjavík hefur Þjóðviljinn
samkvæmt nýju könnuninni
18.3% en NT 16.4%, Morgun-
blaðið 80.4%, DV 43.4% og Al-
þýðublaðið 5.1%.
Nýja skoðanakönnunin hefur
verið kynnt í fréttatilkynningu en
í heild er könnunin til sölu fyrir 50
þúsundir. Þjóðviljinn hefur
fregnað að mikillar óánægju gæti
víða vegna niðurstaðna hennar
og m.a. vegna þess hve erfitt er
að bera saman við fyrri kannanir.
DV segir tölurnar fyrst og fremst
sýna dreifingu áskrifta og að ósk
blaðsins um spurningu sem ætla
mætti að gæfi til kynna raunveru-
Iega dreifingu hafði verið hafnað.
Þá er orðalag misvísandi frá þess-
ari könnun til hinnar síðustu og
býður þetta með öðru upp á
margs konar túlkanir svo sem sjá
hefur mátt í blöðum og hér að
ofan.
-óg.
ríkisstarfsmenn í BHMR
Félagsmenn HÍK hafa staöið í fjárfrekri bar-
áttu fyrir hönd okkar allra.
Okkur ber skylda til aö standa viö bakið á
þeim, fjárþörfin er mikil og því brýnt aö allir
leggi umtalsvert framlag í VINNUDEILU-
SJOÐ BHMR er nr: 21-21-22 viö Alþýöu-
bankann Suöurlandsbraut.
Ef greitt er meö gíró er stofnnúmer 815 og
höfuöbókarnúmer 25.
STJÓRN VINNUDEILUSJÓÐS BHMR:
Laugardagur 13. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3