Þjóðviljinn - 13.04.1985, Page 16

Þjóðviljinn - 13.04.1985, Page 16
DÆGURMÁL Gunnlaugur Falk, annar gítarleikari Fist; - 5 manna (10 hnefa) hljómsveit sem lofar góöu - einhvers staðar mitt á milli Led Zeppelin og Dio - 12 strengja • „sándið” flott. Þungarokkið lifir Innkoman á hljómleika Gypsy og Fist í Fél- agsstofnun stúdenta sunnudaginn fyrir páska sýndi og sannaði að andi rokksins lifir í æfing- arplássum og fæðir enn af sér pann kraft í hljómburði og söng sem þungarokksgrúppa þarf til að standa undir nafni. Mikið var vandað til hljómleikanna. Ljósum hafði verið stillt upp svo að hljómsveitirnar skört- uðu öllum regnbogans litum til skiptis og geislarnir fóru reglubundnar ferðir um veggi og loft salarins. Áhorfendur léttfylltu salinn, en þegar líða tók á var eins og þreyta gripi um sig og fólk tók að hverfa. En það gladdi hjarta mitt að vita að til er fólk sem gerir sitt besta og reynir að færa áhorfanda sitt vandað- asta verk. Hljóðfæraleik og raddbandanýtingu þekki ég ekki það mikið inná til að dæma, en það sem ég veit segir mér að leikurinn var vandaður, æfður en frumstæður eins og frumstæðra er vandi. Mætti þó biðja söngvara hljómsveitarinnar Fist að leyfa áhorfendum að njóta fleiri tóna en háa c-s í söngnum... en ég skemmti mér konunglega. Folda Gypsy- ung og efnileg hljómsveit - náði upp góðri stemmningu í Félagsstofnun: Jón Ari Ingólfsson, Héðnir Sverrisson, Jóhannes Eiðsson söngvari, Hallur og Ingólfur. Enn af kennurum Viö fengum senda plötu með tónlist úr samnefndri bíó- mynd, Teachers, nú fyrir skömmu. Þessi mynderó- komin hingaðtil lands, enda tiltölulega ný af nálinni og var frumsýnd í Ameríku í febrúar. Eftir tónlistinni að dæmaer hér um fjöruga mynd að ræða, gamanmynd með undirtóni. Leikstjóri Teac- hers ergamalreyndurásínu sviði, ArthurHiller, stjórnaði m.a. einni ótrúlegustu mynd síðari tíma, nefnilega Love Story. Þá má geta þess að nokkrir vel kunnir leikarar koma við sögu Kennaranna, t.a.m. Nick Nolte og Richard Mulligan (úrLöðri). En tónlistin er það sem fjallað skal hér stuttlega um. Hún er, í einu orði sagt: Hress. Þaulreyndir kappar á við Joe Cocker, lan Hunter (Mott the Hoople), Freddy Mercury (Que- en), Bob Seger (& the Silver Bul- let Band), Roman Holliday og Eric Martin & Friends syngja inná þessa plötu og þá ættu marg- ir af „eldri kynslóðinni" að kætast Richard Mulligan, eða Burt karlinn í Löðri, með kennaratakta í kvikmynd- inni Teachers. dulítið þegar ZZ Top er einnig nefnt til sögunnar. Þá syngur hljómsveit að nafni Night Ranger lagastúf eða svo, en við þá hljóm- sveit kannast ég lítið. Aftur þekki ég betur hljómsveitina The Mot- els þar sem söngkona hennar Martha Davis á lítinn stað í hjarta mínu; lagið sem hún syngur er að vonum gott, nýtt undir nálinni, In The Jungle (Concrete Jungle). Þið sem stöku sinnum opnið fyrir Rás 2 ættuð að hafa heyrt lagið Teacher, Teacher með 38 Special, ágætt rokkpopp. Persónulega hef ég gaman af flestu þessu fólki sem þarna kem- ur fram. Ian Hunter er alltaf í smámetum hjá mér, svo og hinir yndislega hallærislegu skegglufsutöffarar í ZZ top, en þá mætti með tímanum setja á safn, þó ekki tónlistina alveg, því þeir blanda bárujárnið með þíð- urn, léttmildum húmör. Eg má ekki annað en mæla með Kennurum, eftir það sem á undan er gengið, og get alveg eins sagt sem svo, að þetta sé hin ágætasta partíplata fyrir fólk á öllum aldri undir sautján ára, nokkuð heví, stundum kúl, hlýtur hún að ganga í suma. Ekki bara brauðstrit Gunnþórí Q4U: Húsnœðis- og oðstöðuleysi stendur mörgum hijómsveitum fyrirþrifum Fyrirtveim vikum birti Þjóð- viljinn grein um stöðu ís- lenskrardægurtónlistar. Þar kom ma. fram að margar helstu hljómsveitir nýbylgj- unnar væru hættar og með- limirþeirra önnum kafnirvið barnauppeldi og brauðstrit. Meðal þeirra sem þar voru nefnd til voru þau Gurjnþórog EI!ýúrQ4U. Gunnþór hafði samband við blaðið eftir að greinin birtist og vildi koma því á framfæri að ekki væri það uppgjöfin einber sem réði því að sumar hljómsveitanna hefðu hætt. „Fræbbblarnir ætla að reyna að byrja aftur og við í Q4U líka. En málið strandar á skorti á æfingaplássi. Við erum búin að leita að plássi í fjóra mán- uði án árangurs. Við auglýstum í DV og fengum einhver svör en það húsnæði sem í boði var kost- aði á bilinu 12-15 þúsund krónur á mánuði og á því höfum við ein- faldlega ekki efni”, sagði Gunn- þór. Hann sagði að margar hljóm- sveitir hefðu hætt af þessari ástæðu. „Áður fyrr voru til nokkrir staðir sem hljómsveitirn- ar deildu með sér en þeir eru 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur dottnir út, það er eins og enginn vilji lengur leigja hljómsveitum undir æfingar. Síðasta plássið sem við í Q4U æfðum í var á hæð- inni fyrir neðan trésmíðaverks- tæði og það var þannig að annað hvort syntum við þangað inn eða vorum að kafna úr ryki. Við fengum um daginn tilboð um 20 fermetra húsnæði sem átti að kosta 8 þúsund krónur á mán- uði, það er næstum því jafnmikið og við borgum fyrir 95 fermetra íbúð, auk þess sem það er of lítið. Húseigendur virðast halda að við eyðum svo miklu rafmagni en það er alls ekki tilfellið”, sgði Gunnþór. Hann sagði að það væri ýmis- legt að gerast í dægurtónlistinni og nefndi sérstaklega hljóm- sveitina The Voice af Seltjarnar- nesi sem hann sagði að minnti á Sex Pistols á blómaskeiðinu. „En það er mikil þreyta sem stafar af þessu aðstöðuleysi. Barnaher- bergið hjá okkur er fullt af græj- um en svo sit ég í stofunni með bassann magnara- og snúru- lausan og græt forna frægð”, sagði Gunnþór í Q4U. -ÞH Gunnþór, Ellý og Erna dóttir þeirra í barnagrindinni. (Mynd:Valdís) Bubbi á hringsóli Bubbi Morthens legguraf stað í hringferð um landið á miðvikudaginn kemur og fer geyst. Hannætlaraðspilaog syngjaá29stöðumá31 degi, hvorki meira né minna. Hann byrjar hringinn á Hólmavík á Ströndum og fer síðan austur um og suður og endar í Skógum undir Eyjafjöllum. Hann verður einn á ferð með gítarinn og munnhörpuna. Á tónleikunum mun Bubbi flytja efni af fyrri plötum sínum en einnig kynna væntanlega sólóplötu sem á að koma út í byrj- un júní. Ef við rennum okkur hringinn lítur ferðaáætlunin svona út: Miðvikudaginn 17. apríl verð- ur hann á Hólmavík, 18. á Hvammstanga, 19. á Blönduósi, 20. á Skagaströnd, 21. á Sigluf- irði, 22. á Sauðárkróki, 23. á Hofsósi, 24. á Ólafsfirði, 25. í Dynheimum á Akureyri, 26. á Dalvík, 28. í Sjallanum á Akur- eyri, 29. í Hrísey, 30. á Húsavík, 1. maí í Hótel Reynihlíð, 2. á Kópaskeri, 3. á Þórshöfn, 4. á Raufarhöfn, 5. á Vopnafirði, 7. í Neskaupstað, 8. á Eskifirði, 9. á Reyðarfirði, 10. á Seyðisfirði, 11. á Fáskrúðsfirði, 12. á Egilsstöð- um, 13. á Breiðdalsvík, 14. á Djúpavogi, 15. á Höfn í Horna- firði, 16. í Vík í Mýrdal og á þjóð- hátíðardegi norðmanna, 17. maí, leikur hann á Skógum undir Eyjafjöllum. -ÞH 1\

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.