Þjóðviljinn - 13.04.1985, Page 19
Framhald af bls. 18
... síra Jón er skilgetinn sonur
hins mikla rétttrúnaðar og
dómurinn um hann hlýtur að
nokkuru leyti að verða dómur
um trúarlíf aldar hans.
Hvað
sameinar?
En ef Píslarsagan er hryllingur-
inn, martröðin, þá er Litli Prin-
sinn alger andhverfa hennar á
yfirborðinu. Sagan um hann er
draumkennd og falleg og fyrir
börn á öllum aldri. Sýningin er
tvískipt þannig að menn þurfa
ekki að hafa áhyggjur af gríðar-
legum andstæðum þessara verka,
- heldur er eins og þær vegi salt,
spila hvor á móti annarri eins og
nótt og dagur. En eiga þessi ólíku
verk kannski eitthvað sameigin-
legt?
-HalldórE. Laxness leikstjóri:
Bæði verkin takast á við
tmyndunaraflið í ríkum mæli og
áhrif þess til góðs og ills. Og líka
hvernig vissar aðstæður í verkun-
um framkalla ímyndanir hjá öðr-
um. Þótt önnur sagan gerist á
jörðunni en hin í himingeimnum,
þá sýnir þetta líka hvað maðurinn
er í rauninni heftur. Saint-
Exupéry flytur karaktera af jörðu
upp í stjörnurnar en síra Jón býr
djöflinum búning fyrirbæra af
jörðu.
- Hvernig varð leikgerðin til?
Þetta eru eiginlega myndir.
Pær kviknuðu við lestur verk-
anna og það má eiginlega segja
að það séu vissar stemmningar
innra með mér sem skila sér svo í
þessum myndum á sviðinu. í
rauninni eru það ekki síra Jón
eða Litli Prinsinn sem sjást á svið-
inu, heldur myndir tileinkaðar
þeim.
- Hvað einkennir hana þá?
Sýningin byggist upp á ósam-
stæðum einingum sem falla svo
saman í myndir. Það skapast viss-
ar aðstæður þegar einingar mæt-
ast á þennan mekaníska hátt
eins og hér er gert. En þessi sýn-
ing er ekki nema að hálfu gerð.
Áhorfandinn fyllir upp í helming-
inn. Uppbygging myndanna er til
þess gerð að gefa honum örlitla
möguleika á að fylla þær upp.
- Hvers konar leikhús er þetta
þá?
Hér er ekki unnið samkvæmt
ýmsum grundvallarhugmyndum
um leikhús. Það er margt sem er
brotið upp. Þetta er ekki skúlp-
túr, ekki málverk og heldur ekki
hreyfilist. Ég kalla þetta samt
leikhús af því að ég er leikhús-
maður. Það má segja að þetta sé
realismi, raunveruleikaleikhús.
Leikararnir eru ekki að reyna að
leika eitthvað annað. Og þetta
hefur verið skemmtileg vinna
vegna þess að undanfarið hef ég
eingöngu unnið í leikaraleikhúsi,
hádramatísku þar sem sviðið var
oft á tíðum brotið upp og dreift
um salinn. Hér erum við komin
aftur upp á svið, það er ekkert
verið að þvælast út í sal heldur
eingöngu fyllt það rúm sem sviðið
er; hæð, dýpt og breidd.
Breskir söngvarar
í Norrœna húsinu
Allt er
táknrœnt
- Nú er mikið dansað í sýning-
unni?
Já, þetta er mikil kóreografía.
Á milli atriða kemur alltaf eins
konar prólogur, - dans sem á við
næsta atriði á eftir. Og þar er eng-
in músik heldur þögn. Dansarnir
eru samdir undir áhrifum frá
ýmsum þjóðdönsum, þ.e. ég nota
vissa tækni sem þaðan er runnin,
þetta er eins konar innfluttur
kúltúr. Dansarnir eru unnir á
undan músikinni, hreyfingarnar
urðu til áður en hún kom inn. En
saman myndar þetta ágæta heild.
- Hreyfingar leikaranna vekja
athygli spyrjanda og verða tilefni
spurningar um táknrœnt gildi?
Allt er táknrænt! Ég held að
sjálfkrafa verði til tákn þegar
maður fer að vinna með hreyfing-
ar, jafnvægi og þyngdir. Ein
staða verkar sem tákn á ein-
hvern, en eingöngu sem form á
annan. Menn geta auðvitað flett
upp í táknfræðihandbókum og
fengið út að t.d. mjúkar línur
tákni móður. En við unnum ekki
með neitt slíkt í huga, sumar
hreyfingar einfaldlega passa, aðr-
ar ekki. Ég fór að fmynda mér
ýmisleg tákn eftir að ég fór að
horfa á hreyfingarnar sem ég
samdi. Þá fyrst. En þau eru bara
fyrir mig. Þau geta orðið önnur í
augum annarra áhorfenda.
Páll Valsson
Á mánudagskvöldið halda
tveir breskir tónlistarmenn
tónleika í Norræna húsinu og
hefjast þeir kl. 20.30. Það eru
bass-bariton söngvarinn
Christopher Keyte og sópran
söngkonan Karen Woodho-
use.
Keyte er talinn einn fremsti
bass-bariton söngvari Breta og
hefur sungið á öllum stærstu tón-
listarhátíðum Evrópu auk þess að
hafa heimsótt andfætlinga okkar í
Ástralíu og Nýja-Sjálandi heim.
Hann syngur alls kyns tónlist, allt
frá barokk til nútímaverka, og
hefur gefið út yfir 50 hljómp-
lötur.
Karen Woodhouse er ung og
upprennandi í sfnu fagi og hefur
vakið mikla athygli að undan-
förnu. Hún hefur haldið fjölda
einsöngstónleika, sungið fyrir
BBC og er nýbúin að syngja í
sjónvarpsþáttum sem byggðir eru
á lífi Hándels. Undanfarin 3 ár
hefur hún kennt söng og píanó-
leik í London.
Karen Woodhouse leikur
undir með Keyte en syngur auk
þess dúetta með honum og ein-
söng við undirleik. Á efnis-
skránni eru verk eftir Purcell,
Vaughan-Williams, Roger Quilt-
er, Arthur Benjamin og William
Walton.
- ÞH
Drögum vel úr ferð
við blindhæðir og brýr.
GÓÐAFERÐ!
UMFEROAR
RÁD
FILIDICASAFENDI
MEÐ VOR I REYKJAVIK
í dag opnar mjög sérstæð garnverslun, sannkallað
Garn-Galleri, á Skólavörðustíg 20.
í Garn-Gallerí er tfskugarn beint frá tfskuborginni
Flórens á Ítalíu, sjálft |FiIi De Casa Fendilgarnið
í ótrúlegu úrvali og litavali. Að sjálfsögðu höfum við
einnig lopalínuna frá Álafossi og Gefjunni.
Vor og sumarlitirnir frálFili-De Casa-Fendileru
fallegir, það er sannkallað ítalskt vor á Skólavörðustígnum.
FiliDi
CASA
FENDI
Skólavörðustíg 30 Sími 1 -35 30
Loksins á ÍSLANDI kjúklingurinn sem sló í gegn í DANMÖRKU
—■ Sérkryddaóur
Helgat rmgur
HELGARKJÚKLINGURINN sló í Frá
gegn i Danmorku og nu er hann fmj S ffflj W
fVf
gegn
kominn hingað, beint í ofninn úr
frystinum.
ísfugl