Þjóðviljinn - 27.04.1985, Síða 15
Kalevala
á tveim stöðum
í dag, laugardag, verður út-
komu finnsku þjóðkvæðanna
Kalevala minnst á tveimur
vígstöðvum í Reykjavík.
Klukkan 10 árdegis hefst mál-
þing um Kalevala í stofu 101 í
Hugvísindahúsi Háskólans
og kl. 20.30 í kvöld efnir Nor-
ræna húsið og Reykjavíkur-
deild Norrænafélagsinstil
Kalevala-kvölds í Norræna
húsinu.
Það er heimspekideild Há-
skóla íslands sem heldur mál-
þingið en það stendur frá kl. 10 -
17 með matarhléi milli 12 og 13.
Þar flytja fjórir norrænir fræði-
menn erindi um hinar ýmsu hlið-
ar á Kalevala, og ferðir Elíasar
Lönnrots sem fyrir 150 árum af-
henti Finnska bókmenntafé-
laginu kvæðabálkinn sem hann
hafði safnað meðal íbúa Kirjála-
héraðs í austurhiuta Finnlands.
Þessir fræðimenn eru Lauri
Honko, Juha Pentikáinen, Ann-
ikki Kaivola-Bregenhöj og Car-
sten Bregenhöj. Einnig leggja
fræðimennirnir Aðalsteinn Da-
víðsson, Davíð Erlingsson og
Hallfreður Örn Eiríksson sitt af
mörkum. Að erindum loknum
verða umræður.
Á kvöldvökunni í Norræna
húsinu flytur Knut Ödegárd
ávarp, Sigurður A. Magnússon
rithöfundur flytur erindi um Kal-
evala, Karl Guðmundsson les úr
þýðingum Karls ísfeld á kvæðun-
um, finnski sönghópurinn Nelip-
olviset syngur og Annikki
Kaivola-Bregenhöj flytur fyrir-
lestur og sýnir litskyggnur.
- ÞH
Ljúdmfla Zykina, sem um
iangt árabil hefur verið vinsæl-
asta og kunnasta þjóðlaga- og
vísnasöngkona í Sovétríkjunum,
heldur tónleika ásamt þjóðlaga-
sveitinni „Rossía“ í Þjóðleikhús-
inu nk. mánudagskvöld 29. aprfl
kl. 21. Efnisskráin er afar fjöl-
breytt, gömul rússnesk þjóðlög
og lög seinni tíma tónskálda
sungin og leikin. Stjómandi
hljómsveitarinnar er Viktor Gri-
din.
Rússneska listafólkið kemur til
ísiands í tilefni Sovéskra daga
MÍR 1985 og heldur tónleika
utan Reykjavíkur í Neskaupstað
30. apríl, á Egilsstöðum 1. maí,
Akureyri (Sjallanum) 2. maí,
Laugum og Húsavík 3. maí.
NVSV
Reykjavík
að vori
Náttúruverndarsamtök suð-
vesturlands hefja sumarstarf sitt
með 10. ferðinni í ferðaröðinni
„Umhverfið okkar". Að þessu
sinni verður umhverfi Reykjavík-
ur skoðað. Lagt verður upp frá
Norræna húsinu í dag, laugardag
kl. 13.30 og áætlað að koma úr
ferðinni í Grófina kl. 18 - 19.
Ferðin kostar 200 kr. fyrir full-
orðna en frítt fyrir börn í fylgd
fullorðinna. Allir borgarbúar
ættu að nota tækifærið og kynnast
eigin umhverfi og sögunni.
Leiðsögumenn í ferðinni verða
þeir Árni Hjartarson jarðfræð-
ingur, Árni Einarsson líffræðing-
ur og Guðlaugur R. Guðmunds-
son cand. mag. sem fræðir menn
um sögu og örnefni.
Hraunhellar
Kafaðí Raufarhólshelli, Borgarhelli og
Jörund austan Hlöðufells
Hellar hafa löngum vakið for-
vitni manna. Þó eru þeirfrem-
urfáir, sem hafa lagt stund á
að rannsaka þá enda er
sjaldnast hlaupið að því.
Hellafræði eða speleologi,
eins og hún nefnist á er-
lendum málum, ersérstök
fræðigrein.
Mánudaginn 29. apríl kl. 8.30 í
stofu 201 í Árnagarði flytur Árni
B. Stefánsson, augnlæknir er-
indi: Hraunhellar á Islandi. Árni
er manna fróðastur um íslenska
hella og hefur eytt mörgum
stundum í rannsóknir á þeim.
Hann ræðir um myndun þeirra og
ýmsar aðrar forvitnilegar
hraunmyndanir. Árni sýnir lit-
skyggnur teknar inni í hellum,
m.a. úr Raufarhólshelli, Borgar-
helli og hellinum Jörundi austan
Hlöðufells. Hinn síðastnefndi
fannst fyrir nokkrum árum, en
honum hefur verið lokað fyrir al-
mennri umferð vegna óvenju-
legra og hárra dropsteina sem
sýndar verða myndir af. Drop-
steinarnir í Jörundi eru nær þeir
einu, sem vitað er um, því að
óbætanlegar skemmdir hafa ver-
ið unnar á öðrum eins og í Víð-
gelmi og Bláfjallahellunum.
Brýn nauðsyn er á að vernda hina
fáu, sem enn eru til.
Kötturinn og Piaf
Hóskólabíó
Sinfónían
og Lyran
í dag, laugardag, kl. 14 heldur
Sinfóníuhljómsveit (slands
áskriftartónleika í Háskólabíó.
Tónleikar þessir áttu að vera
þann 18.októbersl.en þeim
varð að f resta vegna ver kfalls.
Gilda því áskriftarskír-
teini fyrra misseris á þessa
tónleika.
Stjórnandi á tónleikunum
verður Jean-Pierre Jacquillat
sem verið hefur aðalstjórnandi
hljómsveitarinnar síðan 1980.
Með hljómsveitinni syngur að
þessu sinni sænsk-finnski háskól-
akvennakórinn Lyran undir
stjórn Lenu von Bonsdorff.
Á efnisskrá tónleikanna eru
verkin Taras Bulba eftir Leos
Janachek, Impromtu opus 19
eftir Jean Sibelius, Þrjár nokt-
úrnur eftir Claude Debussy og
Þríhyrndi hatturinn eftir Manuel
de Falla.
- ÞH
Slappaðu af
Sumri fagnað
aðsœnskum sið
í fyrradag héldum við (slend-
ingar upp á sumardaginn
fyrsta en samsvarandi dagur
heitir meðal Svía Valborgar-
messa og er á þriðjudaginn,
30. apríl. Islensk-sænskafé-
lagið hyggst nú endurreisa
hátíðarhöld í tilefni af þessum
degi og verður hún í Skíðask-
álanum í Hveradölum á þriðj-
udagskvöld.
Þar verður á boðstólum sænskur
húsmannskostur, léttar ræður,
söngur og dans. Aðalræðumaður
verður Þórarinn Eldjárn rithöf-
undur en Þór Magnússon þjóðm-
injavörður verður veislustjóri.
Sérstakur gestur verður sænski
trúbadúrinn Jerker Engblom sem
syngur lög eftir Bellman og
Taube. Lagt verður af stað í rú-
tum frá Hlemmi kl. 19 á þriðju-
dagskvöld en þátttöku þarf að til-
kynna í síma 99-4414.
- ÞH
Á morgun, sunnudag, kl. 17
frumsýnir Leikfélag Akureyrar
nýtt leikrit fyrir alla fjölskylduna
eftir Ólaf Hauk Símonarson. Það
nefnist Kötturinn sem fór sínar
eigin leiðir og má fræðast um það
í viðtali við höfundinn á bls. 9 í
blaðinu í dag. Leikfélagið sýnir
einnig hinn vinsæla söngleik um
Edith Piaf í kvöld, laugardag, kl.
20.30.
í kvöld laugardag, verður vor-
fagnaður Skaftfellingafélagsins í
Skaftfellingabúð, Laugavegi 178.
í tilefni af því heldur Söngfélag
Skaftfellinga tónleika á sama stað
kl. 15.30.
Á morgun, sunnudag, veröur
opnuð í anddyri Norræna
hússins sýning á skartgripum
og öðrum munum úr silfri eftir
silfursmiðina Rosa T aikon og
Bernd Janusch.
Rosa Taikon er sígauni og
lærði hefðbundna silfursmíði ætt-
flokks síns af föður sínum. Hún
kenndi síðan manni sínum,
Bernd Janusch, handverkið og í
Mánudagskvöldið 29. apríl
verður rætt um drauma, útlenda
og innlenda í Norræna húsinu.
Annikki Kaivola-Bregenhöj tal-
ar um áhrif menningar á
draumaráðningar og Carsten
Bregenhoj fjallar um alþýðlegar
ráðningar drauma. Hafa þau
hjónin unnið lengi að þjóðfræði-
Kvikmyndaklúbburinn Norð-
urljós sýnir á morgun, sunnudag,
kl. 16 dönsku gamanmyndina
Slap af Frede eftir Erik Bailing.
Mynd þessi er beint framhald
myndarinnar Slá först Frede sem
sýnd var á vegum klúbbsins sl.
haust. í aðalhlutverkum eru
Stjórnandi kórsins er Violeta
Smidova og undirleikari Pavel
Smid. Munu þau einnig leika
saman fjórhent á píanó. Gestur á
tónleikunum verður Friðrik S.
Kristinsson einsöngvari. - ÞH
sameiningu hafa þau þróað sitt
eigið handbragð og stfl. Þau nota
mikið víravirki í list sinni. Þau
hafa sýnt víða í Svíþjóð og árið
1969 vöktu þau mikia athygli á
mannréttindabaráttu sígauna
með sýningu á hefðbundnum síg-
aunaskartgripum í Nationalmus-
eet í Stokkhólmi.
Sýningin verður opin á venju-
legum opnunartíma hússins til
12. maí. - ÞH
legum rannsóknum á draumum.
Þá skýrir Erlendur Haraldsson,
dulsálfræðingur frá rannsóknum
sínum á innihaldi drauma eftir
kynferði og Hallfreður Örn
Eiríksson rabbar um mismunandi
merkingar nokkurra íslenskra
draumtákna. Að þessu loknu
verður svarað spumingum.
Morten Grundvald, Ove Sprog-
öe, Dirch Passer, Clara Pontopp-
idan ofl.
- ÞH
Gítartónar ó
Austurlandi
Eins og frá var greint hér í biað-
inu í fyrradag eru gítarleikararnir
Símon H. ívarsson og Siegfried
Kobilza á mikilli tónleikaferð um
landið þessa dagana. í dag, laug-
ardag, koma þeir til Austurlands
og halda fyrstu tónleikana í
Fjarðarborg á Borgarfirði eystra í
dag kl. 15.30. Annað kvöld kl. 21
leika þeir í Fáskrúðsfjarðar-
kirkju, á mánudaginn kl. 20.30 í
safnaðarheimilinu í Neskaup-
stað, á þriðjudaginn í félags-
heimilinu á Eskifirði og á mið-
vikudaginn 1. maí kl. 17 í Egils-
staðakirkju.
- ÞH
Kórsöngur
í Garði
Á morgun, sunnudag, kl. 14
verða haldnir tónleikar á vegum
Tónlistarfélags Gerðahrepps í
samkomuhúsinu í Garði. Þar
flytur kór Öldutúnsskóla í Hafn-
arfirði undir stjóm Egils Frið-
leifssonar fjölbreytta dagskrá.
Einnig koma fram tveir fyrrver-
andi kórfélagar, þær Valgerður
Andrésdóttir píanóleikari og
Margrét Pálmadóttir sópran-
söngkona. Undirleikari á tón-
leikunum er Jómnn Viðar.
- ÞH
Laugardagur 27. apríl 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar rannsóknastöður
við Raunvísindastofnun Háskólans sem veittar eru til
1 -3 ára:
a) Tvær stöður sérfræðinga við eðlisfræðistofu.
b) Ein staða sérfræðings við efnafræðistofu. Sér-
fræðingnum er einkum ætlað að starfa á sviði
eðlisefnafræði. Fastráðning kemur til greina í
þessa stöðu.
c) Ein staða sérfræðings við jarðfræðistofu. Sérfræð-
ingnum er einkum ætlað að starfa að rannsóknum í
setlagafræði.
d) Ein staða sérfræðings við stærðfræðistofu, en á
stærðfræðistofu fara fram rannsóknir í stærðfræði
og stærðfræðilegri eðlisfræði. Fastráðning kemur
til greina í þessa stöðu.
Stöðurnar verða veittar frá .1. september n.k.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Um-
sækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvar-
andi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rann-
sóknir.
Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa, en
kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomu-
lagi milli deildarráðs verkfræði- og raunvísindadeildar
og stjórnar Raunvísindastofnunar Háskólans og skal
þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti af
starfsskyldu viðkomandi starfsmanns.
Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum
um menntun og vísindaleg störf, skulu hafa borist
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykja-
vík, fyrir 25. maí n.k.
Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dóm-
bærum mönnum á vísindasviði umsækjenda um
menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar
skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má
senda þær beint til menntamálaráðuneytisins.
Menntamálaráðuneytið,
24. apríl 1985.
- ÞH
Skaftfellingar
skemmta sér
Silfursmíði og sígaunar
Draumar í Norrœna