Þjóðviljinn - 31.05.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.05.1985, Blaðsíða 1
31 121. tölublað 50. örgangur mai 1985 föstu dagur ÞJÓÐVIUINN TÖLVUR UM HELGINA GLÆTAN ATVINNULÍF Skipulagsstjóri ríkisins Vill áfram Fossvogsbraut Formaður skipulagsnefndar Kópavogs: Furðulegt að embœttismaður skuli dragasvo taum meirihluta Sjálfstœðisflokksins íReykjavík. Skipulagsstjóri hefði getað gert athugasemdir sínarfyrr. Verður málið afgreitt á miðvikudag ínœstu viku? Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Þjóðviljans mun skipulagsstjóri ríkisins fara fram á það við bæjarstjórn Kópavogs að haldið verði opnum möguleika á Fossvogsbraut um Fossvogsdal, en í nýframlögðu aðalskipulagi Kópavogs, sem nú liggur fyrir skipulagsstjórn, er ekki gert ráð fyrir braut um dalinn. Fossvogsbraut hefur um langt árabil verið inni á skipulagi Kóp- avogs og Reykjavíkur. Árið 1977 samþykkti bæjarstjórn Kópavogs hins vegar að taka brautina út úr skipulagi og hefur sú samþykkt verið margítrekuð síðan með samþykki bæjarfulltrúa allra flokka. Rök Kópavogsbúa fyrir niðurfellingu brautarinnar af skipulagi hafa einkum verið þau að stórfelld uppbygging atvinnu- svæða í austurhluta bæjarins minnki verulega þörfina á greiðri akstursleið til gamla bæjarins í Reykjavík um Fossvogsdal og svo hitt að væntanleg friðlýsing Elliðaárdalsins rjúfi samhengið á milli Suðurlandsvegar og Foss- vogsbrautar. Asmundur Ásmundsson for- maður skipulagsnefndar Kópa- vogs, kvaðst undrandi á afstöðu skipulagsstjóra ríkisins. Hins vegar væri afstaða skipulags- stjóra í þessu máli í samræmi við óskir Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem lengi hefði haft augastað á Fossvogsdal til að leysa umferðarvandamál Reyk- Sjávarútvegur 15% hagvöxtur 3000 ný störf Efrétt er á spöðunum haldið nœstufimm árin getur sjávarútvegur skilað margföldum arði Sjávarútvegurinn býr yfir gífurlegum vaxtarmöguleikum, segir Jóhann Antonsson við- skiptafræðingur og fram- kvæmdastjóri frá Dalvík. Ef vel tekst tíl gætu aðgerðir leitt til 12% til 15% hagvaxtar á næstu fimm árum og skapað 3000 ný störf. í grein sem birtist í Þjóðviljan- um í dag rekur Jóhann hvernig a) betri nýting hagkvæmustu fram- leiðsluþátta, b) samræmdari stjórnun veiða og vinnslu, meiri verðmætasköpun, c) efling rannsóknar- og markaðsstarf- semi, d) aflaaukning, geti leitt til nánast byltingar í atvinnumálum Islendinga. Sjá bls 5-6 víkinga. Ásmundur kvað afar óeðlilegt að embættismaður drægi svo taum borgarstjórnar- meirihlutans. Eðlilegra hefði ver- ið að koma athugasemdum sínum á framfæri meðan á gerð aðalskipulagsins stóð. „Skipu- lagsnefnd Kópavogs taldi að með hinni miklu uppbyggingu at- vinnusvæða í Fífuhvammslandi við Reykjanesbraut væri ekki eins mikil þörf á Fossvogshrað- braut og áður var talið. Að auki viljum við Kópavogsbúar standa vörð um náttúru bæjarins eftir mætti og vil ég í þessu sambandi minna á samþykkt Náttúru- verndarráðs frá í fyrra þar sem skorað er á yfirvöld að vernda Fossvogsdalinn,” sagði Ásmund- ur ennfremur. Zophonías Pálsson skipulags- stjóri vildi ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál í gær en kvað umsögn skipulagsstjórnar vænt- anlega afgreidda á fundi nk. mið- vikudag. -v Skólahljómsveit Kópavogs skemmti með hornablæstri þegar mönnumgafst kostur á að berja augum hinn rómaða bíl, Opel Kadett GSI, einn af mörgum vinningum í Happaregni Slysavarnafélags Islands. Mánudaginn þriðja júní verður fyrsti dráttur af þremur í happdrættinu. Þá verður dregið um 500 aukavioninga að verðmæti milljón krónur tæpar. Viku síðar verður dregið um aðra 500 aukavinninga og á þjóðhátíðardaginn verður dregið um aðalvinn- ingana 11 Opel Kadett bíla. Ljósm. E.OI. Húsnœðismálin Aætlun til aldamóta Stjórnarandstaðan leggur til að á 2. miljarð króna verði varið til viðbótar íhúsnœðismálin á árunum 1985-86. Fjárins aflað m. a. með veltuskatti áfyrirtœki og stjóreignaskatti. Meðal tillagna stjórnarand- stöðunnar á fundi með full- trúum ríkisstjórnarinnar í gær- G-iána og nýbyggingarlána auk greiðslujöfnunar. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra og Þorsteinn Páls- son hafa tillögur stjórnarand- stöðunnar til skoðunar. -óg/-v. kvöldi til lausnar húsnæðisvand- anum er húsnæðisáætlun til alda- móta er m.a. geri ráð fyrir við- bótarijárveitingum á næstu miss- erum upp á rúmiega miljarð króna. Er í tillögum stjórnarand- stöðunnar bent á fjáröflunar- leiðir, m.a. stjóreignaskatt, velt- uskatt á fyrirtæki. Fulltrúar stjórnarandstöðunn- ar í viðræðunefndinni vörðust allra fregna af gangi samninga við þá Þorstein Pálsson og Steingrím Hermannsson, en samkvæmt heimildum blaðsins er gert ráð fyrir verulegu fjármagni til endurgreiðslna, Búsetakerfisins, Stangarholt Davíð breytti forsendunum! M Lét í gœr ógilda mæliblað sem ráðuneytið fór eftir Hins vegar ákvað bygginganefnd Það Því nýtingarhlutfalli sem jafnframt að framkvæmdir við kveðlð er á um í staðfestu aðal- nýbyggingarnar yrðu stöðvaðar skipulagi sem gildir fyrir þetta þar til borgarstjórn hefði fjallað svæði- Ráöuneytið miðar hins um málið. eð bréfi til mælingadeildar borgarverkfræðings í gær ákvað Davíð Oddsson borgar- stjóri að fyrri mælingarblöð af svæðinu við Stangarholt væru úr gildi felld. Telur borgarstjóri og fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags í bygginganefnd að þar með séu brostnar forsend- urnar fyrir úrskurði fé- lagsmálaráðuneytisins um of hátt byggingarhlutfall á svæðinu. Ákvörðun sína byggir bygging- arnefnd og borgarstjóri á að nýt- ingarhlutfall reitsins sé 0.64 þar sem reikna beri lóð fjölbýlishúss- ins og væntanlegs barnaheimilis saman. Ef svo sé gert samræmist vegar sinn úrskurð við lóð fjöl- býlishússins eingöngu og fær út nýtingarhlutfall 1.1. Ekki náðist í fulltrúa fé- lagsmálráðumeytis í gær og óvíst til hvaða ráða verður gripið af þess hálfu. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.