Þjóðviljinn - 31.05.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.05.1985, Blaðsíða 2
ITORGIÐ FRETTIR Atvinnuhúsnœði 20 íkveikjur á fimm ámm? 12 sannaðar, grunur um 8. Aðeins 4 ákœrurgefnar út Aðeins 4 ákærur hafa verið gefnar út vegna íkveikju í at- vinnuhúsnæði hér á landi s.l. 5 ár, þó talið sé sannað að íkveikja hafi valdið bruna í 12 tilfellum á þessum tíma og grunur sé um ík- veikju í 8 tilfellum til viðbótar. Þetta kom m.a. fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Einarssonar þing- manns um brunarannsóknir. Frá ársbyrjun 1980 til aprílmánaðar 1985 hafa orðið 135 brunar í at- vinnuhúsnæði hér á landi, þar af 39 á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Sem fyrr segir er talið sannað að um íkveikju hafi verið að ræða í 12 tilfellum og áttu í 7 þeirra hlut að máli börn og þroskaheft fólk. Til viðbótar leikur grunur á í- kveikju í 8 tilfellum til viðbótar °g byggist sá grunur á niðurstöð- um sérfróðra rannsóknarmanna í 3 tilfellum. Aðeins 4 ákærur hafa verið efnar út vegna þessara 12 bruna. einu tilfelli var eigandi sýknaður þar sem ekki var talið nægilega sannað að hann hefði kveikt í. -ÁI Ætli þeir leynist ekki víðar hundraðþúskallarnir hjá stór- iðju-nefndarkóngunum.' íþróttafatnaður Sólheimagangan Otnilegur verðmunur Verð á æfingagöllum barna var lægst 465 krónur og hæst 3733 krónur en æfingaskór kostuðu frá 290 krónum upp í 1496. Verð á æfingagöllum fullorðinna var frá 697 krónum upp í 3990 krónur en skórnir kostuðu lægst 470 krón- ur, hæst 2500 krónur. Þessar upplýsingar koma fram í könnun Verðlagsstofnunar á verði á æfingagöllum og æfing- askóm fyrir börn og fullorðna sem gerð var í 44 verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þann 1. júní næstkomandi fellur úr gildi hámarksáiagning á ýmsum vörum, þar á meðal fatnaði, ferð- avörum og sportvörum. Til eru á markaðnum 46 gerðir af æfingagöllum fyrir fullorðinna og 53 gerðir af æfingaskóm. Yfir- leitt er lítill munur á verði sömu vörutegundar af æfingafatnaði milli verslana. Þó má benda á 80 prósent mun á hæsta og lægsta verði á einni tegund æfingagalla og 65 prósent verðmismun á einni tegund af æfingaskóm. -aró > * Reynir Pétur Ingvarsson er þrautþjálfaður göngumaður og hefur lagt 54 kíló- metra að baki dag hvern síðan hann hóf hringgönguna s.l. laugardag. 54 km á dag Vel gengur að safna áheitum til byggingar íþróttahúss á Sólheimum Reyni Pétri gengur framar von- um og hefur hann Iagt að baki 54 kflómetra á dag að jafnaði síð- an hann hóf gönguna s.l. laugar- dag, sagði Halldór Kr. Júlíusson forstöðumaður Sólheima í Grímsnesi er Þjóðviljinn ræddi við hann í gær og spurði frétta af áheitagöngu Reynis Péturs Ing- varssonar vistmanns á Sól- heimum. Tilgangur þessarar miklu göngu umhverfis landið er að safna áheitum til að fjármagna byggingu íþróttaleikhúss við Sól- heima. Liggja listar frammi á öllum bensínstöðvum við hring- veginn þar sem menn geta skrifað sig fyrir áheitum á göngugarpinn. Að sögn Halldórs ganga áheitin framar vonum og auk þeirra hafa fjöldi manna hringt til Sólheima og boðið beinan fjárstyrk til byggingar íþróttahússins. „Reynir ber sig ákaflega vel á göngunni og er ósár og óþreyttur með öllu enda fylgjumst við grannt með því að hann ofreyni sig ekki,“ sagði Halldór ennfrem- ur. Með Reyni er fylgdarlið í ferðabfl og getur hann hvílt sig hvenær sem er. Hann áætlar að komast til Hafnar í Hornafirði fyrir sunnudaginn næsta þar sem hann ætlar að vera viðstaddur hátíðahöld á sjómannadaginn. -v. Góður laxafli Færeyski laxveiðibáturinn Glyvraberg frá Suðurey kom úr veiðiferð nýlega með 996 laxa innanborðs. Vó stærsti laxinn 22 kfló. Var aflanum landað í Kval- bö hjá Agnavík þar sem laxinn var hreinsaður og frystur og send- ur til Kaupmannahafnar. -JJE. Kúld Alma Vestmann, Mér finnst þetta fráleitt. Sé miðað t.d við þau laun sem BSRB hafa verið skömmtuð eru þessir menn afætur, ekkert annað. Gunnar Skarphéðinsson Þetta er fáheyrt. Annað hef ég ekki um það að segja. Ásgeir Sighvatsson Mér finnst þetta fjarstæða. Launamisréttið í landinu er orðið mjög mikið. Það er líka allt of mikið um yfirborganir og það bitnar á þeim lægstlaunuðu. Það er ekki nokkurt vit í þessu. Þorkell Diego Þetta eru góð laun. Ég myndi þ þau sjálfur! En þeir eiga ekt skammta sér laun sjálfir. Þa auðvitað skömm að þessu. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. maí 1985 Hvað segir fólk um nefndarlaunin? Eins og fram kom í fréttum Þjóðviljans í fyrradag urðu viðræður íslenskra stjórnvalda við Alusuisse síðustu tvö ár samninganefndarmönnunum þremur drjúg búbót. Þeir Gunnar G. Schram, Jóhannes Nor- dal og Guðmundur G. Þórarinsson þágu allir laun bæði sem nefndarmenn og starfsmenn nefndarinnar; í ofanálag fékk Gunnar Schram laun fyrir sérstaka lögfræðiráðgjöf. Samtals var þeim félögum greidd tæp 1 */2 milljón af ríkisfé og þágu þeir þó á sama tíma ýmis föst laun frá ríkinu; þannig var Gunnar G. Schram bæði á þingfararkaupi og launum frá Há- skóla íslands. í framhaldi af fréttunum um laun og störf þre- menninganna leitaði Þjóðviljinn álits nokkurra veg- farenda á málinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.