Þjóðviljinn - 31.05.1985, Blaðsíða 5
Hvers er að vænta frá
sjávarútvegi til aukins
hagvaxtar
Breyttar áherslur á byggðastefnu
Yfirskrift þessa erindis er
tvískipt. Öllum ætti þó að
vera Ijóst samhengi þessa.
Vandalítið er að lesa úr hag-
sögu iandsins sambandið
milli velgengni og upp-
byggingar í sjávarútvegi og
sterkrar stöðu landsbyggð-
arinnar. Sama gildir að
sjálfsögðu um að erfið
staða sjávarútvegs leiðir til
samdráttar á landsbyggð-
inni og byggðaröskunar.
Slíkt byggðaröskunartíma-
bil upplifum við einmitt í
dag.
Afleiðingar þess sem nú er að
gerast ætla að verða mun alvar-
legri fyrir landsbyggðina en dæmi
eru um áður. Niðurlægingin nú
verður meiri en á viðreisnarárun-
um og þótti nú nóg um þá.
Pað er vert umhugsunar að
þegar efnahagsráðstafanir eru
gerðar hér á landi, eftir hagfræð-
ikenningum sem í tísku eru hjá
iðnvæddum þjóðfélögum, fylgja í
kjölfarið þrengingar í sjávarút-
vegi. Núverandi ríkisstjórn hefur
efnt til slíkra ráðstafana og er það
meginskýring slæmrar stöðu sjá-
varútvegs. Raunar ekki aðeins
sjávarútvegs heldur landbúnaðar
líka. Með öðrum orðum, slæmrar
stöðu frumframleiðslugreinanna.
Örlög þessara greina eru að
vísu svipuð nú hjá okkur og öðr-
um vestrænum þjóðum hin síðari
ár. Margir telja þetta aðeins eðli-
legar þrengingar meðan um-
breyting er að verða í atvinnu-
háttum þjóðarinnar. Vera kann
að einhver sannleikur sé í þessari
Jóhann Antonsson Dalvík.
fullyrðingu, en okkur ber þó að
líta til þess hve þessar fram-
leiðslugreinar eru mikil undir-
staða annarra atvinnuþátta þjóð-
félagsins. Sérstaklega á það við
um sjávarútveg sem skapar um
70% útflutningstekna okkar.
Utanríkisverslun er margfalt
stærri og mikilvægari þáttur í
okkar efnahagslífi en hjá nokk-
urri annarri þjóð í okkar ná-
grenni. Bara þess vegna er í
meira lagi vafasamt að sömu að-
ferðir gildi í stjórnun efnahags-
mála og hjá þeim. í það minnsta
er nauðsynlegt fyrir okkur að
meta gaumgæfilega hvert skref
sem við tökum sem eftiröpun frá
öðrum. Ég vil orða þetta þannig
að vegna sérstöðu okkar eigum
við oftar en hitt að horfa á efna-
hagsstarfsemina út frá sjónar-
miðum rekstrarhagfræði fyrir-
tækja, en þjóðhagsfræði iðnaðar-
þjóðfélaga. Með því móti yrði
metið hvort einstaka ráðstafanir
muni leiða til öflugri fram-
leiðslustarfsemi eða samdráttar í.
þeim efnum. Okkur er ekkert
mikilvægara nú en að auka hvers
kyns framleiðslustarfsemi og þar
með útflutningstekjur okkar.
Með þessi sjónarmið í huga
yrði einnig metið hvort við nýtum
vinnuaflið rétt ef svo mætti að
orði komast. Það er hvort sam-
ræmi er milli þess fjölda sem er
við framleiðslu, er við sölu afurða
erlendis, innkaup erlendis frá til
þjóðarbúsins svo og við þjónust-
ustörf.
Ég reikna með að ef við
skoðum núverandi skiptingu í
þessum efnum þá sjáum við að
innbyrðis hlutföll eru önnur en
hagkvæmt yrði talið hjá einu fyr-
irtæki. Verðum við sammála um
Framhald af bls. 6
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5