Þjóðviljinn - 31.05.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.05.1985, Blaðsíða 6
Flensborgarskólanum Umsóknir um skólavist í Flensborgarskólanum á haustönn 1985 þurfa að hafa borist í síðasta lagi föstudaginn 7. júní nk. Skrifstofa skólans er opin daglega kl. 8-12 og 13-17. Flensborgarskólinn er almennur framhaldsskóli í Hafnarfirði. Þar er hægt að stunda nám á eftirtöldum námsbrautum: EÐ Eðlisfræðibraut til stúdentsprófs FÉ Félagsfræðabraut til stúdentsprófs F1 Fiskvinnslubraut 1, hluti af fiskiðnnámi F2 Fiskvinnslubraut 2, hluti af fisktækninámi FJ Fjölmiðlabraut til stúdentsprófs H2 Heilsugæslubraut 2 til undirbúnings sjúkraliðanámi H4 Heilsugæslubraut til stúdentsprófs Í2 íþróttabraut Í4 íþróttabraut til stúdentsprófs LS Latínu- og sögubraut til stúdentsprófs MÁ Málabraut til stúdentsprófs NÁ Náttúrufræðabraut til stúdentsprófs TÓ Tónlistarbraut til stúdentsprófs samhliðanámi í tónlistarskóla TB Tæknabraut til undirbúnings iðntæknanámi eftir iðnskólanám TÆ Tæknifræðibraut til undirbúnings tæknifræðinámi eftir iðnskólanám U2 Uppeldisbraut til undirbúnings fósturnámi o.fl. U4 Uppeldisbraut til stúdentsprófs V2 Viðskiptabraut til verslunarprófs V4 Viðskiptabraut til stúdentsprófs Öldungadeild fyrir nemendur 21 árs og eldri er starf- rækt við skólann. Innritun í öldungadeild fer fram í ágústmánuði og verður auglýst nánar síðar. Skólameistari. FERÐAVASABÓK FJÖLVÍS 1985 Við höfum meira en 30 ara reynslu í utgafu vasaboka, og su reynsla kemur viðskiptavinum okkar að sjalfsögðu til góöa. Og okkur hefur tekist einkar vel með nyju Ferðavasabókina okkar og erum stoltir af henni. Þar er að finna otrulega fjölbreyttar upplysingar. sem koma ferðafólki að ometanlegu gagni jafnt heima sem erlendis. Meðal efnis t.d.: 40 Islandskort - Kort af öllum hringveginum - Heimshluta- kort - Sendiráð og ræðismannaskrif- stofur um allan heim - Ferðadagbók - Ferðabokhald - Öryggiskort - Gjald- eyristöflur - Kaupstaðakort - Evrópu- vegirnir - Neyðar- og viðgerðaþjón- usta - Vegalengdatöflur - Bandaríska hraðbrautakerfið - o.m.fl. sem of langt er upp að telja. ÓMISSANDI í FERÐALAGIÐ! Dýrin kunna ekki umferðarreglur. Þess vegna þarf að sýna aögæslu í nánd þeirra. Hins vegar eiga allir hestamenn að kunna umferðar- reglur og ríða hægra megin og sýna bílstjórum sams konar viðmót og þeir ætlast til af þeim. yUMFERÐAR RÁÐ þetta grundvallaratriði og að breyta þessari uppbyggingu, verðum við líka sammála um að verðmætasköpunin í þjóðfé- iaginu er ekki rétt skráð og að skráningunni þurfi að breyta. Ég vildi gjarnan að grunntónn efna- hagsstefnu Alþýðubandalagsins verði að verðmætaskráning hag- kerfis okkar taki mið af hagsmun- um framleiðslugreinanna. Þótt augljóslega sé stærsta verkefnið hvað varðar sjávarút- veg að leiðrétta þann rekstrar- grundvöll sem hann býr nú við vil ég ekki dvelja lengi við hugleið- ingar um það, heldur minna á fjölmargar tillögur sem Alþýðu- bandalagið hefur komið fram með á undanförnum misserum. Þess í stað vil ég snúa mér að nokkrum atriðum sem til lengri tíma litið eykur hagkvæmni greinarinnar og leiðir til aukins hagvaxtar. Betri nýting hagkvæmustu framleiðsluþátta Aflatakmarkanir undanfar- andi ára hafa meðal annars leitt til þess að fiskiskipaflotinn hefur ekki nýst allt árið um kring eins og möguleiki væri á. Þetta hefur leitt til þess að þegar gerð fjár- festing nýtist ekki eins og skyldi. Gera þaTf heildarúttekt á fiski- skipaflotanum og sjá til þess að hagkvæmustu skipin miðað við úthaldskostnað verði í fullum rekstri allt árið, en óhagkvæmum skipum lagt. Mismunun milli einstakra byggðarlaga sem af þessu hlýst verður að leysa með aflamiðlun. Svipaða úttekt verður að gera í vinnslunni og hagkvæmustu þættir hennar nýttir betur, t.d. með vaktavinnu starfsfólks, sem leiða myndi til betri nýtingar þeg- ar gerðrar fjárfestingar. Samræmdari stjórnun veiða og vinnslu, meiri verð- mætasköpun Tryggja þarf betur en nú er, að ætíð sé unnið í verðmætustu pakkningar miðað við markaðs- möguleika. í ákveðnum tilfellum draga aflatoppar talsvert úr heildarverðmætasköpun sjávar- afla. Fljótvirkasta leiðin er að bæta kjör fiskverkunarfólks svo fólk fáist til starfa, hækka laun og veita tímabundnar skattaívilnan- ir fiskvinnslufólks. Til að minnka óhagkvæmni tímabundinna aflatoppa koma einkum þrjár leiðir til greina: a) Miðstýrð afladreifing með líku sniði og á loðnu. b) Meiri verðmun milli gæða- flokka en nú er ásamt strang- ara gæðamati. c) Frjálst markaðsverð á hráefni sem leiða mun til að lágt verð er þegar mikið berst að, en hátt þegar lítið berst. Hugsanlegt er að finna leið sem nýtir kosti allra þessara þriggja leiða, t.d. árstíðabundið verð en strangt gæðamat. Markvissari stjórnun er nauð- synleg. Rannsóknar- og markaðs- starfsemi efld Innilegar þakkir til ættingja og vina minna sem heiðruðu mig á 90 ára afmæli mínu þann 10. maí síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. Jóhanndine Sæby Siglufirði. Nýjungar á sviði rafeindatækni og þróun nýrra tækja og véla í sjávarútvegi hefur aukið arðsemi veiða og vinnslu. Skipulega þarf að tryggja, að þessar nýjungar verði teknar upp hjá öllum fyrir- tækjum. Með auknum rannsóknarstörf- um innan fyrirtækjanna þarf að tryggja eðlilega samtengingu ný- rrar tækni og þeirrar verkmenn- ingar, sem þróast hefur á síðustu áratugum. Verja þarf fjármunum til vöru- ÞJÓÐMÁL þróunar og markaðsmála sjávar- útvegs. Ýmis teikn eru uppi um breytta stöðu sölumála á er- lendum mörkuðum. Þar má nefna: a) Mikil breyting hefur orðið á saltfiskmörkuðum með fram- leiðslu á léttverkun á saltfiski. Tryggja þarf áframhaldandi forustu íslendinga í þessum efnum. b) Sala á ferskum fiski hefur aukist erlendis. Með vinnslu hér á landi, flökun, snyrtingu og jafnvel pökkun í neytend- apakkningar má auka vinnslu- virði fersks fisks við útflutn- ing. c) Auka þarf fullvinnslu frosins fisks hér á landi og færa yfirsýn yfir markaðsmál í þeim efnum til framleiðslufyrirtækjanna. Með þróun flutningatækni undanfarinna ára höfum við í reynd færst nær markaðnum svo forsendur núverandi kerfis eru að hluta til brostnar. Aflaaukning Með batnandi skilyrðum í sjónum hafa nánast allir fiski- stofnar stækkað. Búast má við nokkurri aflaaukningu af þessum sökum. Vísindamenn telja næsta víst að verulegt magn sumarsíldar muni koma að íslandsströndum innan þriggja ára. Líkur fyrir aflaaukningu eru því góðar og með bestu nýtingu ætti verðmætisaukning að geta orðið veruleg. Á mörgum undanförnum árum og áratugum höfum við heyrt menn halda því fram að lítils sé að vænta frá sjávarútvegi til aukins hagvaxtar og sköpunar nýrra starfa. Ef vel tekst til í fram- kvæmd þessara fjögurra liða sem ég nefndi, mun það leiða til 12- 15% hagvaxtar á næstu fimm árum og skapa allt að 3.000 ný störf. Ég vil taka það skýrt fram að forsenda framfara í sjávarútvegi er að hann búi við eðlilegan rekstrargrundvöll. Frumkvæði og ábyrgð heimamanna hornsteinn nýrrar byggðastefnu Eins og ég sagði áðan eru mál- efni landsbyggðar alvarleg um þessar mundir og byggðaröskun meiri en áður um langt skeið. Ég vil í Iok máls míns nefna nokkur atriði sem fram þurfa að koma í mótun nýrrar róttækrar byggðastefnu. I. Á atvinnusviði þarf að sjálf- sögðu að treysta framleiðslu- greinarnar. Auk þess er nauðsynlegt að efla þjónustustarfsemi á lands- byggðinni. Flytja milliliðina út á land. Til að auðvelda framkvæind þessara mála skal málum hagað á eftirfarandi hátt: Byggðabankar Ríkisbankarnir skulu samein- aðir og síðan skipt þannig upp að á hverju svæði starfi sjálfstæður banki sem hlíti stjórn heimaaðila. Leitað skal eftir því við starf- andi sparisjóði að þeir sameinist byggðabönkunum á hverju svæði. Skylt skal hverju afurðasölu- fyrirtæki að færa í erlendri mynt greiðslur til hvers framleiðslufyr- irtækis í byggðabankana og skal hverjum banka heimilt að haga skráningu gengis á erlendum gjaldeyri í samráði við eigendur gjaldeyrisins, þ.e. framleiðslu- fyrirtækin. Atvinnuþróunar- félög byggðanna Stofna skal svæðisbundin félög t.d. hlutafélög, sem hafi frum- kvæði um stofnun fyrirtækja á nýjum sviðum atvinnulífs, eða stuðli að nýsköpun hjá starfandi fyrirtækjum. Ríkissjóður leggi fram hlutafé í þessi atvinnuþróunarfélög en frumkvæði heimamanna verði tryggt með aðild sveitarfélaga, verkalýðsfélaga og samvinnufé- laga. Einstaklingar verði sérstaklega hvattir til að leggja fram hlutafé t.d. með skattaívilnunum. Byggðastofnun Á vegum ríkisvaldsins verði starfrækt Byggðastofnun með að- setri t.d. á Akureyri. Auk þess verði starfsfólk á hennar vegum í öllum fjórðungum landsins og í Reykjavík. Stofnunin hafi yfirsýn yfir þró- un byggðar og frumkvæði um úr- bætur í samræmi við nýja stefnu sem mótuð verður í byggðamál- um. Á vegum Byggðastofnunar verði starfræktur Byggðasjóður sem yfirtaki núverandi eignir og skuldir Byggðasjóðs. Byggða- sjóður skal ekki vera almennur viðbótarlánasjóður eins og nú er heldur láni í samræmi við fyrir- fram gerða byggðaáætlun. II. Sveitarfélög þarf að stækka og efla. Mörk sveitarfélaganna geta verið hin óskilgreindu mörk byggðanna sem ég talaði um áðan. Svæðisbundin samvinna sveitarfélaga kemur til greina, sé fundin lýðræðisleg leið til að velja stjórn slíkrar samvinnu. III. Gerð verði 5 ára fram- kvæmdaáætlun um aukna opin- bera þjónustu úti á landsbyggð- inni og flutning opinberra stofn- ana frá höfuðborgarsvæðinu. Aukin valddreifing verði eitt meginsjónarmiðíþessum efnum. Erindi Jóhanns Antonssonar viðskiptafræðings og fram- kvæmdastjóra frá Dalvík, var flutt á síðasta miðstjórnar- fundi Alþýðubandalagsins sem fjallaði um efnahags- og atvinnumál. 6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. maí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.