Þjóðviljinn - 31.05.1985, Blaðsíða 3
Reykjavík
Fiystihús BÚR lagt niður?
Elín Hallgrímsdóttir starfsmaður: Ekkert verið við okkur rœtt.
Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi: Stefnan að leggja BÚR niður
Eg hef ákveðið, sagði Davíð
Oddsson borgarstjóri í Morg-
unblaðsfrétt, - og hefur skrifað
bréf til ísbjarnarins um viðræður
um samruna við Bæjarútgerð
Reykjavíkur. Útgerðarráð, yfir-
stjórn BÚR, var kynnt bréf Da-
víðs í fyrradag og hafði ekki heyrt
fyrr um málið. A fundi ráðsins
lagði Sigurjón Pétursson fram
bókun þarsem hann segir augljóst
að borgarstjórnarmeirihluti
Sjálfstæðisflokksins stefni mark-
visst að því að leggja BÚR niður
og hvetur allt verkafólk til að
berjast gegn þeim áformum.
Ekki hefur náðst í borgarstjóra
í tvo daga en í fréttatilkynningu
sinni í Morgunblaðinu ræðir hann
um samstarf eða samruna fyrir-
tækjanna og vill flytja alla starf-
semi þeirra í Örfirisey. Þar er nú
frystihús ísbjarnarins og virðist
stefnt að því að Ieggja niður
frystihús BÚR á Grandagarði.
ísbjörninn hefur átt í veru-
legum rekstrarerfiðleikum und-
anfarin ár, einkum vegna mikils
fjármagnskostnaðar af nýju fryst-
ihúsi. Þar hefur líka skort hrá-
efni, og í Alþýðublaðinu í gær eru
því gerðir skórnir að Davíð ætli
að fórna hagsmunum BÚR til að
geta komið ísbjarnareigendum
til aðstoðar, meðal annars með
því að leggja þeim til afla BÚR-
togaranna, eða togarana sjálfa.
Elín Hallgrímsdóttir varafor-
maður Framsóknar og starfsmað-
ur í BÚR sagði við Þjóðviljann í
gær, að enn væru fréttir af þessu
máli of óljósar til þess að hægt
væri að tjá sig að ráði. Starfsfólki
BÚR hefur ekki verið kynnt mál-
ið frekar en yfirstjórninni. Hinn
fasti kjami starfsfólks tæki tíð-
indunum með ótta um starfs-
öryggi sitt og áunnin réttindi.
Bókun Sigurjóns Péturssonar í
útgerðarráði er svohljóðandi:
Rafmagnsverð
Dæmi um
65%
hækkanir
„Augljóst er að borgar-
stjórnarmeirihluti Sjálfstæðis-
flokksins stefnir markvisst að því
að leggja Bæjarútgerð Reykja-
víkur niður.
Bæjarútgerðin var stofnuð til
að skapa verkafólki í Reykjavík
atvinnuöryggi og treysta fram-
leiðsluatvinnugreinar í borginni.
Frá stofnun BÚR hafa fjölmörg
Á fjölmennum aðalfundi
Dagsbrúnar í gærkvöldi voru
menn á einu máli um að ekki væri
nokkurt vit í að ganga til samn-
inga við VSÍ nema samið yrði um
haldbæra kauptryggingu.
Samþykkt var afdráttarlaus
ályktun þar sem segir m.a.
„launahækkanir án kauptryg-
gingar virka sem sjálvirk kaup-
máttarlækkun við íslenskar að-
stæður.
...Fundurinn varar við þeim
hættum sem verkalýðshreyfing-
unni stafar af því að glata frum-
útgerðarfyrirtæki í Reykjavík í
einkaeigu lagt upp laupana þegar
illa hefur árað að mati eigenda,
og verkafólk við það misst at-
vinnu sína. Þótt misjafnlega hafi
árað þá hefur BÚR til þessa stað-
ið af sér öll áföll og er stærsta og
öflugasta útgerðarfyrirtæki í
borginni.
En þótt BÚR hafi getað staðið
kvæði í kjaramálum í hendur VSÍ
ög festa þar með í sessi núverandi
kaupmáttarstig. Kaupmáttar-
trygging verður að vera megin-
inntak næstu samninga. Dags-
brún varar við þeim hættum sem
leynast í tilboði VSÍ þótt yfir-
borðið virðist lokkandi, það
megnar ekki einu sinni að stöðva
kaupmáttarhrapið á næsta ári.“
Jafnframt var samþykkt á
fundinum að óska eftir viðræðum
við VSÍ þar sem áhersla verði
lögð á „nýja kaupmáttarviðmið-
un ásamt kaupmáttartryggingu,
af sér ytri áföll þá er hætta á að
þessu merka tímabili í atvinnu-
sögu Reykjavíkur verði brátt lok-
ið vegna frjálshyggjudrauma
borgarstjórnarmeirihlutans. Þeg-
ar er búið að selja tvo af togurum
BÚR fyrir um 30 milljónum
króna undir markaðsverði hvorn,
og þó nú sé aðeins talað um könn-
un á hagkvæmni þess að leggja
sem annaðhvort verði í formi
ríkisstjórnarábyrgðar á ákveðn-
um umsömdum kaupmætti eða
vísitölu." Jafnframt verði gert
bindandi samkomulag um nýtt
launakerfi fyrir Dagsbrún sem
verði tilbúið fyrir 1. júní 1986 og
opnað fyrir sérsamninga handa
ýmsum hópum innan félagsins.
Einnig verði gengið frá sérstök-
um hækkunum fyrir fiskvinnslu-
fólk umfram tilboð VSÍ.
í lok fundarins var 15 manna
samninganefnd Dagsbrúnar
kjönn. -ÖS/-lg.
Útvarpið
Dagsbrún
Kauptrygging forsenda samninga
BÚR niður í núverandi mynd þá
tel ég fullvíst að það verður gert
hvað sem það kostar, einsog
togarasölurnar benda ótvírætt til.
Alþýðubandalagið mun berj-
ast af alefli gegn því að BÚR
verði lögð niður og heitir á allt
verkafólk að taka þátt í þeirri
baráttu.”
-m
VSÍ-tilboðið
Óaðgengilegt
Karl Steinar: Vantar
kaupmáttarákvœðin
VSÍ-tilboðið er óaðgengilegt í
því formi sem það hefur verið
kynnt fyrir okkur, sagði Karl
Steinar Guðnason varaformaður
Verkamannasambandsins í sam-
tali við Þjóðviljann í gær.
- Ég tel að vanti kaupmáttar-
tryggingu og sveigjanleika í til-
boðið til nauðsynlegra leiðrétt-
inga sérstaklega innan Verka-
mannasambandsins, - en ég tel
sjálfsagt að ræða það og fá skýr-
ingar á því. Mér finnst að verk-
lýðshreyfingin hafi hagað sér eins
og gamalt og gigtveikt tröll sem
eigi erfitt með hreyfingu gagnvart
tilboðinu. Það verður að gæta að
því að VSÍ-tilboðið kemur fram
áður en verklýðshreyfingin hefur
sett fram nokkrar kröfur, sagði
Karl Steinar.
El Salvadornefndin
Félagsfundur
Félagsfundur E1 Salvador-
nefndarinnar verður haldinn
laugardaginn 1. júní, kl. 14.00 að
Mjölnisholti 14 (3. hæð).
Dagskrá:
Starfið á undanförnum mánuð-
um.
Starfið í sumar.
Alþjóðleg friðarganga í
Mið-Ameríku í des/jan í vetur.
Allir sem áhuga hafa á málefn-'
um Mið-Ameríku eru hvattir til
að mæta. £| Salvadornefndin.
Hljómsveit í uppsiglingu
Hljómsveitin skipuð 14 hljóðfæraleikurum. Fjórir útsetjarar ráðnir.
Nú í maí mánuði eru notendum
að berast rafmagnsreikningar frá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Eru
það fyrstu reikningarnir sem
sendir eru út eftir breytinguna
sem borgarstjórn samþykkti á
gjaldskrá RR. Mörgum smán-
cytendum bregður í brún þar sem
reikningar þeirra hækka veru-
lega við þessa breytingu. Einn les-
enda Þjóðviljans sem nú er kom-
inn á eftirlaun þarf að greiða 65%
hærri upphæð en hann þurfti í
janúar s.l.
Að sögn talsmanns RR geta
verið ýmsar ástæður fyrir þessari
hækkun, ekki bara tilurð fast-
eignagjaldsins, heldur einnig
12% hækkun á rafmagnsverði
sem varð 1. janúar. Jafnframt
gæti verði um að ræða hærri áætl-
un vegna meiri notkunar á fyrra
ári.
Breyting sú sem samþykkt var í
borgarstjórn f janúar felst í því að
í stað lágmarksgjalds sem bara
þeir þurftu að borga sem ekki
notuðu fyrir meira en 1400 kr. er
nú tekið upp fastagjald á hvern
mæli að sömu upphæð, og KWh
verðið lækkaði úr 3.88 í 3.60. kr.
-SG
Þetta verður 14 manna hljóm-
sveit skipuð úrvalsmönnum. Hér
koma bæði við sögu popparar og
djassarar. Við erum búnir að
gerh samning við fjóra útsetjara
sem munu vinna með hljóm-
sveitinni. Þetta sagði Ólafur
Þórðarson starfsmaður tónlista-
deildar útvarpsins sem hefur haft
veg og vanda af stofnun nýrrar
útvarpshljómsveitar.
Ólafur sagði að í hljóm-
sveitinni yrðu 8 blásarar, tveir á
slagverki, gítarleikari, bassa-
leikari og tveir hljómborðsleikar-
ar. Gunnar Þórðarson, Þórir
Baldursson, Stefán Stefánsson og
Vilhjálmur Guðjónsson hefa ver-
ið ráðnir til að útsetja fyrir hljóm-
sveitina, og munu þeir einnig
semja eitthvað af nýjum lögum
fyrir hana. Ekki hefði verið ráð-
inn neinn stjórnandi en útsetjarar
munu hver um sig stjórna flutn-
ingi sinna verka.
Hljómsveitin kemur fram op-
inberlega í fyrsta sinn á Lækjar-
torgi á Þjóðhátíðardaginn 17.
júní. A dagskrá hljómsveitarinn-
ar verða eingöngu íslensk lög.
Útvarpinu verður heimilt að nota
upptökur með hljómsveitinni
hvenær sem er í sinni dagskrá án
sérstaks aukagjalds. Allir með-
limir hljómsveitarinnar eru laus-
ráðnir og sagði Ólafur að líta
mætti á þetta sem tilraun til að
endurverkja útvarpshljómsveit
sem ekki hefði verið til síðan á
fimmta áratugnum. -SG.
Alþingi
Utveqsskóli á Höfn?
Þrír þingmenn Austurlands flytja tillögu um nám ísjávarútvegsfrœðum á Höfn
Þrír þingmenn Austurlands mennirnir eru Helgi Seljan, Jón
hafa flutt þingsályktunartil- Kristjánsson og Egill Jónsson.
I greinargerð er minnt á að
rír þingmenn Austurlands
hafa flutt þingsályktunartil-
lögu um framhaldsnám í sjávar-
útvegsfræðum á Höfn í Horna-
firði. Gerir tillagan ráð fyrir því
að ríkisstjórnin beiti sér fyrir at-
hugun á þessu máli og er miðað
við að námið geti þróast í fram-
tíðinni yflr á háskólastig. Þing-
nám tengt sjávarútveginum er
ekki ýkja fjölbreytt eða fyrir-
ferðarmikið í menntakerfi okkar.
Á Höfn í Hornafirði er mikill
áhugi fyrir einhvers konar fram-
haldsnámi í sjávarútvegsfræðum,
enda fjölbreytni í sjávarfeng ærin
og aðstaða í fiskiðju mjög góð á
okkar mælikvarða. Könnun á
möguleikum slíks náms á Höfn er
sjálfsögð að mati flutningsmanna
sem vilja hreyfa málinu með til-
lögugerðinni.
-ÁI