Þjóðviljinn - 31.05.1985, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 31.05.1985, Blaðsíða 21
Kjarvalsstaðir Fimm sýningar - opnaðar á morgun Listmálarafélagið, Myriam Bat- Yosef, Örn Ingi, Tryggvi Árnason og tillögur um framtíðarskipan Arnar- hóls Nú er búið að fjarlæga Gler- brot '85 af göngum Kjarvals- staða að þvífrátöldu aðflug- drekinn hans Leifs Breiðfjörðs hangir énn yfir gestum kaff- istofunnar. I staðinn koma fjórar nýjar sýningar og verða þær allar opnaðar á morgun kl. 14. örn Ingi og færeyski kýrhausinn sem slapp í gegnum tollinn þrátt fyrir ótta við gin- og klaufaveiki. Sú fimmta þjófstartar að vísu kl. 16 í dag. Þá opnar Davíð Oddsson borgarstjóri sýningu á sex tillögum um framtíðarskipan Arnarhóls. Verðlaun verða veitt þeirri tillögu sem dómnefnd skipuð af borgarstjórn og Seðla- banka telur besta og væntanlega hefjast bráðiega framkvæmdir á hólnum í samræmi við hana. í vestursal Kjarvalsstaða sýna 18 félagar í Listmálarafélaginu verk sín. Valtýr Pétursson sagði blaðamanni að þetta væri þriðja sýning félagsmanna síðan félagið var stofnað árið 1981. Þá sýndist mörgum að málverkið væri að lognast út af, allir komnir í grafík og skúlptúra oþh. Síðan hefði að vísu hlaupið mikill fjörkippur á málaralistina en félagið héldi samt áfram að vera til. í Listmálarafélaginu eru fé- lagar 24. Átján þeirra sýna að þessu sinni og eru þrír þeirra nýir, þeir Benedikt Gunnarsson, Gunnlaugur St. Gíslason og Pét- ur Már Pétursson. Aðrir sem sýna eru Bragi Ásgeirsson, Elías B. Halldórsson, Einar Hákonar- son, Einar G. Baldvinsson, Einar Þorláksson, Guðmunda Andrés- dóttir, Hafsteinn Austmann, Hrólfur Sigurðsson, Jóhannes Geir, Jóhannes Jóhannesson, Kristján Davíðsson, Sigurður Sigurðsson, Svavar Guðnason, Steinþór Sigursson og Valtýr Pét- ursson. Atriöi úr erfðaskrá Á ganginum fyrir framan listmálarana gefur að líta verk eftir Myriam Bat-Yosef sem er frá ísrael en er reyndar íslenskur ríkisborgari og heitir líka María Jósefsdóttir. Hún kom fyrst hing- að til lands árið 1956 og var þá gift Erró. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga út um allan heim og þetta er fimmta einkasýning Þótt málverkið hafi rétt úr kútnum heldur Listmálarafélagiö ótrautt áfram. Myndir. Valdls. hennar hér á landi. Einnig hefur hún framið gjörninga og tekið þátt í samsýningum. Hún er nú búsett í París. Á sýningunni á Kjarvalsstöð- um eru um 100 verk og sýna þau þverskurð af list Maríu. Þar eru Tryggvi Árnason vottar Reykjavík ást sína. silkiþrykkt veggteppi sem eru þeirrar náttúru að þau má þvo án þess litirnir dofni, málaðir hlutir og ljósmyndir af gjörningum. í sýningarskrá segist listakonan hafa málað erfðaskrá sína og sent lögfræðingi en nokkur atriði úr henni eru á sýningunni. í kaffistofunni verða Arnar- hólstillögurnar, en í austursaln- um er Örn Ingi fjöllistamaður frá Akureyri búinn að stilla og hengja upp skúlptúra af ýmsu tagi. Þar eru 42 verk stór og smá úr margskonar efni. Uppstopp- aðir fuglar, gler, járn, tré, hrossa- húðir, kýrhaus úr Færeyjum, haus af grænlensku sauðnauti og gróður. Þar er einnig brúðu- leikhús fyrir lifandi fólk og margt fleira. Sýninguna nefnir Örn Ingi Sviðsmyndir í tilveru lífs og dauða. Myndlist og tölvur í austursalnum hefur Tryggvi Árnason hengt upp ástarjátningu til æskustöðva sinna og nefnir Kæra Reykjavík. Þar gefur að líta grafíkmyndir, silkiþrykk og mezzótintu. Stærsti hlutinn eru myndir frá Reykjavík af ýmsum húsum í gamla bænum. Önnur deild eru stúdíur um kvenlíkama gerðar með mezzótintu, sú þriðja geymir „hálfgert flipp" eins og Tryggvi nefnir þær myndir og loks verður myndröð sem sýnir hvernig silkiþrykkmynd verður til. Tryggvi hóf myndlistarnám við MHI 39 ára gamall og lauk því árið 1983. Sama ár tók hann þátt í sýningu sem nefndist Ný grafík en þetta er fyrsta einkasýning hans. Meðfram myndlistinni rek- ur Tryggvi tölvuþjónustu en hann var einn sá fyrsti sem fór út í slíkt hér á landi. Sýhingarnar að Kjarvalsstöð- Myriam Bat-Yosef, öðru nafni María Jósefsdóttir. um verða opnaðar á morgun, laugardag, kl. 14 og verða opnar daglega kl. 14-22 fram til 17. júní. -ÞH Grikklands- vinir funda Grikklandsvinafélagið Hel- las sem stof nað var í vetur heldursinn þriðjafund íkvöld, föstudag, íOddfellowhúsinu við Vonarstræti (Tjarnarbúð) og hefst hann kl. 20.30. Á fundinum flytur Eyjólfur Kjalar Emilsson háskólakennari fyrirlestur um upphaf grískrar heimspeki. Síðan verður sýnd stutt vídeómynd um Aþenu og helstu sögustaði í nágrenni henn- ar, svo sem Delfí, Mýkenu, Epí- davros og eyjar í nágrenni Aþenu. Myndinni fylgir enskur skýringartexti. Loks flytja leikar- arnir Karl Ágúst Úlfsson, María Sigurðardóttir, Alda Arnardóttir og Rósa Þórisdóttir atriði úr gam- anleik Aristófanesar, Þingkon- unum, sem Kristján Árnason hefur þýtt. Á milli atriða verður leikin grísk tónlist af hljómp- lötum og snældum. -ÞH Arás á Rokk-á-rás Elvar Guðni myndlistarmaður frá Stokkseyri. Mynd: E.ÓI. Elvar Guðni sýnir á Selfossi í kvöld verða haldnir stór- hljómleikar í Tónabæ undir merkinu Rokkárás og standa þeir frá kl. 21-2. Þar koma fram þrjár helstu rokksveitir íslands um þessar mundir, Drýsill, Fist og Gypsy. í frétt frá hljómsveitun- um segir svo um tilurð og tilgang tónleikanna: íslensk rokktónlist hefur verið í gífurlegum uppgangi undan- farna mánuði og eru tónleikarnir einstakt tækifæri til að sjá þessar þrjár sveitir á einu bretti. Drýsill hefur nýlega gefið út stóra plötu með frumsömdu efni og hefur platan fengið mjög góðar við- tökur. Gypsy vann fyrir stuttu Músiktilraunir og er eflaust besta „unga" hljómsveitin í dag. Fist er og hefur verið að skapa sér nafn fyrir gífurlega vel flutt kaflaskipt rokk. En þessir tónleikar eru ekki bara einstakt tækifæri: Með nafninu Rokkárás (sem lesa má á tvo vegu!) er vakin athygli á lé- legu tónlistarvali á rás tvö. Hing- að til hefur rokktónlist verið úti í kuldanum þrátt fyrir háværar raddir um betrumbót. En nú er komið að því að sýna viljann í verki og mæta á Rokkarás. Á morgun, laugardag, opnar Elvar Guðni málverkasýningu í Safnahúsi Selfoss. Á sýningunni verða nær eingöngu vatnslita- myndir sem málaðar eru á síðustu tveimur árum og þess má geta að sýningarskráin verður árituð dúkrista með sjálfsmynd lista- mannsins. Þetta er ellefta einkasýning El- vars Guðna en hann hefur áður sýnt í heimabæ sínum, Stokks- eyri, á Selfossi, í Hveragerði, Reykjavík og Keflavík. Sýningin verður opin um helgar frá kl. 14- 22 og virka daga kl. 17-22 fram til 9. júní. ÞH Arbœjarsafn opnað Sumarstarfsemi Árbæjarsafns hefst núna um helgina. Að vanda verða seldar veitingar í Dillons- húsi en nú er lokið viðgerð á því sem staðið hefur yfir frá 1981. Safnið verður opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30-18. -ÞH Föstudagur 31. maí 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 2Í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.