Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 2
FLOSI
\iiku
skammtur
vettvangskönnun
Vegna fjölbreyttra starfa minna í þágu lands
og lýös, kemur það stundum fyrir aö ég þarf aö
draga mig úr erli daglegs vafsturs og hvers-
dagslegra umsvifa þeirra erinda aö gaumgæfa
til hlítar einhvern vissan og tiltekinn punkt lífsins
og tilverunnar.
Þetta er á samnorrænu fræöimáli kallað aö
fara í vettvangskönnun.
Hér er hvorki tími né rúm til aö skilgreina
nánar í hverju vettvangskönnun er fólgin, en þó
má nefna sem dæmi, aö vettvangskönnun gæti
verið þaö aö ganga yfir tiltekna götu til aö at-
huga hvort það væri óhætt. Komast klakklaust
yfir. Fara svo til baka og ganga aftur yfir fyrr-
greinda götu í trausti niðurstöðunnar af fyrr-
greindri vettvangskönnun.
Komist maöur yfir götuna tíöindalítiö í seinna
skiptiö, hefur vettvangskönnunin borið árangur
og má af henni draga lærdóma og skrifa ritgerð-
ir, en verði maður fyrir bíl eöa götuvaltara, hefur
sú hin sama vettvangskönnun mistekist og
þarfnast endurtekningar eins og önnur vísinda-
leg umsvif í þágu mannsandans.
Og þetta var nú um vettvangskönnunina sem
ég er aö koma úr.
Þó aö vettvangskannanir séu bæöi gagn-
legar og þarflegar, þá fylgir þar, einsog víöar,
böggull skammrifi. Manni hættir til aö rofna úr
tengslum viö samfélagið, eöa réttara sagt dag-
legan æðaslátt hins íslenska samfélags.
Tíöindi af þjóðfélagslegum hræringum og
menningarmálum fara framhjá manni, einfald-
lega vegna þess aö maður sér ekki dagblöðin
nema meö höppum og glöppum.
En þessu má kippa í lag. Þegar komiö er úr
vettvangskönnuninni, fer maður í inniskóna
sína, nær í dagbiaöabunkann sem er þeim mun
stærri eftir því sem vettvangskönnunin hefur
tekið lengri tíma, og ekki hefur maöur lengi lesið
þegar maður er aftur kominn í takt viö æöaslátt
hins íslenska mannlífs.
Auövitaö er þaö eins og venjulega aö váleg-
ustu tíðindin taka mesta blaöarýmiö og þaö
verö ég aö segja einsog er aö mér sortnaöi fyrir
augum, þegar ég sá í Morgunblaðinu þann 1..
ágúst síðastliðinn frásögnina af því ægilega
ástandi sem er aö skapast í einhverju fegursta
byggðarlagi á íslandi, Hafnarfiröi.
Svo komiö sé beint aö efninu viröist ástandið
vera slíkt í Hafnarfirði um þessar mundir að
bærinn sé aö leggjast í auön vegna þess hve
mikil skítalykt (afsakiö orðbragðið) er af lögreglu-
stööinni.
Blaðamaður Morgunblaösins hröklaöist út,
þegar honum var boöiö að kanna ástandið meö
eigin nefi. Þá var loftræsikerfið sett í gang og
auðvitað geröi þaö ekki annaö en aö auka á
víöáttu fnyksins svo hver krókur og kimi í þess-
um höfuðstöðvum laga og réttar í því lögsagn-
arumdæmi sem nær frá Hvalfjarðarbotni til
Hvassahrauns angaöi eins og gamall skíta-
kamar.
Þá er frá því sagt aö í október 1981 hafi fulltrúi
heilbrigðiseftirlitsins fariö inn til fanga, sem
hvorki hélt saur né vatni og var búinn aö gera öll
sín stykki og einsog segir í Morgunblaðinu:
„Megna ólykt lagöi að vitum mannsins þegar
inn var komið“.
Auðvitað sér hver maöur að viö slíkt veröur
ekki unað.
Margir halda því fram aö drykkjuskapur í
Hafnarfirði hafi stóraukist viö tilkomu lögregl-
ustöðvarinnar vegna þess að höfuðstöðvar
Góötemplarareglunnar eru hinum megin viö
götuna og fljótlega eftir að Lögreglustööin reis
af grunni varð fnykurinn slíkur að alls ekki varð
fundarfært í „Gúttó“ og þarmeö lagðist öll starf-
semi bindindishreyfingarinnar í Hafnarfirði bók-
staflega í rúst.
Um þetta ægilega illþefjunarmál lögreglunn-
ar í Hafnarfirði mætti auðvitað skrifa lengi enn,
en nú er mál aö linni. Þó er vert aö leggja á það
ríka áherslu að á lögreglustööinni mætti bæta
viö ööru vatnsklósetti, svo lögreglumenn þurfi
ekki aö ganga örna sinna á sama staö og úti-
gangsmenn. Þó er þaö ef til vill alvarlegast að
óæskilegur fnykur, lyktir og illþefjan getur mjög
orðið til þess aö slæva starfshæfni hafnfirskra
lögreglumanna, því eins og segir í handbók
lögreglunnar:
- Næmt lyktarskyn er hverjum lögreglu-
manni þaö mikilvægasta.
Lögreglumenn veröa aö renna á lyktina. Þeir
veröa að lykta af vegfarendum og ökumönnum.
Helst þarf lögreglumaður aö veröa fyrri til en
aðrir að finna lykt (sbr. orðtakið „Sá á...“
o.s.frv.).
Líklega væri tímabært aö láta endurhæfa nef-
in á hafnfirsku lögreglunni, því það er nú einu
sinni svo, aö ef menn þurfa að hafa einhverja
nasasjón af einhverju, þá verður sko nefiö að
vera í lagi.
Johnsení
fyrsta sæti
Árni Johnsen hefur veriö
sleginn til riddara af Morgun-
blaöinu meö eftirminnilegu
Reykjavíkurbréfi. Sjálfstæðis-
menn á Suðurlandi telja að
Morgunblaðiö hafi þarmeð
gefið grænt Ijós á að Árni
Johnsen skipi fyrsta sæti á
framboðslista íhaldsins á
Suðurlandi en Þorsteinn
Pálsson fari annaðhvort aftur
á VSÍ eða'skipti sér á bekk
með Eggert Haukdal neðar á
listanum, í skugga Árna, enda
sé Þorsteinn meirogminna
hættur að vera formaður...B
Nashyrninga-
flokkurinn
Framboðsflokkurinn eða O-
listinn vakti á sínum tíma
nokkra kátínu og létti yfir-
bragð stjórnmálamanna í ein-
um kosningum. Sá góði flokk-
ur mun ekki einsdæmi - að
minnsta kosti hefur verið til í
Kanada flokkur sem sýnist
skyldur honum og heitir Nas-
hyrningaflokkurinn. Stofn-
andi hans var eðlisfræðingur
að nafni Jaques Ferron.
Ferron stofnaði flokkinn
fyrir röskum tuttugu árum og
vartilgangur hans að skopast
að kosningaloforðum. Eitt
baráttumál flokksins var að
færa til Klettafjöll, svo að
menn fengju betra útsýni til
hafs, annað var að setja sæti í
öldungadeild þingsins á upp-
boð. Málefni þessi voru svo
vinsæl, að þegar Ferron lést
jfyrir skömmu og ákveðið var
að leysa upp Nashyrningafl-
okkinn risu margir upp á sína
áfturfætur og mótmæltu
hástöfum.B
BJ-ágrein-
ingurinn
Agreiningurinn innan BJ tekur
á sig æ skýrari myndir. Fund-
inum sem halda átti fyrir helgi
til að jafna ágreiningsmálin
var aflýst þarsem sýnt þótti að
hann leiddi ekki til neins.
Andófshópurinn sem Kristó-
fer Már kallaði fornaldarkrata
á dögunum, leggur ríkari
áhrslu á jafnaðarmennskuna
einsog hún var lögð upp í mál-
efnaskrá BJ fyrir alþingis-
kosningar, en hinn armurinn
er stundum kallaður frjáls-
hyggjuarmur, „hinir nýríku"
eða pabbadrengirnir í Heim-
dalli einsog Arnar Björnsson
á Húsavík kallaði þá. Einnig er
talað um mjúku línuna hjá
jafnaðarmönnum og hörðu
línuna hjá frjálshyggjufólkinu.
Þingflokkurinn er sagður vera
nokkurn veginn tvískiptur í af-
stöðu sinni, þannig að kon-
urnar, Kolbrún Jónsdóttir
og Kristín Kvaran eru sagðar
hallast fremur að jafnaðar-
mannalínunni, mjúku línunni,
en karlarnir, Stefán Bene-
diktsson og Guðmundur
Einarsson sagðir fremur
snúast á sveif með hægra
genginu, harðlínumönnum.
Þó er Guðmundur sagður
hljóður mjög...B
Níels á uppleið
Níels Á. Lund sem m.a. hefur
horft á fleiri klámmyndir en
hinn almenni Framsóknar-
maður (þ.e. hjá Kvíkmynda-
eftirlitinu) hefur sagt af sér
embætti Æskulýðsfulltrúa
ríkisins. Ragnhildur Helga-
dóttir menntamálaráðherra
mun þegar vera farin að
skoða reikningsyfirlitið yfir ár-
gjöld í Heimdall til að finna
skilvísan Heimdelling í stað-
inn. Menntamálaráðherra er
hins vegar ekki á þeim buxun-
um að treysta hverjum sem
er. Þess vegna hefur nú verið
settur mikill þrýstingur í varn-
armáladeild, verðbréfabrask-
hringjum, Morgunblaðsklík-
unni og víðar til að fá Kjartan
Gunnarsson, ímynd hins
unga Sjálfstæðismanns, til að
taka við þessu starfi. Kjartan
kann hins vegar betur við sig
sem framkvæmdastjóri
flokksins en svo að taka við
hlutverki Níelsar i Kvikmynda-
eftirliti og Æskulýðsfulltrúast-
arfinu. Hins vegar mun brátt
af sú tíð að Helgi Pétursson í
Ríó og NT skrifi leiðara um
búreikninga og selaskytterí,
því Níels er kominn á Tímann
sem ritstjórnarfulltrúi og mun
þar teygja lopann fyrir þing-
flokkinn...B
Útdeiling
þingsæta
í því sérstæða lýðræðisformi
sem Jón Baldvin er að koma
upp á vegum Alþýðuflokks-
ins, er það sagður gangur
mála að hann úthluti von-
arsætum á þinglista í hinum
ýmsu kjördæmum. Að vísu er
hann sagður andvígur öllum
gömlu þingmönnunum, en
hann ræður ekki við að bola
þeim öllum burtu. Þannig er
Eiður Guðnason sagður
munu fá að halda þingsæti
sínu, Karl Steinar sínu
o.s.frv. Hins vegar ætlar Jón
að bola burt Arna Gunn-
arssyni í Norðurlandi eystra
og koma þar og víðar nýjum
frambjóðendum að. Meðal
þeirra sem sagóir eru njóta
náðar formannsins til vonar-
sæta eru Bjarni Pálsson
(Reykjanes), Maríanna Friðj-
ónsdóttir (Reykjavík), Guð-
mundur Oddsson (Áustfirð-
ir), Birgir Dýrfjörð og Guð-
laugur Tryggvi Karlsson
(Suðurlandskjördæmi),
Bryndís Schram (Reykjan-
es, Vestfirðir eða hvort
Norðurlandskjördæmanna)
og fleiri. Hins vegar mun
áhuginn ekki mikill hjá þessu
fólki, því eftir að gengið fór að
dala ( skoðanakönnunum
dofnar vonin jafnt og þétt á
framboðssætunum....B
Pólskaog
ungverska
sjónvarpið
Pólska sjónvarpið hefur
ákveðið að sýna Lokaæfingu
Svövu Jakobsdóttur, en sem
kunnugt er var verkið sýnt í
Þjóðleikhúskjallaranum og
síðan á norrænu leiklistarhá-
tíðinni í Osló í fyrra. Verkið
vakti þar mikla athygli og hef-
ur pólska sjónvarpið ákveðið
að taka það upp með þar-
lendum leikurum. Þá var ung-
verska sjónvarpið að gera
þátt með Pólýfónkórnum í Vat-
ikaninu á dögunum. Hvar er
íslenska sjónvarpið?B
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN |Sunnudagur 14. júlí 1985