Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 10
-rœttvið Karl Júlíusson, sem gerir búningafyrirsjónvarpsmyndina „Böðullinn og skœkjan"
sem Hrafn Gunnlaugsson stjórnar hjó sœnska sjónvarpinu -
„íslendingar eru
lundabaggar“
„íslendingar eru algerir
lundabaggar. Stundum
held ég aö mesta gæfa
þessarar þjóöar yröi ef
hætti aö fiskast. Þá yröu
menn aö trúa á eitthvað
annað en þorskinn. Menn
eru ekki hræddir við aö
setja milljónir í togara, sem
fyrirsjáanlega mun aldrei
borga sig. En aö menn þori
aö taka áhættu með
eitthvað frumlegt og
spennandi. Nei, „hugbún-
aður“ og „lífefnaiönaður"
eru nýjustu lausnarorðin
en lengra nær fantasían
ekki.
Þessir menn skilja ekki að ís-
land er land fyrir „Gourmet-
neytendur" um allan heim. Mið-
að við alheiminn er þetta kannski
ekki stór hópur, en bara í New
York einni er þessi hópur nógu
stór fyrir allt ísland. Fyrir þennan
hóp eigum við að framleiða allt
milli himins og jarðar: mat, föt,
muni. Og ekki síst list. En það
verður að veðja á hana, - iist-
framleiðsla og ýmiss konar sköp-
unarstarfsemi er fjárfesting sem
sannarlega borgar sig ef vel er að
hlutunum staðið. Sjáðu bara
Astralina. Þeir ákváðu að setja
pening í kvikmyndirnar og árang-
urinn og arðurinn var fljótur að
skila sér. Á íslandi dreymir menn
stóra drauma á Alþingi, en það
vantar hugvit og djörfung. Víð
erum- lundabaggar, - upp til
hópa.“
Búningar
fyrir Svía
Sá sem þetta mælir getur sann-
arlega trútt um talað, og verður
ekki vændur um skort á djörfung.
Hann heitir Karl Júlíusson og
hann þekkja flestir. Ef ekki fyrir
leðurvörður sínar, sem hann hef-
ur framleitt hingað og þangað um
bæinn um allnokkurt skeið, þá
amk. fyrir búningana í kvikmynd-
inni „Hrafninn flýgur".
Það vakti nokkra athygli á sín-
um tíma þegar Hrafn Gunnlaugs-
son fól manni, sem aldrei hafði
fengist við gerð leikbúninga að
gera alla búninga í kvikmynd frá
víkingatímanum. Og ekki urðu
menn minna hissa þegar myndin
var frumsýnd: Búningarnir voru
bæði óvenjulegir og mjög dram-
atískir og áttu stóran hlut í áhrifa-
mætti myndarinnar. Það var
greinilegt að hér var á ferðinni
maður sem vissi hvað hann var að
gera. Og árangurinn lét ekki
standa á sér. Nú er Karl að vinna
mjög stórt verkefni, einnig með
Hrafni Gunnlaugssyni. Hann á
að gera búninga fyrir mynd sem
Hrafn hefur tekið að sér að
leikstýra fyrir sænska sjónvarpið
og nefnist „Böðullinn og
skækjan". í myndinni leika marg-
ir helstu leikarar Svía, m.a. Lena
Nyman, Per Oscarsson og Niklas
Ek, sem er þekktasti ballettdans-
ari Svía og^ hefur snúið sér í
auknum mæli að kvikmyndaleik.
Það sem einkum er þó athyglis-
vert er að Karl gerir alla búning-
ana hér heinia á verkstæði sínu.
„Nei, maður er ekkert að láta
framleiða þetta úti. Ég sendi
vöruna fullunna frá mér,“ segir
Karl, þar sem hann situr yfir
teikningum sínum á verkstæðinu,
sem hann og kona hans, Áslaug
Konráðsdóttír reka vestur á Fálk-
agötu. Hrafn Gunnlaugsson hef-
ur frætt blaðamann á því að hann
hafi fengiö nokkrar teikningar
hjá Karli til að sýna sænsku sjón-
varpsyfirvöldunum. Menn hafi
strax orðið mjög hrifnir af þeim
og ákveðið að fá Karl til að vera
svokallaðan „Art director" í
myndinni, sem þýðirað hann hef-
ur yfirumsjón, en þarf ekki að
binda sig yfir tökum, þarsem fag-
menn sænska sjónvarpsins munu
sjá um alla muni og búninga
Karls þegar til Svíþjóðar kemur.
Það er því sannarlega hægt að
segja að Karl sé að flytja íslenskt
hugvit og handverk til útlanda.
Og þá byrjum við á byrjuninni.
Karl leggur frá sér leðurpjötlu og
hnífog segirokkursögu sína. Við
byrjum í barnaskólanum:
Lœrði að vinna
á sjónum
„Ég var í Austurbæjarskólan-
um sem krakki og ég ætlaði áreið-
anlega ekki út í neitt svonalagað.
Ég fékk spýtu og rasp og mér var
sagt að búa til bát. Heilan vetur
sat ég eins og Neanderdalsmað-
urinn, í kryppu yfir lurknum og
reyndi að búa til bát. Árangurinn
var jafn skelfilegur og kennslan
bauð upp á.
Ég flosnaði upp úr 4. bekk í
Gaggó. Fór á togara og þar lærði
ég að vinna, - vinna skipulega.
Eg bý að því ennþá. Síðan fór ég
til Svíþjóðar að læra málmskipa-
smíði. Þar lærði ég rafsuðu og
það kom mér líka til góða síðar.
Ég kláraði ekki námið og þar
með er mín skólagöngusaga á
enda.
Þegar ég var 14-18 ára fór hug-
urinn að beinast að einhverju
„vísúölu“, ég var með króniska
fatadellu af þeirri stærðargráðu,
sem þá var nánast óþekkt. Ég lét
sauma á mig föt og safnaði alls-
kyns sérkennilegum múndering-
um. Ég fór á fullu inn í hippatím-
abilið í mussu og ollu saman og
lifði þennan tíma alveg í botn, og
reyndar langt niður fyrir það.“
„Hippatímabilið - hvers virði
er það þér í dag?“
„Mikils virði. Menn eru nú að
leyfa sér að gera lííið úr þessu
tímabilið. Þetta var upphafið á
allri framþróuninni. Við vorum
brautryðjendur, með hárið ofan í
augu og allt í endurskoðun. Allur
tólerans á rætur að rekja til hipp-
anna. Þetta var kosmisk skútuöld
þar sem öll frávik voru leyfileg og
sjálfsögð.
í dag finnst mér að ég hefði
ekki orðið neitt hefði ég ekki far-
ið í gegnum þetta. Við sem lifð-
um tímann af, - og það voru ekki
allir, margir góðir drengir frá
þessum tíma misstu annað hvort
vitið eða lífið, eða hvort tveggja,
- en við sem lifum enn, lifum vel.
Við ætluðum að snúa okkur að
fábreyttum lifnaðarháttum,
„back to nature“, en það fór á
annan veg. Blómabörnin eru nú
orðin „uppar“. Ég er svona
„semi-uppi“.
Úti í Danmörk sá ég fyrst leðr-
ið. Mér fannst það strax það gæf-
ulegasta sem hafði rekið á fjörur
mtnar. Heima stofnuðum við
Leðurverkstæði á Vesturgötunni
árið 1969. Það hét Bráðabirgðir
s.f. og þar lifðu menn á grænmeti
af mannúðarástæðum og brytj-
uðu svo dýrahúðir í spað. Svona
voru menn dálítið prinsiplausir á
sumum sviðum, en það leyfðist.
Það leyfðist allt.
Við vorum ískyggilegir
náungar, ég, Örn Ingólfs og Be-
nóný Ægis með hár niður á herð-
ar og börðum bumbur. Messíana
Tómasóttir var líka með okkur
„til bráðabirgðanna..."
Við skárum okkur hressilega
frá í einu og öllu og vorum alger-
lega til hliðar við strauminn.
Þetta gekk bara sæmilega enda
vorum við léttir á fóðrum. Síðar
stofnaði ég Leðursmiðjuna í Að-
alstræti 12 árið 1974 og þaðan fór
ég á Skólavörðustíginn og er þar
enn.“
Pœlingar
hippa-
tímabilsins
„Hvernig atvikaðist það að þú
varst beðinn að gera búningana í
„Hrafninum“?“
„Bara svona, ég var beðinn að
gera einn til reynslu. Og þar með
var ég kominn af stað. Ég vakn-
aði auðvitað upp í svitabaði þegar
ég áttaði mig á því hvað ég var að
fara út í. Hélt ég væri búinn að
steypa mér í endanlega glötun, en
svo fann ég fljótt út að það var
misskilningur. Allt í einu var ég
heima. Allar pælingarhippatíma-
bilsins um frumstæða lifnaðar-
hætti, sérkennilega þjóðflokka,
mannfræðin, - þessi afkimastúd-
ía, - nú kom þetta mér til góða og
mér fannst ég tala tungum. Ég
vissi strax að myndin yrði annað
hvort stórkostleg eða flopp.
Maður var í þessu upp á líf og
dauða. Búningarnir eru búnir til í
10 fermetra plássi og við vorum
tvö sem gerðum nánast allt.
Leðrið reyndist frábært í leikbún-
inga, leikararnir urðu næstum
heiðnir, þegar þeir voru búnir að
ríða blauta sandana frá morgni til
kvölds í þeim.“
„Ertu sjálfur heiðinn?"
„Ég trúi ekki á eitthvert kosm-
iskt ástand að jarðvist lokinni, en
ég afneita því ekki heldur. Mér
finnst kristin siðfræði skynsam-
legur rammi sem mennirnir hafa
sniðið um mannskepnuna svo að
við rífum ekki hver annan á hol.
Ég trúi á einstaklinginn, þetta
innbyggða persónulega straum-
kerfi í mannskepnunni, sem vill
uppskera eitthvað fyrir erfiði
sitt.“
Klímaxið
er vinnan
„Ert þú ofstopamaður til
vinnu?“
Ég er vinnumaníak, já. Algjör
áhlaupamaður. Mitt klímax er
vinnan. Ég hef nóga orku, ég
lærði að virkja hana á sjónum.
Nei ég er ekki í neinum lyftingum
eða sundi eða svoleiðis," segir
hann aðspurður, og Áslaug bætir
inn í að hún hafi dregið hann í
sund á dögunum.
„Já það var frábært. Það er á
3ja ára áætluninni - að fara að
stunda sund. Ég þyrfti líka að
hætta að reykja. Ég sef eins og
selur og reyki eins og strompur."
„Hvernig slappar þú af, - ertu
nokkuð í dulspeki?“
„Nei, engri dularfullri metafys-
ik, en ég pældi svolítið í „svarta-
galdri“ um árið. Nei, ég slappa
bara af í meiri vinnu. Ég myndi
aldrei slappa af með því að hvíla
mig. Bara með því að sjá árangur
af vinnunni, helst vil ég þó vinna
við mismunandi viðfangsefni. Ég
vinn að skapandi myndlist
jöfnum höndum með leðurvinn-
unni og hef alltaf sýnt opinber-
lega af og til. Ég er þannig stress-
aður þegar ég er að byrja á nýju
verkefni, að ég er að springa, en
þó er eins og þetta smálagist með
aldrinum. Svo les ég - það er viss
hvíld í því, ég les allan fjárann,
rusl, bókmenntir, mannfræði,
þjóðháttafræði, listfræði, - allt
sem ég næ í.“
Enga
vanmetakennd
„Ætlarðu að veðja á alþjóð-
legan frama?“
„Maður veit aldrei, ég geri 3-6
ára áætlanir. Ég hef áhuga á
raunverulegri nýsköpun, engum
vanmetahætti. íslendingar eru
mjög flinkir á ýmsum sviðum. Ég
lít þannig á að það sem ég fer að
gera fyrir sænska sjónvarpið
komi fleirum til góða. Ég mun
ekki koma þarna sem einhver
undirtylla. Ég gerði það þegar ég ►
var að vinna í skipasmíðastöðinni
í Gautaborg. Það er liðinn tími.
Við erum miklu meira en sam-
keppnisfær, þótt okkur skorti
sjálfstraust og stuðning héðan frá
þeim sem ráða.
Veistu hvað vinkona mín fékk
að heyra þegar hún vildi fá aðstoð
vegna hönnunarverkefnis: „Af
hverju giftir þú þig bara ekki og
hættir þessu." Svona menn vilja
lifa á erlendum lánum til að halda
ryðkláfunum á floti, en þeir skilja
ekki að okkar besta fjárfesting
eru í hugviti og handverki okkar
sjálfra.“
Kaffið er löngu búið, sólin far-
in og ljósmyndarinn búinn að
týna gleraugunum. Við kveðjum
Karl og Áslaugu eftir að þau hafa
sýnt okkur búningateikningarnar
fyrir „Böðulinn og skækjuna“.
Og það kemur sannarlega ekki á
óvart að Svíarnir skyldu veðja á
Karl.
þs
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. ágúst 1985