Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 16
LEIÐARAOPNA S kattsvi k eða löglegar leiðir? Lesendur Þjóðviljans hafa undanfarna daga fengið að líta nokkur sýnishorn úr nýframlögðum álagningarskrám. Þar hef- ur ýmislegt fróðlegt komið í Ijós eins og jafnan þegar blaðað er í þeim merku skrám. Sjálfsagt kemur orðið „skattsvik" upp í huga einhvers þegar hann lítur ýmsar „skrýtnar" álagningartölur. Það virðast samt vera viðbrögð flestra jafnt almenn- ings sem stjórnvalda að yppa aðeins öxl- um eða í mesta lagi að reiðast augnablik. Síðan er málið gleymt og menn bíða eftir næstu álagningarskrá og sagan endur- tekur sig. Sannleikurinn er sá að það sem í augum almenns launamanns heitir skatt- svik, þegar einstaklingar sem standa í einkarekstri fá sín árlegu vinnukonuút- svör, heitir á máli skattayfirvalda lögleg millifærsla útgjaldaliða eða eitthvað í þeim dúr. Á leiðaraopnu í dag er haldið áfram að ræða skattamálin og birt smásýnishorn af þeim upplýsingum sem kynntar hafa verið, lesendum undanfarna daga. Jafnframt erl rætt við skattrannsóknarstjóra um starfs- svið og verkefni embættisins og sagt frá nefnd sem hefur það verkefni m.a. að finna út umfang skattsvika hérlendis. Snúið og erfitt viðfangs Sérstakur starfshópur er aðkanna umfang skattsvika hérlendis. Von á niðurstöðu íhaust. Ólafur Davíðsson-. Erum að reyna að náigast svarið. í haust verða væntanlega kynntar niðurstöður starfs- hóps sem um þessar mundir vinnur að því að kanna um- fang skattsvika hérlendis. Starfshópurinn sem fjármála- ráðherra skipaði sl. haust á einnig að athuga hvort rekja megi skattsvik til einhverra ákveðinna starfsstétta öðrum fremur og að koma með til- lögurtil úrbóta varðandi skattsvik. í starfshópnum eiga sæti þeir Eyjólfur Sverrisson löggiltur endurskoðandi, Ólafur Davíðs- son framkvæmdastj. Félags iðn- rekenda, Þröstur Ölafsson framkvstj. Dagsbrúnar, Jónatan Pórmundsson prófessor og Þór- ólfur Matthíasson hagfræðingur. „Spurningin er ekki hvort skattsvik séu hér fyrir hendi, heldur hve umfang þeirra er mikið. Það er Ijóst að nákvæmar mælingar á umfangi skattsvika eru ekki til, eðlis málsins vegna. Þetta er erfitt og mikið álitamál og við höfum verið að reyna að nálgast svarið eftir ýmsum leiðum," segir Ólafur Davíðsson aðspurður um vinnu starfshóps- ins. Hann segir allar tölur sem nefndar hafa verið um umfang skattsvika, allt uppí 10% af þjóð- artekjum á hverju ári, vera alger- lega útí loftið. „Það er ekkert á bak við þessar tölur nema hrein ágiskun og við höfum ekki ennþá myndað okkur neina skoðun á því hvort yfirhöfuð er nokkur leið að nefna slíka tölu. Þessi mál eru hins vegar mikið í almennri um- ræðu meðal landsmanna og því er mjög æskilegt ef unnt væri að komast að einhverri líklegri niðurstöðu um hve þetta er mikið því það myndi skýra alla umræðu um þessi mál.“ En eru það ekki skattalögin sjálf sem eru aðalmeinsemdin, þau bjóði meira og minna uppá ójöfnuð við skattaálagningu? „Það er sjálfsagt í mörgum til- fellum þannig að menn komast létt frá skattinum eftir löglegum leiðum en við höfum ekki rætt sérstaklega um skattalögin. Hitt er víst að eftir því sem alls kyns undanþágum fjölgar í skatta- lögum þeim mun erfiðara verður að hafa eftirlit með skattinum. Mikið af frádráttarliðum eru til- komnir til að gera kerfið réttlát- ara svo þarna stangast dálítið á, því réttlátt skattakerfi hlýtur alltaf að vera dálítið flókið og býður um leið uppá misnotkun í einhverjum mæli. Ég þori ekki að segja neitt um það á þessari stundu hvort við séum vongóðir um að vinnan skili árangri en auðvitað erum við að Ólafur Davíðsson: Nákvæmar mæl- ingar á umfangiskattsvika eru ekki til. þessu í þeirri trú að eitthvað komi út úr því en þetta er vægast sagt mjög snúið og erfitt viðfangs." -•g- iEIÐARI Miljörðum stolið órlega Skattsvik eru stunduö í stórum mæli hér- lendis. Sumir vilja jafnvel halda því fram aö skattsvik séu svo umfangsmikil aö þau nemi allt að 10% þjóöartekna. Þó ekki sé um að ræða nema 2-3% þjóöartekna sem svikin eru undan skatti, þá skiptir sú fjárhæð miljörðum króna. Hérer því ekki um neinarsmáfjárhæöir aö ræöa. Það þarf hvorki að lesa mikið né lengi í skattskránni til aö finna skattsvindlarana. Þeir blasa við á hverrri síðu með vinnukonuútsvar- ið sitt. Fastir liðir eins og venjulega. Innan um eru stórlaxarnir sem gert er að greiða hundruð þúsunda í skatt en þegar betur er að gáð eru þetta áætlanir sem verða kærðar sama daginn og skattskránum er lokað fyrir almenningi. Það er eftir öðru í þessu dæmalausa þjóðfé- lagi, að skattskrár þykja svo viðkvæmar bækur, líkt og gömlu handritin, að þær eru almenningi einungis til sýnis í nokkra daga ár hvert. Skýring skattyfirvaldaersú að svo mikið sé um kærur og breytingar á álögðum gjöld- um, að ekkert sé að marka þessa skrá. Hin endanlega skattskrá liggur ekki fyrir fyrr en eftir tæpt ár og meira að segja útgáfa þeirrar skrár var bönnuð um nokkurt árabil því svo- kölluð tölvunefnd komst að þeirri niðurstöðu að hér væri um svo persónuiegar upplýsingar að ræða að þær kæmu almenningi ekki við. Einmitt þetta viðhorf er dæmigert fyrir hug ráðamanna til skattsvika. Þetta er svo við- kvæmt mál að það hvorki borgar sig né tekur því að ræða það. Nefnd sem fjármálaráðherra skipaði fyrir ári til að kanna umfang skattsvika hérlendis er að mörgu leyti dæmigerð fyrir viðbrögð kerfisins við háværri umræðu um skattsvik. í stað þess að reyna að leita að einhverjum endanlegum sannleik um stórar tölur sem aldrei verður fundinn, væri nær að snúa sér að beinum aðgerðum og taka til endurskoðunar þau ákvæði skattalaga sem hreinlega heimila mönnum að stela undan skatti. Tvískinnungur fjármálaráðherra hefur einmitt falist í því að bæta og auka við slík ákvæði á sama tíma og hann kvartar sáran undan því hve miklu sé stolið undan skatti. Það sem er þó einna alvarlegast er sú af- staða sem virðist ríkja með allt of stórum hluta þjóðarinnar og er runnin undan rifjum þeirra peingamanna sem hafa verið iðnastir við að koma fé sínu undan skatti. Þessi fjármagnsöfl kynda undir almenna óánægju með skatt- heimtu. Hún sé af hinu illa. Hver og einn eigi að sjá um sig og þess vegna sé ekki nema sjálf- sagður hlutur að reyna að koma sem mestu undan skatti. Þessum mönnum finnst ekkert óeðlilegt þó heimilisrekstur fjölskyldunnar sé ' færður á reikning einkafyrirtækisins. Þessir menn berast mikinn á og skammast sín ekki fyrir vinnukonuútsvörin. Almenningur þarf að skera upp herör gegn þessum hugsunarhætti og krefjast harðara aðgerða gegn þessum „nýríku Nonnum". Skattbyrgði hins almenna launamanns er nóg fyrir, þó hann þurfi ekki jafnframt að borga útsvarið og tekjuskattinn fyrir nágrannann sem roðnar ekki einu sinni af blygðun. Skattsvik jafnvel þó þau líti löglega út á pappírnum eiga ekki að vera feimnismál sem kerfið reynir að fela í lokuðum bókum. Á slíku misferli ber að taka föstum tökum eins og hverjum öðrum lögbrotum. -ig- 16 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.