Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 13
SUNNUDAGSPISTIil Klukkan korter yfir átta aö morgni hins sjötta ágúst fyrir fjörutíu árum kastaði banda- rískflugvél atómsprengju á Híróshima. Á minnisvarða í borginni má nú lesa nöfn 113 þúsund manna sem fórust þegartortímingin æddi með áðuróséðum krafti yfir þessa stóru timburhúsaborg. Hafter fyrir satt, að síðan hafi mannkynið lifað við aðrar að- stæður en áður: þær, að hægt er að framleiða vopn sem geta ekki aðeins valdið fjölda- morðum margfalt hrikalegri en áður eru dæmi um, heldur og útrýmt mannkyni öllu. Lengi síðar hefur verið deilt um þá ákvörðun bandarískra ráðamanna að nota kjarnorku- vopn gegn Japönum. Ósigur þeirra var skammt undan - Hitlers-Þýskaland hafði gefist upp nokkrum mánuðum áður, japanski herinn var hvarvetna á undanhaldi. Var það þá ekki einsog hver annar stríðsglæpur að efna til hryllilegrar fjöldaaftöku á óbreyttum borgurum í Híros- Þegar sprengjan féll hima? Bandaríkjamenn hafa lengst af varið sig með því, að Japanir hafi ætlað að berjast til síðasta manns og hefði innrás á Japanseyjar sjálfar orðið miklu mannskæðari bæði fyrir Banda- menn og Japani en þær kjarnork- usprengjur tvær sem neyddu jap- anska heimsveldið til að gefast upp. Eitt er að minnsta kosti ljóst: upp frá þeim skelfilegu tíðindum sem gerðust í Híroshima fyrir fjörutíu árum og í Nagasaki þrem dögum síðar, vita menn að mannkynið lifir í skugga tortím- ingarháskans, að valdaskák heimsins komst á nýtt stig og að friðarbaráttu má aldrei linna. Ef, ef... Flugvélin „Enola Gay“, sem sprengjunni kastaði, lagði upp frá lítilli eyju, Tinian. Nokkrum dögum fyrr hafði herskipið Indi- anapolis komið til Tinian með úran það sem í sprengjuna þurfti. (Sprengjan var af þeirri gerð sem ekki hafa verið smíðaðar eða not- aðar síðan og hún hafði aldrei verið prófuð og var því margt í óvissu um það, hver eyðilegging- armáttur hennar væri). Svo vildi til, að Japanir sökktu herskipinu Indianapolis á leiðinni heim frá Tinian: sumir hafa spurt að því, hvort aldrei hefði komið til kjarn- orkuárásar á Japan ef að skipið hefði verið skotið í kaf á leiðinni til Tinian? Sú spurning gerir þá ráð fyrir því, að kannski hefðu Japanir gefist upp fljótlega hvort eð væri. Tveim dögum eftir árás- ina á Híroshima sögðu Sovétríkin ; Japönum stríð á hendur og héldu inn í Mansjúríu - má vera að jap- anska stjórnin, sem átti í ærnum vanda fyrir, hafi kosið að gefast upp sem fyrst fyrir Bandaríkja- mönnum af ótta við að Sovét- menn myndu taka meira herfang en til stóð ef að stríðið drægist enn á langinn. Svo er líka uppi önnur kenning, sem Sovétmenn hafa einatt viðrað: hún er sú, að Bandaríkjamenn hafi ekki kastað kjarnorkusprengjunni á Japan fyrst og fremst til þess að flýta stríðslokum, heldur til að hræða bandamenn sína í stríðinu við Hitler, Sovétmenn, og fá þá til að halda sig á mottunni, ef svo mætti segja. Fréttir af atómdauða Fyrstu viðbrögð við árásinni á Híroshima voru, af blöðum frá þeim tíma að dæma, undrun, feiginleiki (stríðinu mundi nú ljúka) og svo beygur. Til dæmis var í Þjóðviljanum skrifaður leiðari um að nú væru þau miklu tíðindi að gerast, að það hefði tekist að beisla mikla orkulind og mundi það vafalaust verða til mikillar blessunar - þótt svo að það varpaði skugga á „gífurlegan sigur vísindanna" að þessi upp- götvun er fyrst notuð til að tor- tíma fólki í hernaði. En svo fóru smámsaman að berast fregnir af því sem gerst hafði í Híroshima - og bárust ekki strax út, því að frétta- mönnum var meinaður aðgangur eða fréttaflutningur frá borginni fyrst í stað. Og smám saman varð mönnum ljóst að atómdauðinn var eitthvað sem áður hafði ekki þekkst og að Híroshima gat verið upphaf annarra og miklu verri tíðinda. Lengi síðan hafa menn getað lesið frásagnir sjónarvotta af hinu ægilegu ljósi og hinum ofsalega hita, sem blindaði menn og brenndi upp til ösku þannig, að stundum varð ekkert eftir annað en skuggi á vegg. Af skelfilegum brunasárum, af ógnarlegum þorsta, af hári sem losnaði í stór- um flygsum, af sárum sem ekki vildu gróa, af sinnulausri píslar- göngu geislavirkra líkama í burt frá eldhafinu. Af börnum sem reyndu að vekja dauðar mæður síðar til lífs, af mæðrum sem höfðu misst vitið í árangurslausri leit að börnum sínum. Og síðar bættust við frásagnirnar um fólk sem bar atómdauðann í sér árum saman og dó löngu síðar með harmkvælum af hvítblæði eða öðrum afleiðingum geislavirkni, af konum sem fæddu vansköpuð börn og af fólki sem lifði af og neitaði sér um að eignast börn af ótta við að hörmuleg truflun hefði orðið á erfðastofnum. Vísindamenn Kjarnorkuárásin á Híroshima átti sér langan aðdraganda, sem hefst á hljóðlátum rannsóknar- stofum evrópskra vísindamanna, sem voru að sýsla við möguleika á að kljúfa atómkjarnann. Albert Einstein, landflótta í Bandaríkj- unum, skrifaði Roosevelt forseta frægt bréf að ráði annarra útlægra vísindamanna og varaði hann við því, að Þýskaland Hitlers kynni að geta smíðað „afar aflmiklar sprengjur af nýrri gerð“ og Roos- evelt lét seinna sannfærast um að Bandaríkin, sem þá voru ekki komin í stríðið, yrðu að verða fyrst til að eignast slík vopn. Upp frá því var svokölluð „friðsemd rannsóknarstofunnar" rofin og upp hófst það samstarf eðlisfræð- inga og herforingja, sem svo af- drifaríkt hefur orðið. Vísindamennirnir, sem unnu að því að smíða atómsprengjuna, töldu það nauðsynlegt vegna ótt- ans við Þjóðverja og líka Japani sem einnig unnu að kjarnorku- rannsóknum. (Síðar kom í ljós, að japanskir vísindamenn fóru sér mjög hægt af ásettu ráði, því þeim leist ekki á sigur þeirrar her- stjóraklíku sem með völdin fór í Japan). En að stríðinu loknu skiptust leiðir. Leiðir skiljast Sumir vísindamanna þeirra, sem höfðu starfað í fyrstu til- raunamiðstöðinni í Los Alamos, hörmuðu það háskalega banda- lag, sem vísindamenn hefðu gert við herinn. Einn þeirra, Isidor Rabi, sagði á þessa leið: „Við fengum valdið í hendur þeim, sem skildu það ekki og gerðu sér ekki grein fyrir því, hvað þeir voru með í höndurn." Oppen- heimer og ýmsir fleiri vísinda- menn, sem vildu fyrst og fremst koma kjarnorkunni fyrir á vett- vangi friðar, sneru aftur til há- skóla sinna, sumir gerðust at- kvæðamenn í friðarhreyfingum og sættu ýmsum kárínum á mekt- ardögum kalda stríðsins. Aðrir vísindamenn - t.d. Edward Tell- er og aðrir slíkir, hafa hinsvegar verið harðir á því, að kjarnorku- vopnin væru nauðsyn'og ekkert athugavert við að taka þátt í þró- un þeirra - má stundum greina í ummælum slíkra manna undar- legt stolt yfir að vera að „gera eitthvað sem um munar“. Dæmi um slíkan vísindamann er Merri Wood, sem segir í nýlegu viðtali í Times, að hún hafi frá skóla- dögum dáðst að þeim mönnum sem smíðuðu fyrstu sprengjuna og hafi alltaf dreymt um að hanna ný vopn. Hún segir, að þeir sem köstuðu sprengjunni á Híros- hima eigi ekki að finna til sektar- þeir væru eins og lögreglumenn sem þyrftu stundum að skjóta hættulega glæpamenn. „Þeir í hernum biðja um tvö megatonn eða tvö þúsund megatonn - og maður býr það þá til sem þá vant- ar,“ segir Merri Wood í þessu viðtali. Þeir sem lifðu af Á þessu afmæli kjarnorku- sprengjunnar hefur athygli blaðamanna víða beinst að þeim, sem enn eru á lífi af þeim sem smíðuðu sprengjuna eða komu henni til Híroshima og að japön- skum eftirlifendum. Saga þeirra, sem lifðu af er reyndar það sem menn ættu helst að hafa hugann við: saga sjúkdóma, sem reynast banvænir þegar minnst varir, saga ótta, nagandi ótta við fram- tíðina, um framtíð barna, sem ættingjarnir og þjóðfélagið vildu ekki að fæddust. Misao Nagoj a er ein þeirra sem slíka sögu segir. Hún er gift „hi- bakusha“, manni sem lifði af sprengjuna eins og hún og missti árið 1965 son sinn úr hvítblæði. Drengurinn hafði verið í meðferð hjá bandarískum og japönskum sérfræðingum, sem voru að rann- saka áhrif sprengjunnar á börn „hibakusha" og dauði hans vakti talsverða athygli. Og þá bættist við enn ein ógæfan: aðrir þeirra, sem af lifðu, fordæmdu móður- ina hver sem betur gat - þeir höfðu vanist því, að láta sem minnst á sér bera, en nú var hún að draga athyglina að börnum þeirra. Atvinnurekendur mundu forðast að ráða þau til starfa, kærastar eða kærustur mundu leggja á flótta - gat hún ekki látið kyrrt liggja? Það gerði hún reyndar ekki: Misao Nagoja hef- ur talið það skyldu sína að segja nýjum kynslóðum alla sögu sína og hún er ein þeirra sem hefur unnið af kappi, einatt veik og máttfarin, fyrir japanska friðar- hreyfingu. Hér og nú Kjarnorkusprengjan hefur breytt heiminum. Hún er lykill að því að heita stórveldi: Banda- ríkjamenn, Sovétmenn, Bretar, Frakkar og Kínverjar eru þeir sem fara með neitunarvald í Ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna og þetta eru líka allt kjarnorku- veldi. Kjarnorkusprengjan er líka stöðug áminning um nauðsyn friðarhreyfinga, baráttu fyrir af- vopnun eða að minnsta kosti fyrir takmörkunum vígbúnaðar. Þeim hreyfingum hefur að sönnu vegnað misvel. Þær risu hátt um 1960, þegar upplýsingar um geislavirkni af völdum til- rauna með kjarnorkuvopn sköpuðu öfluga mótmælahreyf- ingu. En eftir að risaveldin sömdu um að hætta sprengingum í andrúmsloftinu og gáfu mönnum nokkra von um slökun spennu, þá dró mátt úr friðar- hreyfingum um skeið. Þær hafa svo risið upp aftur á síðustu miss- erum og sameinað gífurlegan fjölda fólks um víða veröld í kröf- unni um að vígbúnaðaræðið sé stöðvað. Sú hreyfing hefur risið af vaxandi þekkingu á kjarnorku- vopnum og á því, hve viðkvæmt fyrir slysum og yfirsjónum það kerfi er sem á að stjórna notkun þeirra. Einnig af þekkingu á því, að ný vopnakerfi „lækka þrösk- uldinn" eins og það heitir - gera það líklegra að ráðamenn freistist til að nota kjarnorkuvopn „í tak- mörkuðum mæli“. Nú síðast viðurkenndi Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseti, að hann hefði fjórum sinnum velt því alvarlega fyrir sér, hvort hann ætti ekki að knýja fram bandarískan vilja með því að kasta kjarnorku- sprengjum. Góður mólstaður Það hefur heyrst á friðarfund- um að undanförnu, m.a. á þeim sem haldinn var í Amsterdam fyrir nokkrum vikum á vegum END, að rnargir hafa orðið fyrir vonbrigðum með að friðarhreyf- ingum hefur ekki tekist að koma í veg fyrir að ný vopnakerfi væru sett upp í Evrópu. Og um leið hefur það gerst að fitjað hefur verið upp á nýjum ófögnuði - stjörnustríðskerfum svonefnd- um. Engu að síður á friðarhreyf- ing sem fyrr góðan grundvöll í aukinni þekkingu á kjarnorkuvá og vaxandi samstöðu um að gera afvopnunarkröfur til allra kjarn- orkuvelda. Hvernig sem fram- vindan verður, þá er eitt víst: varla er til betri málstaður en þeirra, sem hafa með einum eða öðrum hætti viljað reisa rönd við þeirri þróun sem nú hefur skapað sprengjubúr sem geyma eyðing- armátt mörgþúsundfaldan á við allar þær sprengjur, sem til voru í heimsstyrjöldinni síðari - sem lauk einmitt nokkrum dögum eftir að sprengjan féll á Híro- shima. ÁB Sunnudagur 4. ágúst 1985 WÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.