Þjóðviljinn - 04.08.1985, Side 15

Þjóðviljinn - 04.08.1985, Side 15
Fjölmyndir Hallgrfms Sagg siðanna Skírlífisbeltin voru sjaldgœf lok oq læs og allt í stáli - þetta málverk frá sextándu öld sýnir tortrygginn nmann sem tekur við lyklinum að skírlífsbeltinu úr hendi konu sinnar um leið Flestir munu hafa heyrt getiö um skírlífisbelti. Sagan segir, að áður en riddarar krossferðatím- anna fóru að stríða, hafi þeir læst járnbelti um konur sínar og haft með sér lykilinn til að grasekkj- urnar gætu ekki haldið framhjá þeim meðan þeir voru að frelsa gröf Krists. Listsagnafræðingurinn Alex- ander Schulz hefur nú safnað saman flestum þeim heimildum sem fáanlegar eru um skírlífis- belti. Og hann telur, að þau séu mestan part þjóðsaga, að minnsta kosti hafi staða aðals- kvenna á krossferðatímanum verið miklu sterkari en svo að þær yrðu niðurlægðar með því að spenna um þær skírlífisgjarðir. Skírlífisbelti hafa verið til, en í miklu minna mæli en áður var haldið. Það fer sögum af þeim í Flórens á fimmtándu öld, peningaaðallinn þar bar minni virðingu fyrir konum sínunr en aðalsmenn sverðsins á kross- ferðatímum - þeir gullauðugu litu á konuna sem persónulega eign sem hægt væri að læsa eins og hverjum öðrum kistli. En þess eru dæmi, t.d. á sex- tándu og sautjándu öld, að menn sem reyndu að setja skírlífisbelti hafi sætt kárínum. Svo virðist sem þeir tortryggnu karlar, sem reyndu að læsa konum sínum með þessum hætti, hafi sætt að- hlátri og fyrirlitningu fyrst og fremst, gott ef ekki refsingum. Sá góði danski fræðimaður Ole Worms (1588-1654) segir í minn- ingum sínum frá konu sem eigin- maðurinn neyddi til að bera „vissa tegund buxna“. Að lokum kom málið fyrir rétt, og lýsti eiginmaðurinn þá yfir því að hann hefði týnt lyklinum að þess- um skírlífisbrókum konu sinnar. Dómarinn skipaði svo fyrir að skírlífisbeltið skyldi brotið með valdi en maðurinn var dæmdur í útlegð. Síðustu tilraunir til að koma skírlífisbeltum í tísku voru gerðar á síðustu öld. Handverksmaður í Rheims reyndi að koma í verð sérsmíðuðum „blygðunarbeltum til verndar eiginkonutryggð“ en mun hafa átt í miklum markaðs- erfiðleikum, eins og nú heitir. - áb. eða þannig.. Óskarsverðlaunahafinn Sally Fields á bágt meö að þola af- brýðisemi. Einu sinni bjó hún með Burt Reynolds. Hann var svo afbrýðisamur, að hann læsti óskarsverðlaunastyttuna mína inni í skáp, svo hún færi ekki að reynavið mig...-segirSally...« Saksóknari í Los Angeles hefur fallið f rá ákæru á hendur rokk- söngvaranum Rod Stewartfyrir að aka ölvaður. Þess í stað mælir yfirvaldið með að Rod verði kærður fyrir að aka Porsche-bíl sínum of nærri öðru ökutæki... • Sjö unglingar á aldrinum 13-17 ára í New Yersey hafa verið handteknir fyrir að hlera símtöl í varnarmálaráðuneytinu og mis- nota greiðslukort með aðstoð tölvu. 66 aðrirtölvuáhugamenn sæta nú rannsókn fyrir svipuð af- brotíBandaríkjunum...* Sarnafíi VIÐHALDSFRÍTT ÞAKEFNI VARANLEG LAUSN / Sunnudagur 4. ágúst 1985 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 FAGTÚN HF LÁGMÚLA 7, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 28230

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.