Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 17
LEHÐARAOPNA
Endurskoðunarstofan s/f
Suðurlandsbraut 14
Tekjuskattur o
Eignarskattur 0
Aðstööugjald 14.510
Önnur gjöld 305
Heildargjöld 14.815
Stigahlíð 58
Eigandi: Guðbjörg Antonsdóttir.
Kaupverð: 1.692.900 kr.
Tekjuskattur 20.500
Eignarskattur 0
Útsvar 24.520
Önnur gjöld 1.765
Frádráttur 7.500
Heildargjöld 39.415
Stigahlíð 56
Eigandi: Þór Ingvarsson.
Kaupverð: 1.960.000 kr.
Tekjuskattur 38.902
Eignarskattur 10.848
Útsvar 35.050
Önnur gjöld 3.188
Frádráttur 13.125
Heildargjöld 74.863
Verðbréfasalan Ávöxtun s/f
c/o Ármann Reynisson
Smáragötu 5
Tekjuskattur 62.178
Eignarskattur 0
Útsvar 56.590
Aðstöðugjald 0
Önnur gjöld 22.591
Heildargjöld 141.359
Fasteignasalan Húsvangur
c/o Viðar Böðvarsson
Tjarnarbóli 2
Tekjuskattur 15.743
Eignarskattur 2.673
Útsvar 25.770
Aðstöðugjald 7.160
Önnur gjöld 3.220
Heildargjöld 54.566
Duus-hús s/f
Aðalstræti
Tekjuskattur 0
Eignarskattur 0
Aðstöðugjald 33.370
Önnur gjöld 19.065
Heildargjöld 52.435
Fógetinn h/f
Aðalstræti
Tekjuskattur 0
Eignarskattur 0
Aðstöðugjald 18.340
Önnur gjöld 27.913
Heildargjöld 46.235
Videó-Árbær
Hraunbæ 102 b
Tekjuskattur 0
Eignarskattur 0
Aðstöðugjald 2.290
Önnur gjöld 258
Heildargjöld 12.548
STAKFELL SF.
FASTEI6NASALA
Fasteignasalan Stakfell
do Þórhildur Sandholt
Laugarásvegi 33
Tekjuskattur 0
Eignarskattur 23.569
Útsvar 5.290
Aðstöðugjald 0
Önnur gjöld 911
Frádráttur 29.544
Heildargjöld 226
Videó-bankinn
Laugavegi 134
Keldulandi 11
Tekjuskattur 2.048
Eignarskattur 1.461
Útsvar 18.580
Aðstöðugjald 0
Önnurgjöld 1.770
Heildargjöld 23.859
Ríkisskattrannsóknarstjóri
Skattsvik alltaf
verið vandamál
- Já, skattsvik hafa verið talin
vandamál á íslandi en ég veit
ekki hvort ég get svarað því
hvort skattsvik séu að færast í
aukana, ég er alls ekki í stakk
búinn til að svara því, segir
Garðar Valdimarsson skatt-
rannsóknarstjóri ríkisins.
- Hér á skattrannsóknardeild-
inni hefur verið lögð meiri
áhersla á söluskattinn á undan-
förnum árum eftir því sem hann
hefur vaxið og nær öll okkar
skoðun hefur því beinst að fyrir-
tækjum.
Skattsvik í augum almennings
standa oftast í sambandi við
náungann í næsta húsi. Sinnið þið
slíkum málum mest lítið?
- Vissulega skoðum við líka
tekjuskattinn en það er ekki hægt
að segja að við förum beinlínis
eftir ábendingum frá ná-
grönnum. En við höfum eftirlit
með öllum framtölum og það er
þá einna helst í kringum rekstur
fyrirtækja sem möguleikar eru á
misferli.
Þýðir þá ekki fyrir Jón Jónsson
að hringja í ykkur og klaga skatt-
ana eða „skattleysið“ hjá ná-
grannanum?
- Við förum yfirleitt mjög var-
leg í slíkar ábendingar. Laun-
þegaframtöl koma mjög sjaldan
hér upp á borð nema að viðkom-
andi launþegi sé eigandi í fyrir-
Vinsœlustu
aðferðir:
Menn rangfæra gjöld. Færa
gjöld af einkaneyslu yfir áfyr-
irtækin eða menn telja ekki
fram tekjurfyrirtækisins.
Garðar Valdimarsson: Það er fleira
sem spilar inní. T.d. skattllögin sjálf.
tæki sem hann vinnur hjá eða
ráðandi á einhvern hátt og geti
ráðið sínu kaupi. Skoðunin hjá
okkur beinist aðallega að tekju-
skatti, söluskatti eða hvoru-
tveggja.
Menn sem eru í eigin rekstri
hafa möguleika samkvæmt
skattalögum að færa jafnvel stór-
an hluta eigin neyslu yfir á kostn-
að fyrirtækisins og afskrifa þann-
ig sínar eigin tekjur. Er þetta
kannski vinsælasta aðferðin?
- Já þetta er vel þekkt aðferð.
Það er allt til í þessu. Menn rang-
færa gjöld, færa gjöld af einka-
neyslu yfir á fyrirtækin eða menn
telja ekki fram tekjur fyrirtækis-
ins.
Á síðustu árum hafa sprottið
upp ýmis ný þjónustufyrirtæki
eins og myndbandaleigur og bjór-
stofur. Við skoðun í skattskrá
virðist þessi rekstur ganga oft á
tíðum afar ilia. Hefur deildin
tekið þessi fyrirtæki til sérstakrar
skoðunar?
- Þegar ntyndbandaleiga hófst
hérlendis þá var farið mjög mikið
í skoðunarferðir hér í Reykjavík
og skoðað bókhaldið.
Heldur þú að það sé nú komið í
viðunandi horf?
- Ég þori ekki að fullyrða um
það. Eg held að það megi alveg
kíkja á það aftur.
Hversu mikið háir skortur á
velþjálfuðum starfsmönnum ykk-
ar starfsemi?
- Við þurfum að keppa við
einkageirann og vildum gjarnan
geta boðið meira kaup. En það er
fleira sem spilar inní, t.d. skatta-
lögin sjálf. Hvort þau eru nægi-
lega einföld og hvort þau gefa of
mikið svigrúm til að menn geti
lækkað tekjur sínar á „löglegan“
hátt. Það eru kannski ekki síst
ýmis lagaákvæði sem valda því að
ýmsir koma út með léttari skatt-
byrði en aðrir og það á löglegan
hátt. Sem dæmi má geta þess að
allar vaxtatekjur hjá einstak-
lingum af innstæðum og spari-
skírteinum eru algerlega skatt-
frjálsar. Þú getur ímyndað þér
mann sem á verulegar eignir af
þessu tagi, hann heldur öllum sín-
um rentum skattfrjálsum og get-
ur lifað góðu lífi á því á meðan
aðrir borga fulla skatta af sínum
launum. Því er ekki alltaf hægt að
setja samasemmerki á milli þess
að menn komi út lágir í skattskrá
og að þeir stundi skattsvik, segir
skattrannsóknarstjóri. -Ig.
Löglegar
aðferðir
Maöur sem á einhverjar eignir
í spariskírteinum og í banka
heldur öllum rentunum eftir
skattfrjálsum.
Sunnudagur 4. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17
Fróðlegar tölur
Vissir þú þetta?
....Áætlaðar tekjur ríkis-
sjóðs af skattheimtu á
þessu ári nema rúmum 25
miijörðum. Af þeirri upp-
hæð gefa beinir skattar
rúma 3 miljarða í brúttó
tekjur en óbeinir skattar
hátt í 22 miljarða. Þar vegur
söluskattur langmest.
....Tekjuskattur á einstak-
linga nemur rúmum 4 milj-
örðum króna á þessu ári en
tekjuskattur á félög og fyrir-
tæki um 800 miljónum.
....Á hverju ári áætla skatt-
stjórar gjöld á þúsundir ein-
staklinga. Talið er að í ár
hafi verið áætlað á rúmlega
5000 einstaklinga á landinu
auk þúsunda lögaðila. Oft-
ast er það vegna trassa-
skapar eða veikinda sem
menn ná ekki að skila
skattskýrslum í tíma, en
einnig er nokkuð stór hópur
sem virðist láta áætla á sig
skatta svo þeir geti borið
sig mannlega þegar álagn-
ingaskráin birtist. Síðan er
áætlunin kærð til viðkom-
andi skattstjóra, og gjöldin
snarlækka.
....Það kostar að vísu smá-
aukatoll að leika þennan
leik. Fyrir hvern dag sem
menn draga að skila skatt-
skýrslu eftir lokadag, er
álagsprósentan aukin um
1% allt upp í 15%. Þeir sem
síðan skila ekki skýrslu
áður en álagningaskráin er
birt fá 25% álag á skattana.
....„Skattsvik eru óneitan-
lega mikið þjóðfélagsvand-
amál. Það dylst engum að
þau eru útbreidd hér á landi
og að mikið vantar á að
skattsiðferði þjóðarinnar
sé sem skyldi“.
Albert Guðmundsson
fjármálaráðherra
á Alþingi í des. 1984
....í fróðlegum umræðum á
aiþingi á sl. vetri um skatt-
amál upplýsti Jóhanna Sig-
urðardóttir m.a. að sam-
kvæmt framtöldum tekjum
launþega á skattskýrslum
árið 1984 hefði almennur
launamaður haft að meðal-
tali 195 þús. krónur í árstekj-
ur. Ef hins vegar væri
skoðuð reiknuð laun við
eigin atvinnurekstur kæmi í
Ijós að meðaltekjur þeirra
sem stunduðu eigin
atvinnurekstur hefðu á
sama ári verið 116 þúsund
krónur. Ansi kyndug niður-
staða, en kemur kannski
ekki öllum á óvart.
...Samkvæmt lögum er heim-
ilt að leggja á allt að tíf-
alda þá upphæð sem dregin
er undan skatti ef kemst
upp um skattsvik. Sam-
kvæmt athugun kemur í Ijós
að í framkvæmd eru sekt-
irnar í reynd ekki nema 0.5
og í mesta lagi tvöföld sú
fjárhæð sem dregin er
undan skatti.