Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 7
Málið var dálítið snúið vegna áðurnefndra fyrirheita Mur- dochs. Það varð að finna aðra leið. Fyrst var reynt að múta Evans með því að bjóða honum feitt embætti hjá hinu opinbera. En Evans hafði engan áhuga á að hætta í blaðamennsku svo þá varð að grípa til annarra ráða. Murdoch tók að grafa undan Evans með rógburði og röngum sakargiftum. Þeim sögum var komið á kreik að Evans væri of eyðslusamur ritstjóri og hefði far- ið út fyrir þann útgjaldaramma sem honum var settur. Önnur saga gekk um að Evans hefði heitið hinum nýja flokki sósíal- demókrata stuðningi blaðsins. Á endanum greip Murdoch til þess að fá samstarfsmenn Evans til að vinna gegn honum og loks var farið að ritskoða leiðarana hans. Þá gafst Evans upp og sagði af sér með hávaða. Afl af hinu illa Með þessum aðferðum og öðr- um ámóta hefur Murdoch komið því svo fyrir að flest hans blöð eru rammíhaldsöm (Jlag-waving conservative“ eins og tímaritið Time orðar það). Hann er líka mikið fyrir það gefinn að birta reglulega myndir af þeim stjórn- málamönnum sem eru að hans skapi. Þeir sem eru honum and- stæðir fá það líka óþvegið, sam- anber þá ófrægingarherferð sem Sun og önnur blöð Nurdochs ráku gegn Arthur Scargill, leið- toga breskra námuverkamanna, meðan á verkfalli þeirra stóð. Það hefur líka sýnt sig að uppá- haldsblöð Murdochs eru hávær og siðlaus æsifréttablöð. Árið 1976 keypti hann blaðið New York Post sem þá var frjálslynt blað en orðið fremur þreytt. Fjórum árum síðar fékk blaðið þennan vitnisburð í leiðara blaðs- ins Columbia Journalism Review sem gefið er út af fjölmiðladeild Columbia háskólans í New York: „Forsíður blaðsins höfða yfir- leitt til tveggja tilfinninga hjá les- andanum: ótta og reiði. Alltofoft er tilgangurinn sá að egna hvíta menn upp á móti svörtum, þá bet- ur stœðu gegn þeim fátœku, iðn- ríkin gegn þróunarríkjum... New York Post er ekki bara vandrœða- barn blaðamennskunnar. Það er orðið félagslegt vandamál - afl sem er af hinu illa. “ í Time segir um þetta sama blað að „ef blöð hefðu mál vœri New York Post háværasta blaðið í þessu landi“ og átti við fyrirsagnir þess og uppsetningu. Murdoch gefur lítið fyrir þessa gagnrýni. „Mér er fjandans sama um álit gagnrýnenda. Það eru viðtökur lesenda sem gilda. Ef maður hef- ur ekki lesendur hefur maður eng- an að tala við nema sjálfan sig og það gera allt ofmargir bandarísk- ir ritstjórár. “ Víðast hvar í heiminum eru nokkuð strangar skorður settar á rekstur fjölmiðla, bæði til þess að hamla gegn einokun og til að varna því að útlendingar geti lagt undir sig fjölmiðlun viðkomandi landa. Við höfum nefnt dæmi um það hvernig Murdoch smeygði sér framhjá bresku Einokunar- nefndinni en ekki er víst að það gangi eins vel í Bandaríkjunum. Það er td. ljóst að hann verður að selja eitthvað af dagblöðunum sem hann gefur út ef hann ætlar að hella sér út í sjónvarpsrekstur. Bandaríska auðhringalöggjöfin bannar að sami aðili gefi út dag- blað og reki sjónvarpsstöð á sama svæði. Hins vegar er til þess tekið hve slyngir stjórnendur Sky Channel hafa verið í að sigla framhjá ýms- um skerjum í þeim frumskógi laga um höfundarrétt og auglýs- ingasjónvarp sem gilda í Evrópu. Enda er það stefna fyrirtækisins að koma á einum allsherjar samningi sem gíldi fyrir alla álf- una. Markmiðið er að koma Sky Channel inn á 70% evrópskra heimila. Rangur bandamaður Og sá sem ætlar að aðstoða Murdoch hér á landi er sem sé Jón Óttar Ragnarsson. Hann ætl- ar að ryðja brautina fyrir þennan umsvifamikla frjálshyggjumann og merkisbera þeirrar alþjóða- hyggju sem sá sami Jón Óttar var- ar við í greininni góðu í DV. Eða á hann kannski von á því að Sky Channel vinni gegn þeirri „al- gjöru stöðnun" og „lágmarks- menningu" sem hann telur okkur svo skeinuhætta? Eitt er víst: Jón Óttar liefur ekki kosið sér réttan bandamann í baráttunni gegn frjálshyggjunni og hinum óheftu markaðslögmál- um þar sem Keith Rupert Mur- doch er.- - ÞH Murdoch á skrifstofu sinni í New York. Lausar stöður hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Forstööumenn viðdagh./leiksk. Iðuborg, Iðufelli 16 og leikskólann Álftaborg, Safamýri 32. Deildarþroskaþjálfi við sérdeild í Múlaborg við Ár- múla. Fóstrur við dagvistarheimili í ýmsum hverfum. Starfsmenn við dagvistarheimili í ýmsum hverfum. Hlutastörf koma til greina. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjónar- fóstrur á skrifstofu dagvistar í síma 27277. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 12. ágúst 1985. Til sölu er hálft eða heilt orlofshús í landi Svignaskarðs í Borgarhreppi, Mýrasýslu. Samkvæmt 15. gr. félagssamnings um rekstrarfélag orlofsbúða Svignaskarði hefir sameignarfélaginu og öllum eigendum orlofshúsa á svæðinu verið boðinn forkaupsréttur. Nú er öðrum aðildarfélögum Alþýðusambands ís- lands boðið húsið til kaups. Þeir sem áhuga hafa tilkynni það undirrituðum innan eins mánaðar. Mjólkurfræðingafélag íslands Skólavörðustíg 16 101 Reykjavík Aukið verðgildi krónunnar akið á GOODfYEAR Sunnudagur 4. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.