Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 5
Valva með flautuna. Hún tók að sér stjórn Tónlistarskólans í Vík, þegar hún flutti austur, en ætlar nú að hætta að kenna. bendir út um gluggann þar sem Dyrhólaey blasir við. „Að minnsta kosti með kaffi og vöffl- um.” „Saknarðu ekki flautunnar?” „Nei. Annað hvort vil ég gera hlutina í alvöru eða ekki. Ég er lélegur amatör. Mér fannst mjög bindandi að verða að æfa mig marga klukkutíma á dag, en það dugar ekkert minna ef maður ætl- ar að ná árangri sem hljóðfæra- leikari. Ég hef eiginlega lagt flautunni í bili. Ég vil ekki grauta í öllu, það á ekki við mig og hér er svo margt annað að starfa sem ég hef áhuga á,” segir hún. Við þiggjum kaffisopa og dótt- irin Elísabet er farin að skipu- leggja reiðtúr. Hún er bara tveggja ára, en það stendur henni ekki fyrir þrifúm. „Þú færð Garra og ég Lucy. Nei, þú færð Lucy og hann fær Garra,” segir hún og bendir á ljósmyndarann. „Nei, ég fæ Garra og - ” stærðfræðikunnátt- an ræður ekki lengur við þetta dæmi, en Paul segist munu leysa þetta. „Við erum hér með nokkra hesta og við ætlum að hafa. hesta- leigu í ágúst. Mig langar til að sjá hvernig þetta reynist. Ég tala sjálfur frönsku auk enskunnar,” segir Paul á lýtalausri íslensku. „Og mig langar að fara með fólk í dagsferðir hér um nágrennið, niður í fjöru eða hér upp í eyði- dalinn fyrir ofan.” Og það verður úr að við bregð- um okkur á hestbak og förum einn túr „upp í dal”. Það ergeysi- lega fallegt í kringum bæinn, lítil byggð og allir bæirnir „uppi í dal” eru komnir í eyði. Ástæðan er fyrst og fremst sú að túnin eru ekki véltæk, liggja í bröttum hlíð- um og erfið yfirferðar. í stað þess ganga nautgripirnir þeirra Pauls og Völvu í þessa góðu haga og una sér vel. Þau hafa nú 8 hesta á bænum, en þeir verða fleiri. En hvernig skyldi háskólakennara líka að vera skyndilega orðinn bóndi: „Mér líkar það ágætlega. Mér fannst að vísu gaman að kenna, sérstaklega í Hamrahlíðinni. Hins vegar ætla ég að hvíla mig á kennslunni í bili og einbeita mér að búskapnum og þýðingum. Mér fannst öll umræðan í fyrra um kennara og kjör þeirra hafa slæm áhrif á sambandið við nem- endur, sérstaklega eftir verkföll- in. Auk þess finnst mér allt of lítil þróun í kennsluháttum hér, sér- staklega hvað snertir tungumála- kennsluna. Mér er óskiljanlegt hvers vegna sjónvarpið er ekki betur nýtt við tungumála- kennslu,” segir Paul þegar riðið er í hlaðið eftir reiðtúrinn. Þegar búið er að drekka einn kaffisopann enn eru hjónin að Eystra-Skagnesi kvödd með virktum og endurnar og gæsirnar elta okkur niður á þjóðveginn með tilheyrandi hljóðum. Það virðist dálítið einmanalegt að horfa heim að bænum, en um Ieið og hann fjarlægist minnist ég orða Völvu: „Nei, hér er ekki einmanalegt. Fólk sem kemur hingað, það kemur til að hitta okkur. Það má vera að því að ræða við okkur og taka til hendinni við búskapinn. I Reykjavík sáum við aldrei Hestarnir þeirra Pauls og Völvu eru fótvissir og öruggir og fékk blaðamaður að reyna það. I baksýn sést eyðidalurinn fyrir ofan bæinn. ff *xhkHIhíÍ Sunnudagur 4. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.