Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 6
Alþjóðlegur „mónókúltúr" og óstralskur fjölmiðlakóngur íslenskur menningarvlnur gerist boðberi eins öflugasta fjölmiðlaveldis í heimi. Eigandi Sky Channel er veikur fyrir sóðalegum hasarblöðum og smýgur yfir landamœri að vild. Ekki alis fyrir löngu skrifaði Jón Óttar Ragnarsson dósent grein í DV. Það er í sjálfu sér engin frétt því maðurinn er einn af afkastameiri kjallaraskríbent- um og umræðuhestum landsins. I þessari tilteknu grein gerði hann að umræðuefni hættu sem hann telur að steðji að mcnningu Vest- urlanda. Þar er margt sagt sem er bæði satt og rétt og við skulum bera niður í greininni á nokkrum stöðum. „Furðulegur faraldur er í upp- siglingu á Vesturlöndum. Bendir ýmislegt til að hann muni, áður en yfir lýkur, leggja menningu þessa heimshlutaað velli. Pessi faraldur kallast „andleg stöðlun “ og birtist m.a. í því að allir staðir verða smám saman eins og allt fólk fer að hugsa eins, tala eins og dreyma eins. “ Öll þessi ósköp eru því að kenna að markaðslögmálunum er leyft að valta yfir þjóðfélögin óheft. „Virðist þvífátt geta aftrað því, að með tíð og tíma verði al- þjóðleg lágmarksmenning, eða mónókúltúr, orðin ríkjandi afl... Afleiðingin verður því ekki ein- asta stöðlun og gleðileysi, heldur að lokum aigjör stöðnun. A því lokastigi vestrœnnar menningar rœður lágmarksmenningin, món- ókúltúrinn, ríkjum ein og óskipt. “ Rómantík eða dauði Lokaorð Jóns Óttars eru þessi og ætti hver sósíalisti að geta skrifað kinnroðalaust undir flest sem þar stendur: „Svo ofurseld eru Vesturlönd orðin markaðslögmálunum að þeir skapandi standa œ verr að vígi gagnvart hinum hjólsmurðu kerfisþrœlum markaðsþjóðfé- lagsins. Einasta vonin - síðasta vonin - eru því mótþróafullir ein- staklingar sem kjósa hugvit og rómantík fram yfir hagfræðilegan stórasannleik og andlegan dauða. Vonandi kemur sá dagur að mað- urinn hœttir að þjóna markaðin- um og lœtur hann þess ístað þjóna sér. En það gerir hann aðeins með því að hafna frjálshyggjunni og taka upp frjálslynda stjórnar- hœtti. Fram að þeim tíma mun faraldurinn halda áfram að fœra út kvíarnar. “ Jón og himintunglin Það var nú það og skyldi engan undra að þessi orð hrjóti úr penna Jóns Óttars Ragnarssonar sem er þekktur fyrir áhuga sinn og afskipti af íslenskri menningu, eins og hann á kyn til. En tveimur dögum eftir að DV birti þessa grein dósentsins kom frétt í Morgunblaðinu um að höf- undur þeirra orða sem hér hafa verið tíunduð hafi, ásamt konu sinni og tvennum vinahjónum, stofnað félag sem ætlar sér að dreifa til íslenskra sjónvarps- eigenda efni frá breska sjón- varpsgervihnettinum Sky Chann- el. Úr þeim hnetti munu fyrir til- stilli Jóns Óttars streyma inn í stofu íslendinga kvikmyndir, af- þreyingarþættir og tónlistar- skonrokk, að sjálfsögðu í bland við auglýsingar, tíu tíma á dag. Gjaldinu fyrir þennan enska menningarstraum verður stillt í hóf, það á að verða lægra en á- skrift að dagblaði. Útsendingar Sky Channel hóf- ust fyrir þremur árum og í fyrra höfðu 106 kapalkerfi í níu löndum í Evrópu keypt dreifing- arréttinn á efni hans og náði það þá til 1.630.000 evrópskra heim- ila. Vísast hefur þeim fjölgað síð- an því kannanir sýna að hnöttu- rinn nýtur vaxandi vinsælda. Ástralskur athafnamaður Sky Channel er einn angi af veldi ástralska fjölmiðlakóngsins Rupert Murdochs og hér á eftir er ætlunin að skoða umsvif hans sem mörgum er farið að standa stuggur af. Keith Rupert Murdoch er 54 ára Ástralíumaður sem hóf af- skipti sín af fjölmiðlun þegar hann réðist sem blaðamaður við Lundúnablaðið Daily Express að loknu námi við Oxford. Áð föður sínum látnum sneri hann heim til Ástralíu og tók við fjölskyldufyr- irtækinu sem var rekstur tveggja lítilla dagblaða. Hann efldi þau og styrkti og fór svo að kaupa upp önnur áströlsk blöð. Nú á hann 27 blöð og tímarit þar í álfu auk tveggja sjónvarpsstöðva. Árið 1969 birtist hann aftur í Englandi og nú í þeim erinda- gjörðum að kaupa helgarblaðið News ofthe World. Það er hasar- blað af ódýrustu sort og banda- ríska vikuritið Time kallar það „a Sunday scandal sheet". Stuttu síðar keypti hann síðdegisblaðið Sun og jók útbreiðslu þess á þremur árum úr 800 þúsund ein- tökum á dag upp í yfir 3 miljónir. Nú er Sun gefið út í rúmlega 4 miljónum eintaka á dag og er stærsta blað í heimi sem gefið er út á ensku. Mesta athygli vakti þó þegar Murdoch keypti virðulegasta blað heims, The Times of London, ásamt með helgarút- gáfu þess, The Sunday Times. Þessi blöð höfðu rambað á barmi gjaldþrots og staðið í kostnaðar- sömu stríði við prentara vegna tæknibreytinga. Blaðaveldi Murdochs er eilítið undarlega samansett. Annars vegar eru æpandi hasarblöð af ódýrustu sort, svo sem New York Post og Sun, hins vegar virðuleg blöð á borð við The Times og jafnvel til þess að gera róttæk blöð eins og Village Voice í New York en það á sér fortíð sem eitt helsta málgagn bandarísku hipp- anna. Því er haldið fram að raunveru- legur áhugi Murdochs sé að gefa út hasarblöð með stríðsletri þar sem blóð og rógur drýpur af hverri síðu. Hins vegar veit hann að til þess að afla sér álits í fínni kreðsum þar sem peningarnir eru þarf hann að geta skreytt sig með nokkrum virðulegum blómum. Þess vegna vildi hann kaupa The Times. Fjórða stórveldið Árið 1973 hélt Murdoch svo innreið sína í Bandaríkin. Þar fór hann strax að kaupa blöð. Hann á nú fjölda dagblaða í New York (New York Post, Village Voice), Boston (Boston Herald), Chic- ago (Sun-Times) og víðar auk í það minnsta 13 tímarita, þám. ('tar sem gefið er út í New York. í vor komst Murdoch aftur í heimsfréttirnar vegna umsvifa sinna í Bandaríkjunum. Þá gerði hann sér lítið fyrir og keypti helming hlutafjár í kvikmynda- fyrirtækinu 20th Century-Fox ásamt með sex sjónvarpsstöðv- um. Stöðvarnar tilheyra keðju óháðra stöðva sem tengjast sam- an í fyrirtækinu Metromedia en það er stærsta sjónvarpskeðja í Bandaríkjunum að risunum þremur, ABC, NBC og CBS, frá- töldum. Murdoch hefur látið þau orð falla að hann stefni að því að gera Metromedia að fjórða stór- veldinu á bandarískum sjón- varpsmarkaði, þe. að skapa keðju sem nær um allt landið. Samanlagt telur heimsveldi Murdochs yfir 80 blöð og tímarit ásamt með nokkrum sjónvarps- stöðvum í þremur heimsálfum en fram til þessa hefur hann haldið sig við enskumælandi lönd. Og meira að segja lesendur Þjóðvilj- ans komast daglega í kynni við eínn angann af þessu stórveldi því í vetur efndi enska fréttastofan Reuters til hlutafjárútboðs og meðal þeirra sem sýndu því áhuga var News International, fyrirtæki sem Murdoch á að öllu leyti, en það keypti 9,5% hluta- fjár í Reuters. Tvenns konar blöð Eigendur blaða eru með ýms- um hætti og hafa mismikil af- skipti af ritstjórnarstefnu þeirra blaða sem þeir gefa út. Fyrir- myndin að hinu rétta sambandi útgefanda og ritstjórnar er sú að útgefandi ráði þann ritstjóra sem honum hugnast best en láti hann síðan í friði við mótun stefnu og mannaráðningar á ritstjórn. Roy Thomson sem gaf út The Times í aldarfjórðung er gott dæmi um þessa tegund af útgef- anda. Hann bar alla tíð lítið spjald í vasa sínum og sýndi það öllum þeim sem reyndu með ein- hverjum hætti að hafa áhrif á rit- stjórnarstefnu blaða sem hann gaf út. Þar stóð m.a.: „Ég lýsi því yfir í fyllstu ein- lœgni að enginn, hvorki einstak- lingur né hópur, getur keypt eða með öðrum hœtti aflað sér stuðn- ings þeirra blaða sem Thomson fyrirtækið gefur út... Ég hefþá trú að blöð verði ekki rekin af neinni skynsemi nema ritstjórn þess sé frjáls og óháður hópur vel menntaðra og áhugasamra fag- manna. Þetta er og verður stefna mín. “ Svo er það hin tegundin sem rekur blöð og fjölmiðla til þess að reka sína einkapólitík. Það er í sjálfu sér ekkert við það að at- huga ef menn gangast við því. Hins vegar gegnir eilítið öðru máli um slíkt heimsveldi sem fjöl- miðlahringur Murdochs er. Og það leikur enginn vafi á því að Murdoch reynir að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu þeirra fjölmiðla sem hann rekur. Æ sér gjöf til gjalda Þegar Murdoch keypti The Times \ar Harold Evans ritstjóri helgarútgáfunnar, The Sunday Jón Óttar Ragnarsson ætlar að ryðja brautina fyrir Murdoch á fslandi. Times. Murdoch réð Evans sem ritstjóra The Times en sú dýrð stóð ekki lengi því Evans sagði upp eftir rúmlega eins árs sam- starf við Ástralíumanninn og gaf síðan út fræga bók sem ber heitið Good Times, Bad Times. Þar lýs- ir hann ma. hvernig uppsögn hans bar að. Þegar Murdoch keypti The Times árið 1981 gaf hann bresku stjórninni það loforð að hann myndi engin afskipti hafa af rit- stjórnarstefnu blaðsins né reyna að losa sig við ritstjóra sem væru honum ekki að skapi. Fyrir bragðið sleppti stjórn Thatchers honum við að mæta fyrir Einok- unarnefndinni sem hefur það hlutverk að koma í veg fyrir ó- æskilega auðhringamyndun og einokun á breskum markaði. En æ sér gjöf til gjalda og tæpu ári síðar stóð Margareth Thatcher í kosningaslag og þurfti á öllum þeim stuðningi að halda sem hægt var að rífa upp. Murdoch hafðk þegar tryggt henni stuðning News of the Woríd og Sun en það var ekki nóg að dómi forsætisráð- herrans. f ritstjórastól The Times sat sá þrjóski hundur Harold Evans og neitaði að blaði sínu yrði beitt fyrir vagn íhaldsflok- ksins í Bretlandi, hvað þá Reag- ans í Bandaríkjunum eins og þau Thatcher og Murdoch vildu. Úr einni af sjónvarpsstöðvunum sex sem Murdoch keypti í vor, NEW-TV i New York. Svo gæti farið að Murdoch yrði að velja á milli hennar og eins af uppáhöldunum sínum, hasarblaösins New York Post. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.