Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 8
Gólfslá, marmaramáluð bekkjarbrík og bekknum sjálfum hafa varðveist vegna anna sem breyttu kirkjunni 1949-1950. Ingi. Ferðamenn sem leið eiga um Snæfellsnes heimsækja gjarnan Búðir, ýmisttil að ganga um hvítan fjörusandinn og gróðursælt hraunið eða til að bragða á krásum sumar- hótelsins, nema hvort tveggja sé. í sumar hefur þessi vin- sæli áningarstaður heldur betur breytt um svip: Hátt yfir honum er að rísa kirkjubygg- ing, rétt norðan við gamla kirkj- ugarðinn, sem sagan segir að Snæfellingar hafi gert með því að bera skeljasand neðan úr fjöru í stóra hraungjótu sem þarvar. En þetta er ekki venjuleg kirkjubygging, því hér er verið að endurgera gömlu kirkjuna á Búð- um, sem reist var 1847 og vígð á nýársdag 1850. Það er Hörður Ágústsson, listmálari, sem hefur umsjón með því verki, en við kirkjusmíðina sjálfa vinna þrír innansveitarmenn: smiðirnir Haukur Þórðarson á Ölkeldu II, Vigfús Vigfússon í Hlíðarholti og handlangarinn Örnólfur Rögn- valdsson á Staðastað. Gamla innréttingin milli þilja Hörður Ágústsson sagði blaða- manni að séra Rögnvaldur Finn- bogason á Staðastað hefði haft frumkvæði að því að kirkjan yrði lagfærð og var Hjörleifur Stef- ánsson arkitekt fenginn til að mæla hana upp á vegum húsa- friðunarnefndar en Hörður tók síðan við verkinu 1981 þegar Hjörleifur fór í frí. „Ég fann upprunalega úttekt á kirkjunni," sagði Hörður, „og þegar tekið var innanúr henni í fyrrasumar kom í ljós að upp- runalega innréttingin var þar fal- in milli þilja - hafði verið notuð til viðgerða þegar kirkjunni var breytt um miðja öld. Þarna komu í ljós bekkjarbríkur, bakslár og þiljur og á grundvelli þeirra, út- tektarlýsingarinnar og gamalla ljósmynda er hægt að setja kirkj- una saman 80% rétta en 20% nýtni Ljósm leifar smið Jón „Ætli það sé ekki bara himnafaðirinn sem er yfir- smiður hér - við vinnum svo við þetta undir stjórn Harðar Ágústssonar," sagði Haukur Þórðarson, sem hér ber við klukknaportið. Ljósm. ÁL hljóta að byggja á skáldlegu innsæi." Útlitsteikning Harðar Ágústssonar af kirkjunni endurgerðri. Snœfellsnes Búðakirkja endurreist Rœttvið Hörð Ágústsson listmálara um kirkjuna á Búðum sem reist var 1847 „án tilstyrktar hinna andlegu feðra“ og nú er í endursmíð með tilstyrk alþingis og húsafriðunarnefndar „Án tllstyrktar hlnna andlegu feðra“ Búðir er með yngstu kirkju- stöðum á landinu, því þar var ekki reist kirkja fyrr en 1703 af Bendt Lauridtsen, skánskum kaupmanni og útgerðarmanni á staðnum. Þá bjuggu um 100 manns að Búðum. Málið vandað- ist þegar gera átti kirkjugarð í hraunklöppunum. Það var leyst sem fyrr segir og þótti mikið verk og erfitt en garðurinn stendur enn og í honum miðjum mun gamla torfkirkjan hafa verið. Hún var afnumin með konungs- bréfi 1816 og var tóftin notuð til að þurrka mó og torf. Sagan segir að eitt sinn hafi Steinunn Sveinsdóttir ekkja Guðmundar Guðmundssonar verslunarstjóra á Búðum verið að róta í tóftinni og sækir þá að henni svo mikil syfja að hún steinsofnar og dreymir að til hennar komi sjálfur Bendt Laur- idtsen og er reiður yfir því að kirkjan skuli hafa verið rifin. Var Steinunn friðlaus eftir að hún vaknar uns hún hafði reist nýja kirkju á Búðum 1847 og borgað hana úr eigin vasa því stiftsyfir- völd vildu ekkert með kirkju- smíðina hafa. Var kirkjan reist í norðurhorni kirkjugarðsins „án tilstyrktar hinna andlegu feðra" eins og segir á dyrahring kirkj- unnar sem Steinunn gaf og lét áletra. Legstaður hennar er í kirkjugarðinum og yfir honum var veglegur timburfleki sem nú er í Þjóðminjasafninu. Tlgnarstaður j „Kirkjan var vígð á nýársdag 1850“ segir Hörður, „og skrokk- i urinn svo prýddur smátt og smátt að innan. Það er sett í hana loft og gengið endanlega frá henni 1855. Þetta var mikið hús, um 50 fer- metrar að stærð og þótti ein prýðilegasta timburkirkjan í prófastsdæminu. Árið 1880 er sett spónþak á kirkjuna og skömmu síðar bárujárn á þakið.“ „Kirkjan var iíla staðsett," 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.