Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 20
Tálknafjörður Staðurinn auglýsir sig sjálfur Rœttvið hjónin Björn Sveinsson og Ólöfu Ólafs- dóttursem reka fyrirmyndar veitingahús og lítið hótel á Tálknafirði. Grillskálar og sjoppur víöa í þorpum og sveitum eru oft hinar verstu búllur og þar fást gjarnan vondirhamborgararog pylsur, framreitt á heldurr óyndislegan máta. Oft eru þessir staðir eins og afspyrnu lélegar eftirlíkingar afamerískri veitingamenningu. Þó eru undantekningar þar á og ein slík finnst íTálknafirði, svo- lítinn krók frá aðalveginum. Þar hafa hjónin Björn Sveinsson og Ólöf Ólafsdóttir komið upp afar smekklegum veitingaskála þar sem hægt er að fá venjulegan og góðan mat- auk hamborgara og pylsa-álágu verði. Nýlega hafa þau reist blómaskála við veiting- astaðinn og í honum er notalegt og rólegt að sitja og láta ferða- þreytunalíðaúrsér. Staðurinn heitir Essó-nesti. Við komum að máli við þau hjón og spurðum þau um reksturinn. -Hafið þið verið lengi við þetta? - Við erum búin að vera við skálann í 4 ár en áður var Björn kaupfélagsstjóri á staðnum. Þetta gengur ágætlega orðið hjá okkur og það er stöðugt rennerí yfir sumarið. - Var ekki nokkitr bjartsýni að byrja á veitingarekstri á jafn litl- um stað og Tálknafjörður er? - Við þekkjum umhverfið og höfum alltaf verið bjartsýn á vel- gengni Tálknafjarðar, hér er jöfn og þétt uppbygging. Við byrjuð- um á hefðbundinn hátt með hamborgara, pylsur og samlokur en fundum fljótt að meira þurfti til. Blómaskálann reistum við í vetur og höfum nú á boðstólum ýmsa matarrétti. Sama fólkið kemur hingað hvað eftir annað og þetta er fljótt að spyrjast út. Staðurinn auglýsir sig sjálfur. Töluvert er um það að fólk úr nágrannabyggðum komi gagn- - Við höfum tekið upp þá stefnu og fáum fleiri viðskiptavini fyrir bragðið. - Hafið þið vínveitingaleyfi? - Nei, við höfum engan áhuga á lingar hanga á slíkum stöðum. Hér virðist ekki vera um slíkt að rœða? - Nei, þau vöndust því strax að bera virðingu fyrir staðnum. Þau myndar. - Eruð þið kannski eina starfs- fólkið í öllum þessum rekstri? - Nei, nei, sjálf stöndum við að vísu við frá kl. 9 til 11 hvern dag Hjónin Ólöf og Björn: Þetta er mikil vinna en meðan maður hefur gaman af henni er allt í lagi. Ljósm.: GFr gert hingað til að fá sér að borða. - Standið þið kannski fyrir veislum líka? - Já, það er svolítið um það. Jón á símstöðinni pantaði mat fyrir starfsfólk sitt og það var fljótt að spyrjast út. Síðan höfum við fengið nokkra slíka hópa. Þetta er mjög þægilegt fyrir 12-15 manna hópa sinn hvorum megin í blómaskálanum. - Ég tek eftirþví að maturinn er óvenjulega ódýr miðað við sambœrilega staði. Hvernig stendur á því? því. Þá yrði staðurinn öðru vísi en hann er núna, við fengjum þá ekki venjulegt fólk. Okkur hefur líka tekist að gera fólki skiljan- legt að við viljum ekki að drukkið fólk sitji hér inni. Við höfum ekki fundið lykt af manni hér í margar undanfarnar helgar. Ef við erum með einkasamkvæmi fyrir hópa sem vilja hafa vín um hönd þá samþykkjum við að fólk hafi slíkt með sér og fáum til þess leyfi hjá sýslumanni. - Nú tekur maður eftir því víða annars staðar að börn og ung- koma hér og kaupa eins og aðrir en hanga ekki. - Er einhver hótelaðstaða á Tálknafirði? - Já, við rekum hér hótel jafn- framt. Við komumst yfir einbýlis- hús í fyrra og höfum þar gistingu. Fyrir utan ferðamenn hafa vinnu- hópar t.d. frá Vegagerð, Orku- búi og svo framvegis mikið not- fært sér þessa gistingu og eru þá í mat líka. Fólk fær þar lykla og getur gengið út og inn eins og það lystir án gæslu og það hefur gefist mjög vel. Umgengni er til fyrir- en að jafnaði eru tvær til þrjár stúlkur á vakt. Þó að þetta sé mikil vinna finnst okkur gaman að þessu og þá er allt í lagi. Við skoðum hótelið og þar eru ný og góð rúm, heimilisleg setu- stofa og þrifnaður allur eins og hann best getur orðið. Reyndar er Tálknafjörður vel þess virði að staldara við í honum. Hann er ákaflega grösugur og vinalegur og þar er m.a. góð sundlaug og heitir pottar. -GFr V1 Iral Btw w® BBSfeiBSfe.. má ’wwKk mr ysm % m ÍM. lÆÍÍ'- Innlán Frá l/8’85 Ársávöxtun Alm. sparisjóðsbækur.........................22.0% 22.0% Spariveltureikningar.........................23.0% 23.0% Sparireikningar meö 3ja mán. uppsögn.........25.0% 26.56% Sparireikningar með 6. mán uppsögn ..........30,0% 32.25% Hávaxtareikningar..................22.0% — 31.0% 33.40% (verðtryggður með vöxtum miðað við kjör 3ja og 6 mán. vísitölubundinna reikninga hjá bankanum). Verðtryggðir sparireikningar: 3ja mán. binding................................1.0% (x) 6 mán binding...................................3.0% (x) Húsnæðisvelta...................................4.0% Tékkareikningar: a) ávísanareikningar...........................8.0% b) hlaupareikingar.............................8.0% 'xftí %1IL Jplf JsnnMr fiá1.ágúst 1985 Útlán Vixlar (forvextir)...............................30.0% Viðsk. víxlar.................................... Hlaupareikningar..................................31.5% Skuldabréfalán...................................32.0% Viðsk. skuldabréf................................ Lán með verötryggingu: a) lánstími allt að 2Vi ár.......................4.0% b) lánstími minnst 2Vi ár........................5.0% (x) sérstakar verðbætur 2.00% á mánuði (24.0% á ári). (xx) grunnvextir 14.0% (xxx) grunnvextir 9.0% (xxxx) m.v. kaupgengi. „Hæstu lögleyfðu vextir” metnir 33.5% (xxxx) (XX) (xxx) (xxxx) Innlendir gjaldeyrisreikningar: innst. í USD........................................7.5% innst. í GBP........................................11.5% innst. í DEM........................................4.5% innst. í DKK........................................9.0% Betri kjör bjóðast varla

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.