Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 14
BÆJARRÖLT Reykjavík- Hafnarfjörður Næstkomandi miðvikudag 7. ágúst breytast ferðir strætisvagna Landleiða til Hafnarfjarðar og Garða- bæjar. Strætisvagnaferðir um Hafnarfjörð á virkum dögum aukast verulega með þessari breytingu og verða reglulegri en áður. Vagnarnir munu ganga hring um Hafnarfjörð tvisvar á klukkustund alla daga, á virkum dögum og laugar- dögum frá kl. 07 að morgni til kl. 00.30 að kvöldi, en á sunnudögum hefjast reglulegar ferðir kl. 10. Með þessari breytingu aukast möguleikar fólks í Hafnarfirði til ferða innanbæjar, til vinnu, verslunar og ánægju. Vagnarnir munu eftirleiðis fara heim að D.A.S. á heimsóknartímum fyrir vistmenn. Nýjar áætlanir, bæði fyrir ferðir vagnanna milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur svo og sérstök áætlun sem sýnir ferðir innanbæjar í Hafnarfirði, fást ókeypis í öllum vögnum og biðskýlum. Landleiðir h/f • Blikkiöjan Iðnbúð 3, Garðabæ Önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verötilboö SIMI 46711 FÓLKÁFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. UUMFERÐAR RÁÐ J Vandrœði á Vatnsfjarðarnesi Ég var á flakki um Vestfirði í besta veðri ásamt konu minni fyrir nokkrum dögum. Pað voru dýrlegir dagar, sólríkir, blíðir og hiýir. Við flugum til Ísafjarðar, tókum þar bíl á leigu og flökk- uðum víða. Við ókum yfir fjöll og firnindi, um blómfríða dali og um hregg- barin útnes. Alls staðar var okkur vel tekið, af einlægri gestrisni og kurteisi. Bílaleigubíllinn reyndist ágæt- lega þó að honum væri ekið meira en þúsund kílómetra á 6 dögum. Ég held að hann heiti Nissan eða eitthvað í þá áttina. Þó syrti í álinn um stundarsakir yst á Vatnsfjarðarnesi. Degi var tekið að halla, við vorum búin að heimsækja höfðingja í Reykhóla- sveit á borð við Olínu á Kinnar- stöðum, Magnús á Skáldstöðum, Jón arkitekt á Börmum, Unni á Stað og Kristján forstjóra á Reykhólum. Síðan höfðum við hossast yfir Þorskafjarðarheiði og ætluðum að ná háttum á ísa- firði. Þreyta var tekin að síga á okkur þegar bíllinn tók skyndi- lega hnykk og við heyrðum hart blásturshljóð. Loftið var að leka úr öðru afturdekkinu. Ég er óttalegur auli í sambandi við bíla en tel mig þó með meistaragráðu að skipta um dekk. Ég ók út í vegarkantinn og eftir að hafa skoðað bílinn í krók og kring fundum við varadekk og tjakk undir farangurs- geymslunni. Skiptilykil fundum við um síðir í leynihólfi. Við höfðum snör handtök og áður en varði var varadekkið komið undir. Þegar við tjökkuðum bíl- inn niður rættust skelfilegar grun- semdir. Varadekkið var líka sprungið. Til að byrja með völd- um við bílaleigunni á ísafirði nokkur vel valin orð en fórum svo að líta í kringum okkur og á kort sem við höfðum meðferðis. Hvergi sá í byggt ból og okkur reiknaðist til að við værum miðja vega milli Vatnsfjarðar og Skála- víkur, um það bil 5 km frá hvor- um bæ. Ljósi punkturinn í þessu öllu var þó sá að við vorum ekki uppi á miðri Þorskafjarðarheiði eða í Múlahreppi sem er allur kominn í eyði. Við hlustuðum út í kyrrðina og heyrðum hljóð í traktor ekki alls fjarri. Það varð úr að ég rynni að hljóðið. Brátt kom í ljós tún eitt mikið úti á nesinu og þar var strákur að hirða með vagn og blásara. Ég tók á mig krók til að komast fyrir skurð og náði tali af stráknum og bar upp vandræði mín við hann. Strákurinn reyndist frá Skálavík og tjáði mér að þeÍT gætu gert við dekk fyrir okkur þar. Hann ætti von á öðr- um strák að sækja sig innan tíðar, við skyldum bara bíða róleg. Með það fór ég. Svo hófst biðin langa. Enginn bíll fór um veginn en spói vall í mýri. Við kveiktum upp á prím- usi en ságalli var við gjöf Njarðar að hvergi var vatn að fá í ná- grenninu nema úr fúlum pytti með mórauðu vatni. Við elduð- um vonda máltíð. Loks sáum við hinn strákinn koma á öðrum traktor og beygja inn túnið. Enn leið og beið. Þeir voru að klára að hirða. Um síðir komu þeir til okkar og tóku með sér dekkið. Þetta voru elskulegir strákar. Nú liðu tveir tímar svo að kálið varð ekki sopið þó í ausuna væri kom- ið. Við vorum farin að hugleiða hvort þeir í Skálavík hefðu kann- ski þurft að horfa á framhalds- myndina í sjónvarpinu áður en gert var við dekkið. Kannski vor- um við bara svona stressuð, í sveitinni er tíminn ekki til. Loks- ins komu blessaðir drengirnir með hið langþráða dekk og við gátum haldið áfram. En það var þreytt fólk sem kom til ísafjarðar aðfararnótt miðvik- udags. -Guðjón ALÞÝÐUBANDALAGK) SKÁRÐSH6J SKJAIDF;RD0UR MU ffi>} NSSút UR. PkRAF. fbánjtsZhóU REYKJAVÍK^ SELTJARNARNEsPlfc^ l.YNGDALS- £imm (J J'ö.KUjk MAFNARFJÖROÍÍi HtNOÍlt Alþýðubandalagið í Reykjavík Sumarferð ABR 17. ágúst Árleg sumarferð Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður laugar- daginn 17. ágúst. Að þessu sinni verður ekið um Hvalfjörð og áð við Saurbæ og á Akranesi við kútter Sigurfara. Þaðan verður ekiö að Leirá. Frá Leirá verðurfarið um Svínadal og að Reykholti. Síðan verður ekið um Uxahryggi og áð í Biskupsbrekku á Kaldadalsleið. Þaðan verður ekið um Þingvelli til Reykjavíkur. Fararstjórn að þessu sinni verður í höndum Árna Björnssonar og Kjartans Ólafs- sonar. Áningastaðir og allt fyrirkomulag feröarinnar verður nánar kynnt í Þjóðviljanum síðar en ferðanefnd hvetur alla flokksmenn og stuðn- ingsmenn að panta miða tímanlega til að auðvelda allan undirbún- ing. Skráning farþega er í síma 17500. - Ferðanefnd ABR. AKRANESb't. Alþýðubandalagið í Reykjavík Sumarferð ABR 17. ágúst Árleg sumarferð Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík verður laugar- daginn 17. ágúst. Að þessu sinni verður ekið um Hvalfjörð og áð við Saurbæ og á Akranesi við kútter Sigurfara. Þaðan verður ekið að Leirá. Frá Leirá verður farið um Svínadal og að Reykholti. Síðan verður ekið um Uxahryggi og áð í Biskupsbrekku á Kaldadalsleið. Þaðan verður ekið um Þingvelli til Reykjavíkur. Fararstjórn að þessu sinni verður í höndum Árna Björnssonar og Kjartans Ólafssonar. Áningastaðir og allt fyrirkomulag ferðarinnar verður nánar kynnt í Þjóðviljanum síðar, en ferða- nefnd hvetur alla flokksmenn og stuðningsmenn að panta miða tímanlega til að auðvelda allan undirbúning. Skráning farþega er í síma 17500. - Ferðanefnd ABR. Alþýðubandalagið á Suðurlandi Siosumarsferð Alþýðubandalagsins á Suðurlandi verður farin helgina 24. - 25. ágúst. Farið verður að Vík í Mýrdal og gist þar í svefnpokaplássi. Frekari upplýsingar um fyrirkomulag ferðarinnar verða kynntar síðar í Þjóðviljanum og Jötni. Félagar og stuðningsfólk er hvatt til að gera ráðstafanir í tíma, taka með sér vini og kunningja og skrá sig til ferðarinnar hjá Ármanni Ægi í síma 4260, Önnu Kristínu í síma 2189 eða félagsformönnum. - Stjórn kjördæmisráðs. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Friðarbúðir 7.-10. ágúst Allir í friðarbúðirnar ÆFAB efnir til hópferðar í friðarbúðirnar í Njarðvík miðvikudaginn 7. ágúst og eru allir eindregið hvattir til að nota þetta einstæða tækifæri til andófs gegn helstefnu og hermangi á (slandi. Allir sem áhuga hafa á að taka þátt í undirbúningi fyrir ferðina 7. ágúst eða vilja kynna sér þetta nánar er bent á að áhugasamir friðarsinnar ætla að koma saman að Hverfisgötu 105, fimmtudaginn 25. júlí kl. 20 og rabba saman um væntanlegar aðgerðir. Æskulýðsfylkingin í Reykjavík. ÆFR-félagar Nú vantar félaga til að mála og ganga frá friðarspjöldum. Vinsam- legast komið uppí Mjölnisholt nú um helgina og hjálpiö til. - ÆFR. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVIi ‘NN Sunnudagur 4. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.