Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 19
* * NATTURAN - Er ekki rétt að fylgjast með eldgosahættu á Tungnaárörætum, hafandi flestar stórvirkjanir landsins rétt við þrjú virk eldstöðvakerfi: Heklu, Torfajökul og Veiðivatnasvæðið? Veiðivatnagos Húsnæði óskast Óska eftir að taka á leigu 2-3 herbergja íbúð í 4-5 mánuði frá 1. sept. Nánari upplýsingar í síma 30097. -^2 Fél féla um Strt frar Fél i-< i. Félagsráðgjafi agsmálastofnun Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða gsráðgjafa í hálft starf frá 1. sept. nk. Upplýsingar starfið veitir félagsmálastjóri á skrifstofu sinni að indgötu 4, þar sem umsóknareyðublöð liggja nmi. agsmálastjórinn í Hafnarfirði * Kennsla í rafeindavirkjun Stundakennara vantar í rafeindavirkjunardeild m.a. bæði í sjónvarpstækni og fjarskiptatækni. Um er að ræða bóklegar og verklegar greinar. Upplýsingar veitir Sigursteinn Hersveinsson í síma 34612. Iðnskólinn í Reykjavík Flestar stórvirkjanir lands- ins eru á landssvæði norðan- hallt við Heklu í nánd við svo- nefndTungnaáröræfi. Mönnum bar saman um að hætta á tjóni á virkjunum við eldsumbrot í Heklu væri hverfandi þegar til virkjunar- tímans í heild væri litið. Tvö önnur eldstöðvakerfi Á undirbúningsárum Búrfells, Sigöldu- og Hrauneyjarfossvirkj- ana var lítið vitað um hugsanleg eldsumbrot á Tungnaáröræfum, t.d. við Veiðivötn. Þau eru aug- sýnilega flest ýmist gígvötn eða hraunstífluð vötn. Nú horfir öðru vísi við og í ljós hefur komið að hættan er nokkru meiri en marg- an hefur grunað. Á Veiðivatnasvæðinu mætast tvö sprungukerfi með miklum merkjum eldsumbrota eða með öðrum orðum þar stangast á tvö eldstöðvakerfi. Annað kerfið hefur miðju (eða megineldstöð) við Torfajökul og liggur annar hluti sprungkerfisins frá honum í norðaustur. Hann endar u.þ.b. við Tungnaá á svipuðum slóðum og leiðin í Landmannalaugar beygir við Frostastaðavatn. Hitt eldstöðvakerfið hefur miðju (megineldstöð) einhvers staðar undir vesturhluta Vatnajökuls ef að líkum lætur; sumir nefna þar til Bárðarbungu en undir henni er stór askja. Frá svæðinu milli Jökulheima og Bárðarbungu liggur geysilöng en mjó sigspilda í suðvestur uns hún mætir fyrr- nefndu sprungukerfi Torfa- jökulskerfisins. Öll Veiðivötnin eru þarna suðvestast í spildunni. Þrjú allmikil gos Við gjóskulagarannsóknir, m.a. Sigurðar heitins Þórarins- sonar, og þó einkum Guðrúnar Larsen hjá Norrænu eldfjalla- stöðinni hefur komið fram að þrjú stór eldgos hafa orðið á þess- um kerfamótum sl. 1800 ár eða svo. Nú er það e.t.v. ekki hærri stórgosatíðni en í Heklu gömlu en á móti kemur að stór hluti af vatnasvæði Tungnaár sem flytur vatn að öllum 3 virkjununum er innan annars sprungukerfisins. Eldgos þar gætu haft áhrif á raf- orkuframleiðsluna. Gosin þrjú urðu sem hér segir: í kringum 150 e. Kr., 900 e. Kr. og síðast rétt um 1480 eða fyrir um 500 árum, skömmu fyrir siða- skipti. Væntanlega opnuðust gossprungur annað hvort við kvikuhlaup neðanjarðar úr meg- ineldstöð í Vatnajökli (sbr. Kröflugosin, allt að 25 km norðan Kröflu) eða vegna að- streymis kviku beint að neðan úr hálfbráðnu lagi sem hvelfist upp undir íslandi miðju. Stærstu gos- sprungurnar náðú slitrótt um 40 km vegalengd, beggja vegna Tungnaár; þó aðallega norð- austan hennar. Veruleg hraun runnu í gosunum og mikið gjó- skumagn kemur einnig upp með tilheyrandi sprengigígamyndun (t.d.Ljótapolli sem margir þekkja). Líklega veldur mikið grunnvatnsstreymi í gosrásir slík- um látum. Sé allt gosefni reiknað yfir í fast berg koma um þúsund miljón rúmmetrar (í rúmkílómet- ri) af efni upp í hverju gosi af stærri gerðinni á þessum slóðum (þrefalt magn Heimaeyjargossins eða meira) og sést hefur að gjósk- an varð allt að 2 metra þykk í 10 km fjarlægð frá gosstöðvunum. Mætti hugsa sér að slíkt gjósku- fall eða meiri háttar hraunflóð gætu stíflað Tungnaá og myndast þá lón sem hætt er við að hlypu fram. Virkt eftirlit? Gosið er varð um 150 e. Kr. kom upp á sprungu sem er nokk- uð vestarlega í Veiðivatnagos- reininni og hraunið rann lang- leiðina til Sigöldu. Gosið á land- námstímanum myndaði mjög langa gígaröð m.a. með öllum svonefndum Vatnaöldum. Það var að mestu gjóskugos sem þeytti upp allt að 3 rúmkílómetr- um af gjósku. Það er álíka magn og kom upp í Heklugosinu mikla 1104 sem lagði m.a. Þjórsárdal- inn í rúst. Lítið hraun rann í það sinnið. Miðaldagosið var líka mjög kymgimagnað og gjóskan verulega mikil, en auk hennar kom upp stórt hraun. Þá mynd- uðust flest Veiðivötnin og Hraunsvötnin, enda umbrotin mikil. Allar þrjár gossprungurnar náðu inn íTorfajökulskerfið. Þar gaus sem sé samtímis hinum gos- unum og náði kvikan úr báðum kerfunum að blandast eitthvað. Sunnudagur 4. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Meginefnið úr Torfajökulsrein- inni varð þó ekki hið dökka ba- salt heldur gráleitara, súrt berg, oft nefnt líparít með tinnuáferð yst; bæði þykk hraun og nokkur gjóska. Best þekkt er Lauga- hraunið sem gnæfir fyrir aftan sæluhús Ferðafélags fslands í Landmannalaugum. Það er að- eins 500 ára gamalt! Að öllu framansögðu má sjá að réttast væri að byggja upp kerfi skjálfta- og jarðhallamæla á Tungnáröræfum og við vestan- verðan Vatnajökul, eins og nú er gert í Grímsvötnum, og fylgjast með kvikuhreyfingum með því að athuga gliðnun, landslyftingu og skjálftamynstur. Slíkar til- lögur hafa komið fram frá vís- indamönnum sem unnið hafa að rannsóknum á umræddu svæði (og víðar). Þar er við fjárveiting- avaldið og ráðuneyti að eiga. Reynslan hefur sýnt að stundum eru stundarhagsmunir látnir ráða og rannsóknir ekki látnar vega nógu þungt í undirbúningi mann- virkja eða áætlana. Hvað skyldi eiginlega ráða því? SINE félagar Sumarráöstefnan verður haldin laugardaginn 10. ág- úst nk. í stofu 201 í Árnagarði, og hefst kl. 14 stundvís- lega. Umræðuefni skv. félagslögum. Stjórnin Frá Grundaskóla Akranesi Kennara vantar Eftirfarandi kennara vantar til starfa í Grundaskóla í haust: Tónmenntarkennara raungreinakennara almennan kennara. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst. Upplýsingar veitir skólastjóri Grundaskóla Guðbjartur Hannesson í heimasíma 93-2723 og í vinnusíma 93-2811. Skólastjóri. AFAKAFFIÐ & ÖMMUKAFFIÐ éffgi AFA- OG OMMUKAFFI ÍVAR - SKIPHOLTI 21 - SÍMI(91) 23188 og (91) 27799

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.