Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.08.1985, Blaðsíða 9
í sumar er áætlað að Ijúka kirkjubyggingunni að utanverðu en ef allt gengur að óskum verður hún fullgerð 1987 þegar 140 ár eruð liðin frá því hún var reist. Hér má sjá þá Örlyg Rögnvaldson, Hauk Þórðarson og Vigfús Vigfússon við kirkjusmíðina. Ljósm. Ál. „Hægt að endursmíða kirkjuna 80% rétta - 20% hljóta að byggja á skáldlegu innsæi'1. Hörður Ágústsson listmálari á vinnustofu sinni. Ljósm. Jón Ingi. Eftir breytinguna 1909 með nýjum turni og nýjum gluggum. sagði Hörður. „Hún stóð í krók í norðurenda kirkjugarðsins þar sem allt fylltist af vatni,og þar sent siður var að flytja kirkjur þegar þær voru endurbyggðar þótti okkur vel hæfa að flytja hana úr þessum vonda stað á tignarstað ofan við garðinn." Og tignarstað- ur er það svo sannarlega. Fjalla- sýn á Snæfellsnesi er óvíða feg- urri en frá Búðum og frá nýja kirkjuhólnum sér til allra átta og úr dyrum beint á Jökulinn. Ágœtis snikkaraverk Kirkjan var flutt í heilu lagi út fyrir garðinn í fyrrasumar og tekið innan úr henni. „I ljós kom", sagði Hörður, „að henni hafði í tvígang verið breytt. Árið 1909 hefur farið fram gagnger viðgerð á kirkjunni að utan og settir í hana nýir gluggar og nýr turn og þá var hún öll blámáluð innan en hafði áður verið gráhvít. Á árunum 1949-1950 var kirkjan svo nánast tekin niður og gerð ný kirkja með fordyri og það var þá sem gamla innréttingin var notuð í viðgerðir. Fyrir kórnum var t.d. rekkverk sem var skreytt linúð- um og þessu hafa smiðirnir ekki tímt að farga heldur skeyttu því aftan við predikunarstólinn sem ásamt altarinu var þá málaður hvítur, yfir hnotumálningu sem á honum var frá upphafi. Skarsúð- in á þaki, stafir og klæðning reyndust illa farin og verður að endurnýja það að mestu sem og gera nýja glugga í sinni uppruna- legu mynd.“ Innréttingin gamla verður nú endurgerð sem og kirkjuloftið og bekkir umhverfis kórinn. Þess utan sagði Hörður að kirkjan ætti ffna altaristöflu frá 18.öld og fal- legar altarisgráður og predikun- arstól sem áður er á minnst. Einnig á kirkjan ýmsa gripi sem henni áskotnuðust þegar Knarr- arkirkja var lögð niður 1879. „Þetta er alveg ágætis snikkara- verk,“ sagði Hörður, „og ef fjár- munir fást verður hægt að ganga frá kirkjunni að innan næsta sumar og nota síðan þriðja sumarið til að mála. Þetta þarf ekki að taka nema þrjú ár sem er ekki mikið, ef miðað er við aðrar endurbyggingar gamalla húsa í landinu,“ sagði hann að lokum. Það er alþingi og húsafriðunar- nefnd sem veitt hafa fé til endur- smíði Búðakirkju og væri óskandi að verkáætlunin gengi eftir og kirkjan yrði fullbúin í sinni upprunalegu mynd sumarið 1987 þegar 140 ár verða liðin frá því hún var reist. Búðakirkja 1896. Þessa mynd tók Jóhannes Klein arkitekt og málari sem ferðaðist um ísland með Daniel Bruun af kirkjunni 1896 og sem sjá má hafa gluggar í kórnum nýlega verið byrgðir inni, og kominn er spónn og bárujárn á þakið. Sunnudagur 4. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 St. Jósefsspítali, Landakoti Staöa reynds aðstoöarlæknis viö handlæknisdeild Landakotsspítala er laus til umsóknar. Staðan er veitt frá 1. september 1985 til 1 árs. Umsóknir sendist fyrir 31. ágúst 1985 til yfirlæknis deildarinnar, sem jafn- framt gefur nánari upplýsingar. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboöum í verkið Snæ- fellsnesvegur, Hamrahlíð - Grundarfjörður 1985. (Lengd 2,7 km - fylling og buröarlag ca. 49,000m3). Verki skal lokiö 1. desember 1985. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerö ríkisins í Borgarnesi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og meö 6. ágúst, 1985. Skila skal tilboðum á sömu stööum fyrir kl. 14.00 þann 19. ágúst, 1985. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar skulu ber- ast eigi síöar en 14. ágúst, 1985. Vegamálastjóri Skrifstofustarf Starfsmaður óskast strax til fjölbreyttra skrifstofu- starfa. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Stúents- menntun af viöskiptasviði æskileg. Starfsreynsla í skrifstofustörfum gæti komið í staö stúdentsprófs. Framtíðarstarf. Umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist til „Lífeyrissjóður“ Pósthólf 645 121 Reykjavík Friðarbúðir Sætaferðir Sérstakar sætaferöir veröa í Friðarbúðirnar. Brottför verður frá BSÍ sem hér segir: þriöjudagur 6. ágúst kl. 20.30 miövikudagur 7. ágúst kl. 19.30 fimmtudagur 8. ágúst kl. 19.30 föstudagur 9. ágúst kl. 19.30 Haldið verður heimleiöis öll kvöld um kl. 23.00. Athugið: Tjaldlausir friöarsinnar! Möguleiki er á svefnpokaplássi í samkomutjaldi. Samtök herstöðvaandstæðinga Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboöum í eftirtalin verk: Miðfjarðarvegur, 1985: (10.000 m3, 2.4 km). Verki skal lokið 15. október, 1985. Norðurlandsvegur, Miðfjarðará- Línakradal- ur, 1985: (40.000 m3, 4.5. km). Verki skal lokið 31. október, 1985. Svínvetningabraut, Blöndubrú - Norður- landsvegur, 1985: (58.000 m3, 4.5 km). Verki skal lokið 31. október, 1985. Flókadalsvegur, Ystimór - Austari-Hóll, 1985: (15.000 m3, 2.3 km). Verki skal lokið 15. október, 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) og á Sauðárkróki frá og með 7. ágúst, 1985. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 19. ágúst, 1985. Vegamálastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.