Þjóðviljinn - 04.10.1985, Blaðsíða 6
Framhaldsaðalfundur
Útgáfufélags Þjóðviljans
verður haldinn 10. október kl. 20.30 að Hverfisqötu
105.
Dagskrá fundarins verður:
1. Kosning stjórnar félagsins.
2. Undirbúningur vegna 50 ára afmælis Þjóðviljans
1985.
3. Lög að skipulagsskrá félagsins.
4. Önnur mál.
Útgáfuféiag Þjóðviljans
Blikkiðjan
Iðnbúð 3, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI 46711
Auglýsið í Þjóðviijanum
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
AB Grundarfirði
Árshátíð
Hin árlega árshátíð Alþýðubandalagsins í Grundarfirði verður hald-
in í Samkomuhúsinu Grundarfirði laugardaginn 12. október og
hefst hún kl. 20.30. Nánar auglýst síðar.
Stjórnin
AB Reykjanesi
Aðalfundur kjördæmisráðs
Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi verður haldinn mánudaginn 21.
október í Þinghóli Kópavogi kl. 20.00 stundvíslega.
Dagskrá: 1) Lagabreytingar. 2) Önnur aðalfundarstörf. 3) Geir Gunnarsson
alþingismaður flytur ávarp. 4) Afgreiddar tillögur um undirbúning kosninga-
starfs. 5) Sveitastjórnarmál. 6) Utgáfumál. 7) Önnur mál. - Stjórnin.
Ab Garðabær
Aðalfundur AB
í Garðabæ verður haldinn mánudaginn 14. október kl. 20.30 í Flataskóla.
Dagskrá: 1) Lagabreytingar. 2) Önnur aðalfundarstörf. 3) Kosning fulltrúa í
kjördæmisráð og á landsfund.
Geir Gunnarsson alþingismaður og Ólafur R. Grímsson formaður fram-
kvæmdastjórnar AB ræða flokksstarfið og stjórnmálaástandið. - Stjórnin.
AB Vesturland
Stjórn kjördæmisráðs
efnir til ráðstefnu um verkalýðs- og atvinnumál í Samkomuhúsinu
Grundarfirði laugardaginn 12. október kl 13.00. Félagar eru hvattir
til að fjölmenna. Stjórnin
AB Siglufirði
Kaffifundir
á Suðurgötu 10 á miðvikudögum kl. 16.30. - Alþýðubandaiagið
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
ÆF-ingar athugið
Fréttabréfið okkar hún Rauðhetta kemur út bráðum. Nú er bara að setjast
niður og skrá hugrenningar sínar á blað, vélrita á A-4 og senda á H-105 fyrir
18. október, merkt: Framkvæmdaráð ÆFAB.
Kveðjur,
Framkvæmdaráð
Óskilamunir
frá landsþingi ÆFAB eru á H-105, s. 17500.
Sunnudagur 7. október
Stjórnarfundur ÆFR
Fundurinn hefst kl. 17.00 að H-105. Dagskrá: 1) Landsfundur AB,
2) Kosning í trúnaðarstöður, 3) Starfið framundan, 4) Önnur mál.
Mikilvægt að allir landsfundarfulltrúar ÆFR mæti en annars er
fundurinn vitanlega opinn öllum félagslega þenkjandi.
Formaður
MANNLÍF
Þessum spurningum og mörg-
um fleiri leituðu starfsmenn Úti-
deildar svara við s.l. vetur, þegar
571 gestur á sex leiktækjasölum
borgarinnar var spurður spjörun-
um úr um heimsóknir sínar þang-
að. Spurt var um aldur, kyn,
skólahverfi eða sveitarfélag,
hvort viðkomandi væri í vinnu
eða skóla og hvernig sambýli á
heimilinu væri háttað. Hins vegar
var ekki spurt um stöðu foreldra,
reykingar, áfengis- og vímuefna-
neyslu, en það eru viðkvæmar
spurningar sem bjóða uppá að
ekki sé svarað samviskusamlega í
hópkönnun.
Niðurstöðurnar voru nýlega
kynntar félagsmálaráði, barna-
verndarnefnd og æskulýðsráði
Reykjavíkur en markmið könn-
unarinnar var að fá heildarmynd
af þessum stöðum svo nefndir
borgarinnar hefðu raunhæfar
upplýsingar til að byggja á en
ekki fullyrðingarnar einar, þegar
fjallað er um leiktækjasali.
Skýrslunni er því ætlað að vera
innlegg í umræðu bæði opinber-
lega og pólitískt.
Börn og
fullorðnir
Samkvæmt könnuninni kemur
mjög breiður hópur á mismun-
andi aldri í leiktækjasalina. 10%
gesta voru undir leyfilegum aldri,
þ.e. 13 ára og yngri, og önnur
10% eru eldri en tvítugir. „Það
eru því ekki aðeins unglingar sem
sækja þessa staði, heldur einnig
fullorðnir og böm“, segir í niður-
stöðum. Hlýtur þetta að teljast
hátt hlutfall undir aldursmörk-
um, ekki síst þar sem gera verður
ráð fyrir hertu eftirliti eigenda
dagana sem könnunin stóð yfir
þar sem þeim var kunnugt um
hana.
Þeir sem eru undir aldri voru á
öllum stöðunum sex, en mjög
mismargir á hverjum stað. Stað-
irnir era einungis merktir með
bókstöfum í niðurstöðum könn-
unarinnar. 74% þessa hóps búa
hjá foreldrum sínum, 15% hjá
móður og 9% hjá móður og
stjúpa. Þetta er langhæst hlutfall
þeirra sem búa hjá báðum for-
eldrum en af öllum hópnum voru
það 63%.
Nær fjórði hver úr þessum hóp
segist koma alla daga, 11% koma
þrisvar í viku en 43% segja að
það sé meira en mánuður síðan
þeir komu síðast í leiktækjasal.
16 grunnskólar í Reykjavík
eiga nemendur í þessari könnun,
allir nema Fossvogsskóli, og þeir
grunnskólar sem eiga fleiri en 20
nemendur í leiktækjasölunum
eiga það sammerkt að engin fé-
lagsmiðstöð er í viðkomandi
skólahverfi.
Strákar og
stelpur
Stelpur eru í miklum minni-
hluta þeirra sem sækja staðina,
ein á móti hverjum þremur strák-
um, en mikitl munur er á þessum
tveimur hópum. Aldursdreifing-
in hjá strákunum er nokkuð jöfn
þó svo meirihluti þeirra eða 62%
séu 14-17 ára. Rúmlega helming-
ur stelpnanna er hins vegar 14-15
ára og uppúr 18 ára aldri sjást þær
varla í leiktækjasölunum.
Rúmlega 70% hópsins koma
oftar en einu sinni í viku og þriðj-
ungur hópsins segist koma næst-
um alla daga. Dreifing hjá strák-
unum er nokkuð jöfn og segjast
25% þeirra koma eiginlega alla
daga og 22% einu sinni í mánuði
eða sjaldnar.
Öðru máli gegnir um stelpurn-
ar. 53% þeirra segjast koma
næstum alla daga en aðeins 13%
einu sinni í mánuði eða sjaldnar.
Það er ekki aðeins að stelpurnar
komi oftar en strákarnir, þær
dveljast þar líka lengur í hvert
skipti, því helmingur þeirra er
klukkutíma eða lengur en aðeins
21% strákanna.
Félagsþörf og
spilafíkn
Leiktækjasalirnir þjóna greini-
lega hlutverki félagsmiðstöðva
fyrir krakka úr hverfum, þar sem
engin slík aðstaða er fyrir hendi.
Þetta kemur m.a. fram þegar
krakkarnir eru spurðir af hverju
þeir komi í leiktækjasalina, en
23% segjast afdráttarlaust ekki
koma til þess að spila. Enn er hér
mikill munur milli kynja. 41%
stelpnanna segist ekki koma til að
spila, heldur hitta vini og kjafta,
en 17% strákanna. Þær virðast
því fremur koma til að sinna fé-
lagsþörfinni en strákarnir.
Krakkar sem búa í hverfum þar
sem engin félagsmiðstöð er og sér
í lagi þar sem leiktækjasalir eru í
grennd við skólann eru líklegri en
aðrir á grunnskólaaldri til að
sækja leiktækjasali. Þeir grunn-
skólar sem eiga flesta nemendur
á leiktækjasölunum eru skólarnir
á miðbæjarsvæðinu þar sem styst
er í salina og í þeim hverfum,
austurbæ og vesturbæ, er heldur
engin félagsmiðstöð.
Spurt var fyrir hvað mikið væri
spilað í hvert skipti og sögðust
85% spila fyrir minna en 100
krónur. Mjög fáir eða 12 manns
sögðust spila fyrir meira en 300
krónur í hvert sinn. Þeir eyðslu-
frekstu eru strákar á aldrinum 18-
19 ára og eitthvað af 16 og 17 ára,
en þeir elstu, 20 ára og eldri, spila
allir fyrir minna en 300 krónur í
einu að eigin sögn.
Og hvaðan koma svo pening-
arnir?
53% segjast vinna fyrir pening-
unum sem fara í spilakassana og
35% tilgreina vasapeninga.
12,6% krossa við „annað“ en
margir skrifuðu til skýringar við
þann kross að þau fengju pening
hjá pabba og mömmu. Þannig
virðast krakkarnir gera
greinarmun á því hvort um reglu-
lega vasapeninga er að ræða eða
óreglulegar fjárhæðir frá foreldr-
um. „Því má“, segir í skýrslunni,
„slá því föstu að liðurinn „annað“
á ekki bara við þjófnaði og stöðu-
mælastuldi eins og í fljótu bragði
gæti virst“.
Skóli og vinna
Meirihluti þátttakendanna var
í skóla eða rúm 78%. Tæp 13%
þeirra vinna með skólanum,
191,1% er í vinnu en 3,4% at-
vinnulaus.
Skipting milli hverfa í Reykja-
vík er mjög svipuð; 75-90% úr
hverju hverfi er skólafólk, minnst
í Breiðholti, 75%. Krakkarnir
þaðan eru líka eldri en hinir eins
og reyndar líka úr nágranna-
sveitarfélögunum. Þaðan koma
líka tiltölulega færri skólanemar,
að Seltjarnarnesi undanskildu.
Þeir grunnskólar sem eiga fleiri
en 20 nemendur á leiktækja-
sölum eiga það sammerkt að
leiktækjasalur er í skólahverfinu
og/eða engin félagsmiðstöð er í
hverfinu.
Atvinnulausir
Atvinnulausir í þessum 571
manns hóp eru 19, eða 3,3% af
heildarfjöldanum. 4,7% stelpn-
anna eru atvinnulausar en 2,9%
strákanna. Þessi hópur kemur úr
öllum borgarhverfum og ná-
grannasveitarfélögum en sker sig
nokkuð frá heildarmyndinni að
öðru leyti.
Þeir sem eru atvinnulausir
koma aðallega á leiktækjasalina
til að hitta vini og kunningja, eða
I 70% ámóti40% hjáhinumhópn-
um. Þeir koma lfka oftar á degi
hverjum, 79% koma oftar en
einu sinni á dag en sambærilegt
hlutfall hjá hinum hópnum er
40%.
Atvinnulausir sækja einkum
einn ákveðinn leiktækjasal, sem
sker sig líka frá öðrum sölum í því
að þar er langhæst hlutfall fasta-
gesta. 57% koma þar alla daga og
22% til viðbótar 3-5 sinnum í viku
eða oftar. Þar koma rúm 70%
oftar en einu sinni á dag en
sambærilegt hlutfall annars stað-
ar er um 30%. Þessi sami
leiktækjasalur hefur líka lengsta
dvalartímann. 65% dvelja þar
lengur en eina klukkustund en á
hinum stöðunum er hlutfallið
öfugt: 70% dveljast skemur en
eina klukkustund á þeim.
Þessi staður, sem aðeins er
merktur með bókstaf í könnun-
inni, er hins vegar með þeim
minni: 13,8% þátttakenda voru
þaðan eða 79 manns. Stærsti
staðurinn hafði 33,6% af þátttak-
endum eða 192.
-ÁI
Tæp 85% spila fyrir minna en 100 krónur I hvert skipti, en þess ber að geta að
þriðjungur hópsins segist koma eiginlega alla daga og rúm 70% oftar en einu
sinni í viku. Ljósm. E.ÓI.
77% koma til að spila, hinir til að hitta vini og kjafta. Það er einkum stelpurnar
sem koma til að sinna félagsþörfinni því 41 % þeirra segist ekki koma til að spila
en 17% strákanna. Ljósm. E.ÓI.
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. október 1985