Þjóðviljinn - 04.10.1985, Side 12
UM HELGINA
Helgarbókin
Þú og Ég
Út er komin hjá Máli og menn-
ingu ný handbók um kynlíf, eink-
um ætluð ungu fólki, scm ber hið
Ijóðræna heiti Þú og Ég. Hðfund-
urinn er ástralskur fræðimaður,
Derek Llewellyn-Jones, en Elísa-
bet Gunnarsdóttir hefur þýtt bók-
ina og staðfært.
í bókinni er fylgt þroska mann-
eskjunnar frá fæðingu, fjallað um
bernsku, kynþroska, kynhvöt
unglinga, kynlíf, getnaðarvarnir,
fóstureyðingu, meðgöngu og
fæðingu, ófrjósemi, kynsjúk-
dóma og kynlífsvandamál. Fjöldi
teikninga og ljósmynda er í bók-
inni.
Á bókarkápu segir: „Þú og Ég“
bætir úr brýnni þörf fyrir lesefni
handa ungu fólki um kynferðis-
mál. Þar er lögð áhersla á tilfinn-
ingar ekki síður en líkamleg at-'
riði, virðingu milli manna, skiln-
ing og vellíðun. Mikils virði er að
ungt fólk fái óbrengluð viðhorf til
kynlífs og að því stuðla góðar
upplýsingar sem vinna gegn
hjátrú og fordómum.“
Hótel með meiru
Reno Renata stórtenór syngur fyrir Þuríði Sigurðardóttur. Snúlli Snjólfsson bóndi í Öræfasveit segir farir sínar ekki
____________________ sléttar.
Þeir sem ganga fram hjá húsinu
númer 18 við Rauðarárstíg gera
sér sjálfsagt ekki grein fyrir því
að þar er hægt að ganga inn fyrir,
setjast við borð og kaffi og með
því. Heimabakað.
Þó utan á húsinu standi Hótel
Hof er þetta meira en Hótel.
Kaffistaður, matstaðurog jafnvel
skemmtistaður. Það má leigja sér
sal og hafa húllum hæ.
Áslaug Alfreðsdóttir, sem er
þarna hótelstjóri ásamt manni
sínum, Ólafi Erni Ólafssyni,
sagði aðspurð að auðvitað væri
jretta hótel en fólk gæti líka kom-
ið af götunni og fengið sér að
borða, hvort sem væri í hádegi
eða að kvöldi til. Staðurinn væri
opinn frá því snemma á morgn-
ana og fram eftir kvöldi.
„Það koma hér bæði útlending-
ar og íslendingar, erlendir ferða-
menn auðvitað meira á sumrin. Á
veturna ber meira á fólki utan af
Fyrirlestur
Hvað er
verufrœði
Atli Harðarson flytur fyrirlest-
ur um verufræði (ontologiu) á
vegum Félags áhugamanna um
heimspeki í stofu 101, húsi laga-
deildar HÍ kl. 15.00 á sunnudag.
í fyrirlestrinum mun Atli taka
mið af skrifum nokkurra am-
erískra samtímaheimspekinga
um verufræði. Kenningar þeirra
verða útskýrðar og hismið greint
frá kjarna kenninganna.
Innanstokks á Hótel Hofi.
landi sem er að koma til höfuð-
staðarins í ýmsum tilgangi,
menningarreisur, innkaupaferðir
o.s.frv. Haustin og vorin köllum
við hins vegar jaðartímabil eða
shoulder season eins og það er
nefnt upp á enskan máta, axla-
tímabil.“ Það er nú svo.
Blásið á tertuna, frá vinstri: Carl Möller, Stefán Jóhannsson, Hermann Gunnarsson, Eyþór Stefánsson, Jón Ragnarsson, Omar Ragnarsson, Þuríður Sig-
urðardóttir, Magnús Ólafsson, Ragnar Bjarnason, Ásgeir Steingrímsson, Stefán Stefánsson, Bessi Bjarnason og Jón Sigurðsson. Fyrir framan sitja blóma-
rósir úr Dansnýjung Kollu. Ljósm. E.ÓI.
Skemmtan
Sumargleðin 15 óra
>€tlar að skemmta Reykvíkingum ó Broadway í vetur
Þess er minnst á fjölum Broa-
dway næstu helgar að Sumar-
gleðin sem hefur skemmt lands-
fólki undanfarin sumur er 15 ára
um þessar mundir, í tilefni af-
mælisins hafa þeir kappar Omar,
Ragnar, Hemmi, Magnús og
Bessi tekið saman nýja dagskrá
og spunnið inn í hana gömlum en
sígildum atriðum og er ætlunin að
gefa Reykvíkingum kost á að
heyra og sjá fram eftir vetri eða
svo lengi sem einhverjir kæra sig
um.
Þjóðviljamönnum var boðið í
afmælisveislu fyrir nokkru þar
sem kapparnir ásamt úrvalsliði
hljóðfæraleikara sýndu nokkur af
þeim atriðum sem er á dagskrá
Sumargleðinnar. Það verðureng-
inn svikinn af því sem er á boð-
stólum enda munu undirtektir
Reykvíkinga um síðustu helgi
hafa verið frábærar. En látum
myndir fljóta með um leið og við
óskum Sumargleðinni til ham-
ingju með afmælið.