Þjóðviljinn - 06.10.1985, Side 5
„Endurminningar mínar
eru ekki mín séreign”
„Þaö tók mig langan tíma að
ákveöa að skrifa endurminning-
arnar. Endurminningar mínar eru
ekki mín sóreign. Þær eru lífið. Ég
er sannfærð um að við erum öll
háð hvert öðru og þegar þú byrjar
á sögu lífs þíns, ertu jafnframt að
segja sögu annarra. Jafnvel þær
ákvarðanir sem við tökum á lífs-
leiðinni eru alltaf tengdar öðrum;
óvæntum atvikum eða því að þú
vilt að ákveðnir einstaklingar virði
þig. Reyndar ekki margir.
Mér er fullljóst að það sem ég
kalla samvisku mína er þegar allt
kemur til alls, það sem hálf tylft
manna telur mig vera. Ekki endi-
lega þeir sem ég sé oftast, -
jafnvel fólk sem hefur ekki hug-
mynd um að það er samviska
mín. En ég veit að það fylgist með
mér! í mínum huga eru þetta allt
karlmenn. Það er skrýtið: égfinn
eiginlega ekki hið kvenlega auga
á mér. Ekki heldur eru þetta
endilega menn sem ég hef verið í
tilfinningasambandi við.”
Á þessa leið hljómar upphaf
fyrsta kaflans í sjálfsævisögu
Simone Signoret „Nostalgia
(Eftirsjá) er ekki það sem hún
var”. Simone, sem var án efa
dáðasta leikkona Frakka, lést úr
krabbameini nú í vikunni eftir
langvarandi veikindi. Hún var
ekki aðeins dáð sem leikkona um
allan heim heldur var hún dæmi
um hinn sterka og frjálsa lista-
mann sem ætíð barðist fyrir rétt-
læti hvar sem var og undir hvaða
stjórn sem var. Eftir að hún giftist
öðrum dáðum frönskum leikara,
Yves Montand árið 1952, varð
hún ásamt honum mjög áberandi
í stjórnmálaumræðunni í Evrópu
og ekki síður í Bandaríkjunum,
en þangað fóru þau með vega-
bréfsáritun af því tagi sem margir
íslenskir vinstri menn kannast
við. Tekið var á móti þeim með
miklum virktum, en þau voru eigi
að síður „undir eftirliti” vegna
stjórnmálaskoðana.
Á seinni árum vakti Simone
mikla athygli með ritstörfum sín-
um, en hún hafði reyndar unnið
sem blaðamaður við dagblaðið
„Le petite Parisien” á árum áður.
Margir höfðu reynt að fá að rita
endurminningar hennar og einn
komist svo langt að skrá þær eftir
segulbandsupptökum á við-
tölum, en þegar Simone sá árang-
urinn sagði hún nei. Hún sagði:
„Þetta var ekki til að lesa.
Kannski var hægt að hlusta á það
og þá helst með mynd svo að
handahreyfingar, hik og þagnir
fylgdu.
En fyrir þann sem elskar
bækur, ólæsilegt.
Fyrir mig, ólæsilegt.”
Þannig lentu þessar endur-
minningar uppi í hillu. En einn
góðan veðurdag hóf Simone sjálf
að rita endurminningar sfnar.
Dag eftir dag sat hún og skrifaði:
„Það var eins og að rekja upp
peysu - þegar ég hafði náð í
lykkjuna var auðvelt að rekja alla
flíkina upp,” sagði hún ennfrem-
ur. Og þannig urðu endurminn-
ingarnar til. Móttökurnar voru
mjög góðar. Öll helstu dagblöð
og tímarit fjölluðu ítarlega um
þær. Simone var hrósað óspart,
fyrir góðan stíl, skemmtilega frá-
sögn, djúpar og einlægar mann-
lýsingar, (t.d. lýsingar hennar á
Lillian Hellman, Arthur Miller
og Marilyn Monroe, - lýsing
hennar á þeirri síðastnefndu þyk-
ir bera vitni mikilli næmni og
innsæi), sjálfsgagnrýni og skarpa
greind.
„Þetta er vissulega fýrsta bók
höfundar, en maður vonar svo
sannarlega að hún sé ekki sú síð-
sagt frá
sjálfsœvisögu
Simone Signoret;
sem léstí
vikunni
asta,” sagði gagnrýnandi New
York Times og aðrir tóku undir.
Þetta varð heldur ekki síðasta
bók hennar, því nokkru síðar
(Nostalgia kom fyrst út árið 1976)
settist hún niður við að skrifa
skáldsöguna „Adieu Volodia”,
sem náði metsölu á skömmum
tíma.
Glíman við
Lady Macbeth
Af mörgum frábærum frásögn-
um í æviminningabók hennar er
lýsingin á því þegar hún lék Lady
Macbeth á móti Alec Guinness
ein sú allra besta og sýnir vel hví-
líka sjálfsgagnrýni og kímnigáfu
hún hafði. Sýning þessi þótti
fyrirfram meiriháttar listviðburð-
ur, en fékk hörmulega útreið og
Simone, aldrei þessu vant, sömu-
leiðis. Hún var auk þess mjög
smámælt á enskunni, sem þótti
hæfa hinni eitilhörðu frú Mac-
beth sérlega illa. En grípum niður
í kaflann þar sem hún lýsir þessu
tímabili í lífi sínu:
„Fyrirgefðu, William Shakesp-
eare, ég geri þetta aldrei aftur...
Það er ekki grobb þegar ég segi
að ég hef sennilega svitnað meira
í glímunni við Lady Macbeth en
nokkur annar í veröldinni - sem
þó kom ekki í veg fyrir að þetta
ævintýri mitt mistækist gersam-
lega.
I fyrsta lagi var þetta ekki mitt
ævintýri. Það var búið til af vin-
um í London árið 1966, vinum
sem vildu í mestu vinsemd gera
mér góðan greiða. Alec Guinness
langaði til að leika Macbeth aftur
og það út af fyrir sig var meiri-
háttar atburður. Sir Alec, hin
mikla kvikmyndastjarna, vildi
snúa sér aftur að klassíkinni í
frísklegri, óhefðbundinni sýn-
ingu. Drottinn minn, herrar mín-
ir og frúr, Shakespeares dýrkend-
ur um allan heim: Þið sjáið þetta
auglýst í blöðunum og samstund-
is pantið þið ykkur miða í Royal
Court leikhúsinu með tveggja
mánaða fyrirvara. Þegar þið síð-
an, nokkrum dögum seinna,
herrar mínir og frúr, Shakespear-
es dýrkendur um allan heim
o.s.frv., sjáið að Lady Macbeth
er leikin af Alice Aisgill (persón-
an sem SS lék í einni þekktustu
mynd hennar „Casque d’Or”),
klórið þið ykkur í höfðinu og
spyrjið: Hversvegna? Samt sem
áður, þú lætur taka frá þessi eftir-
sóttu sæti þín í leikhúsinu trúlega
með svipuðu hugarfari og þú
lætur taka frá miða á góðgerðar-
skemmtun, þar sem aðalnúmerið
er jasssöngvari í loftfimleikum, -
án öryggisnets.
Enn þann dag í dag vakna ég
upp á morgnana og segi við sjálfa
mig: „Stórkostlegt. Ég þarf ekki
að leika Lady Macbeth í kvöld.”
„Óþjálfaður loftfimleikamað-
ur getur fallið af slánni. Sumir
hafa fallið, - sumir hafa freistað
þess á einni kvöldstund að kom-
ast út fyrir takmarkanir sínar með
hraða ljóssins. Árangurinn verð-
ur margra ára endurþjálfun og
lærdómur, sem aðrir hafa glímt
við síðan þeir voru í vöggu. Sem
betur fer detta ekki allir. Flestir
komast niður á jörðina úr sirkus-
hringnum ógnvekjandi og varpa
öndinni léttar.
Ég hafði aldrei hugrekki til að
læra að ganga á línu eða þjálfa
villidýr, iðka töfrabrögð, eða
stökkva í gegnum eld. Það er
hreinlega ekki mín deild. Svo
hvað á jörðinni, eða á himnum -
kom mér til að gruna að ég gæti
leikið Lady Macbeth þegar ég var
ófær um að flytja texta Shakespe-
, ares á þann hátt sem þessir áhorf-
endur höfðu fullan rétt á að krefj-
ast.”
Svo mörg voru þau orð Simone
og þó enn fleiri. Hún lagðist á kaf
í Shakespeare þegar hún ákvað
að taka að sér hlutverkið, las allar
útgáfur á Macbeth ogbarðist við
enska framburðinn. Hún segir
sjálf að það hafi verið misskilin
kurteisi við sig og kjarkleysi við-
staddra að vara hana ekki við, -
segja henni ekki á hvaða villigöt-
um hún var lent strax á æfinga-
tímanum. Skellurinn var mikill
þegar kom að frumsýningu og
gagnrýnendur hökkuðu sýning-
una í sig, leikstjórann og leikar-
ana.
„Það eiwloksins nú að ég skil
hvert stolxpitt og metnaður getur
leitt þig þegar þú ætlar að yfir-
stíga takmarkanir þínar og
fleygja þér út í óvissuna. Þú
gleymir samstundis öllu sem þú
hefur numið frá því þú byrjaðir
að leika.”
Simone hafði gert samning upp
á fjölda sýninga og varð að leika
þær allar hvort sem henni líkaði
betur eða verr. Hún lýsir tíman-
um sem langri eilífð. Og kaflan-
um um Lady Macbeth lýkur á
þessum orðum:
„Shakespeare, ég lofa að gera
þetta aldrei aftur.”
(Stytt og endursagt -þs)
Simone Signoret segir á stórkostiegan háttfráþ ví þegar hún ætlaði aðsláí gegn í
London og lék Lady Macbeth meðfrönskum áherslum, breskum áhorfendumog
gagnrýnendum til ómældrarskelfingar.
Alec Guinnes lék Macbeth og ætlaði
að snúa aftur að klassíkinni í frísklegri
nútímalegri Shakespearesýningu, en
raunin varð önnur.
Yves Montand, eiginmaður Simone.
Þau fóru bæði til Bandaríkjanna en
höfðu takmarkað ferðafrelsi vegna
stjórnmálaskoðana.
Sunnudagur 6. október 1985 ÞJÓÐViLJINN — SÍÐA 5