Þjóðviljinn - 06.10.1985, Page 8

Þjóðviljinn - 06.10.1985, Page 8
SUNNUDAGSPISTILL /Cvintýrin, boðskap- urinn - og það sem ekki má Eg var á menningarrölti um síðustu helgi, kom við á einum sex stöðum eða sjö og ég heyrði stundum og hef svosem heyrt það áður, að það væri svo yfir- gengilega mikið menningarfram- boð í Reykjavík og nágrenni, það næði engri átt. Maður kemst aldrei yfir þetta allt saman, segja menn og dæsa eins og á þeim hvíldi synd heimsins. Við skulum barasta vona að það verði þeirra stærsta og mesta áhyggja að geta ekki komist yfir menningaratburðina. Og kann- ski ekki úr vegi að hugsa smá- stund til allra þeirra sem búa í ótal smáborgum og tíðinda- lausum stórborgum þar sem eng- inn kemst neitt nema fram í hæg- indastól að kveikja á sjónvarpi eða út á næsta horn þar sem fæst Alvörubjór. Ekki þar fyrir: allt gengur í bylgjum og gusum. Ég segir fyrir sjálfan mig- stundum hefi ég étið fylli mína af myndlist og meira til og fer í alllangt myndbindindi og er þá sannfærður um að ekkert hafi gerst skemmtilegt innan ramma síðan Rembrandt brá sinni birtu yfir heiminn eða Vermeer málaði myndina af ungu stúlkunni með stóru augun. En svo rennur af manni svartsýnin og myndheimurinn verður aftur örvandi eins og... Ja eins og hvað? (Best að tala ekki af sér, nóg er samt). Örlátar konur Af því sem þessi borgarbúi hér sá til þessa á Listahátíð kvenna hafði hann mesta ánægja af tveim konum sem sýna á Listasafni al- þýðu. Þær heita Sigurlaug Jónas- dóttir og Ólöf Gríma Þorláks- dóttir og sýningin heitir Úr hug- arheimi og önnur rösklega sjötug en hin níræð, og nú er sem ég heyri Jónas Arnason hlæja svo heyrist um allan Reykholtsdal: Á minn sann! Þetta hefi ég líka alltaf sagt. Það er ekkert vit í fólki yngra en sjötugu.... Þarna er heimurinn fullur af blómum og mannkynið er á flakki milli þeirra og mikill mann- fjöldi er við nytsöm störf eða við leik og kannski er vinnan leikur og leikurinn vinna, og svo situr sjómaður í bát sínum á sjónum bláa miðjum og rekur bífurnar upp í loft til guðs og við horfum niður á hann úr sjónmáli Himna- ríkis. Þetta er nokkuð gott. Skrýtið annars með það fólk sem kallað er naívistar og vekst upp hér og þar í heiminum og þá við mjög mismunandi hefðir í lærðri myndlist, í myndlist atvinnumanna. Það er svo undar- lega margt sameiginlegt með myndum þessa fólks, hvort sem það er upp vaxið í Júgóslavíu eða Nicaragua eða á íslandi. Ekki bara vegna þess að þetta fólk hugsar fremur í tveim víddum en þrem. Kannski er samnefnarinn sterkastur í því, að heimurinn verður ekki eins og sundurslitinn, hólfaður í marga parta. Lista- maðurinn „naívi“ safnar að sér inn á myndflötinn mikilli auð- legð. Hann raðar í allsnægta- horn. Sá er nú ékki sínkur. Er gaman að llfa? Ef einhver spyrði nú upp á gamlan máta: hver er boðskapur- inn í svona myndum? Kannski best að svara engu, kannski er það óþarft. En það má líka segja sem svo: Boðskapurinn er, að það er gaman að lifa. Ágætt erindi reyndar á tímum þegar hver sem vill klifar mjög á því, að hann sé persóna í sögunni af hnignun og falli hvers sem er - hugsjónanna, listarinnar, stjórn- málanna, siðferðisins, starfsgleð- innar og kynlífsins. Það er svo mikið sem lagt er á aumingja blessað fólkið. Eigin- lega er það alveg skelfilegt. Nú á kannski að fara að kjósa aftur og hver veit hvað. Semsagt: það er samt gaman að lifa. Höldum aðeins áfram að velta fyrir okkur boðskapnum sem menn leggja í mynd og bók eða sjá þar falinn af hyggjuviti sínu og í samúð og andúð. F Stórar sveiflur Stundum er boðskapurinn í tísku. Aldrei er of mikið af hon- um. Sá sem ekki hefur boðskap, hann er aumingi og ætti að hypja sig heim. Listamaðurinn er spá- maður og túlkandi og gefur kann- ski hin merku svör sem duga, að minnsta kosti hleður hann upp veginn grýtta sem liggur að hell- ismuna leyndardómanna. Svo koma aðrir tímar, líkir þeim sem núna eru. Þá er boð- skapur vondur í sjálfu sér. Óþarf- ur áróður og innræting. í besta falli hlægilegur misskilningur, tímaskekkja eða slys. Niður með andskotans vandamálin og lengi lifi fantasían! Milli þessara póla sveiflumst við og flestir eru þægir og fylgja með án þess að andmæla - höfu- ndarnir og neytendurnir og gagn- rýnendurnir og stundum langar mann fyrst og fremst að vera á móti straumi tímans, hver sem hann annars er, ef takast mætti með þeim ráðum að komast hjá því að verða hundleiðinlegur. En náttúrlega er „boðskapur“ ekkert sem afgreitt verður í eitt skipti fyrir öll. Sveiflurnar ganga yfir en eftir í okkur situr alltaf eitthvað sem er náttúrlega áróður og innræting upphaflega og allt það. Ég vil elska mitt land. Og ef við nú reyndum að brjótast það beint. Þá er ei þörf að velja, þú mátt aldrei selja það úr hendi þér. Allt gott nema.... Það er líka bæði skemmtilegt og lærdómsríkt þegar það kemur á daginn að „boðskapur“ truflar einhvern mann, kemur honum úr jafnvægi, það er ljóst að honum stendur ekki á sama. Jóhann Hjálmarsson var á dög- unum að skrifa í Morgunblaðið um ljóðadagskrá sem fram fór einmitt á laugardaginn var, þegar sýningin Úr hugarheimi var opn- uð í Listasafni ASÍ. Þetta var fjórða ljóðadagskrá kvenna á Gerðubergi. Jóhann var afskap- lega ánægður með allt sem fram fór. Það var fjölbreytni, það var huggulegt að rifja upp ljóð geng- inna skáldkvenna, áheyrendur urðu í einu dæmi þátttakendur í næmri skynjun einnar skáld- konu, önnur var mögnuð, Jiin þriðja innileg og viðkvæm, hin fjórða átti meiri nálægð í sínum ljóðum en önnur skáld, hin fimmta átti ósvikinn húmor og ádeilan hitti beint í mark, hin sjötta var hin efnilegasta, hin átt- unda yrkir flestum öðrum trú- verðugari ljóð, hin níunda átti sér verulegan kraft. Og svo mætti áfram telja. Þetta var sem sagt allt saman mjög gott ef ekki hefði til komið eitt kvæði sem truflaði samstill- ingu hjartna Jóhanns Hjálmars- sonar og nokkurra kynslóða ís- lenskra skáldkvenna. Hann segir „Aftur á móti var leiðinlegt að hlusta á Helgu Thorberg flytja hið úrelta ljóð Jakobínu Sigurð- ardóttur, Hugsað til Horn- stranda". Takmörk umburðarlyndis Sumir eru búnir að gleyma því ljóði kannski og aðrir hafa kann- ski aldrei séð það. En sannleikurinn er sá, að það er ort rétt fyrir flotaæfingar á vegum Nató úti fyrir Hornströndum eða kannski stóð það jafnvel til að setja upp herstöð þar nyrðra? Nema hvað, skáldkonunni bregður illa við þessi tíðindi, hún vill eiga æskuminningar af þess- um slóðum í friði fyrir hernum og eflir seið gegn honum með fulltingi þess lífs sem landið hefur skilað af sér til þjóðtrúarinnar: Láttu fóstra, napurt um þá nœða norðanélin þín, fjörudrauga og fornar vofur hrœða. Feigum villtu sýn.... Og ég man reyndar ekki betur en að þessi seiður yrði að áhrif- insorðum og fóru herskip vill veg- ar úti fyrir Hornströndum á því misseri og lentu í hrakningum stórum - um það er til annað kvæði eftir Jakobínu. Vinsamleg afstaða til skáld- skapar er náttúrlega lofsamleg. Umburðarlyndi sömuleiðis. En það er eigi að síður gott til þess að vita, að umburðarlyndi eru tak- mörk sett. Of mikið af öllu má nú gera. Það kemur alltaf að því að í Morgunblaðinu er sagt: hingað og ekki lengra. Hreyfið ekki við hernum. Minnist ekki á hann. Yrkið um trú og jafnrétti og það sem talið var ósiðlegt og jafnvel um ríka og fátæka. En látið herinn í friði og sambýlið allt við hann. Það er vitanlega til sitthvað fleira sem ekki má, en í þessum punkti hér skerast þau boð sem segja hvað er ekki við hæfi. Og eins og ég sagði áðan: Það er gott til þess að vita að umburðarlyndi skuli vera takmörk sett. Það þýð- ir nefnilega um leið, að enn getur orðið notið óttablandinnar virð-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.