Þjóðviljinn - 10.11.1985, Side 14

Þjóðviljinn - 10.11.1985, Side 14
... kunni endalausar sögur af skrýtnum köllum ... HVAÐAN HEFURÐU ALLAR PESSAR MÓTSETNINGAR? í bókinni Skáldið á Sigur- hæðum segir Davíð Stefáns- son frá söngskemmtun í sam- komuhúsinu á Akureyri á veg- um karlakórsins í bænum: „Ég sat uppi á svölum og sá, að hvert sæti var skipað, að einu undanskildu. Söng- mennirnir tóku að tínast inn á sviðið, hægt og hátíðlega; loks kom söngstjórinn. En hvers vegna lyfti hann ekki tónsprótanum? Hvers vegna varð honum svo starsýnt á auða sætið? Eftir hverjum var beðið? Loks opnuðust salsdyrnar og inn kom séra Matthías, sönglandi og mikill fyrirferðar, gekk rakleitt til sætis, eins og ekkert hefði í skorizt, en um leið lyfti söngstjórinn sprota sínum, og karlakórinn hrópaði í heiftarbræði: - Ertu kominn, landsins forni fjandi." Matthías var vinur allra á Ak- ureyri, ef marka má frásagnir þeirra af honum. Það sópaði að honum á götum úti; hann þrammaði glaðbeittur um, söng- landi einhverja lagleysu, tók alla tali og kallaði elskuna sína, lét hramminn vaða á bak kunning- janna, talaði í sífellu, kunni enda- lausar sögur af skrýtnum köllum og var heimagangur á hverju heimili - átti til að vaða einhvers staðar inn og heimta pönnukökur upp úr þurru. Hann var yfirþyrm- andi persónuleiki. „hamslaus iðu-feikn“ Og hann var yfirþyrmandi skáld. Á einum degi átti hann til að yrkja álíka mörg ljóð og skáld nútímans yrkja á tuttugu árum með töluverðum erfiðismunum, og hvert ljóð gat verið ámóta langt og heil ljóðabók er nú á dögum. Væri hann í skapi til að yrkja undir hrynhendum hætti gerði hann það án áreynslu - hið sama gilti um ljóðahátt, tregalag, hexametur, ferskeytlu. Hann gat ort eins og Hallgrímur Pétursson, vildi hann það við hafa, eða Einar skálaglamm eða Símon Dala- skáld. Hann hafði vald á flestum tegundum íslensks skáldskapar, gat brugðið fyrir sig skáldskapar- máli allra alda, öllum háttum. En hann var ekki sérlega vand- virkur. Sagan segir að hann hafi sest niður til að yrkja um tiltekið efni, fengið innblástur og ljóðið hafi svo flætt á pappírinn að því er virðist án teljandi íhlutunar. Færi hann að eiga við ljóðið aftur til að fága það reyndist slíkt yfirleitt til lýta. Ljóðagerð hans var eins og Dettifoss, sem hann storkaði í ljóði: takmarkalaust afl, ótæm- andi uppspretta, endalaus flaumur áfram og áfram, „hams- laus iðu-feikn“ af minnsta tilefni. Og vatnið ekki tært og gagnsætt heldur leiri blandað. Þegar hon- um tókst upp voru ljóð hans stór- fenglegt sjónarspil og undir lund hvers og eins komið hvort hann hrífst af gnóttinni og kraftinum eða yppir öxlum og spyr hvaða æsingur þetta eiginlega sé. Hann stefndi ævinlega á tindinn, reyndi að troða öllum sjóndeildar- hringnum inn í eitt erindi, eins og Þorsteinn Gíslason segir - og þegar hann glamraði gerði hann það með tilþrifum. Alþýðuskáldið Matthías Samanburðurinn við afköst nútímaskálda er vitaskuld fárán- legur. Það er hugmynd 20. aldar- innar að orð geti reynst svikul, tvær heimsstyrjaldir og fagurgal- andi fjöldamorðingjar hafa kennt okkur það. Og sú fagurfræðilega krafa er ný aðljóð skuli vera stutt og miðleitin en ekki löng og út um allt. Nú orðið er það sagt skáldi til hnjóðs í ritdómum að það sé mælskt. Skáld nútímans tala lágum rómi, láta varlega út úr sér aðeins allra nauðsynleg- ustu orð til að lesandi geti ort úr þeim hræringar og kenndir. Þeg- ar Hannes Pétursson yrkir um Gretti Ásmundarson í ijóðinu I Grettisbúri velur hann sér dauða- stund Grettis, tekur sér stöðu hjá Þorbirni Öngli, lýsir nöturlegu umhverfinu með fáum en hnit- miðuðum dráttum, undanskilur það sem raunverulega gerist í ljóðinu og lætur vera að fimbul- famba um líf hetjunnar. Þegar Matthías á hinn bóginn yrkir um Gretti verður það þykk og mikil bók, þar sem ekkert tækifæri er látið ónotað að leggja innvirðu- lega út af efninu. Persónur halda langar og klökkar ræður og per- sóna Grettis er umvafin kristi- legri mærð; andagiftin og fjörið ráða ferðinni. Hannes er umfram allt að ná fram tilteknum áhrif- um, en Matthías beitir íþrótt sinni til að segja sögu að þjóð- legum sið. Steingrímur, Gröndal og Matthías Hann orti sem sé „eitthvað sem fólkið vildi“. Og sennilega var hann einna alþýðlegastur stór- skálda 19. aldarinnar. Jónas Hallgrímsson var að vísu ekki af auðugu fólki kominn, en hann komst til mennta og þegar komið var til Kaupmannahafnar gekk hann inn í hutverk mennta- mannsins óháða. Stéttleysingj- ans. Hann var náttúrufræðingur og skáld og þegar hann kom til Reykjavíkur lék hann einhvers konar dandý. Hann var aldrei í embættismannaklikkum og dó raunar embættislaus. Steingrím- ur Thorsteinsson var heldur ekki í klikkunum og orti napurlega um orður og titla, en hann var ekki í nokkrum tengslum við alþýðu- fólk. Gröndal átti til að gerast einn af „dónunum" á kneypunum í Reykjavík, en þegar hann reis upp á nýjan leik vildi hann ekkert af fyrri kompánum vita. Grímur Thomsen sat einn á Bessastöðum og lék þar stórdanskan óðals- bónda milli þess sem hann orti rammíslensk kvæði. Matthías skar sig úr þessum hópi að tvennu leyti: uppruni hans var annar en hinna og lífs- starf hans lá á sviði prestskapar. Hann gat ekki litið niður til mannlífsins úr ljóðrænum hæð- um því hann var mitt í eymdinni og volæðinu. Hann var bóndasonur - af bændaættum, gat rakið ættir til merkisfólks á Vesturlandi og því ekki af neinum kotungum kom- inn. Hann þurfti ekki að svelta, en hann ólst ekki heldur upp í neinum munaði og var sendur að heiman ellefu ára gamall sökum ómegðar. Það stóð aldrei til að hann yrði skáld og mektarmaður og óvíst hvað um hann hefði orð- ið ef hann hefði ekki vakið at- hygli prestkonunnar í Flatey, Þu- ríðar Kúld sem var systir Bene- dikts Gröndals. Hún kenndi hon- um að meta skáldskap og stóð fyrir því ásamt öðrum Flateying- um að koma piltinum til mennta. Og þegar hann hafði lokið stúd- entsprófi gat hann ekki leyft sér þann munað að vera frjáls og óháður menntamaður; hálfnauð- ugur lærði hann til prests og þeg- ar hann var vígður til Kjalarness- þinga fannst honum hempan sitja illa og „eins og nauðug utan á mér“ að því er hann segir í Sögu- köflum af sjálfum mér. Hann var alinn upp við frj álslyndi í trúmál- um og átti því afar erfitt með að fara að boða Kjalnesingum ógnir og pínslir helvítis, hefur vísast þótt það vera fólskugys. Hann virðist þó ætla að sætta sig við orðinn hlut, kann vel við Kjalnes- inga og gleymir efasemdum í dagsins önn, en þá verður hann fyrir því að missa tvær eiginkonur í röð með stuttu millibili, og þá tekur við ógurleg glíma við guð. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.