Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.02.1986, Blaðsíða 2
\iku skammtur af eyrna- og snyrtipinnum Það hefur lengi verið ríkjandi skoðun hugs- andi manna og skynsamra að atvinnulífið í landinu sé full einhæft, byggist um of á sjávarút- vegi og landbúnaði. Allir eru á einu máli um það að aukin umsvif í sem flestum greinum verði jDjóðarhag til heilla, stuðli að stöðugleika og jafnvægi þjóðarbúsins, auki á atvinnutækifæri í fjölbreyttari mynd og umfram allt, skipi okkur á bekk með þeim sem iðnþróaðir geta talist. Framsýnir og dugmiklir menn hafa stofnað glerverksmiðjur, sokkaverksmiðjur, fataverk- smiðjur, húsgagnaverksmiðjur, potta- og pönnuverksmiðjur, steinillarverksmiðjur, þara- og þangverksmiðjur, buxnatöluverksmiðjur, heklunálaverksmiðjur, skóreimaverksmiðjur, lakkrískaramelluverksmiðjur og svona mætti lengi telja. Öll hafa þessi umsvif orðið til þess að stórefla þjóðarhag og það sem þó meira er um vert stórauka á lífshamingjuna í landinu. Stundum hefur að vísu hugurinn verið svo mikill að fjöll, eða fjallgarðar hafa myndast, þeg- ar eftirspurnin hefur ekki haldið í við framboðið og einna táknrænast glerfjallið í dentíð. Nú getur íslenska þjóðin fagnað því að enn hefur verið riðið á vaðið með framleiðslu á þeirri vörutegund sem hverjum íslendingi er jafn nauðsynleg og loft, vatn og eldur. Þetta eru að sjálfsögðu eyrna- og snyrti- pinnar. Það var semsagt í vikunni að sú gleðifrétt kom í sjónvarpinu að loksins hafði verið stofnuð Eyrna- og Snyrtipinnaverksmiðja. En það sem gladdi þó vafalaust hug og hjörtu landsmanna öðru fremur, var að enn einu sinni hafði veriö til fyrirtækis stofnað af þeim stórhug, sem manni kemur stundum í hug að sé séríslenskt fyrir- brigði. Afkastageta snyrtipinnaverksmiðjunnar er semsagt eittþúsund snyrtipinnar á mínútu. Með tiltölulega einföldum útreikningi sést að afköstin eru 60.000 snyrtipinnar á klukkustund, svo að ef verksmiðjan er í gangi 16-17 tíma á dag er dagsframleiðslan á snyrtipinnum 1.000.000, ein miljón snyrtipinnar á dag og árs- framleiðslan því ekki undir 300.000.000 - þrjú- hundruð miljónum eyrna- og snyrtipinna á ári. Þegar svo er haft hugfast að notagildi hvers snyrtipinna er tvöfalt, þar sem bómullarhnoðri er bæði framan og aftaná hverjum þeirra, er það Ijóst að hreinsa má úr sexhundruð miljón eyrum með ársframleiðslu snyrtipinnaverksmiðjunnar. En þá ber að sjálfsögðu í leiðinni að hafa hug- fast að á hverju höfði eru tvö eyru, svo það eru í raun og veru ekki nema þrjúhundruð miljón manns sem geta hreinsað úr eyrunum á sér með ársframleiðslu Eyrna- og Snyrtipinnaverk- smiðjunnar. í máli verksmiðjustjóra Eyrna- og Snyrti- pinnaverksmiðjunnar kom það fram að ársnotk- un íslendinga á eyrna- og snyrtipinnum væri fjörutíu og átta miljón stykki á ári og sýnir þessi gífurlega þörf á eyrna- og snyrtipinnunum að þeir eru sannkallað „þarfaþing”, eins og frétta- kona sjónvarpsins orðaði það í vikunni á skján- um. Það er Ijóst að ef framboð og eftirspurn á að standast á hérlendis varðandi eyrna- og snyrt- ipinna, verður íslenska þjóðin að stórauka notk- un á þessu „þarfaþingi”. í fljótu bragði má gera sér í hugarlund að íslenska þjóðin bindist samtökum um að stór- auka á fjölbreytni í notkun pinnans. Glöggum mönnum dettur fyrst í hug að fleiri staðir á mannslíkamanum þarfnist reglulegrar og kerfisbundinnar hreinsunar en eyrun ein, og hvarflar þá að sjálfsögðu fyrst að manni nefið og svo auðvitað á milli tánna en mikill misbrestur er á því að þessum stöðum líkamans sé nægilega sinnt á íslandi og jafnve! víðar. Sá ósiður þarf að afleggjast með öllu að nota eyrna- og snyrtipinna sem tannstöngla eftir að þeir hafa lokið hlutverki sínu sem líkamsþrifa- tæki. Hins vegar er rétt að benda á að stórauka mætti eftirspurnina ef pinnarnir eru umhannaðir áður en þeir hafa verið notaðir til hreinsunar á eyrum, nefi og tám. Hvert mannsbarn getur í raun og veru breytt eyrna- og snyrtipinna í tann- stöngul. Bómullarhnoðrinn er varlega fjar- lægðurog oddurtegldur ápinnann með beittum hnífi og eyrnapinninn er orðinn að tannstöngli sem hver húsmóðir getur verið fullsæmd af að bjóða gestum og gangandi. Snyrtipinna má líka breyta í snittupinna, en munið að fjarlægja bómullina. Það er hægt með sameiginlegu átaki að auka neyslu íslendinga á eyrna- og snyrtipinnum uppí þrjúhundruðmiljón á ári. Vilji er allt sem þarf. Getur Vík- ingasveitin stjórnað Þorrablótinu? Og í kvöld er Þorrablót Al- þýöubandalagsins og þar verður án efa glatt á hjalla. Forvalsskjálftinn stendur þó fram til miðnættis, en þá á að tilkynna úrslit forvalsins. Okk- ar maður á Þjóðviljanum, Sig- urdór Sigurdórsson átti að vera blótsstjóri en kemur ekki frá útlöndum fyrr en á sunnu- dag. Því eru góð ráð dýr, og ekki hver sem er fer í fötin hans í blótsstjórn. Leitað hef- ur verið til ýmsra valinkunnra manna og kvenna, en allir hafa vikið sér undan verkinu, þar sem menn óttast mjög átök og uppistand í kringum forvalsúrslitin. Síðast þegar fréttist var búið að tala við Vík- ingasveitina og hún var að hugsa málið....B Draumanúmerið Maður nokkur kom niður á skrifstofu Happdrættis Há- skólans á dögunum og vildi endilega kaupa ákveðið núm- er. Hann hafði dreymt nóttina áður að á það kæmi hæsti vinningur en honum var tjáð að númerið væri í eigu gam- allar konu, og hefði verið það áratugum saman. Maðurinn flýtti sér að kaupa miða handa konunni, fór síöan og bað hana að skipta um miða. Hann greiddi fyrir hana nýja miðann og fór glaður heim með draumanúmerið. En vití menn; Aðeins nokkrum dögum síðar er dregið og hvaða númer fær hæsta vinn- inginn? Ekki númerið sem hann hafði keypt af gömlu konunni, nei númerið sem hann hafði gefið henni í stað- inn. Það varð fátt um kveðjur, þegar gamla konan hringdi og þakkaöi honum kærlega fyrir þennan happamiöa ... ■ Síminn mmmmmmmmmmmmmmmmmzm brann yfir Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá flokksfélögum í Al- þýðubandalaginu í höfuð- borginni að forval stendur yfir og lýkur því reyndar síðdegis í dag, laugardag. Frambjóð- endur hafa flestir verið ötulir við að kynna sjónarmið sín fyrir flokksmönnum, ýmist með bréfasendingum eða símhringingum. Víst er að mikiö hefur verið hringt, því í það minnsta frétt- um við að síminn hjá einum frambjóðandanum hefði hreinlega brunnið yfir, klukk- utíma áður en kosningin hófst í gær.B IKEA slær í gegn í Bandaríkjunum Fyrsta Ikea-vöruhúsið var opnað í Fíladelfíu í Bandaríkj- unum fyrir skömmu. Þótt um- mál verslunarinnar sé eins og þrír meðalstórir fótboltavellir, er það þegar of lítið, því versl- unin annar hvergi eftirspurn. Bandaríkjamenn kaupa hús- gögn með skandinaviskri hönnum eins og heitar lumm- ur og einkum og sér í lagi þeg- ar þau eru 50% ódýrari en það sem hingað til hefur þekkst, en sú mun raunin með Ikea húsgögnin. „Nú borgar sig að kunna á skrúfjárn" segir kaninn og skrúfar glaður saman húsgögnin frá Ikea, en til þessa hefur engum dottið í hug aö setja á markaðinn ó- samsett húsgögn í USA. Framkvæmdastjórinn þar vestra, Björn Bayley, segir að yfir 50 þúsund manns komi vikulega í verslunina, meira að segja alla leið fráWashing- ton, en þangað eru 30 mílur. Þegar er farið að huga að stækkun verslunarinnar og víða um Bandaríkin er verið að undirbúa opnun nýrra vöruhúsa, t.d. í Virginiu, Dale City og væntanlega einnig í New York. ________Eruð þér með ullarsokka? Bóndi nokkur austur í Mýrdal átti strangan dag i gær. Strax eldsnemma um morguninn var hringt og spurt hvort hann væri með ullarsokka. „Já“, sagði maðurinn, enda kalt í veðri. í Ijós kom að auglýsing í Þjóðviljanum varð tilefni þess- arar hringingar og síðan ó- stöðvandi hringinga allan daginn. Auglýsingin var frá Víkurprjóni, sem auglýsti sér- lega góða ullarsokka, en í stað 99-7250 var gefiö upp símanúmerið 99-7270. Bónd- inn var því orðinn býsna þreyttur undir kvöldmat, en hérmeð leiðréttist símanúm- erið. Og bóndi beðinn afsök- unar. En segiði bara að Þjóð- viljinn hafi ekki auglýsinga- mátt ...■ Væringar á sjónvarpi Til snarpra orðhnippinga kom á fréttastofu sjónvarps í gær- morgun eftir að Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri hafði les- ið athugasemd Einars Arnar Stefánssonar sem birtist f Morgunblaðinu við ummæli sínísamablaði. ÞarsegirEin- ar að fréttastjórinn hafi til- kynnt sér að hann hygðist ráða Hall Hallsson á frétta- stofuna og Einar gæti sótt eins og hver annar! Það gerði hann reyndar og fékk starfið. Starfsmenn fréttastofunnar kunnu því eðlilega illa að menn séu að senda hverjir öðrum skeyti vegna þessa í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.